Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990.
15
Móðurréttur:
Góður málstaður sigrar
Baráttu kvenna um heim aUan
fyrir mannréttindum hefur lengst-
um lítill gaumur veriö gefmn í sögu
og sögukennslubókum. Nokkur
breyting hefur þó orðiö þar á und-
angenginn áratug eftir að konur
tóku að krefjast þess að mannrétt-
indabaráttu þeirra yrði að ein-
hverju getið í fræði- og kennslu-
bókum. Þannig munu nú allir ís-
lenskir unghngar fá einhverja
fræðslu í skólum um ömmur sínar,
langömmur og aðrar formæður
sem engan móðurrétt höfðu, fengu
hvorki að ganga í skóla, kjósa til
alþingis og sveitarstjóma né ráða
eigin fjárhag eftir giftingu.
Hvarvetna þar sem hópar manna
taka að berjast fyrir réttlæti og
sanngimi vill sú barátta verða löng
og torveld. Það á jafnt við um bar-
áttu þræla fyrir frelsi, verkalýðs
fyrir sanngjörnum launum og
samningsrétti um kaup og kjör og
kvenna fyrir almennum mannrétt-
indum og jafnrétti á við karla. Allir
þessir íjölmennu hópar þurftu að
heyja harðvítuga og óvægna bar-
áttu áratugum saman, jafnvel í ald-
ir áður en sigur vannst.
Allir, sem hafa góðan málstað að
veija, vinna sigur að lokum þó að
oft virðist djúpt á honum. íslenskar
konur þurftu til dæmis að standa
í hálfrar aldar stríði til þess að
hljóta þann rétt og hafa þá lífs-
möguleika sem þær hafa nú.
Feður höfðu allan rétt
Þetta vill oft gleymast þegar kon-
ur tala um að „ekkert gerist“, allt
hjakki í sama farinu og það þýði
ekkert að vera að „ströggla" þetta.
KjaUaiinn
Helga Sigurjónsdóttir
námsráðgjafi
Sagan segir okkur allt annað. Hún
segir það svo skýrt sem verða má
að barátta borgar sig. Konur ættu
þess vegna að minnast sem oftast
allra sigranna sem þær hafa unniö
í frelsis- og mannréttindabaráttu
sinni. Þeir eru bæði margir og
mikhr og án þrautseigju, þolin-
mæði og fómfýsi formæðra okkar
og sumra forfeðra væru lífskjör
okkar kvenna allt önnur og miklu
rýrari en nú.
Hvemig væri til dæmis líf okkar
mæðra núna hefðum við ekki jafn-
an rétt til barna okkar og feður? í
tíð ömmu minnar hafði faðirinn
allan rétt og móðirin engan. Við
skilnað var það eingöngu undir
góðsemi föður komið hvort móöir-
in fékk forræði einhvers bamsins.
Oft var hún svipt þeim öhum og
má nærri geta hvílík kvöi það hefur
verið.
Ráðríkur eiginmaður
Fyrir mörgum árum þekkti ég
gamla konu sem sagði mér átakan-
lega sögu af sjálfri sér. Hún átti
ekki góðan eiginmann. Hann var
harður við hana og kaldur, ráðrík-
ur og sannkallaður húsbóndi á
heimhi sínu. Honum var meinilla
við allt, .kvenréttindakj aftæði' ‘, fór
háðulegum orðum um kvenrétt-
indakonur, einkum Bríeti Bjarn-
héðinsdóttur og Ingibjörgu H.
Bjarnason, fyrstu konuna sem tók
sæti á Alþingi. Hann taldi konur
verr af guði gerðar andlega en karl-
menn, þær væm heimskari en þeir
og hin mesta fásinna að „veita“
þeim kosningarétt, shkt gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir land og
lýð.
Engan skyldi undra að eigin-
maður þessi skammtaði konu sinni
í pottinn, henni var að sjálfsögðu
ekki trúandi fyrir matarbirgðum
heimhisins og vitaskuld hafði kon-
an aldrei neina peninga undir
höndum. Vinkonan mín gamla
hafði hins vegar mikinn áhuga á
kvenréttindum og sveið sárt hin
stöðuga niðurlæging sem hún varö
fyrir bæði almennt sem ung, ís-
lensk kona um aldamótin síðustu
og ekki síður andlegur yfirgangur
eiginmannsins heima fyrir.
Fékk ekki að ganga
í kvenfélag
Sem nærri má geta var hjóna-
bandið ekki gott og árekstrar tíðir.
Konan var engin undirlægja, held-
ur tók á móti og svaraði eigin-
manni sínum fullum hálsi. Hún var
óvenjulega greind og vel lesin af
óskólagenginni alþýðukonu að
vera og áhugasöm um kvenréttindi
og þjóðfélagsmál. Hún hafði eignast
nokkrar góðar bækur áður en hún
gifti sig því að hún hafði geta öngl-
að saman nokkrum krónum meðan
hún var sjálfri sér ráðandi.
Þegar kvenfélagið var stofnað í
sveitinni langaði hana að sjálf-
sögðu th aö ganga í það en eigin-
maðurinn neitaði. Það gat hann af
því að það kostaði eina krónu að
ganga í félagið. Hann neitaði konu
sinni um þessa krónu, sagði hana
ekkert hafa að gera í eitthvert
ómerkilegt kehingafélag. Þá var
vinkonu minni nóg boðið og smám
saman tók hún að velta fyrir sér
möguleikunum á að skilja við
manninn. Hún átti vísan góðan
stað í sömu sveit þar sem hún gat
haft með sér börnin tvö.
Þá sló eiginmaðurinn út síðasta
trompinu - fóöurréttinum. Hann
sagðist skyldu taka af henni bæði
börnin færi hún frá honum. Hann
hefði allan lagalegan rétt sín meg-
in, hún engan. Þá gafst hún upp,
þessi hugrakka kona. Aldrei skyldi
hún yfirgefa börnin sín, sama hvað
yfir hana gengi.
Að slíta hjartað
úr brjósti sér
Þó að langt sé um liðið síðan
gamla konan sagði mér þessa sögu
held ég að ég muni nokkurn veginn
orðrétt hvernig hún lauk máh sínu:
„Að láta frá mér bömin hefði verið
eins og að slíta hjartað úr brjósti
mér. Það gat ég ekki gert, það getur
engin móðir gert.
Bömin eru hluti af móðurinni og
tengd henni á annan hátt en öhum
öðrum. Mér þykir þið ungu kon-
umar núna gleyma stundum hvað
það var mikils virði fyrir okkur að
fá loksins móðurréttinn. Hann er
mikilvægastur. Og mundu það,
Helga mín, að varðveita hann vel
ef þú eignast einhvern tíma böm.“
Eg ætla ekki að sinni að leggja
frekar út af orðum vinkonunnar
öldnu heldur kem þeim hér með á
framfæri við aðrar mæður en tek
undir með henni: Mæður, varðveit-
um móðurréttinn vel.
Helga Sigurjónsdóttir
„Sagan segir okkur allt annað. Hún
segir það svo skýrt sem verða má að
barátta borgar sig. Konur ættu þess
vegna að minnast sem oftast allra sigr-
anna sem þær hafa unnið í frelsis- og
mannréttindabaráttru sinni.“
Heiðarlegi bifvélavirkinn
Kunningi minn er bifvélavirkinn
sem kemur fram 1 auglýsingu ríkis-
skattstjóra um heiðarleg nótuvið-
skipti.
Hann er strangheiðarlegur. Ann-
ars hefði hann ekki verið valinn til
að koma fram í þessari auglýsingu.
Nýlega sýndi hann mér bókhald-
ið sitt fyrir einn mánuð, svo ég
gæti séð hvernig bisnessinn geng-
ur.
125 seldirtímar
Hann er einn með verkstæðið.
Útseldur tími kostar 1.650 kr. með-
virðisaukaskatti. Ekki næst að
selja ahan vinnutímann, því tals-
vert af honum fer í snatt, bókhald,
að rukka og sækja varahluti.
Þennan mánuð haföi bifvélavirk-
inn getað selt 125 tíma, fyrir sam-
tals 206.250 kr. með virðisauka-
skatti. Þar að auki hafði hann
32.480 kr. í tekjur af álagningu á
varahluti, með virðisaukaskatti. í
allt 238.730 kr.
Fimmtungur í vaskinn
Þá var komið að útgjöldunum.
Virðisaukaskattur 46.982 kr. Frá
því drógust 500 kr. sem var virðis-
aukaskattgreiðsla af orku og síma.
Verkstæðið er á 60 fermetrum.
Húsaleiga, rafmagn, hiti og sími
kostuðu samtals 43.000 kr. með vsk.
Þá stóðu eftir 149.248 kr.
Tveir víxlar voru á gjalddaga
þennan mánuðinn. Annar af bíla-
lyftunni og hinn vegna sérprentun-
ar á reikningseyðublöðum fyrir
verkstæðið. 10.000 kr. fyrir lyftuna
og 7.500 kr. fyrir reikningseyðu-
blöðin.
Þá stóðu eftir 131.748.
Endurskoðun og
skattframtal
Bifvélavirkinn lagði 2500 kr. inn
á bankabók. Hann gerir það í hverj-
um mánuði. Þá peninga notar hann
th að greiða endurskoðun á bók-
haldi og gerð skattframtals. Hann
sér sjálfur um bókhaldið.
Þær 129.248 kr. sem eftir stóðu
ákvað bifvélavirkinn að greiða sér
í laun.
Af þeirri upphæð reiknaði hann
3,5% launaskattinn, 4523 kr. og
lagði til hliðar.
Lífeyrissjóðurinn fékk 10%, þ.e.
bæði 4% hlut launþega og 6% hlut
atvinnurekanda því í þessu tilfehi
var þetta sami maðurinn. Það gerði
12.925 kr.
Enginn borgar bifvélavirkjum
laun í sumarfríinu, þannig að hann
tók önnur 10% og lagði inn á orlofs-
bankabókina sína.
Þá stóðu eftir 98.875 kr.
Staðgreiðsluskatturinn
Enn var eftir að reikna út stað-
„Það er nóg að gera og hann er vel liðinn. En hann veltir stundum fyrir sér hvort skattlagning hér á landi sé
ekki komin úr hófi,“ segir m.a. í greininni.
stæðisins.
Reksturinn kostaði 26% af heild-
inni.
Orlof og lífeyrissjóður voru 10,8%
Skattar námu rúmum þriðjungi,
eða 34,4%
Meiri skattar
Hann taldi að skattgreiösla sín
væri raun miklu meiri en hér kæmi
fram. Hann benti á að reikna mætti
með að af þeim tæplega 70 þúsund
krónum sem hann fengi í laun færi
minnst þriðjungur th ríkisins í
formi skatta og aðflutningsgjalda
sem verslanir og innflytjendur
greiddu af því sem hann keypti.
Þannig færu á endanum um 45%
af útseldu verkstæðisvinnunni í
skatta.
Lífeyrisgreiðslan er þar að auki
„Hann benti á að reikna mætti með að
af þeim tæplega 70 þúsund krónum sem
hann fengi í laun færi minnst þriðjung-
ur til ríkisins í formi skatta og aðflutn-
ingsgjalda.“
Kjallarinn
Ólafur Hauksson
blaðamaður
greiðsluskattinn, 39,79% af 129.248
kr. Það gerði 51.427 kr. Persónuaf-
slátturinn, 20.850 kr„ var dreginn
frá og þá stóðu eftir 30.577 kr. sem
þurfti að skila til gjaldheimtunnar.
Tékkinn sem bifvélavirkinn
skrifaði sem laun handa sjálfum
sér úr bókhaldinu var því 68.298 kr.
Útgjaldaskiptingin
Bifvélavirkinn flokkaði útgjöldin
saman.
Hann sagði að útborguð laun
væru 28,6% af hehdarsölu verk-
tvísköttuð. Fyrst þegar iðgjaldið er
greitt út af launum, og síðan þegar
lífeyririnn er greiddur út. Þá er
aftur reiknaður af greiðslunni staö-
greiðsluskattur. Hverja krónu sem
greidd er í lifeyrissjóð skattleggur
ríkið þvi um 79,58%. Bifvélavirkinn
segist hafa það skárra en bóndi í
sveit. Það er nóg að gera og hann
er vel hðinn. En hann veltir stund-
um fyrir sér hvort skattlagning hér
á landi sé ekki komin úr hófi.
Ólafur Hauksson