Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. 5 Fréttir Spretta misjöfn eftir landshlutum: Heyskapur víða búinn sunnan- og vestanlands - gengur seinna fyrir norðan og austan vegna vætu og kulda Heyskapur er byijaður víðast hvar á landinu en gengur misvel eftir landshlutum. Á Suður- og Vesturlandi og vestanverðu Norð- urlandi gengur heyskapur mjög vel enda þurrt og sólríkt veður verið ríkjandi þar imdanfarið. Á austan- verðu Norðurlandi og á Austur- landi hefur heyskapur hins vegar gengið seinna vegna vætu og kulda. Hjá Búnaðarsambandi Suður- lands á Selfossi var DV tjáð að hey- skapur væri langt kominn enda brakandi þurrkur. Hefði þó mátt koma smávæta til að laga sprettuna þar sem ansi snöggt gras væri á sumum bæjum. Þó næðu menn al- mennt ágætis heyjum í hús. Rétt að byrja fyrir austan Á Egilsstöðmn sagði ráðunautur að heyskapur gengi fremur hægt vegna kulda og vætu. Væru menn rétt að byija að slá og hvergi sæist mikið gras. Kæmi á daginn hvort úr rættist með batnandi veðri. í Eyjafirði og nágrenni byrjaði heyskapur um miðjan júní en fljót- lega upp úr því brá til norðanáttar. Gekk heyskapur rólega eftir það. Þó er mismunur milli bæja eftir legu og búháttum. Þannig voru Á Neðrahálsi i Kjós lauk heyskapnum í siðustu viku en þar var heyjað fyrir rúmlega 50 nautgripi. Á mynd- inni sést fólkið á bænum undir lok heyskaparins. DV-mynd JAK menn seinni af stað á bæjunum út með Eyjafirði vegna rakara lofts en á bæjunum fyrir innan Akur- eyri. Þar sem bændur binda hey hins vegar meira í rúllubagga en áður hefur rakinn ekki hindrað menn verulega í heyskapnum. Þá eru bæir með mikla sauðfjárrækt seinni til að byija heyskap þar sem féð hefur tekið sinn toll af túnun- um. Annars staðar á Norðurlandi eystra munu menn vera á eftir Eyfirðingum í heyskapnum en þar hefur orðið meira vart við nei- kvæðari fylgifiska norðanáttarinn- ar, vætu og kulda. „Nánast þornað á ljánum“ Á Blönduósi var gott hljóð í mönnum en þar hafa menn haft svipað veður og ríkt hefur á Vest- urlandi og Suðurlandi. Hefur heyið „nánast þomað á ljánum", eins og ráðunautur orðaði það. í Borgarfirði eru menn víða langt komnir eða búnir að heyja. Sömu sögu er að segja af Suðvesturlandi. Á þessum svæðum hafa margir bændur þó viljað fá meiri úrkomu til að auka sprettuna. -hlh 29 umsóknir um starf bæjarstjóra 1 Njarðvlk: Sigurður Eyjamaður sækir um starf bæjarstjóra Tuttugu og níu umsækjendur eru um starf bæjarstjóra í Njarðvík. Flestir óska nafnleyndar. Meðal þeirra er Sigurður Jónsson sem var í efsta sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokks í Vestmannaeyjum. „Það er ekki hægt að neita því. Reyndar óskaði ég nafnleyndar,“ sagði Sigurður Jónsson þegar hann var spurður hvort hann væri meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra 1 Njarðvík. Eins og kunngt er klofnaði bæjar- stjómarflokkur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum vegna þess að Sig- urður Jónsson fékk hvorki embætti bæjarstjóra né forseta bæjarstjómar. DV hefur eftir áreiðanlegum heim- ildum að Krislján Pálsson, bæjarfull- trúi í Ólafsvík og fyrrverandi bæjar- stjóri þar, og Hilmar Baldursson fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði séu meðal umsækjenda. Bæjarstjóm ákveður væntanlega á miðvikudag hver fær starfið. Oddur Einarsson var bæjarstjóri í Njarðvík á síðasta kjörtímabili. -sme Hræjum fleygt í Draugagilið ÞórhaDur Ásmundsson, DV, NorðurL vestra: Umgengni hefur ekki þótt góð um sorpeyðingarstað Blönduóss í svo- kölluðu Draugagih rétt við bæinn og hefur jafnvel borið á því á dýrahræj- um sé fleygt á haugana. Bæjaryfir- völd hafa áhyggjur af þessu og hafa ákveðið að ráða gæslumann til starfa við urðunarstaðinn. Reyndar er urð- að til bráðabirgða þama í Draugagili og leit hafin að nýjum stað sem fram- tíðarsvæði fyrir sorpeyðingu. Bráðabirgðalausn varandi um- gengni í Draugagili felst í því að girt verður sunnan Húnabæjar og lokað með keðju. Móttaka sorps verður síð- an á ákveðnum tímum þijá daga í viku og brennsla þegar vindur stend- ur ekki á bæinn. Varðandi framtíðarlausn sorpmála Blönduóss hefur bæjarstjóm óskað eftir áhti Hollustuvemdar ríkisins hvort sorpurðun geti farið fram ofan Amargerðis í átt að Hnjúkum, suð- austur af bænum. TILBOÐ VIKONNAR aðeins kr. 879.000,- TIL AFGREIÐSLU STRAX $ SUZUKI ->«N*------ SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 68 51 00 Nýr Suzuki Samurai á frábæru verði,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.