Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990.
Iþróttir
Einstakur árangur irska landsliðsins á HM:
„Gíraffinn“ er orðinn
þjóðhetja á írlandi
- Englendingurinn Jackie Charlton hefur náð frábærum árangri með írska liðið
• Jackie Charlton hitar upp með sínum mönnum fyrir leikinn mikilvæga
gegn Rúmenum á mánudaginn. Nú býr hann sitt lið undir slag við sjáifa
ítali i 8 liða úrslitunum á laugardaginn. Símamynd/Reuter
Það lið sem vakið hefur hvað
mesta athygh á heimsmeistaramót-
inu er án efa landslið írlands en
liðið er sem kunnugt er komið í 8
liða úrsht. Og það er nokkuð sem
mjög fáir hefðu trúað áður en flaut-
að var til leiks á HM. Maðurinn á
bak við þennan glæshega árangur
írska liðsins er Englendingurinn
Jackie Charlton og er nú svo kom-
ið að fáir menn eru vinsælli á eyj-
unni grænu en einmitt hann.
Áhugi íra á HM hefur stóraukist
í kjölfar vaskrar framgöngu írska
liðsins á Ítalíu. Velflestir hinna 3,5
mihjón íbúa írlands fylgjast nú
spenntir með gangi mála á Ítalíu
en fyrir keppnina var knatt-
spyrnuáhugi á Irlandi vart umtals-
verður. Charlton og hðsmenn hans
hafa gert stórgóða hluti og fært
írum heim sanninn um að þegar
öhu er á botninn hvolft eiga írar
ekki lakari knattspymumenn en
Englendingar. Og það er ekki hths
virði. írar miða flest við granna
sína Englendinga enda ekki miklir
kærleikar á mhli þjóðanna vegna
dehna á öldum áður.
Enginn leikmannanna
býr á írlandi
Það merkhega við írska landshðið
er aö enginn leikmaður þess er
búsettur á írlandi. Foreldrar
þeirra, afar eða ömmur eru hins
vegar írar og það nægir til að fuh-
nægja reglum Alþjóða knatt-
spymusambandsins. írska hðið
þykir ekki leika fahegustu knatt-
spymu hðanna á HM en barátta
leikmanna liðsins er aðdáunarverð
og til eftirbrey tni hvaða liði sem er.
Jackie Charlton hóf
ferilinn með tapleik
Fall er fararhehl stendur einhvers
staðar og Jackie Charlton fékk að
reyna það árið 1986 er hann tók að
sér þjálfun írska landsliðsins.
Fyrsti leikur liðsins undir hans
stjórn var gegn Wales á heimavelh
og hann tapaðist, 0-1. Síðan eru hð-
in íjögur og hálft ár og á þessum
tíma hefur írsk knattspyrna skotist
til vegs og virðingar. Og það þakka
menn Jackie Charlton. Frá því að
lið hans tapaði gegn Wales hefur
írland ekki beðið ósigur á heima-
velli í 20 leikjum og af 18 útileikjum
hefur liðið aðeins tapað fimm
þeirra.
Engar undirskriftir
en orð skulu standa
Þrettán þjálfarar sóttu um lands-
hðsþjálfarastöðuna hjá írum þegar
Jackie var ráðinn. Það sem gerir
ráðningu hans eftirtektarverða er
að enginn skriflegur samningur
var gerður. Það var ákveðið að orð
skyldu standa. Og þau hafa staðið.
Jackie sagði forráðamönnum írska
sambandsins hveijar hugmyndir
hann hefði um framtíðina og að
hann skildi ekki af hverju írska
landsliðið næði aldrei viðunandi
árangri.
Lærði akkúrat ekki
neitt í Mexíkó 1986
Eftir að Jackie tók við stjórninni
lét árangurinn ekki á sér standa.
írar komust í úrslit Evrópukeppn-
innar og alla leið í úrslitakeppni
HM sem nú stendur yfir og þetta
hafði aldrei gerst áður. Þegar
Jackie var ráðinn landsliðsþjálfari
mætti ráðning hans mótmælum úr
mörgum áttum. Fannst mörgum
það í hæsta máta óviðeigandi að
ráða Englending í þessa stöðu. En
álit íra á „Gíraffanum" eins og
Jackie er jafnan nefndur, átti eftir
að breytast mikið. Eitt af því fyrsta
sem hann gerði eftir að hann varð
landsliðsþjálfari, var að leggja land
undir fót til Mexíkó á HM 1986.
Minnisblokkin var með í för og í
Mexíkó ætlaði Jackie að skrifa það
hjá sér sem hann teldi merkilegar
nýjungar í knattspyrnunni. Hann
segir: „Ég sat tilbúinn með minnis-
blokkina á öllum þeim leikjum sem
ég sá en þegar keppninni var lokið
hafði ég ekki skrifað eitt einasta
orð hjá mér. Eitt lærði ég þó og það
var að við mættum aldrei leika
svipaðan leik og andstæðingurinn.
Slíkt væri ekki vænlegt til árang-
urs. Við yrðum að leika okkar eigin
bolta.“
Stöðug gagnrýni en
Jackie svarar fyrir sig
írska landsliðið hefur verið gagn-
rýnt fyrir að leika leiðinlega knatt-
spymu en Jackie hefur svörin á
reiðum höndum: „í fyrsta lagi þá
þarf hættan á því að missa knöttinn
á eigin vallarhelmingi að vera í lág-
marki. í öðru lagi beitum við ekki
bara löngum sendingum heldur
sendingum sem fara aftur fyrir öft-
ustu varnarmenn andstæðing-
anna. Þeir eru því tilneyddir til að
snúa sér við og þannig er einfald-
lega erfiðast að veijast í knatt-
spyrnu," segir Charlton. Og hann
ætti að vita hvað hann talar um,
margfaldur enskur landsliðsmað-
urinn, heimsmeistari með Eng-
landi 1966 og miðvörður Leeds Un-
ited á gullaldarárum félagsins.
Þegar Jackie var ráðinn
var peningakassinn tómur
Þegar Jackie Charlton tók við írska
landshðinu var tómahljóð í pen-
ingakassa írska knattspyrnusam-
bandsins og áhorfendur á lands-
leikjum á írlandi um 12 þúsund að
meðaltali. Upp á síðkastið er með-
altalið komið í 45 þúsund áhorfend-
ur. Þessar tölur segja mikla sögu
og auðvitað er ekki hægt að túlka
þær öðruvísi en „gíraffanum“ til
tekna.
Mánaðarferðalag um
þvert og endilangt landið
Jackie Charlton er þekktur fyrir
að fara ótroðnar slóðir. Hann vildi
gefa almenningi á írlandi tækifæri
til að ræða málin við landsliðs-
þjálfarann. „Gíraffmn“ brá fyrir
sig betri fætinum sl. haust og ferð-
aðist um írland þvert og endilangt,
talaði við fólk á krám, félagsheimil-
um knattspymufélaga og alls stað-
ar sem í raun var pláss fyrir mikið
af fólki, að deginum við börnin og
fullorðna fólkið á kvöldin. í hálfan
annan tíma var orðið laust á fund-
unum og mikið skrafað. Eftir
fundaherferðina hafði Jackie unn-
ið hug og hjörtu knattspyrnuá-
hugamanna um allt írland. A fund-
ina mættu á bilinu 400-1200 manns
og í dag er „gíraffmn" frá Englandi
þjóðhetja á Irlandi og skyldi engan
undra.
-SK
Ragnheiður stóð
sig vel í Charlotte
- fimmta í 100 og 200 m bringusundi
Stórleikur á
Hlíðarenda
Ragnheiður Runólfsdóttir, sund-
kona frá Akranesi, tók um helgina
þátt í feiknasterku sundmóti í Charl-
otte í Suður-Karólínu í Bandaríkjun-
um. Mótiö fór fram á vegum banda-
rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC.
Ragnheiður náði ágætum árangri og
hafnaði í fimmta sæti í 100 og 200
metra bringusundi.
Ragnheiður synti 100 metra
bringusund á 1:15,32 mín og 200 metr-
ana á 2:41,06 mín. Báðar tímamir eru
þó nokkuð frá íslandsmetum hennar
í þessum sundgreinum. Margt af
besta sundfólki í heiminum tók þátt
í mótinu og má þar nefna landslið
Austur-Þýskalands og Bandaríkj-
anna. Danielle Haller frá Austur-
Þýskalandi sigraði bæði í 100 og 200
metra bringusundi, 100 metrana
synti Haller á 1:12,90 og 200 metrana
á 2:37,00.
„Ég hafði gaman af því að skreppa
á þetta sundmót en það var mjög
• Ragnheiður Runólfsdóttir.
sterkt. Ég var svona þokkalega á-
nægð með útkomuna. Ég mun æfa
hér á landi í sumar og undirbúa mig
sem best fyrir heimsbikarkeppnina
sem verður haldin í Róm í ágúst,“
sagði Ragnheiður Runólfsdóttir í
samtaliviðDVígær. -JKS
Stúlknalandsliðið:
íslenska stúlknalandsliöið lék
sinn fyrsta landsleik i knatt-
spymu á Norðurlandamótinu í
Svíþjóð í gær. íslensku stúlkurn-
ar gerðu þá 1-1 jafntefli við Hol-
lendinga en þeir leika sem gesta-
lið á mótinu. fsland tekur nu þátt
í þessu móti í fjrsta skipti en það
er haldið í þriðja sinn.
íslensku stúlkurnar komust vel
frá sínu I leiknum við hollensku
stöllur sínar og aö sögn Siguröar
Hannessonar þjálíara stóöu ís-
lensku stúlkurnar sig mjög vel
og frammistaða þeirra var til
sóma.
Hollendingar komust yfir í fyrri
hálfleik en Hrafnhildur Gunn-
laugsdóttir jafnaöi metin fyrir ís-
lenska liðið í seinni hálfleik. ís-
lensku stúlkurnar mæta Norð-
mönnum í dag en norsku stúlk-
urnar era Norðurlandameistarar
í þessum aldursfiokki. _RR
Fjórir leikir fara fram í kvöld í 1.
deild karla, Hörpudeild, á íslands-
mótinu í knattspyrnu og hefst þar
með 7. umferð mótsins.
Stórleikur umferðarinnar er án efa
leikur Vals og KR á Hliðarenda. Vals-
Framarar heimsækja FH-inga í
Kaplakrika, ÍA og Þór leika á Akra-
nesi og íslandsmeistar KA leika á
heimavelh gfegn ÍBV og verður fróð-
legt að sjá hvort KA tekst að vinna
þriöja leikinn í röð. Umferðinni lýk-
ur svo á fóstudagskvöld þegar Vík-
ingar taka á móti nýliðum Stjörn-
unnar.
Atli leikur með KR-ingum
gegn Val í kvöld
Nú er ljóst að Atli Eðvaldsson leikur
með KR gegn gömlu félögunum sín-
um í Val í kvöld. Öll gögn frá tyrk-
neska félaginu Genclerbirligi, liðinu
sem Atli lék meö, varðandi félaga-
skiptin, bárust í fyrradag svo Ath er
orðinn löglegur með KR. Það þarf
ekki að fara mörgum orðum um hve
gífurlegur styrkur Atli er fyrir vest-
urbæjarliðið sem er aðeins einu stigi
frá efsta sæti í 1. deild.
Staðan í deildinni er þannig fyrir
leikina í kvöld:
Fram .6 4 1 1 13-1 13
Valur .6 4 1 1 11-5 13
KR .6 4 0 2 10-7 12
ÍBV .6 4 0 2 8-10 12
Víkingur .6 2 2 2 7-7 8
Stjarnan .6 2 1 3 7-12 7
FH .6 2 0 4 9-9 6
KA .6 2 0 4 6-10 6
ÍA .6 1 2 3 5-10 5
Þór .6 1 1 4 3-8 4
• Víkingar verða án Einars Ein-
arssonar þegar þeir mæta Stjörnunni
á fóstudagskvöldið. Hann var í gær
úrskurðaður í eins leiks bann vegna
fjögurra gulra spjalda.
-GH/VS