Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990. Fréttir Umdeildir hrossadómar: Fjórðungur hestanna er bókstaf lega rusl „Þessar kvartanir hafa alltaf verið fyrir hendi en það var aldrei neitt sem ónáðaði mig. Ég ákvað það fyrir löngu að hætta að hlusta á þaö þó að menn væru aö hringja í mig og kvarta yfir dómum sem hestar þeirra fengu. Ástæðan fyrir því núna að þessar kvartanir eru óvenjumiklar og erfiðar er sú að ný nefnd, svokölluð hrossaræktar- nefnd, var skipuð meö þátttöku hrossabænda. Umbjóðendur þeirra hafa sjálfsagt séð ástæðu til að kvarta viö þá og þeir höfðu ekki sama lagið og ég hafði heldur hafa hlustaö á þetta. Þeir hafa orðið samnefnarar í því máh að magna þetta upp úr því að þeir fóru aö hlusta á þetta,“ sagði Þorkell Bjarnason hrossaræktarráöunaut- ur þegar hann var spurður að því hvaða ástæðu hann teldi fyrir þeim miklu mótmælum sem heyrst hafa í vor og sumar út af dómum þeirra hrossaræktarráðunauta. Þorkell játaði að kvartanir væru óvenju háværar í ár sem væri að - segir Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunautur hluta til eðlilegt vegna breyttra vinnubragða viö dómstörfm. „Ég ætla ekki að segja til um hvort þessar kvartanir eru rétt- mætar en ég tel að það eigi ekki að vera að hlusta á þetta. Það voru allir búnir að samþykkja að gera þessa tilraun í þetta skiptið og það skyldi allt saman nákvæmlega út- lagt og skoðað í haust þegar þetta væri búið og síðan yrði farið í að kanna hvort það væri til einhvers að breyta kerfinu," sagði Þorkell. Hann sagðist hafa verið óánægð- ur með að ráðunautarnir voru ón- áðaðir á miðju tímabili með fund- arboöi í hrossaræktarnefndinni. Hann sagði að það hefði tekist að lægja öldurnar á fundinum og fá afstýrt því að róttækar samþykktir yrðu bomar upp sem hefði getað orðið mjög óþægilegt. Þá sagði Þor- kell að þær tölfræðiupplýsingar sem lagðar hefðu verið fyrir fund- inn hefðu verið ráðunautunum í hag. Sagði hann að þær sönnuðu til dæmis að einkunnadreifingin hefði orðið mun meiri en margir héldu fram. Fjórðungur hestanna rusl Þorkell sagðist hins vegar geta gagnrýnt það hrossaúrval sem ráðunautamir væru látnir dæma: „Það er svo mikið af rasli sem við erum látnir skoöa og dæma að það er alveg makalaust. Maður hefði haldið að á landsmótsári myndu menn geyma það lélega þangað til í haust, enda verða þá aftur sýningar, en það er nú ekki aldeilis. Mér fmnst að það sé komiö mikið af hrossum inn í þetta sem eiga ekkert erindi í dóm. Ég tel skýringuna á því vera þá að þegar hefðbundinn búskapur fór að drag- ast saman fóru bæði bændur og lausamenn að fjölga hrossum og þá virðist hafa verið slakað á öllum kröfum. Nú er þetta allt að koma fram,“ sagöi Þorkell. Hann sagði að þessi þróun hefði hafist upp úr 1980 og nú væm menn að súpa seyðið af því að allt of mikið hefði verið sett á. Sagði Þorkell að af þeim 1200 hrossum sem hefðu verið dæmd í ár væri um fjórðungur sem gæti bókstaflega kallast msl. „Það er nú hreint og beint smekk- leysa að sýna margt af því sem leitt hefur verið fyrir okkur. Það er furðulegt að menn skuli ekki átta sig á því aö þetta hefur engan tfl- gang.“ Ekki hengingarsök - En nú hafið þið verið ásakaðir fyrir ónákvæmni og að ekki sé samræmi í dómunum. „Þær kvartanir get ég alveg skilið en hins vegar vita það engir nema þeir sem reynt hafa hvað hrossin era ótrúlega misjafnlega fyrirköll- uð og það meira að segja í útliti. Þetta getur ferið eftir meðferö og vellíðan. Þá verður líka að hafa í huga að til að fá samræmi í þetta ár þá verðum við að dæma öll hrossin eftir sama kerfi. Það er til dæmis erfitt fyrir mig persónulega að vera að dæma hross eftir nýja kerfinu því að það lítur út eins og ég sé að snúa blaðinu viö. Ég ákvað að taka því og standa að því að dæma hvert hross eftir þessari nýju aðferð." - En hvað meö dóminn yfir Hvönn? „Það var eiginlega klaufaskapur okkar. Við vorum með fólk á nám- skeiði og uröum að gera einhvern mismun á þeim, sem var ekki alltaf nógu raunhæfur, til að benda fólki á einkennin. Við fórum í ýkt dæmi í sannleika sagt og gáfum einkunn til að benda fólki á 'einhvern mis- mun. Þetta var bara dómur sem gilti sem kennsluefni. Svo kemur þetta sama hross fyrir okkur aftur og þá tökum við því eins og hverju öðru hrossi og þá skakkar tölu- verðu. Það má leggja þetta illa út en þetta er ekki hengingarsök,“ sagöi ÞorkeU. -SMJ í ] ... 1 j Prestastefna íslands 1990 var sett í gær og mun standa i þrjá daga. Hér ganga andans menn fylktu liði til messu í Dómkirkjunni. DV-mynd S Elísabet vill mangó- ávexti I morgunmat „Það er augljóst að drottningin er hrifin af mangóávöxtum í morgun- mat. Við höfum verið á höttunum eftir góöum mangóávöxtum úti um aUt til að geta afgreitt um borö í skip- ið,“ sagði Jens Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri hjá Skipaversluninni, en þeir hafa séð um að útvega kost um borð í Britanníu, skip Breta- drottningar. Jens sagði að það heíði verið mikið starf en það era aðallega ferskvörar sem þeir hafa útvegað fyrir skipið. „Þá þurfti fjórar appelsínur sér- staklega fyrir drottninguna en úr þeim er gerður appelsínusafi. Við reyndum að selja þeim íslenskan appelsínusafa en það gekk ekki þannig að við þurftum að útvega sér- stakar appelsínur." Einnig sagði Jens að sérstök ósk hefði komið um að útvega nýjar franskar kartöflur og voru útveguð 25 kíló en af þeim voru aðeins 5 kíló talin nógu góð fyrir drottninguna. Þá hefur talsvert af fiski verið selt um borð og má gera ráð fyrir því aö skipverjar gæði sér á þorski af Faxa- markaði í dag. Einnig hafa verið af- greiddir aðrir ávextir um borð og sömuleiðis um 300 nýbökuð brauö á dag. „Kjötmiðstöð Sambandsins ætlar að gefa þeim 20 kíló af kindakjöti, nánar tiltekið Londonlambi, en gest- irnir brögðuðu það í veislu um dag- inn og líkaði afskaplega vel,“ sagði Jens. Þess má geta að mikil öryggis- gæsla er við skipið og sagði Jens að ef þeir kæmu ekki á fyrirfram ákveð- inni mínútu með vörumar þá þyrftu þeir aö fara aftur og fá nýja tímasetn- ingu. Það hefði komiö fyrir einu sinni. Skipið fer úr höfn á morgun. -SMJ Gerði það gott í grálúðunni Regína Thorarensen, DV, Eskifiröi; Aflaskipið Jón Kjartansson, Eski- firði, sem stundað hefur grálúöu- veiöar síðan 27. apríl, hefur gert það gott. Togarinn hefur farið fimm veiðiferðir og landað í Hafnarfirði 318 tonnum af frystri grálúðu. Brúttóverðmæti aflans er rúmar 47 milljónir króna eða 962 þúsund á úthaldsdag. Hásetahlutur er um 655 þúsund krónur. Nú er kvótinn búinn og því sjálf- hætt á grálúðunni. Þar sem langt er í næstu loðnuvertíð er hugmyndin að senda þetta mikla aflaskip á veið- ar á úthafskarfa suður af Reykja- nesi. Óskandi er að þær veiðar gangi vel eins og annað sem Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði tekur sér fyrir hendur og stuðlað hefur að atvinnu- uppbyggingu. Gestalistinn að Höfða Davíð Oddsson borgarstjóri bauð Bergur Tómasson og Margrét Stef- til móttöku að Höfða í gær fyrir ánsdóttir, framkvæmdastj. lög- Elísabetu Bretadrottningu. Þessir fræði- og stjórnsýslud. Hjörieifur mættu þar: Magnús L. Sveinsson B. Kvaran, starfsmannastjóri Jón og Hanna H. Karlsdóttir, Katrín G. Kristjánsson og Steinunn Fjeldsted og Valgaröur Egilsson, Bjamadóttir, aðstborgarverkfr. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Anna Stefán Hermannsson og Sigríöur K. Jónsdóttir og Þorvaldur Gunn- Jónsdóttir, forstm. borgarskipu- laugsson, Árni Sigfússon og Brynd- lags Þorvaldur S. Þorvaldsson og ís Guömundsdóttir, Júlíus Hafstein Steinunn Jónsdóttir, formaður og Erna Hauksdóttir, Páll Gíslason Stmfél. Rvkborgar Haraldur Hann- og Soffia Stefánsdóttir, Guðrún esson og Sveinbjörg Georgsdóttir, Zoega, Sveinn Andri Sveinsson, hitaveitustjóri Gunnar Kristins- Sigrún Magnúsdóttir og Páll Pét- son, gjaldheimtustj. Guöm. Vignir ursson, Sigurjón Pétursson og Jósefsson og Jóhanna S. Guölaugs- Ragna Brynjarsdóttir, Ólína Þor- dóttir, hafnarstjóri Hannes Valdi- varðardóttir og Sigurður Péturs- marsson og María Þorgeirsdóttir, son,KristínÁ.ÓlafsdóttirogÓskar forsetaritari Komelíus Sigmunds- Guðmundsson, Elín G. Ólafsdóttir. son og Inga Hersteinsdóttir, prótó- Egill Skúli Ingibergsson og Ólöf kollstjóri Hörður H. Bjamason og Elín Davíðsdótör, Frú Vala Ás- Áróra Sigurgeirsdóttir, sendiherra geirsdóttir Thoroddsen. Gísli HaU- Helgi Ágústsson og Hervör Jónas- dórsson, Ólafur B. Thors og Jó- dóttir, sendiherra Sveinn Bjöms- hanna J. Thors, Markús Öm Ant- son og Sigrún Dungal, ambassador onsson og Steinunn Armannsdótt- Richard R. Best og Mary E. Best, ir, borgarritari Jón G. Tómassor. Magnús Magnússon, Sígríöur’ og Sigurlaug E. Jóhannesdóttir, Gunnarsdóttir, utanríkisráðuneyt- skrifstofuststj. borgarstjórnar íð. Caroline Gibson, Alper Mehmet, Gunnar Eydal og Asgerður Ragn- Ágúst Jónsson og Edda Erlends- arsdóttir, borgarhagfræðingur dóttir, Ólafur Jónsson og Ólöf Eggert Jónsson og Sigurlaug Aöal- Bjömsdóttir. steinsdóttír, borgarendurskoðandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.