Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990.
Fréttir
13 V
Ólafur Ragnar Grímsson fj ármálaráðherra eftir lok viðræðnanna:
Þykir leitft að þessum
viðræðum skuli lokið
- boðar lagasetningu á háskólamenntaða ríkisstarfsmenn
„Já. Það er greinilegt að samninga-
nefndin svarar þessu með því að
hafna áframhaldandi viðræðum á
þessum grundvelli. Það koma ekki
fram frá samninganefndinni aðrar
hugmyndir sem gera okkur kleift að
ræða áfram með árangursríkum
hætti. Mér þykir þetta í raun og veru
mjög leitt,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra í nótt,
þegar hann var spurður hvort við-
ræðum við háskólamenntaða ríkis-
starfsmenn væri lokið, eftir aö hann
hafði fengið samþykkt samninga-
nefndar BHMR í hendur.
Samninganefndin telur að ráð-
herra hafi engu bætt við fyrra tilboð
og því er afstaða nefndarinnar, að
tilboðið sé ófullnægjandi, ítrekuð.
Samninganefndin ítrekaði vilja sinn
til að ræða breytingar á 15. grein
kjarasamningsins í því skyni að af-
nema meint víxlverkunaráhrif milh
kjarasamninga.
Það vakti athygh að Páll Halldórs-
son og Eggert Lárusson mættu að-
eins tveir á fund ráðherra og stjómar
samninganefndar ríkisins í nótt.
Venjulega mæta sex fulltrúar BHMR
á fundi með ríkinu.
Vildu 100 prósent tryggingu
„Ég hafði bætt við tilboö ríkis-
stjórnarinnar ákveðnum hugmynd-
um sem miðuðu að því að koma til
móts við það sjónarmið sem BHMR
setti fram um helgina. En það virtist
ekkert duga. Grundvallaratriði í
þeirri afstöðu sem BHMR lýsti í þess-
um viðræöum var að það vildi hafa
hundrað prósent tryggingu fyrir því
að það fengi 4,5 prósentin umfram
aðra og héldi síðan áfram aö fá um-
fram aðra, jafnvel á þjóðarsáttartím-
anum. Þeir vildu verðtryggingar sem
væru bundnar við allar hækkanir á
framfærsluvísitölu og voru þannig
ekki reiðubúnir til að taka til skoð-
unar þau atriði sem mest hafa verið
gagnrýnd og hættulegust eru varð-
andi þjóðarsáttina. Eins og ég hef
áður sagt þá reifaði ég viðbótar-
hugmyndir og að verðtryggingin yrði
fólgin í rauðum strikum sem eru í
ASÍ og BSRB samningunum.
Mér fannst mikilvægt aö þeir urðu
við þeirri ósk minni, sem ég setti
fram í gærkvöldi, um að kalla samn-
inganefndina aftur saman. Mér
finnst nauðsynlegt að svör hennar
Uggi fyrir með jafnskýrum hætti og
hér er gert.“
- Metur þú það svo að þeir hafi rift
viðræðum við ykkur?
„Ég ætla ekkert að dæma hver rifti
viöræðunum. Þeim er lokið á þann
hátt að samninganefnd BHMR, með
ótvíræðum hætti, hafnar þeim hug-
myndum til samkomulags sem fólust
bæöi í tilboöi ríkisstjórnarinnar og
þeim viðbótarhugmyndum sem ég
lagði fram í gær.“
Steingrímur heim úr laxinum
- Hvað gerist næst?
„Ég mun gefa samráðherrum mín-
um skýrslu um þessa niðurstöðu
snemma í fyrramálið. Við munum
síöan ræða aörar aðferðir sem beita
þarf til að tryggja árangur efna-
hagsmálanna og jafnrétti milli
launafólks í landinu."
- Eru til íleiri leiðir en bráðabirgða-
lög?
„Þær fela sjálfsagt allar í sér ein-
hvers konar lagasetningu. En ég ætla
ekki að ræða hér og nú hvers konar
lagasetning það verður. Það koma
ýmsar leiðir til greina."
- Forsætisráðherra er norður í landi
við laxveiðar. Kemur hann til
Reykjavíkur vegna þessa máls?
„Já, hann kemur vegna þessa
máls,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
sonijármálaráðherra. -sme
Þessi ungi maður, sem Ijósmyndarinn rakst á við Hafnarfjarðarhöfn í gær,
er sennilega að hugsa um hvert hann eigi að fara um verslunarmannahelg-
ina. Þó svo að tugir þúsunda íslendinga fari í ferðalög um helgina hættir
fiskurinn ekki að synda í sjónum og sjómenn halda áfram að róa. Það er
bara á sjómannadaginn og um jól sem fiskurinn fær frí. DV-mynd JAK
Þorvaldur Guömundsson:
Mér hefur haldist illa
á meðreiðarsveinum
„Hvað segirðu, er Herluf kominn
í efsta sætið? Það var gaman, ég er
alveg sáttur við það. Það er líka eðh-
legt, hann er í hótel- og veitinga-
rekstri en ég er í landbúnaöinum,“
sagði Þorvaldur í Síld og fiski þegar
honum var sagt að Herluf væri búinn
að stela efsta sætinu.
Nú hefur þú yfirleitt verið í efsta
sætinu...
„Þeir hafa læðst upp aö yfirborðinu
en hafa cdhr dottið niður aftur. Mér
hefur haldist hla á meðreiðarsvein-
um. Það þarf þó ekkert aö vera að
þaö sama gerist nú. Herluf er dugn-
aðarmaður en ég er bara í land-
búnaðinum."
Nú er sonur þinn kominn í íjórða
sætið. Heldur þú að hann fari upp
fyrir þig næst?
„Það er aldrei aö vita. Hann er fóð-
urbetrungur. Ef hann heldur sig frá
landbúnaðinum er það ekkert óhk-
legt.“ -pj
Herluf Clausen
Kemur á óvart
Þegar DV hafði samband við Herluf
Clausen vegna þess að hann er með
hæstu heildargjöldin sagði hann að
þaö kæmi sér ipjög á óvart. Annars
vildi hann ekkert um máhð segja.
Miðað við það umfang sem greinilega
er á hans viðskiptum er hann ekki
mjög áberandi. Hann er þekktur fé-
sýslumaður sem m.a. á veitingahús
og íj ölmargar fasteignir. -pj
Páll Halldórsson:
Býst ekki við
bráðabirgðalögum
- þaö hefur engu verið slitið
„Það sem enn hefur komið fram í
þessu hnáli er að okkar mati ófuh-
nægjandi. Við höfum ítrekað vhja
okkar th að ræða áfram 15. greinina.
Það hefur engu verið slitið en þetta
virðist vera punkturinn í augnablik-
inu,“ sagði Páh Hahdórsson, formað-
ur BHMR, eftir að hann kom af fundi
ráðherra og stjóraar samninga-
nefndar ríkisins í nótt.
- Hvert er framhaldið, er fresturinn
ekki úti?
„Hann mun kynna ríkisstjóminni
þetta. Við sjáum bara th næstu daga.
Frá okkar bæjardyrum séð er í sjálfu
sér ekkert úti. Eins og ég hef áður
sagt þá tekur annað miðnætti við af
þessu.“
- Áttu von á bráðabirgðalögum?
„Ég býst ekki við þeim. Ég held að
það yrði mjög heimskuleg ráðstöf-
un.“
- Er þessi niöurstaða mikh von-
brigði?”
„Það eru vonbrigði hjá mér að þetta
skuh ekki hafa ekki gengið í gegn
eins og samningurinn gerir ráð fyrir.
Þessar viðræður tel ég í raun og veru
hafa verið algjörlega óþarfar. Við
hefðum átt að starfa í samræmi við
samning okkar. Við neituðum ekki
að taka upp viðræður við þá þegar
þeir sáu einhver vandkvasði á að
standa við samninginn. Ég heíði
helst vhjað að þetta gengi í gegn eins
og samningurinn gerir ráð fyrir.“
- Hvemig reiknar þú með að þetta
mál endi?
„Það get ég ekki sagt. Ég vonast th
að við náum þessum samningi átaka-
lítið eða átakalaust í gegn. Við ætlum
okkur að ná þessu,“ sagði Páh Hall-
dórsson.
Samninganefnd BHMR hafnaði
ákveöið viðbótartillögum fjármála-
ráðherra á fundi áém hófst klukkan
hálftólf í gærkvöld. Nefndin var
þeirrar skoöunar að tilboð ríkis-
stjórnarinnar hefði í raun ekkert
breyst og þar sem því hefði áður ver-
ið hafnað var sú afstaða ítrekuð. í
samþykkt fundarins segir meðal
annars:
„Samninganefndin vekur athygli á
að samflotsfélög BHMR gerðu kjara-
samning í mai 1989 um leiðréttingu
í áfongum á kjörum félagsmanna og
gáfu ríkisstjórninni frest til 1. júlí
1990 th þess að hefja þá leiðréttingu
sem standa skyldi í 3 til 5 ár. Nú bið-
ur ríkisstjórnin enn um frest, í þetta
sinn a.m.k. th 16. september 1991; án
þess að gefa neina tryggingu um
efndir. Samninganefndin er ekki til
viðræðu um slíkt."
-sme
Skattar í Reykjavlk:
Herluf Clausen skatta-
kóngur Reykvíkinga
- Búnaöarbankinn efstur fyrirtækja
Herluf Clausen er skattakóngur
Reykvíkinga í ár með tæplega 21
milljón í hehdargjöld. Á síðasta ári
komst hann ekki á „topp tíu hst-
ahn“. Nú er honum gert að greiða
7,5 mihjónir í tekjuskatt, 1,7 mhljónir
í útsvar, 8 mhljónir í aðstöðugjald
og 1,8 mihjónir í eignarskatt.
Þorvaldur í Shd og fiski dettur nið-
ur í annað sætið en sonur hans, Skúh
Þorvaldsson, sem ekki var á hstan-
um síðast, er nú í fjórða sæti.
Aðrir nýir á hsta eru Einar J. Gísla-
son, forstjóri hjá þungaflutningafyr-
irtækinu Einari og Tryggva, Gunnar
B. Jensson húsasmíðameistari og
Tryggvi Aðalsteinsson rafvirki.
Þeir sem duttu út eru Valdimar
Jóhannsson, Sigurður Valdimars-
son, Guðmundur Arason, Birgir Ein-
arsson og Guðrún Ólafsdóttir.
Meðal fyrirtækja stekkur Búnaðar-
bankinn úr þriðja sætinu í það fyrsta
og SÍS úr fjórða í annað. Lands-
bankinn dettur úr fyrsta sætinu í það
fimmta. Ný fyrirtæki á „topp tíu hst-
anum“ eru Ohufélagið og Sjóvá-
Almennar. Þau sem detta út eru IBM,
sem fehur úr sjötta sætinu í það sext-
ánda, og Hekla sem fer úr tíunda
sætinu í það fjórtánda.
Hehdargjöld í Reykjavík í ár eru
22.396.558.631 króna. Álagning ein-
stakhnga er tæplega 14,8 mihjarðar,
fyrirtækja rúmir 7,6 mihjarðar og
álagning bama rúmlega 10 mihjónir.
Það sem þyngst vegur er tekju-
skattur upp á tæplega 10,7 milljaröa,
útsvar upp á rúmlega 4,8 mihjarða,
aöstöðugjald upp á 2,5 mihjarða,
eignarskattur upp á rúmlega 1,5
mhljarða og lífeyristryggingagjald
Heildargjöld í Reykjavik í ár eru
22.396.558.631 króna.
upp á 1,5 mhljarða. Þá vekur athygli
að kirkjugarðsgjald er nærri 37 mhlj-
ónir. -pj