Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 28
> 52
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990.
Andlát
Hallgrímur Sigtryggsson, Nökkva-
vogi 22, Reykjavík, lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli aöfaranótt 25. júni.
Ragnar Ó. Ólafsson, Austurbrún 6,
er látinn.
Sigríður Bjarnadóttir, Miötúni 8,
Reykjavík, lést í Landspítalanum 25.
júní.
Jarðarfarir
Hjálmar Gunnar Stefánsson verslun-
armaður, Safamýri 57, Reykjavík,
lést í Landspítalanum íimmtudaginn
21. júní. Útforin fer fram frá Háteigs-
kirkju föstudaginn 29. júní kl. 15.
Minningarathöfn um Reyni Frey Ól-
afsson, Mánagötu 27, Grindavík, sem
féll fyrir borö af m/b Hafliða GK 140
26. apríl sl., fer fram í Grindavíkur-
kirkju laugardaginn 30. júní kl. 15.30.
Sigfús Sigmar Magnússon fiskmats-
maöur, Boðahlein 10, Garðabæ, and-
aöist 10. júní sl. Sigfús fæddist 13.
júlí 1905 í Hafnarfirði, foreldrar hans
voru Magnús Jóhannesson og Jó-
hanna Bergsteinsdóttir. Sigfús
kvæntist Ásu Ásbjömsdóttur árið
1931 og eignuðust þau sex börn. Útför
Sigfúsar verður gerö frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði í dag kl. 13.30.
Tapað fundið
Læða í óskilum frá
Öldugranda
9 mánaða grá og hvít læða tapaðist frá
Öldugranda 715. júní sl. Ef einhver hefur
orðið var við hana eða veit hvar hún er
niðurkomin þá vinsamlegast hafið sam-
band í síma 626934.
Námskeið
Framhaldsnámskeið fyrir
sjúkraflutningamenn
Þrjú framhaldsnámskeið voru haldin í
vor fyrir sjúkraflutningamenn á vegum
Rauða kross íslands og Borgarspítalans
í samvinnu við heilsugæslustöðvar á við-
komandi stöðum. Námskeiðin voru hald-
in á Akureyri, Egilsstöðmn og í Hafnar-
firði og sóttu 36 sjúkraflutningamenn
þau. Þetta er annað árið sem boðið er upp
á framhaldsmenntun fyrir sjúkraflutn-
ingamenn en þátttakendur veröa að hafa
sótt grunnnámskeið fyrir sjúkraflutn-
ingamenn sem Rauði kross íslands og
Borgarspítalinn halda árlega.
Tilkyimingar
Menning
JOV
Listþrykk
Ein myndlistarsýning á Listahátíð hefur óverö-
skuldað fallið í skugga annarra viðburöa, nefni-
lega franska farandsýningin Grafíklistamenn
og listprentstofur sem Listasafn ASÍ stendur
fyrir í samráði við Sendiráð Frakklands.
Á henni eru grafísk verk í háum gæðaflokki
eftir tuttugu og sex þekkta nútímalistamenn,
þar á meöal Corneille, Matta, Baj, Hartung,
Alechinsky, Tapíes og Arroyo, og eru þau
þrykkt á þrettán listprentstofum sem flestar eru
í París. Margar þessara prentstofa hafa einnig
markað djúp spor í sögu tuttugustu aldar mynd-
listar: Clot, Bramsen & Georges, Crommelinck
og Lelong.
Þar sem við íslendingar eigum okkur ekki list-
prentstofur er okkur ef til vill ekki alveg ljóst
hvers vegna þeim er hér gert jafnhátt undir
höföi og listamönnunum.
Af móðurplötu
Grafíklistin er sérstæð að því leyti að hún
flokkast bæði undir listsköpun og handverk.
Hin eiginlega listsköpun er glíma listamannsins
viö prentplötuna, sem stundum er kölluð „móð-
urplata" (matrix), hvort sem hann teiknar á
stein, sker í dúk, ristir í tréplötuna eða rissar á
koparþynnu. Fyrir flesta listamenn er þetta sú
vinna sem gefur grafíklistinni (og lífinu) gildi,
ekki fiölföldun plötunnar. Ég þekki jafnvel graf-
íklistamenn sem ekki vilja „saurga“ prentplötur
sínar með því að þrykkja eftir þeim.
En fiölföldunin er engu að síður mikilvægur
þáttur grafíkhstar. Hihgað til hafa íslenskir
grafíklistamenn sjálfir séð um að þrykkja eftir
prentplötum sínum og hafa margir þeirra kom-
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
ið sér upp dýrum og fyrirferðarmiklum út-
búnaði tU þess arna og eytt ómældum tíma í
þrykkivinnu.
í kjölfar „grafíkbylgjunnar miklu“ fyrir
fimmtán árum hefðu íslenskir grafíkUstamenn
sparað sér bæði tíma og peninga með því að
sameinast um eina Ustprentstofu og ráða út-
lenda Uandverksmenn til þrykkivinnu og þjálf-
unar innlendra starfskrafta. Nú skfist mér að
samtök íslenskra grafíkUstamanna ætli sér að
stíga fyrsta skrefið í þá átt með því að koma sér
upp sameignlegri vinnuaðstöðu.
Sérstakir handverksmenn
Þótt hér sé talað um þá sem „venjulega" hand-
verksmenn, hafa Ustprentarar talsverða sér-
stöðu. Þeir eru sérþjálfaðir í sjónmenntum og
þekkja prentverk og pappír út í æsar. Þeir gera
sér far um að kynnast Ustamönnunum sem tíl
þeirra leita og aðstoöa þá við að þróa aðferðir
sem best þjóna Ustrænum viðhorfum þeirra.
Og þótt prentarinn velji sér venjulegast ekki
listamenn að starfa með, má samt sem áður
greina sérstakar Ustrænar áherslur hjá hverri
prentstofu.
Ótal prufuþrykk eru gerð, gaumgæfð og rædd,
prentaramir koma með tillögur um frekari út-
færslu upphaflegra hugmynda eða Ustamaður-
inn lætur reyna á tæknfiega getu prentaranna.
Hér er því um að ræða skapandi samstarf sem
skiptir bæði Ustamenn og prentara miklu máU.
Picasso, sem venjulega lét ekki aðra Ustamenn
eiga neitt hjá sér, talaði venjulega um prentara
sína hjá Crommelinck sem starfsbræður, ekki
hjálparkokka.
Að bjarga ærunni
En það er dýrt aö vinna með Ustprenturum,
svo ekki þýðir fyrir aðra en þekktustu grafík-
Ustamenn að leita á náðir þeirra. Einnig kemur
fyrir að umboðsmenn og gaUerí senda happa-
sæla Ustmálara og myndhöggvara, sem enga
reynslu hafa af grafík, á Ustprentstofur til að
framleiða söluþrykk. Þá verða prentarar stund-
um og bjarga æru þessara listamanna, hjálpa
þeim í einu og öllu og eiga þá jafnmikið eða
meir í grafíkverkunum. Sómakærir Ustprentar-
ar láta þó sjaldnast hafa sig út í svoleiðis bis-
ness. Ekki er mér kunnugt um það hvort sýning-
in í Listasafni ASÍ gefur raunhæfa mynd af
stöðu frönsku Ustprentstofanna í dag. Ekki er
þar að finna verk frá hinni víðfrægu prentstofu
Mourlots, kannski er hún ekki lengur við lýði.
Sjálf grafíkþrykkin á sýningunni eru að sjálf-
sögðu prýðisvel gerð, þótt ég hefði óneitanlega
viljað sjá nokkur stærri verk og áræðnari. Það
vakti athygh mína að meir en tveir þriðju þátt-
takenda eru ekki fæddir í Frakklandi sem annað
tveggja er tfi marks um alþjóðlegt rykti frönsku
listprentstofanna eða lélegar heimtur í franskri
grafík um þessar mundir.
ið er flokkað eftir gerð slitlags og sýnir
sérstaklega vegi með bundnu og óbundnu
slitlagi. Auk þess eru gefnar upp vega-
lengdir á milli helstu staða. Kortið er
unnið af landmælingum íslands og er
með fjallaskyggningu sem gerð var sér-
staklega fyrir þessa útgáfu. Kortið er
prentað í sjö Utum og er stærð þess 95x60
cm. Verð kortsins er 489 kr. og fæst það
á kortasölustöðum um land allt, svo og í
kortaverslun Landmælinga íslands að
Laugavegi 178.
Blásarakvintelt leikur ný-klassík
Blásarakvintett Reykjavíkur hélt tónleika í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar í gærkvöldi. Á efnisskránni voru
verk frá þessari öld eftir bresk og bandarísk tónskáld.
Kvintettinn skipa Bernharður Wilkinsson, flauta, Daði
Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Jos-
eph Ognibene, horn, og Hafsteinn Guðmundsson, fag-
ott.
Fyrir skringilega duttlunga sögunnar varð það af
einhveijum ástæðum tíska meðal upprennandi tón-
skálda í Bandaríkjunum á milUstríðsárunum að læra
tónsmíðar hjá Nadíu Boulanger í París. Þessi ágæta
kona fylgdi stefnu sem nefnd hefur verið ný-klassík
og lýsti sér í tilraunum til að halda í ýmis hefðbundin
einkenni tónlistar sem hafnað hafði veriö af öörum
róttækari tónskáldum þar á meðal Schoenberg og
nemendum hans. Merkasta tónskáld ný-klassíkurinn-
ar var Igor Stravinsky og verk hans urðu fyrirmynd
annarra sem aðhylltust þessa stefnu. Hinir bandarísku
nemendur Boulanger héldu að námi loknu heim aftur
og gerðust margir háskólakennarar þegar háskólar
Bandaríkjamanna tóku að eflast eftir seinni heims-
styijöld. Varð ný-klassík þannig býsna útbreidd stefna
í háskólum Ameríku. Eftir lát Schoenbergs gerðist það
merkilega að Stravinsky hætti við ný-klassískan stíl,
sneri sér að tólftónatónlist og gekk þannig í lið með
andstæðingunum ef svo má segja. Mörgum tónsmíða-
kennurum reyndist um megn að fylgja leiðtoga sínum
í þessum umsnúningi og héldu áfram að skrifa sína
ný-klassík hvað sem tautaði og raulaði.
Nú er ekki vitaö hvort Samuel Barber, Irving Fine,
Elizabeth Maconchy og Paul Patterson raunverulega
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
lærðu hjá Boulanger. En tónlist þeirra á tónleikum
Blásarakvintettins hljómaði eins og þau hefðu gert
það. Það er athyglisvert að öll verkin eru undir mjög
sterkum áhrifum frá ný-klassík Stravinskys, þrátt fyr-
ir aö þau séu samin eftir að hann sneri sér að öðru.
Þannig byggja þau öll á tónölu efni með sterkum púls
í hljóðfalli en formið er yfirleitt klassíkst. Verkin voru
öll lipurlega samin, létt og áheyrileg. Þau voru hins
vegar of keimlík og ófrumleg til að halda athygli vel.
Yngsta verkið, sem var eftir Patterson, sýndi vel
hvernig fer þegar menn halda of lengi í það sem dautt
er en þar var ný-klassíkin koðnuð niður í jass og dæg-
urlög.
Blásarakvintett Reykjavíkur flutti þessi verk af ör-
yggi og léttleika og voru þau samt ekki alltaf auðveld
viðureignar. Kvintettinn sýnir þess glögg merki að
meðlimir hans eru vel samæföir og þekkjast út í æsar
og ná með því samleik sem er í senn nákvæmur og
afslappaður eins og vera ber í góðri kammertónlist.
Er mikill fengur fyrir tónlistarlífið að hafa svo vandað-
an hóp starfandi hér. Þeir félagar hyggjast fara til
Englands til tónleikahalds á næstunni og fylgja þeim
óskir um góða för og ekki síður góða heimkomu.
Nýttferðakort frá.
** Landmælingum íslands
Út er komið nýtt ferðakort hjá Landmæl-
ingum íslands. Kort þetta sem er í mæli-
kvarðanum 1:750.000, sýnir allt landið á
einu blaði, vegakerfi þess og helstu þjón-
ustustaði fyrir ferðamenn. Á kortinu eru
einnig upplýsingar um sýsluskiptingu,
veðurfar og jarðfræði landsins. Vegakerf-
Húnvetningafélagið
Félagsvist í kvöld, 27. júni, kl. 20.30 í
Húnabúð, Skeifunni 17. Parakeppni. Síð-
asta spilakvöldið. Allir velkomnir.
Tombóla
Nýlega héldu þessar þijár stúlkur, Lau-
fey Ósk Geirsdóttir, Ragnheiður Hafstein
og Lilja Sædís Sævarsdóttir, tombólu til
styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu
þær 3.000 kr.
Fjölnúðlar
Þægilegir útvarpsþættir
Á dagskrá rásar tvö voru tveir
þægilegir útvarpsþættir í gær-
kvöldi. Sigurður Pétur Harðarson
sá um þátt sem heitir Landið og
miöin. Þáttur Siguröar Péturs er
þægilegur tónlistarþáttur. Það er
notalegt að hafa kveikt á þættinum
án þess að vera alfarið upptekinn
af því að hlusta. Þátturinn er góður
með ööru, til dæmis spilamennsku
eðahveijusem er-jafnvelhúsverk-
um. Efþessi þáttur er korainn í stað
þáttarins Blítt og létt þá eru það góð
skipti.
Klukkan ellefu hófst endurtekínn
þáttur Einars Kárasonar, Fyrir-
myndarfólk. Einar fékk góðan gest
til sín, Pál Stefánsson ljósmyndara.
Páll sagöi skemmtilega írá og var
öruggur í tilsvörum. Þátturinn stóð
aðeins í eina klukkustund- Einar og
Páll komust eigi aö síður yfir mikið
efni. Báöir voru öruggir ogþví nýtt-
ist þeim tíminn mjög vel.
Dagurinn i dag og tveir þeir næstu
verða erfiðir þar sem enginn fót-
bolti verður frá Ítalíu. Ætli ein-
hveijir fái ekki fráhvarfseinkenni?
Tveir góðir Ieikir voru sýndir í gær.
Bjami Felixsson sýndi, enn einu
sinni, í gærkvöld aö hann er bestur
íþróttfréttamannanna. Bjami hefði
þó mátt ræða meira viö gest sinn,
Guðmund Haraldsson dómara.
Guðmundur hefur eflaust þekkingu
á fleiru en dómgæslu. Bjami ræddi
aldrei við Guðmund um annað en
það sem sneri beint að dómaranum
eðalínuvörðunum.
Siguijón M. Egiisson