Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. Útlönd Reyndu austur-þýsk stjómvöld að loka landamasrunum aftur tveimur dögum effir að þau voru úpnuð i nóvember síðastliðnum? Slmamynd Reuter Vamarmálaráöherra Austur-Þýskalands, Rainer Eppelmann, segir að fyrri sijómvöld landsins hafl reynt að loka Berllnarmúmum aftur tvekn- ur dögum eftir að hann féll og fólk tók að streyma til vesturs í nóvember 8lðastliönum. Segir ráðherrann herinn bafe neitað að taka þátt í þvílfltum aögeröum og því hafi ekkert orðið úr þeim. Vamarmálaráðherrann lætur hafa þetta eftir sér í viðtali við vestur- þýska blaðið Die Welt i morgun. Segir hann þáverandi vamarmálaráð- herra, Heinz Kessler, hafá fýrirskipað aö múmum yröi lokað aftur og að herinn yrði að beita öllu sínu valdi ef með þyrfti. Þessar fyrirskipanir segir ráðherrann að hafi verið með fúllu samþykki flokksleiötogans Eg- ons Krenz. Einn vestrænu gísianna í Beirút í Líbanon, Brian Keenan, hefur tvöfald- an ríkisborgararétt. Hann er frá Noröur-írlandi og getur því valið á milli írsks og bresks vegabréfs. Vegna þessarar staðreyndar vonast hann til að verða látinn laus úr haldi eftir fiögur ár 1 Líbanon. írsklr þingmenn, sem voru á ferö I íran í síöasta mánuöi, komu þessum skilaboðum áleiðis en írska lýðveldið er hlutlaust ríki og fylgir hlutleysis- 8tefhu I vamar- og hermálum. Klevkur segir af sér Suður-afriskl klerkurinn ofl baráttumaðurínn Allan Boesak og sjónvarps- fréttakonan Elna Botha. Símamynd Reuter Klerkurinn Allan Boesak, sem verið hefur einn ötuiasti baráttumaður gegn aöskilnaðarstefhu stjómvalda Suður-AfHku, létafembætti á sunnu- dag er upp komst um framhjáhald hans með ungri sjónvarpsfréttakonu. Boesak var miður sín er hann rasddi við sarastarfsmenn sína í Höfða- borg á sunnudag. Hann hefúr verið í forsvari fyrir heimssamtök sið- bótarkirkna mótmælenda og bandalag lýðræðisafla sem eru stór samtök er beijast gegn aðskilnaðarstefnunni. En óljóst er hver framtíö hans verö- ur innan þessara samtaka. Samstarfsféiagar hans í stjómmálunum hafá komiö fram og lýst því yfir að einkamál af þessu tagi ættu ekki að hafa áhrif á starfsframa manna en þó þykir sýnt aö almenningur í landinu mun taka hart á málinu. Simnmyod Reutor sem sendir verða í sérstaka þjálfun í marxískura fræðum og í að útrýma andkommúniskum tilhneigingum. I kínversku dagblaði er sagt M því að 1600 nýnemar í háskólanum í Peking verði sendir fýrst á nokkur námskeiö í herskóla, þar sem fýrr- greind þjálfún fer fram, áður en þeir setjast á skólabekk í háskólanum. Eftir þá hörmulegu atburöi, sem áttu sór stað í stúdentaóeiröunum í Peking f júní í fyrra, voru rúmlega sjö hundruð námsmenn sendir i þjálf- un af þessu tagi áöur en þeir settust á skólabekk í fyrráhaust DV Breytingar á forystustofnun sovéskra kommúnista: Sigur fyrir Gorbatsjov - námamenn kreflast afsagnar stjómarinnar Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna og leiðtogi sovéska komm- únistaflokksins, vann sigur á þingi flokksins í gær þegar þingfulltrúar samþykktu að leiðtogar kommún- istaflokka hinna fimmtán lýðvelda skyldu taka sæti í nýju og breyttu stjómmálaráði, einni af valdamestu stofnun flokksins. Þetta þýðir að það er næsta vonlaust fyrir harðlínu- menn að ná þar undirtökunum. Nú eiga tólf manns sæti í stjórnmálaráð- inu en Gorbatsjov hefur lagt til að sá fjöldi verði aukinn. Fréttaskýr- endur segja að þetta nýja fyrirkomu- lag sé Gorbatsjov í hag þar sem hann geti frekar stjómað flokksleiðtogum lýðveldanna en stjómmálamönnum frá Moskvu sem nú em í meirihluta í ráðinu. Að auki samþykkti þingiö aö breyta ekki forystuembætti flokksins í formannsembætti heldur halda titli framkvæmdastjóra. Gorbatsjov er taliim ömggra: með aö ná kjöri fram- kvæmdastjóra þegar þingfulltrúar ganga til atkvæða síðar í vikunni og hefur hann fengið stuðningsyfirlýs- ingar frá bæði íhaldsmönnum og umbótasinnum. Gorbatsjov og stuöningsmenn hans hafa verið mik- ið gagnrýndir á þessu 28. þingi flokksins og í gær kom enn betur í ljós að harölínumenn em þar í meiri- hluta. Þá samþykkti flokkurinn yfir- lýsingu um hernaðarstefnu sína þar sem sagöi að Sovétríkjunum væri enn ógnaö og þau þyrftu að styrkja her sinn. En fyrir utan Kremlarmúra má merkja vaxandi óróleika og spennu. Heimilislausir og róttækir komu saman til mótmælafundar nærri Rauöa torginu í Moskvu í gær þar sem 28. þingi sovéska kommúnistaflokksins er fram haldið. Námuverkamenn sögðu í gær að þeir myndu halda sínu striki og efna til verkfalla og annarra mótmælaaö- geröa á morgun til aö krefjast afsagn- ar stjómarinnar, hvað sem liöi hvatningu Gorbatsjovs frá því um helgina um að falla frá þeim áform- um. Áætlað er að þinginu ljúki á flmmtudag. Auk þess skýrði Izvestia, dagblað Simamynd Reuter stjómvalda, frá því að aukinnar spennu gætti nú í lýðveldinu Kírgísíu þar sem meira en eitt hundrað og fimmtíu manns létu lífið í þjóðemis- róstum í síöasta mánuði. Ástandið í hluta lýðveldisins er afar ótryggt, sagði í fréttum hinnar opinberu fréttastofu, Tass, í gær. Reuter Út úr heimi þagnarinnar Amelía Hardy, til hægri, og Angus Johnston eru bæði fjögurra ára og heyrn- arlaus. En þau hafa einnig bæði fengið kuðungsígræðslu og geta nú num- Símamynd Reuter Tæplega eins og hálfs árs gömul var Amelía Hardy alveg búin að missa heyrnina. En nú, fjögurra ára, getur hún farið að lifa eölilegu lífi á ný, þökk sé byltingarkenndu heym- artæki sem var grætt í höfuðkúpu hennar. „Sextán mánaöa hafði hún misst alla heym,“ sagði móðir Amelíu, Renee Hardy. „Hún hafði einungis orðaforða upp á tíu orð. Tveimur árum eftir uppskurðinn hefur oröa- forði hennar aukist í sex hundmö orð. Nú get ég kallað til hennar í tuttugu metra fjarlægð... og hún er farin að hafa samskipti við tveggja ára gamla systur sína.“ Amelía er ein þrjú þúsund heym- arlausra um allan heim sem hafa verið leidd, hægt og rólega, úr þögn- inni, þökk sé ígræddu heymartæki sem var þróaö í Ástralíu áriö 1985. Og íljótlega fá rúmlega tvö hundruð þúsund heymarlausra Bandaríkja- manna tækifæri til að fá slíka ígræðslu, kuðungsígræðslu, í kjölfar samþykktar matvæla- og lyfjaeftir- lits Bandaríkjanna, FDA. Framleiðendur þessa heymartæk- is, Cochlear-fyrirtækiö, segja aö sam- þykkt FDA fyrir ígræðslu tækisins í böm, tveggja ára og eldri, myndi vera mikilvægur áfangi fyrir fýrir- tækið og myndi auk þess veita þús- undum bama ánægjuna af að heyra hljóð. í yfirlýsingu frá Pacific Dun- lop, móðurfyrirtækis Cochlear, segir aö þaö vonist til aö kuðungsígræðsl- an veiti heymarlausum bömum þá tjáskiptamöguleika sem geti hjálpaö þeim að uppfylla menntavonir sínar og framadrauma. ið hljóð. Það sem hér um ræðir er ígræðsla örsmás heymartækis meö 22 rásum. Tækiö, sem kostar tæplega tólf þús- und Bandaríkjadollara, gerir þaö að verkum að sá sem ber það getur heyrt hijóð af breiöu tíðnisviði og styrkleika. Heyrnartækið er grætt í beinið fyr- ir aflan eyra og rafskaut leidd inn í innra eyrað, eða kuðunginn. Lausum hijóðnema er síöan komið fyrir að utanverðu og hann tengdur í léttan og lipran talgreini. Tækið virkar á þann veg að það örvar heymartaug- ar þess sem ber þaö - ekki ósvipað þegar tónlistarmaður leikur á hljóö- færi - líkir eftir hljóðum og auðveld- ar heyrnarlausum skilning. Það tók Graeme Clark, prófessor við Melboume-háskóla, rúmlega tuttugu ár að fullkomna tækið. Clark kallar kuðungsígræðsluna merkustu framfor í talkennslu heymarlausra síðan franskir kennarar þróuðu fingramál fyrir tveimur öldum. Judy Wimble, framkvæmdastjóri rannsóknarstöðvar í Sydney, segir að heyrnartækið hafi gjörbylt tal- kennslu heymarskertra. „Hjá okkur er átta ára stúlka sem hafði misst heym og dregist aftur úr í skóla," sagði Wimble. „Nú tekur hún þátt í tímum með heyrandi bömum og er meðal þeirra efstu í bekknum. Það er dásamlegt." Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.