Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990. Andlát Agnar J. Sigurðsson vélstjóri, Lind- arbraut 10, Seltjamamesi, lést 6. júlí. Gunnar Áki Sigurgíslason bifvéla- virkjameistari, Nesbala 32, lést í Landspítalanum laugardaginn 7. júlí. Sigríður Kristjánsdóttir hjúkrunar- kona, Þórsgötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu 9. júlí. Hansína Anna Jónsdóttir frá Keis- bakka, Skógarströnd, lést 9. júh. Jarðarfarir Kristjana G. Þorvaldsdóttir dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi, lést 3. júh sl. Kristjana var fædd 23. október 1911. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Bjömsson frá Bollastöð- um í Hraungerðishreppi og Guðný Jónsdóttir frá Eyrarbakka. Eigin- maður Kristjönu var Guðmundur Guðjónsson og áttu þau þijú bjöm. Kristjana verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 10 júlí, kl. 14. Magnea D. Þórðardóttir lést 2. júlí sl. Magnea fæddist í Reykjavík 10. október 1901, dóttir hjónanna Þórðar H. Þórðarsonar og Veróniku Hall- bjargar Einarsdóttur. Magnea var gift Jóhanni Þ. Jósefssyni og eignuð- -3'*' ust þau 3 börn. Útíor Magneu var gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 10.30. Ingigerður Daníelsdóttir er látin. Ingigerður fæddist 13. júh 1903 að Ámesi á Ströndum, dóttir hjónanna Daníels Gestssonar og Valgerðar Ní- elsdóttur. Ingigerður var gift Sigurði Gíslasyni og áttu þau fjögur böm. Útfór Ingigeröar verður gerð frá Há- teigskirkju í dag, 10 júh, kl. 15. Sími: 694100 Kristinn Sigurvinsson, Silfurgötu 9, Stykkishólmi, lést í sjúkrahúsinu Stykkishólmi 7. júh. Jarðarfórin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudginn 12. júh kl. 15. Svava Sigurgeirsdóttir, Norðurgötu 16, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri aðfaranótt 8. júh sl. Jarðarfórin fer fram fóstudaginn 13. júh kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Kristján Björnsson, Hvassaleiti 58, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju miðvikudaginn 11. júlí kl. 15. Vilhjálmur Hans Alfreð Schröder framreiðslumaður, Hringbraut 92c, Keflavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 12. júh kl. 10.30. Jóhann Guðmundsson bæklunar- læknir, Mávanesi 14, Garðabæ, verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 12. júlí kl. 15. Sýningar María M. Asmundsdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu funmtudaginn 12. júlí kl. 17 í félags- og þjónustumiðstöðinni Bólstaðarhlíð 43. María er ættuð af Snæfellsnesi, fædd árið 1889 á Krossum í Staðarsveit, dóttir hjón- anna Kristinar Stefánsdóttur og Ás- mundar Jónssonar. Maria hefur í frí- stundum sínum gegnum árin haft áhuga á útsaumi og málun og á hún mikið safn af saumuðum myndum. Seinni árin hefur gefist meiri tími til að sinna skemmtileg- um áhugamálum eins og málun á gler og dúka. Hluti af verkum hennar verður sýndur í Bólstaðarhhð 43 frá fimmtudeg- inum 12. júh til 1. ágúst. TiJkyimingar Námskeið um fjar- kennsluaðferðir Framkvæmdanefnd um fiarkennslu hef- ur ákveðið að bjóða upp á námskeið um fjarkennsluaðferðir. Nefndin hefur haft samráð og samvinnu við endurmenntun- ardeild Kennaraháskóla íslands og Bréfaskólann um undirbúning nám- skeiðsins. Markmiðið með námskeiðinu er að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast ýmsum fjarkennsluaðferðum, öðlast þekkingu á náms- og kennslusálar- fræði fuUorðinna og kynnast leiðum til að útbúa fjarkennsluefni. Einnig er ætl- unin að bjóða þátttakendum að æfa sig í verkefnagerð undir leiðsögn. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Kennara- háksóla íslands við Stakkahhð í Reykja- vík sem hér segir: 1. hluti: 5 dagar 27.-31. ágúst 1990. 2. hluti: 2 dagar 12.-13. október 1990. 3. hluti: 2 dagar 16.-17. nóvember 1990. Hver námsdagur hefst kl. 9 og lýkur um kl. 16. Námskeiðið er einkum ætlað eftir- farandi: styrkþegum á vegum fram- kvæmdanefndar um fjarkennslu, kenn- urum framhaldsskóla, kennurum viö sérskóla og háskóla, kennurum vð náms- flokka, tómstundaskóla, bréfaskóla o.fl., starfsfólki útgáfufyrirtækja. Hámarks- fjöldi þátttakenda er 30. Námskeiðið verður metið til launa skv. gildandi kjarasamningum kennarasamtaka og fjármálaráðuneytis. Þátttakendur, sem aðilar eru að kjarasamningum við ríkið, fá greiddan ferða- og dvalarkostnað skv. gildandi reglum. Skrifleg umsókn um þátttöku þarf að berast Kennaraháskóla Islands, endurmenntunardehd, fyrir 5. ágúst nk. og þar eru jafnframt veittar frekari upplýsingar um námskeiðið. Tapaðfundið Hundur í óskilum Ungur hundur fannst við Hverafold 29 þann 4. júh sl. Þetta er íslenskur blend- ingur með sperrt eyru, hringað skott, spora á fótum. Hann er hvítur, brúnn og svartur á feld. Hundurinn er á Dýraspíta- lanum. Meniung Snorri Arinbjarnar - Gamla steinbryggjan, 1939. Tímalaus veröld Snorri Arinbjamar í Norræna húsinu Hvernig sem íslenskir fræðimenn hantéra tölur, stað- reyndir eða ljósmyndir frá kreppuárunum kviknar þetta afdrifaríka tímabil í íslenskri sögu ekki til lífsins í huga okkar flestra fyrr en við lesum skáldsögur Halldórs Laxness, Sölku Völku og Sjálfstætt fólk, ljóð Tómasar, ljóðabálk Jóns úr Vör um Þorpið eða skoðum myndir þeirra Þorvalds Skúlasonar, Snorra Arin- bjamar, Jóns Þorleifssonr og Jóns Engilberts. í þess- um listaverkum leggjast staðreyndir og altækar til- finningar á eitt og mynda tímalausa veröld sem sér- hver kynslóð á greiðan aðgang að. Þótt Þorvaldur Skúlason hafi tvímælalaust verið fjöl- hæfastur þeirra listamálara, sem gerðu skil þessu tímabili, þá skapaði Snorri Arinbjamar þau verk sem í augum okkar flestra em hinar sönnu ímyndir ís- lensku kreppuáranna. Heilt og sterkt Lítið málverk frá 1944, Við Selsvör (Listasafn Reykja- víkur), nú til sýnis í Norræna húsinu, er ein þessara ímynda. Þar klúkir íslenskt sjávarþorp við grýtta strönd, með örfáum þreytulegum húskofum og kænum dormandi uppi í flæðarmáli. í forgmnni stendur full- trúi nýrra tíma, vörubíllinn, kubbslegur og litríkur eins og splunkunýtt leikfang. Þetta er ef til vill ekki ímynd sem bókstafstrúarfólk getur sætt sig við. Bjartir og heitir litir Snorra miðla hlýlegri og áhyggjulausri veraldarsýn, allar útlínur hlutanna eru mjúkar og eftirgefanlegar. Hvar er hin sára fátækt þessara ára, hvar er stéttarbaráttan? Svar- ið er: í skýrslum sagnfræðinganna, með öðru tíma- bundnu efni. Eins og annar mikilhæfur listamaður af rómantíska skólanum, Tómas Guðmundsson, skynjar Snorri sam- tíð sína í gegnum þann miðil sem hann hefur helgað sér, í stað þess að tína til hugmyndir og staðreyndir. Og eins og ljóðmál Tómasar er myndmál Snorra „heilt Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson og sterkt: Það stendur rótum í beinni líkamlegri skynj- un“, svo vitnað sé í tímamótaritgerð Kristjáns Karls- sonar um Reykjavíkurskáldið. Varanleg ímynd Að Snorri var ekki á höttum eftir augnabliksmynd- um úr hversdagslífi íslenskrar alþýðu, heldur varan- legri ímynd, sést best á þeim verkum sem hann gerði á seinni hluta fimmta áratugarins. í myndum eins og „Við steypum" (c. 1950), „Hús“ (1948) og „í sjávar- plássi“ (1951) er veruleiki hlutanna brotinn niður í frumeiningar sínar og einfaldaður uns eftir situr merg- urinn málsins, hrynjandi ört vaxandi byggðar eða samspil hafs og þorps. Snorri Arinbjamar er hrífandi listmálari í fyllstu merkingu þess orðs, gæddur ljóðrænu innsæi, ríkuleg- um skilningi bæði á náttúru litanna og þeirri bygging- arlegu reisn sem hvert hstaverk þarf að hafa til að bera. Því fagnar maðúr vitaskuld hveiju tækifæri sem gefst til að sjá úrval verka hans, eins og það sem nú hangir uppi í Norræna húsinu - og enginn ætti að láta fram hjá sér fara. En með sérhverri smásýningu á verkum Snorra minnka líkur á að honum verði hald- in verðug yfirlitssýning. Ennfremur er rétt að minna á að löngu er orðið tímabært að gefa helstu verk hans út á bók. Sýningunni á verkum Snorra Arinbjamar í Norræna húsinu lýkur þann 26. ágúst. Fjölmiðlar í forheimsku sinni hélt Nietzcshe því fram að veruleikinn væri Qæði eða kaos, eins konar rykagnir sem flöktu umog ekki væri hægtað rök- festa. Þetta kaos væri hægt að skoða frá vinstri eða hægrí, ofan frá eöa neðan, innan ft-á eöa utan en alltaf væri það aðeins sjónarhom skoð- andans sem kæmi út úr slíkrí til- raun til að rökfesta veruleikann. Enginn sannleikur væri til sem siík- ur heldur aðeins sjónarhom sem ekki ætti að einblína á. Ekkert væri bætt með því að búa til lögmál um hvemig beri að horfa á heiminn heldur lægi sannleiksleitin 1 þvi að fá sem flest sjónarhorn á kaosið. Við íslendingar vitum hins vegar aö þetta er gömul tugga, óraunhæf meðöllu. Veruleikann skal skoða frá einum sjónarhóli, hinum eina rétta. Hin rétta fjölmiðlun vann enn einn stórsigurínn í gær. Fyrst var í pressunni lýst í löngu máli hvílikir erkibjánar og misindismenn þeir væru í þessari útlendingamafíu sem öllu ræður í hvalræðismálum ís- lendinga. Um kvöldið voru síðan fjörugar umræður Qögurra skoðanabræðra ; um hve illa værl farið með litlu en stoltu eyþjóðina á noröurhíara. Var síðan haft viðtal við þann fimmta sem sagði að á meöan við reyndum að leiða þennan skríl á hvalaráð- stefnunni í allan sannleik um vís- indaleg vinnubrögð sátu þeir með heimskulegan svip og borðuðu epli! Hvílík grimmd. Síðan til að tryggja að allir færu nú að sofa rétttrúaðlr sýndi hin stöðin vísindalega mynd um vis- indaveiðar okkar og að sjálfsögðu var það einn okkar rétttrúaðasti sem bjó til handritið, einn þeirra sem tók þátt í hinum líflegu skoö- anaskiptum tyrr um kvöldið. Pálmi Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.