Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Góðir gestir Rétt er hjá Elísabetu annarri Bretadrottningu, að þjóðir okkar eru tengdar vegna frelsis og lýðræðis með- al annars. Alþingi íslendinga átti frumkvæðið. Síðar hefur Bretland oft verið kallað vagga nútíma lýðræðis. Hér hafa nú komið góðir gestir. Sumum íslendingum vex í augum það skrúð og pijál, sem verið hefur í þess- ari heimsókn. En þjóðirnar, einnig okkar þjóð, þurfa skraut. Almenningur minnir þessa daga oft á, að við þurfum jólatré. Bretadrottning og frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti okkar, hafa að vísu ekki mikil stjórn- málaleg völd. En við viljum ekki sleppa forsetaembætt- inu, og þjóðir Bretaveldis vilja yfirleitt ekki sleppa kon- ungdæminu. Þetta er nauðsynlegt skrúð. Við bætist, að bæði Vigdís og Elísabet hafa staðið sig með prýði. Því er gott, að Bretadrottning og eiginmaður hennar hafa varið þessum dögum hér til að kynnast lítillega landi og þjóð. Það sýnir vinsældir Englendinga, að tugþúsundir ís- lendinga hljóta að hafa fagnað í gærkvöldi, þegar Eng- lendingar sigruðu Belgíumenn í knattspyrnu, sem stór hluti þjóðarinnar fylgist með. Við erum að vísu undir engilsaxneskum áhrifum. Ríkissjónvarpið hefur séð til þess, að við getum séð beint íjölmarga knattspyrnuleiki frá Englandi. Vissulega má deila um, hvort engilsax- nesku áhrifin séu of mikil. Við vitum einnig, að í Bret- landi skiptir í tvö hom. Þar er á ferð óaldarlýður, sem veldur illu. En yfirleitt geðjast íslendingum að Bretum. Þetta hefur gerzt, þótt kastazt hafi í kekki. Við munum öll þorskastríðin, sem voru grimm að okkar mati en lauk farsællega. Þetta eru jú hvort tveggja sæferðaþjóð- ir. Við sýndum Bretum, hvern hug við berum til þeirra, þegar fjöldi íslendinga stofnaði lífi í hættu til að færa Bretum fisk, lífsbjörg, á erfiðum tímum, stríðsárunum. Gott er, að Bretadrottning viðurkennir nú, að norrænu víkingarnir hafi fært Bretum búsæld - ekki bara verið villimenn, sem hjuggu strandhögg. Sagan segir þetta einnig. Sagan kann að útskýra hluti, sem lengi eru vafa undirorpnir. Þannig eigum við að líta á okkar fyrri deil- ur. Brezki fiskmarkaðurinn er stór og mikilvægur fyrir okkur. Við skulum sem fyrr nýta heimsóknir þjóð- höfðingja til að efla markaði, án þess að gefa nokkurt brot af sjálfstæði okkar. Þannig getum við - eins og oft hefur gerzt, fengið til baka það, sem við höfum kostað til skrúðsins. Bretadrottning er alþýðleg og alúðlega í fasi. Hið sama gildir um forseta íslands. Saman eru þær fulltrúar hins bezta, sem þjóðhöfðingja má prýða. Við óskum Bretadrottningu hins bezta í framtíð. Við skiljum, að mikillar gæzlu er þörf, enda hefur hún naumlega slöppið við banatilræði. Við samþykkjum ekki allt í stefnu Breta - og við vitum ekki til þess, að drottning geri það heldur. En hún verður að halda sig innan ákveðins ramma. Hér er staddur fjöldi erlendra fréttamanna. Jafnan er sagt frá ferðum drottningar um heim allan. Ekki er langt síðan þjóðir í öðrum löndum vissu lítið um ís- land. Það hefur breytzt á fáum árum og breytist nú enn. Við ætlum okkur stóran hlut. Við munum ekki lengi sætta okkur við tiltölulega léleg lífskjör. Til að bæta kjörin þurfum við fyrst og fremst að efla tengsli við aðrar þjóðir. Við þurfum meðal annars að sækja þangað fjármagn. En við megum hvergi gefa eftir. Heimsóknin er fagnaðarefni. Haukur Helgason Þýskaland - fortíð, nútíð og framtíð Um fátt er nú meira rætt á Vest- urlöndum en sameiningu þýsku ríkjanna. Líklega eru þeir fleiri sem fagna sameiningunni en hinu ber ekki að leyna að margir bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Undir- ritaður var svo heppinn að eiga þess kost aö dvelja innan landa- mæra beggja þýsku ríkjanna dag- ana 3.-14. þ.m. og kynnast viðhorf- um til fortíðar, nútíðar og framtíð- ar. Saga Þýskalands er orðin nokkuð löng og litskrúðug en saga v-þýska sambandslýðveldisins (BRD) og a- þýska alþýðulýðveldisins (DDR) nær aðeins rösk 40 ár aftur í tím- ann og hefði að líkindum aldrei orðið á þann veg sem við höfum kynnst henni hefðu Þjóðveijar sjálfir fengið að ráða gangi sögunn- ar á árunum 1945-50. Niðursetningspólitík Úr skáldritum og eldri heimild- um þekkjum við íslendingar hvemig fariö var með munaðar- leysingja hér á landi á árum áður. Þeir voru boðnir upp og gátu af þeim sökum hreppt misjafna hús- bændur. Þeir eru til sem vilja skoða sögu BRD og DDR í þessu ljósi. Banda- menn komu sér saman um að skipta Þýskalandi upp í hernáms- svæði og höfðu uppi áform fyrir stríðslok að skipta landinu upp í mörg leppríki en voru taldir hafa gefið þessa hugmynd upp á bátinn áður en stríðinu lauk. Kalt stríð magnaðist milli risa- veldanna og leppríkjai þeirra sem leiddi til þess að á hernamssvæðum Vesturveldanna svokölluðu, með Bandaríki N-Ameríku í broddi fylkingar, var stofnað sambands- ríki 24. maí 1949 þótt flestir þýskir stjórnmálamenn væru andvígir stofnuninni þar eð þeir þóttust sjá að með henni væri kveðinn upp dauðadómur yfir sameinuðu Þýskalandi. Sú skoðun reyndist rétt í 40 ár. Röskum 4 mánuðum síðar, eða 7. október 1949, var Þýska alþýðulýð- veldið stofnað á hernámssvæði Sovétríkjanna. Með Parísarsamn- ingnum 1954 varð BRD meðlimur í NATO og 1955 gekk DDR í Varsjár- bandalagið. Krafan um sameinað Þýskaland var samt alltaf ofarlega á baugi hjá þýskum stjómmála- flokkum beggja vegna landamær- anna. Á sama tíma og gífurlegt fjár- magn í formi Marshall-hjálpar streymdi inn í V-Þýskaland var A-Þjóöverjum gert að greiða gífur- legar stríðsskaðabætur, einkum til Sovétríkjanna. Fjöldinn allur af verksmiðjum var fluttur til Sovét- ríkjanna og auk þess var húsnæðis- ekla gífurleg þar eð bandamenn höfðu látið sprengjum rigna yfir þýskar borgir, en þar er dæmið frá Dresden e.t.v. illræmdast. Mars- hall-áætluninni fylgdi að sjálfsögðu auðvaldsskipulag, en í DDR vora áhrif Sovétríkjanna sterkasta mót- unaraflið á þjóöfélagsgerðina. Skrifræðið Lítið dæmi: í fataverksmiðju nokkra í DDR höfðu verið keyptar 3 vestrænar sníöavélar. Eitt sinn er flokksbroddur var á yfirreið kom hann við í verksmiðju þessari og undraðist mjög er hann sá kon- umar flestar með skæri en sníða- vélamar voru hljóðar utan ein sem verið var að vinna við. Hann spurði framkvæmdastjórann hveiju þetta sætti. Svarið var einfalt. Lítið tæki í sníðavélunum hafði bilað fyrir 3 mánuöum og ekki var komin heim- ild fyrir gjaldeyriskaupum vegna varahlutanna, sem kostuðu tæp 3 mörk hver. Þessi saga er ekki seld hér dýrar en hún var keypt og auðvitað hvarflar að manni að varastykkin hefði mátt smíða í heimalandinu og losna þar með við gjaldeyris- KjaUarinn Ingi S. Ingason formaður þýsk-islenska vinafélagsins á Suðurlandi vandræðin. En sagan sýnir þó að líkindum hversu kerfið sem slíkt getur dregið úr framleiðni. Vegna gjaldeyrishafta og þess að aðeins örfá ríki höfðu viðurkennt sjálfstæði DDR en stjómvöld BRD töldu sig umbjóðendur allra þýskra þegna var ferðafrelsi a-þýsks al- mennings bundiö við austantjalds- löndin. Minnir þetta um margt á það ástand sem hér á landi ríkti a.m.k. fram eftir 8. áratugnum þeg- ar brask með gjaldeyri blómstraði sakir þeirra hafta sem vora á ferða- mannagjaldeyri. Þetta olli vera- legri áónægju í DDR. Ekki síst þar sem fólk áleit út frá vesturheimsk- um áróðri að allur almenningur væði í peningum og lúxus á Vestur- löndum. Þar eð atvinnuleysi var óþekkt í DDR, enda ríkiö skyldugt til að sjá hverjum þegn fyrir vinnu við sitt hæfi, og verð á matvælum lágt munu allfléstir A-Þjóðverjar hafa lagt fyrir fé enda lúxuvarning- ur vart falur fyrir innlendan gjald- miðil eða þá svo dýr að hann frei- staði fólks vart. Svikin kosningaloforð Þaö skal því engan undra að kosningaloforð Helmuts Kohls, kanslara BRD, í vetur þess efnis að komiö yrði á sameiginlegum gjaldmiðh beggja þýsku ríkjanna og íbúum DDR gert kleift að skipta hverju sínu austurmarki fyrir eitt vesturmark vakti mikla hrifningu meðal a-þýskra kjósenda. Von- brigðin urðu því að vonum mikil þegar ljóst var að þetta loforð yrði ekki efnt nema að litlum hluta og það þótt kristilegir demókratar (en fyrir þeirra stefnu barðist Kohl) ynnu glæsilegan kosningasigur. Jafnframt er ljóst að lausn á kaupgjaldsmálum og eftirlaunum aldraðra á þeim svæðum sem enn tilheyra DDR verða vandleyst svo öllum líki. Búist er við að 2/ hlutar allra fyrirtækja í DDR fari á haus- inn við gjaldmiðilssameininguna nú 2. júlí nk. Atvinnuleysi var kom- ið í 100.000 manns í lok maí en á móti koma þau gleðilegu tíðindi að í BRD dregur úr atvinnuleysi. Mik- ill skortur er orðinn á íbúðar- húsnæði í V-Berlín sem m.a. stafar af því að fjöldi a-þýskra hugðist flytja þangað í sælunnar reit. Heimur versnandi fer Áður þurftu vestrænir feröalang- ar ekki að óttast um eigur sínar, líf né limi, þótt þeir gengju um götur A-Berlínar aö kvöldlagi en nú er svo komið að búast má við að vera rændur um hábjartan dag á Alex- anderplatz láti maður veski hanga um öxl. Þetta er talinn fylgifiskur aukinnar fíkniefnaneyslu en hún var mjög fágæt í DDR þar eða gjald- eyrishömlurnar komu í veg fyrir kaup og sölu. Þá er einnig ljóst að landamæri DDR opnuðust jafnt inn sem út, þ.e.a.s. V-Berlínarbúum er jafnauðvelt að komast austur yfir og hinum vestur yfir. Vegna mikils misræmis í verðlagi milli þessara tveggja borgarhluta var ótti við svartamarkaðsbrask mikill til að byrja með en með tím- anum hefur verðlag beggja vegna múrsins, sem áður aðgreindi borg- arhlutana, breyst og eru þeir nú fáir sem nenna að hlaupa á milli vegna smáaura. Þó mun ýmis þjón- usta austanmeginn vera snöggtum ódýrari, s.s. hársnyrting. Misbeiting valds Svo virðist sem pólitískir leið- togar í DDR hafi fallið í sömu gröf og margir kollegar þeirra í V- Evrópu að nota pólitískt vald og aðstöðu til að maka eigin krók. Við íslendingar kippa okkur að vísu ekkert upp við það þótt ráð- herrar okkar búi í arnarnesjum eða laugarásum en okkur ofbýður ásamt austur-þýskri alþýðu þegar topparnir í DDR verða uppvísir að því að lifa fínna en sauösvartur almenningurinn. Vestrænir fjölmiðlar hafa að vísu haft hærra um spillingu forystu- manna Sósíalíska einingarflokks- ins en Gerhards Götting, sem til skamms tíma var formaður Kristi- legra demókrata og fékk 50.000 mörk á ári, sem hvergi komu fram, fyrir það eitt að greiða jafnan rétt atkvæði. Hann situr nú í lögreglu- sjúkrahúsi í A-Berlín ásamt Erich Honnecker, fyrrum formanni SED (sem íslenskir fjölmiðlar hafa lengi kallað kommúnistaflokk), í gæslu- varðhaldi, og verða þeir kumpánar e.t.v. sóttir til saka fyrir glæpi gegn þjóðinni. Nýir vendir Því hefur löngum verið haldið fram að nýir vendir sópi best. Ekki virðast A-Þjóðverjar hafa verið trú- aðir á það í kosningunum í vor. Nýr vettvangur (Neues Forum), sem leysti úr læðingi þau öfl sem opnuðu landamærin og brutu nið- ur Berlínarmúrínn, fékk tiltölulega fá atkvæði meðan kristilegir demó- kratar, sem lengi höfðu haldið um stjómvölinn, ásamt SED ogýmsum smáflokkum, fögnuðu stórsigri. Núverandi ráðherrar eru flestir lög- eða guðfræðingar en kjömir þingmenn Þjóðþingsins (Volks- kammer) eru ólaunaðir sem slíkir og koma ekki saman nema einu sinni í viku. Minnir þetta um margt á sveitarstjórnarkerfið okkar. Hvernig þessum vöndum tekst að sópa, eða hvort v-þýskir vendir munu taka að sér að sópa fyrir þá, verður framtíðin að leiða í ljós. Ljóst er þó að íbúar austursvæð- anna munu halda ýmsum félags- legum réttindum, sem frænkur þeirra vestan landamæra höfðu ekki, eins og t.d. í tiltektardegi í mánuði, sem hver kona, eða ein- stæður faðir á rétt á fullum laun- um, og líkur benda til að a-þýska reglan um 0,0% áfengismagn í blóði ökumanna verði tekin upp í sam- eiginlegu Þýskalandi. Ingi S. Ingason „Svo virðist sem pólitískir leiðtogar 1 DDR hafi fallið í þá gröf, sem margir kollegar þeirra í V-Evrópu gista, að nota pílitískt vald og aðstöðu til að maka eigin krók.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.