Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990. 15 Hvað nú, kapítalismi? Við hrun kommúnismans í Evr- ópu spyija margir hvort kapítal- isminn eigi ekki að æða út á stræti og torg og fagna sigri. Hætt er við að sú sigurhátíö hefði nokkuð óm- stríðan hljóm. Hin ósýnilega hönd, sem Adam Smith boðaði með kapít- ahsmanum á átjándu öld, hefur þó vissulega áorkað mörgu. Iðnbylt- ingin og frjáls aðgangur að mörk- uðum um allan heim skapaði meiri efnahagsframfarir heldur en nokk- urn tíma hafði þekkst. Fórnirnar voru þó miklar. Fá- tækrahverfin, nýlendukapphlaup- ið, áþján heilla heimsálfa, kreppur og tvær heimsstyrjaldir eru slóði sem alla hryllir við. Skefjalaus samkeppni kapítahsmans og skh- yrðislaus lotning fyrir þeim þætti framleiðslunnar sem maður býr th, þ.e. fjármagninu, hlýtur aö benda til tíma sem eru of harðúð- ugir til að geta kallast venjulegt ástand. Þá er líka möguleiki á skorti á öðrum þáttum verðmæta- sköpunarinnar, landrými eða vinnuafh. Samansafn ákvarðana Nú eru öh mannanna verk börn síns tíma og sannarlega hefur kap- ítahsminn tekið breytingum í tímans rás. Hugtakið markaður hefur líka aðlaðandi hljóm. Fái hann að njóta sín er sjálfsagt hægt að benda á að flestir komi oftast best frá sinni atvinnustarfsemi á frjálsum markaði. Maðurinn er veiðimaður sem ber skynsemi til þess að eiga í viðskipt- um við aðra. Á degi hverjum eru milljarðar ákvarðana teknar; að kaupa, selja, spara, geyma, fjár- festa og henda. Allt þetta er hvað Kja]]ariim Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur öðru tengt og ósýnilega höndin hans Adams Smith vakir yfir þessu öllu. Kapítalisminn hlustar Jafnaðarmenn hafa alltaf gagn- rýnt kapítahsmann fyrir harðýðgi og tUlitsleysi við þá sem minna mega sín. Á hinn bóginn ber nú- tíma jafnaðarstefna ahs ekki brigð- ur á mikilvægi og góða stjórnun fyrirtækja tU hagvaxtar og aukinna efnahagslegra gæða. Kapítahsm- inn hefur ekki alltaf hlustað á jafn- aðarmenn en nú virðist vera breyt- ing á. Sá kostnaður, sem hlýst af fram- leiðsluháttunum fyrir samfélagið eða aðrar atvinnugreinar, hefur alltaf verið raunverulegur að mati jafnaðarmanna og beri að taka fullt thlit til hans. Þessu hefur kapítal- isminn oft viljað sleppa. Sá gleðilegi vottur um áhuga á umhverfisvemd, sem nú breiðist út um allan heim, er auövitað einn sigur jafnaöarstefnunnar á kapítal- ismanum. Það gengur einfaldlega ekki tU lengdar að ganga svo í skrokk á móður náttúru með fram- leiðsluna að umhverfið verði stór- eyðilagt. Þetta hefur alltaf að dómi jafnaðarmanna verið hreinn kostn- aður við framleiðsluna og beri bók- staflega að færa hann þannig í kostnaðarreikningi fyrirtækja. Félagslegur kostnaður Hinn félagslega kostnað við kap- ítahsmann er oft erfiðara að eygja, hvort sem endurskoðendur vhja taka hann inn í bókhaldið eða ekki. Það er hin hræðUega niðurstaða óheftrar samkeppni sem skapar hópa af niðurlægðum þjóðfélags- þegnum. í aldanna rás getur ekkert þjóðfélag staðist slíkt tíl lengdar og ber dauðann í sjálfu sér. Upplausn er á næsta leiti og hvort sem menn vilja kenna það óheftri samkeppni eða ekki mun engin sagnfræði til sem réttlætir meðferð Rómverja á þrælum sínum, Spán- verja á svokölluðum trúvUlingum undir rannsóknarréttinum eða meðferð nasista á gyðingum. Þrátt fyrir dýrðaróð til keisara og for- ingja var feilnóta í sinfóníunni og stórveldin hrundu eins og spila- borg. Minnimáttarfólk í kapítalískum ríkjum Evrópu, Bandaríkjanna og Japan er því miður vottur af svona rotnun sam- félagsins. Þetta vilja jafnaðarmenn lækna strax enda ber að stemma á að ósi. Þeir sem hafa orðið undir í lífinu eru margir, jafnvel þótt sam- félagið eða þjóðin sé að nafninu tíl rík. Þetta er skömm kapítalismans. Sem dæmi má benda á meðferð- ina á geðsjúklingum síðustu ára- tugi. Stofnanir þóttu dýrar og þjóð- félagslækning átti að taka við, sem þýddi í rauninni enga meðferð. Hinir sjúku enduðu á götunni. T.d. er talið að 90% af heimUislausum í New York hafi einhvern tíma komið á geðsjúkrahús. Oft er sagt að þrátt fyrir smæð Alþýðuflokksins á íslandi í saman- burði við aðra jafnaðarmanna- flokka séu áhrif jafnaöarstefnunn- ar mikU. Eitt dæmi um það er ein- mitt hve fáir finnast nú heimUis- lausir hér á landi sem því miður voru allt of mikil dæmi um hér áður. Það er nógu slæmt að vera einstæðingur þótt maður eigi hvergi höfði sínu að áð halla held- ur. Skólarnir mikilvægir Skólakerfið hefur mikið að segja í þessum efnum. í skefialausri sam- keppni prófhörku og fyrirlitningar á fallistum getur skólakerfi hvers lands hæglega orðið tæki tU mis- kunnarlausrar fiölgunar þeirra sem undir verða í lífinu. Samasemmerki er oft á mUU þeirra sem detta út úr skyldunám- inu og þeirra sem seinna lenda upp á kant við þjóðfélagið. Því miður sýna upplýsingar að um tíundi hver vestrænn nemandi dettur svona út. Menntakerfi kapítalism- ans hefur þannig oft verið stórkost- legt að mennta úrvalsfólk, ágætt í meðalnemendum en þegar kemur að þeim sem treysta mest á vöðva- aflið sér til framdráttar þá gefst það upp. „Allir bræður aftur verða...“ Forsjárhyggja kommúnismans er hrunin. Kapítalisminn getur fagn- aö sigri sem endar þó í auðmýkingu ef hann hugsar ekki sitt ráð. Tímans voldug verk hafa fyrr fall- ið. Ef hin ósýnilega hönd Adams Smith á að fá að njóta sín í efna- hagslífi og verðmætasköpun verð- ur vitið að fá að vera með í ráðum og taka tilUt tU allra þátta málsins. Sé sUkt gert er stutt í mannúðar- stefnu jafnaðarmanna og það sem þér gjörið, það gjörið þér í kær- leika. Þá er það bara skilgreining- aratriði hvað hefur gerst og hver hefur sigrað. Það sem skiptir máU er að allir séu glaðir og skynji bræðralagið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Hugtakiö markaöur hefur líka aðlað- andi hljóm. Fái hann að njóta sín er sjálfsagt hægt að benda á að flestir komi oftast best frá sinni atvinnustarf- semi á frjálsum markaði.“ Landkostir á uppboði TaUð er að um 40.000 manns, ungir og gamlir, stundi stangaveiði að meira eða minna leyti á Islandi. Sumarið er ávallt mikU tíðindi fyr- ir okkur hér á noröurhjara og þá ekki síst fyrir þetta fólk. Veiðináttúran er okkur flestum í blóð borin og er það arfur frá for- feðrum okkar er lifðu á veiðum. Flestum er þó annað og meira í hug; en þaö er að komast á vit náttúrunnar. Komast burt frá argaþrasi hversdagsins og njóta kyrrðar og friðar úti í náttúrunni. Flestar þjóðir leggja mikla áherslu á að gefa sem flestum tæk- ifæri á slíku fyrir sanngjarnt verð. Þeir fiármunir, sem til þess er var- ið, eru taldir skUa sér margfalt fil baka í aukinni heUbrigði þeirra er njóta, auknum afköstum, aukinni lífshamingju þegnanna. Landkostir Dugmikill ævintýramaður úr Noregi hafði frétt að ókannað land myndi vera norðvestur í hafi. Hann ýtti úr vör með fylgdarliði í nokkr- um skipuum og stefndi í þá átt er hann hugði landið vera. Að því kom að hann lét hrafna nokkra vísa sér veginn enda vísuðu þeir honum leið úr því. Af því fékk hann viðurnefnið Hrafna-Flóki. Ferð Hrafna-Flóka mistókst að vísu vegna þess aö hann áttaði sig ekki á veðráttuni. En hann gaf landi okkar nafnið er það ber enn. Flóki dáðist aö landkostum og lýsti þeim á þann veg að landið væri skógi vaxið mUli fialls og fiöru og ár, vötn og firðir væru full af fiski. Skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson hefir heldur ekki verið í vafa um að á dögum Gunnars á Hlíðarenda hafi „fiskar vakað þar í öllum ám“. Þessu er á annan veg farið í dag. Skógurinn er horfinn, uppblástur KjaUarinn Páll Finnbogason fyrrv. formaður Landssam- bands stangaveiðimanna alls staðar og lítiö af fiski miðað við það sem áður var. Rányrkjan Forfeður okkar fóru Ula með landið. Þeir eyddu skógunum með ýmsum hætti. Þeir oíbeittu landið og gróðurinn varð að láta undan síga. Kjarr og gróður á bökkum áa og vatna hvarf og lífríkið í þeim minnkaði aö sama skapi. Þetta urðu þeir aö gera til að lifa af. Það er ekki hægt að álasa þeim þótt þeir hugsuðu ekki um afleið- ingarnar fyrir framtíðina. Stundar- hagsmunir réðu og ráða oftast enn í dag hjá íslendingum. Það er í þjóð- arsálinni. Enskir stangaveiðimenn fluttu stangaveiðiíþróttina til landsins á síðari hluta nítjándu aldar. Þá var mikið af fiski í ánum þótt það hafi sjálfsagt verið minna en áður fyrr vegna þverrandi lífríkis þeirra. Bændur reyndu vissulega að nýta þessa landkosti en veiðitækni var htil á móts viö það er síðar varð. Smátt og smátt fleytti henni fram og náði hámarki með tilkomu næl- onnetanna. Stangaveiðimönnum fiölgaöi ört og margir veiðiréttar- eigendur litu þá hornauga. Mynd- aðist úlfúð og jafnvel fiandskapur á milli þessara aðila og var það beggja sök. Hvorugir skildu hina. Bændur skildu ekki sjónarmið það sem sett var fram í byrjun þess- arar greinar. Framkoma sumra stangaveiðimanna var heldur ekki með þeim hætti að auka þennan skilning en það heyrði raunar til undantekninga. En veiðiréttareigendur komust fljótt að þeirri niðurstööu að hag- kvæmara væri fyrir þá að selja fiskinn óveiddan í ánum en veiða hann í net enda haföi netaveiöin þurrkað margar ár af fiski og var því eftir litlu að slægjast. Samstarf stangaveiðimanna og veiðiréttareigenda hefur yfirleitt verið með ágætum hin síðari ár enda má segja að rányrkja í ám sé úr sögunni. Ný viðhorf Islenska þjóðin hefir þurft að strita í sveita síns andlitis í gegnum tíðina, næstum allir sem einn. Hún hefir þurft að nýta landkosti sína að fullu til að komast af. Meðal annars ár og vötn. Fiskimiðin í kringum landiö eru dýrmætasti landkostur þjóöarinnar. Útlend- ingar stunduöu rányrkju á fiski í aldaraðir. Sameinaðri tókst þjóð- inni að reka ræningjana af miðun- um og allir lögðu fram fé og orku í það mál. Nú eru uppi raddir um að þjóðin eigi ekki neitt í þessum landkost- um. Nokkrum framtakssömum ein- staklingum hefir verið færð þessi auðlegð á silfurfati að meira eða minna leyti. Hin nýju viðhorf eru þau að allt, smátt og stórt, er mælt með mæli- stiku peninga. Arðurinn af land- kostum þjóðarinnar og vinnu hennar á að fara í gegnum hendur eigenda fiármagns sem þeir hafa komist yfir með einum eða öörum ómældum hætti. Þessir „eigendur" megi svo ráðstafa afrakstrinum af landkostum þjóðar sinnar lifandi og dauðum að eigin geðþótta, utan- lands og innan. Flestum er kunnugt um að verð á laxveiðileyfum er orðið óheyri- lega hátt og ekki á færi annarra en fyrrnefndra aðila að veita sér að- gang að hinni skemmtilegu og ómetanlegu hollu íþrótt - stanga- veiðinni. Þeir munu sjálfsagt segja: Þiö getið bara veitt silung! En hvernig hefur verið staðið að málum? Veiöimálastofnun hefur starfað í nokkra áratugi á kostnað allra landsmanna. Hver er svo ár- angurinn af starfi hennar? Vissu- lega mikill. En hann hefir næstum allur orðið til hagsmuna fyrir eig-' endur laxveiöiánna, lítill eða nán- ast enginn til að byggja upp sil- ungsvötnin í landinu sem eru næsta litils virði vegna offiölgunar fisks. Það er bara ekki í samræmi við peningarsjónarmið að sinna því máh neitt. Ekkert upp úr því að hafa. Þar vaxa ekki peningar á trjánum! Framtíðin í upphafi þessarar greinar var minnst á hve holl útivist í ósnortn- um faðmi náttúrunnar er mikilvæg vinnandi fólki. Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu komið auga á þetta. Þess vegna er lögð afar mikil áhersla á að gefa sem flestum kost á að njóta þessa fyrir verð sem allir ráða við. Hér er ekki því að heilsa! Hér er hugur manna í stjórn- málum, efnahagsmálum og at- vinnumálum bundinn við gróða og hagnað - beinharða peninga. Heilsa, líf og hamingja meðbræðra þeirra er harla lítils virði í saman- burði við það. Hvað þá tilvera þjóð- arinnar sem slíkrar. Landkostasalan er dæmi um það. Landkostir á uppboði. Sá fær er best býður. Veiðileyfabraskararnir geta búist við að missa spón úr aski sínum þegar erlendir auðjöfr- ar verða búnir að kaupa upp lax- veiðijarðirnar og koma hingað á einkaþotum sínum að gista veiði- hallir sínar í óspilltri náttúru þessa fagra lands en innfæddir mega una sér með öngulinn í rassinum. Fög- ur framtíðarsýn það. Páll Finnbogason „Veiöileyfabraskararnir geta búist við aö missa spón úr aski sínum þegar er- lendir auöjöfrar verða búnir að kaupa upp laxveiöiárnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.