Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 12
12
Spumingin
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990.
Fylgistu með
drottningarheimsókninni?
Kristín Gísladóttir skólastjóri: Ég
horfði á í sjónvarpinu í gær en hef
ekki fylgst nánar með. Ég heyrði
ræöu Vigdísar í boðinu í gær og var
stolt af henni.
J>órhildur Geirsdóttir verslunarmað-
ur: Já. Mér fmnst heimsóknin vel
þess viröi að eyða peningum í hana.
Arna L. Þorgeirsdóttir, 11 ára: Já.
Mér finnst drottningin fín en ég vildi
ekkert frekar vera drottning.
Logi Viðarsson, 12 ára: Já. Mér finnst
full mikill viðbúnaður en sumu er
ábótavant. Til dæmis finnst mér kór-
ónuna vanta.
Marianne Andersen veitingastúlka:
Nei, ég hef ekki haft tíma.
Guðbrandur Vigfússon ellilífeyris-
þegi: Ég fylgdist með í sjónvarpinu í
gær. Mér fannst drottningin virki-
lega góð.
Lesendur
Snyrting vesturbæjarstrandlengjunnar:
Hvað varð um hugmyndina?
Páll Ólafsson skrifar:
Þegar góðviðrisdagar koma hér í
höfuðborginni fara margir af stað í
gönguferðir, ýmist eftir vinnutíma
eöa að kvöldi til sem ekki er síðra
ef fólk vill njóta kvöldsólarinnar. -
Einn ákjósanlegasti staðurinn í borg-
inni til þessa hefur löngum verið í
vesturbænum og ekki síst við strand-
lengjuna, allt út á Granda. En ekki
er nóg að veður sé fallegt og sólin
björt því ef umhverfið er ekki aðlað-
andi þá dregur það mjög úr ánægju
gönguferðanna.
Eitt kvöldið sem oftar var ég í
gönguferð á ströndinni meðfram
Ánanaustum og Vesturgötu og þar í
kring. Við sjóinn voru þónokkrir að
virða fyrir sér útsýnið sem var eins
fallegt og það getur orðið á góðviöris-
kvöldum. Fólk var þama einnig í
bílum enda eins gott því sums staðar
þarna er vart hægt að drepa niður
fæti fyrir msli og óþrifum.
Segja má að allt frá JL-húsinu <nú
Miklagarði) og að húsi Slysavarnafé-
lagsins sé hvergi fært fótgangandi
fólki nema öðrum megin götunnar.
Ruslið og óþrifin sjávarmegin eru
yfirþyrmandi. Þama ægir saman
steypuúrgangi, jafnvel brotnum
veggjum eða niðurrifnum, ónýtum
hellum, timbri, dekkjum, jámarusli
og hverju öðru sem menn henda
þarna óáreittir. - Þó er bannað að
henda þarna rusli og hefur það bann
verið í gildi lengi þó að vísu sé það
ekki sérstaklega merkt þarna.
Þegar lengra kemur í átt að Selt
jarnarnesi er ekki sama kraðakið því
Strandlengjan meðfram Ananaustum. - Utlitið sifellt versnandi.
þar er búið að fylla upp í hól eða háa
brún sem er þakin grasi. Það er all-
snyrtilegt að sjá. - En á áðurnefndu
svæði, aðallega við Ánanaust, er að-
koman og umhverfið hroðalegt og
því sorglegra aö þarna er einhver
íjölfarnasti umferðarkaflinn og íjöl-
sóttasti, t.d. af þeim sem ekki til
þekkja en vilja njóta kvöldsólarinn-
ar, svo sem erlendir ferðamenn. -
Ég held að útlitið þarna fari meira
að segja sífellt versnandi.
Ég mælist til þess að þið hjá blaðinu
gerið ykkur ferð þama á strandlengj-
una og myndið svæðið til að sanna
að hér er ekki ofmælt. - Ég vænti
þess svo að borgaryfirvöld sjái til
þess að þarna verði gert átak eins
og til hefur staðið í mörg ár en aldrei
orðið af. - Eða hvað varð um hug-
myndina? Þarna mættu að sjálfsögðu
vera nokkrir bekkir svo að fólk gæti
setið og virt fyrir sér útsýnið. Það
er meira en þess virði.
„Laugardagur er einn aðalverslunardagur margra í matvörubúðum nú orð-
ið,“ segir hér m.a.
Laugardagslok-
un í vesturbæ
Valgerður hringdi:
Manni finnst að þegar samkeppni
og þjónusta í verslun hefur verið eitt
aðalumræðuefni í þjóðfélaginu svo
lengi sem raun ber vitni sé það keppi-
kefli verslananna aö láta ekki þjón-
ustuna drabbast niður heldur sýna í
verki að kaupmenn vilji halda uppi
orðstír sinna fyrirtækja.
Ekki er svo að sjá á verslanasam-
steypunum Miklagarði og Hagkaupi
þar sem þær láta loka verslunum
sínum í vesturborginni, Miklagarði
við Hringbraut og Hagkaupi á Sel-
tjamamesi. Báðar hafa þessar versl-
anir stórmarkaðanna nú lokað á
laugardögum og mun svo veröa í allt
sumar. Það skal þó tekið fram að
verslanir þeirra hafa opið annars
staðar í borginni, Hagkaup í Kringl-
unni og Mikligaröur við Sund.
Þangað förum við sem búum hér á
vesturmörkum borgarinnar eða á
Seltjamamesi ekki í stað áður-
nefndra verslana sem hafa lokað. Á
Nesinu emm við svo heppin að þar
eru aðrar verslanir fyrir sem hafa
opið alla daga vikunnar, allt til kl.
22 eöa lengur og þangað getum við
sum farið. - Einnig farin ég svo aðra
verslun í vesturbænum í Reykjavík,
þ.e. á Bræðraborgarstíg, vestarlega,
þar sem áður var ein SS-verslan-
anna.
Ég mun áreiðanlega ekki versla í
búðum þessara stórmarkaða, Hag-
kaups og Miklagarðs, þótt þær verði
opnaðar aftur á laugardögum með
haustinu. Laugardagur er einn aðal-
verslunardagur margra í matvöru-
búðum nú orðið og þeir sem ekki
hafa opiö jafnt á laugardögum sem
öðrum dögum mega þá alveg eiga sig
aðra daga. - Ég hugsa að ég sé ekki
ein um þessa afstöðu í garð þessara
stórfyrirtækja sem ætla að haga af-
greiðslutíma sínum eftir eigin höfði
en ekki eftir því sem viðskiptavinun-
um kemur vel. Þessi laugardagslok-
un mun því draga dilk á eftir sér
þótt síðar verði, eða það vona ég
a.m.k.
Allir íslensku ráðherramir heima:
Einstök tilviljun?
Unnur Sigurðardóttir hringdi:
Ég var að ljúka við að horfa á beina
útsendingu sjónvarps frá móttöku
Elísabetar Englandsdrottningar á
Reykjavíkurflugveli. Þetta var stutt
en fróðleg lýsing á því er þjóðhöfð-
ingjar hittast. Allt fór vel fram og það
eina sem mér fannst hvimleitt að
horfa á voru öll þessi ótímabæru
handabönd, er drottning gekk með-
fram fjölmennu ráðherraliði og mök-
um þeirra.
Mér taldist til að þarna væru allir
íslensku ráðherrarnir mættir og eng-
inn fjarverandi. Einstaka ráðherra
var nýkominn heim til landsins og
náðu því allir ráðherrar og makar
þeirra að vera við móttökuathöfnina.
En var það einstök tilviljun að allir
skyldu vera heima núna? Lengi hef-
ur það verið svo að alltaf eru ein-
hverjir ráðherrar erlendis og hefur
svo verið frá þinglausnum í vor. Ég
á alveg eins von á því að um leið og
drottningin hefur kvatt leggist ráð-
herrar í ferðalög á ný og þá hefur
heimsókn hennar verið góð afsökun
fyrir þá að vera heima í nokkra daga
samfellt. - En er það ekki einkenni-
legt hve mikið ráðherrar okkar þurfa
að ferðast erlendis?
Ekki virðist borgarstjórinn okkar
t.d. þurfa að vera á sífelldum þeyt-
ingi og er hann þó í stærra embætti
en sumir ráðherrarnir. Það gæti nú
hugsast að hann þyrfti að bera sig
saman við aðra borgarstjóra í starfi.
Eða hvað er það sem ráðherrarnir
okkar eru alltaf að sækja til útlanda?
- Það er sagt að það hafi tekið eitt
ár að undirbúa komu drottningar-
innar hingað. Ráðherrarnir hafa
kannski verið á sífelldum þeytingi til
að sækja eitt og annað sem okkur
vanhagði um fyrir móttökuna!
Þjónusta stóru fiskmarkaðanna:
Annar öðrum betri
Magnús Jónsson hringdi:
Ég get ekki stillt mig um að hringja
til ykkar og láta í ljósi óánægju mína
með þann mikla mismun sem er á
þjónustu hinna tveggja fiskmarkaða
hér á svæðinu, annars vegar Faxa-
markaðs í Reykjavík og hins vegar
fiskmarkaðsins í Hafnarfirði.
Munurinn er sá aö í Faxamarkaði
stendur allt eins og stafur á bók,
hvað varðar tímasetningar og annað
rekstrinum viökomandi og sem snýr
að viðskiptavinum markaðarins. - í
fiskmarkaðinum í Hafnarfirði man
ég hins vegar ekki eftir að t.d. upp-
boð hafi byijað á réttum tíma, loforð
um leiðréttingu standa ekki, og er
þjónusta þar í heildina afar léleg að
mínu mati.
Uppboð á fiski á Faxamarkaði byrj-
ar stundvíslega kl. 07.30 eins og aug-
lýst er. í Fiskmarkaði Hafnarfiarðar
byrjar uppboð sem t.d. á að hefiast
kl. 09.00 kannski kl. 09.30 eða síðar.
- Ég er ekki undrandi þótt fiskkaup-
endur færi sig til Faxamarkaðar þeg-
ar svona er misjöfn þjónustan. Eg
vona hins vegar að þjónustan verði
betri í Hafnarfirði eftirleiðis, þjón-
ustan er það sem viðskiptavinir leita
eftir.
Hringid í síma 27022
milli kl. 14 og 16, eða skrifið.