Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. 3 Fréttir Lántökuheimild til Landsvirkjunar vegna virkj unarframkvæmda: Líklega grænt Ijós eftir næsta viðræðufund um álið - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Framsóknarflokkurinn mun halda þingflokksfund nú bráðlega og mér finnst líklegt að þetta mál verði tekið þar fyrir, enda er ekkert við það að athuga. Hins vegar skulum við gera okkur grein fyrir því að al- þingi hefur samþykkt að ríkisstjóm- in geti veitt þessa heimild. Þess vegna hljóta ráðherramir og flokkamir að ákveða þar, hver fyrir sig, hvort þetta verði rætt í þingflokkunum og þá með hvaða móti.“ Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, um þá ákvörðun Landsvirkjunar að leita eftir samþykki ríkisstjómarinnar við að nota heimild til þijú hundmð milljón króna lántöku vegna undir- búnings virkjanaframkvæmda vegna orkusölu til nýs álvers. Páll Pétursson, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, hefur látið hafa það eftir sér í flölmiðlum að ráðherrar hljóti aö ræða þessa lántökuheimild í þingflokkum sínum áður en leyfið verður veitt. - En nú lögðu alþýðubandalags- menn áherslu á það að lántökuheim- Geir Gunnarsson: Hornsteinn var lagður að Blönduvirkjun fyrir fáeinum dögum. Nú vill Lands- virkjun fá fé til að hefja undirbúning nýrra virkjuna vegna væntanlegs álvers. DV-mynd: GVA ildin og álversviðræðurnar héldust í hendur þannig að við værum ekki að taka á okkur skuldbindingar sem ekki væri búið aö semja um? „Já, en mér sýnist allt benda til þess að eftir næsta fund í álviðræð- unum verði staða þessara mála orðin nægjanlega skýr til þess að gefa Landsvirkjun grænt Ijós, enda hafa alþýðubandalagsmenn ekkert haft við gang þessara mála að athuga." -KGK Verðum að sjá betur á spilin „Við töldum ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en það lægi ákveðið fyrir hvað væri verið að semja um,“ sagði Geir Gunnarsson, alþingismað- ur Alþýðubandalagsins, um hvort heimila ætti Landsvirkjun að taka 300 milljóna króna lán til að hefja undirbúningsframkvæmdir við virkjanir vegna orkusölu til nýs ál- vers. „Við teljum að ekki eigi að fara út í þetta mikla fjárfestingu fyrr en vit- að er í hvað sú fjárfesting fer. Við verðum aö sjá betur á spilin hvaða framkvæmdir þaö eru sem menn eru aðfaraútí." -pj Alþýöuflokkur og Borgaraflokkur: Funda í vikulok Eiður Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, sagði í sam- tah við DV að álmáhð yrði tekið fyr- ir í heild sinni á þingflokksfundi á fimmtudag. Þangað til væri ekki tímabært að segja nokkuð um máhð. Guðmundur Ágústsson, formaður þingflokks Borgaraflokks, sagði að máhð yrði tekið upp á þingflokks- fundiívikulok. -pj Hjörleifur Guttormsson: Allir endar lausir í þessum samningum „Þetta mál kom th meðferðar á Alþingi í vor og þá var ég andvígur því að veita heimild til undirbúnings álbræðslu," sagði Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður um hvort heimila eigi Landsvirkjun að taka 300 mhljóna króna lán til að hefja undir- búningsframkvæmdir við virkjanir vegna orkusölu th nýs álvers. „Mér finnst fráleitt að veita meiri fjármuni en þegar hefur verið veitt Lögreglan í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Hörgslands og Hjalla- lands í Reykiavík föstudaginn 29. júní klukkan 19.25. Þar lentu saman BMW-bifreið og létt bifhjól að Suzuki-gerö. Ökumaöur bif- hjólsins slasaðist. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þetta um- ferðarslys eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykja- vik. th undirbúnings álbræðslu þar sem enn eru ahir endar lausir. Á þing- flokksfundi á fimmtudag kom þetta upp en hlaut enga afgreiðslu þar sem máhð lá ekki fyrir fundinum heldur höfðum við aðeins óljósar fréttir um máhð. Það eru ahir endar lausir í þessum samningum og ekki vitað enn hvort gengur saman eða ekki. Það horfir hla með hagsmuni íslend- ingaþegaráhehdinaerlitið.“ -pj Helgi Magnússon: Skilaði ekki réttindunum Helgi Magnússon, löggiltur endur- skoðandi, skhaði ekki inn réttindum sínum sem lögghtur endurskoðandi við upphaf Hafskipsmálsins eins og sagt var í fréttaljósi í DV á laugar- dag. Helgi segir að það hafi aldrei komið th áhta af sinni hálfu að skila inn réttindunum. Eftir að Hafskips- máhð fór í gang hætti Helgi að vinna sem endurskoðandi. NOTIÐ RÉTTU GRÆJURNAR 120.760,- VORUM AÐ FÁ FALLEGA BARI M0BLER FAX 91-673511 Húsgágna4iöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI SÍMI 91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.