Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. 15 Aðlögun okkar að EB Möguleg aðild íslands að Evr- ópubandalaginu er mál málanna um þessar mundir. Margir finna sig knúna til að skrifa um þetta mál í blöðin, og er það til marks um að þeir átta sig á alvöru þess. En menn spyrja sig hvað þeir geti gert í málinu. Er undirritaður engin undantekning þar á. Því vil ég reyna að leggja máhð fyrir í heild eins og ég held að það horfi við frá sjónarmiði hins hjálpfúsa borgara. Fyrsta stig: Vandinn viður- kenndur Kjami málsins er kannski sá að þátttaka í Evrópubandalaginu get- ur leitt til þess að íslendingar verði að deila fiskimiðum sínum með öðrum þjóðum. Greinilegt er að það gæti lagt efnahag okkar í rúst, nema á móti kæmu hagstæð við- skiptakjör innan bandalagsins sem vægju þetta tap upp. Ljóst virðist að þau yrðu að vera mikil til að vega upp tapið. Við kunnum betur að standa vörð um fiskimið okkar en að stunda efnahagspólitík á erlendri grund. Best væri því að halda óbreyttu ástandi því ólíklegt virðist við fyrstu sýn að htið land sem ísland gæti bætt hag sinn á að fara í valda- samflot með stórþjóðum. Betri er fugl í hendi en tveir í skógi. Þó er það svo aö meirihluti fisk- markaðar okkar er í EB-löndum og það gæti komið okkur á kné efnahagslega ef við misstum þá markaði óbætta. Því verður að semja um einhvers konar mála- miðlun við Evrópubandalagið. Hiutverk sérfræðinga og fjölmiðla Þetta er staðan í dag í stuttu máh. Allir virðast sammála um að milliveg verði að finna í samskipt- um við EB. Á núverandi stigi er KjaUarinn sakir upplýsingaskorts heldur kemur það í hlut utanríkisþjón- ustunnar. Einnig hafa sérfræðing- ar í Háskólanum sumir gert gagn- legar úttektir þar um. Fjölmiðlar gætu þó undirbúið framtíðarumræður með því að segja meira frá skoðunum almenn- ings í núverandi EB-löndum á mál- um eins og hagræðingu í land- búnaði og samskiptaörðugleikum þjóða vegna nánara sambýhs. EB-löndum, og þannig þroskað skilning sinn á hvernig er að lifa í EB-landi. Næsta stig: Hlutverk almennings Næsta stig verður þegar hin auknu samskipti við EB eru orðin að veruleika. Ekki mun þurfa að hvetja þá til skilnings og samstarfs á hinum nýja vettvangi sem hafa beinna hagsmuna að gæta, svo sem Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur almenningur ekki í stakk búinn til að koma með tillögur til úrbóta „Þó er það svo að meirihluti fiskmark- aðar okkar er í EB-löndum og það gæti komið okkur á kné efnahagslega ef við misstum þá markaði óbætta.“ Einnig getur almenningur nú rætt um slíkt við ferðamenn frá ... „Við kunnum betur að standa vörð um fiskimiö okkar en að stunda efnahagspólitík á erlendri grund,“ segir greinarhöfundur. - Landhelgisgæslan að störfum. kaupsýslumenn og utanríkisþjón- ustuna. Mikið verk verður hins vegar að vinna við að útvíkka þjóðernisvit- und almenning til að hún taki meira tillit til EB-landa. Sýnist mér að það komi mest í hlut fjölmiðla, með fuhtingi stjórnmálamanna, kennara og áhugamanna. Árétting þjóðernishyggju Næst verður boltinn hjá almenn- ingi. Hann þarf að taka sjálfur þátt í að árétta þjóðernishyggju sína, til að laga hana að breyttum tímum. Við munum trúlega gera meðvit- aðra málræktarátak en áður þekkt- ist, og endurvakning verður á þjóð- lögum okkar og þjóðdönsum, th að undirstrika sérstöðu okkar í aug- um okkar sjálfra, sem og ferða- manna og áhorfenda erlendis. - Kórar, hljómsveitir, myndlist, kvikmyndir og bókmenntir munu einnig fá aukiö auglýsingagildi. Ég held að þannig muni almenn- ingur á skömmum tíma vinna úr þeim vandamálum þjóðemis- hyggju og sjálfsmyndar sem innrás útlends vinnuafls og fyrirtækja leiða til. Kannski jafnvel fyrir alda- mótin 2000. Tryggvi V. Líndal Bréfkorn til Ronalds Kristjánssonar Kæri Ronald. Fyrirgefðu hvað þetta svar hefur dregist, en mér þykir virðingarvert að menn nota það frelsi sem blöðin bjóða og láta þar í ljós álit sitt á málefnum hð- andi tíma. Einhver sagði: í öllum ríkjum hafa menn rétt til að dreyma. Alltof víða nær sá réttur ekki til tjáning- arinnar. Annar sagði: Það er ekki nóg að hafa frelsi, það þarf einnig að kunna að ráðstafa því. Skortur á upplýsingum lætur' undarlega í eyrum okkar á öld ljósvaka og ann- arrar tækni. Því miður gætir hans víða. Eignagleði Jafnvel hér á landi gengur of mörgum illa að átta sig á því sem við öðrum blasir. Shkt sambands- leysi má kallast undarlegt í ekki stærra þjóðfélagi. Stundum tengist þetta ólíkum markmiðum í lífinu. Svo eru líka til menn sem telja sig hafa fundið allan sannleika í einni mauraþúfu. Ég á ekki aðeins við þá sem virð- ast trúa því í einfeldni að „lögmál markaðarins" hafi leyst guð al- máttugan af hólmi. Ég á ekki síður viö þá sem telja frelsi og sjálfstæði fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, efnahagsleg hugtök. Samkvæmt því ritúali eru menn ekki það sem þeir eru, heldur það sem þeir eiga. Af þessu mun sprott- ið nýyrðið eignagleði, sem eignað er þeim merkilega menningar- Kjallariim Jón frá Pálmholti formaður Leigjendasamtakanna stjóra Ragnari í Smára. Ég efast ekki um að Ragnar hafi verið auð- ugur, en viss er ég um að ekki var allur hans auður öðrum sýnileg- um. Þér finnst þetta kannski undarleg byrjun á bréfi og má það rétt vera. En það er margt undarlegt í fleiri hausum en kýrhausnum. Eins og þú veist hafa staðið deilur um hús- næðisstefnuna. Þar hafa einna hæst hrópað gegn nýmælum for- maður Sjálfstæðisflokksins og for- seti Alþýðusambandsins og gengur vart hnífurinn á milh. Forsetinn sýnist vhja að fólkið geti skuldað áfram eins og það hef- ur gert án nýrra valkosta. Formaö- urinn segir að húsnæðiskerfið sé að hrynja, vegna þess að markaðs- kerfi er innleitt í húsnæðisvið- skiptum í staðinn fyrir opinberan sjóð. Það er naumast furða þótt bréfin byrji einkennilega á þvílík- um tímum. Tákn fyrir rétttrúnað Ef einhver þekkir ekki tilefni þessa bréfkorns, má rifja upp að ég las vel skrifaða grein eftir þig í Morgunblaðinu um gjaldþrotamál- in, og gerði við hana nokkrar at- hugasemdir er birtust í DV. Þú sýndir mér þann heiður að svara athugasemdunum. Athugasemdir mínar voru þrjár. Mér þótti vanta í mál þitt þessi at- riði einkum: Kjaraskerðinguna, ríkjandi húsnæðisstefnu og ábyrgðarleysi lánveitenda. Þessi atriði sýnast mér áberandi í gjald- þrptamálum almennings. Ég veit um of mörg dæmi þess að ekki var gengið frá því að endur- greiðsla láns væri tryggð, en lán- taki einn gerður ábyrgur. Mér þótti þú einblína um of á bruðl og sóun fólks. Víst er slíkt til og alltof víða. Virðingarleysi fyrir verðmætum er löstur. Sá átrúnaður hefur líka verið boðaður á íslandi að menn skyldu fórna sér fyrir hús. Það varð þjóð- arsiður að taka lífeyrissjóðinn út fyrirfram og breyta honum í höh. Einbýlishúsið var gert að tákni fyr- ir rétttrúnað. Þetta heitir víst Kenndin kringlótt vömb hjá Guð- bergi Bergssyni, en Dagur Sigurð- arson nefnir það meðvitaða breikk- un á rasskati. Helsta orsök gjaldþrota alþýðu er þó ekki bruðl og sóun. Kjörin bjóða ekki slíkt ráðslag. Ég nefndi sambandsleysi hér áðan, því mér sýnist þú vera einn af mörgum sem ekki hafa áttað sig á þeim breyting- um sem hér hafa orðið síðasta ára- tuginn. Draumurinn um húsið er löngu orðinn að martröð og mar- tröðin að dauða sumstaðar. Og þarf ekki einbýlishús th. Ummæli ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra lýsir ástandinu rétt í grein sem birtist í Morgunblaðinu 5. júlí sl. Þar segir ráðherra orðrétt m.a. „Láglauna- og meðaltekjufólk sem þarf að greiða 30-40 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði á enga möguleika’ á að leggja fé th hhðar til íbúðarkaupa. Margir hafa því þurft að kaupa íbúðir og fá allt lán- að th þeirra kaupa. í sérstökum th- vikum hafa kaupendur verka- mannabústaðaíbúða getað fengið allt íbúðaverðið lánað. Fjöldi þeirra sem hafa þurft á þessum 100% lán- um að halda hefur sífellt aukist, en því miður hefur þetta í fjölmörgum tilvikum ekki dugað th. Mörg hundruö fjölskyldur hér á landi hafa farið iha út úr þessum við- skiptum, sem hefur leitt til gjald- þrota og upplausnar á heimhum.“ Við þetta hef ég engu að bæta. Það er rétt hjá þér að oft er húsa- leiga ekki gefin upp. Leigjendur hafa líka engan hag af slíku. Þeir eru krafðir um skatt af leigufénu .hvort sem er. Það má svo sem kaha það bruðl og sóun að kaupa eða leigja sér íbúð, þótt menn hafi ekki efni á því. En hvað annað átti fólk- ið að gera? Leggjast th svefns á gangstéttunum? Jón frá Pálmholti „Það má svo sem kalla það bruðl og sóun að kaupa eða leigja sér íbúð, þótt menn hafi ekki efni á því. En hvað annað átti fólkið -að gera?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.