Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Bölvun niðurgreiðslna Mikil bölvun er, þegar hiö opinbera greiöir niður verðlag og eykur með því halla á ríkissjóði. Við þekkjum þetta bezt af niðurgreiðslum á búvöruverði. Samkeppni milli vara fer úr skorðum. Ákveðnum vörum er hyglað á kostnað annarra. Fyrst og fremst er það hættulegt að reka ríkissjóð með auknum halla. En þetta var einmitt verið að gera með aðgerðum ríkisstjórnarinnar nýver- ið. Ef við fórum yfir aðgerðirnar, er fyrst að taka, að virðisaukaskattur verður endurgreiddur af viðhalds- vinnu við íbúðarhúsnæði. Þetta á að lækka vísitölu framfærslukostnaðar um 0,4 prósent. Áður var skattur- inn aðeins endurgreiddur af vinnu, sem fór yfir 7 pró- sent af fasteignamati. Þessi skattur hefur innheimzt illa. Að sögn tímaritsins Vísbendingar hefur verið mikið um, að ætlazt sé til þess, að slík viðhaldsvinna sé ekki gefin upp til skatts. Iðnaðarmenn hafa þrýst á um, að skattur- inn yrði felldur niður. Þá verður felldur niður skattur af bókum á íslenzku fyrr en ætlað var. Þessi aðgerð á að lækka framfærslu- vísitölu um 0,2 prósent í september. Vísbending telur, að nú muni bóksalar freistast til að láta innlendar bæk- ur seljast vel og á háu verði. Þá verður hækkun bensín- gjalds frestað, og afnotagjald af síma hækkar ekki að sinni. Fjármálaráðuneytið telur þetta alls lækka fram- færsluvísitölu fyrsta september um 0,8 prósent frá því sem annars hefði verið. Markmiðið er auðvitað að draga úr hækkun vísi- tölunnar umfram svokölluð rauð strik. En sumar þessar aðgerðir eru því marki brenndar, að verið er að greiða ' niður verðlag. Gert er ráð fyrir, að aðgerðirnar kosti ríkissjóð 350 milljónir króna á síðustu flórum mánuðum ársins. Þetta mundi auka hallann á ríkissjóði um 0,3 prósent af framleiðslu þjóðarinnar, þótt vissulega sé óvíst um, hverjar afleiðingarnar verða. Þarna er enn verið að gera sömu mistökin og áður, til dæmis 1986. Þau mistök voru mikil. Reynt er að lækka verðlag með niðurgreiðslum án þess að hugsa um áhrifm á eftir- spurn. Líklegt er, að eftirspurnaráhrifm að vlðbættum auknum ríkishalla muni mjög auka á verðbólgu. Tekið verður út af reikningi í framtíðinni til að lækka verðlag um hríð. Þetta er vitlaus efnahagsstefna. Hið eina, sem komið hefði til greina af viti, hefði verið að mæta minni tekjum ríkisins með niðurskurði. Umsagnir sérfræðinga um þessar aðgerðir eru yfir- leitt á eina lund. Þótt varasamt sé að hleypa verðlagi fram úr rauðu strikum kjarasamninganna, orkar ekki tvímæhs, að enn varasamara og enn meira verðbólgu- hvetjandi er að auka hallann á ríkissjóði með niður- greiðslum, sem svo má kalla. í fljótu bragði væri unnt að þola sæmilega aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú. En sé grannt skoðað, er ljóst, að staðan er svo viðkvæm, að aukning ríkishallans um 0,3 prósent af framleiðslunni er háskaleg aðgerð. Þá bætist við, að kosningar eru í nánd, sem eykur á eyðslu. Þetta hefur jafnan gerzt á ári fyrir kosningar. Ráð- herrarnir vilja hygla gæðingum sínum, svo að þeir veiti nægan stuðning fyrir kosningarnar. Allt þetta gerist án tillits til þess, hvernig deila háskólamanna fer. En kannski er nú tímabært að spyrja annars. Væri ekki vænlegast fyrir fylgi stjórnarflokka að sýna þjóðinni aðhald og niðurskurð í ríkisrekstri, einmitt það sem þjóðin vill, að gæðingunum frátöldum? Haukur Helgason ,Með stöðugt fleiri uppgötvunum fjölgar álitamálunum og hugsanleg tilkoma æskuhormónsins gæti orðið eitt if þeim,“ segir meðal annars í greininni. Efnaðir líkamar og eilvf æska Gerum ráð fyrir að vísindamenn þróuðu hormón sem hægði veru- iega á eða stöðvaði öldrun karl- manna. Hormónið viðhéldi vöðva- massa karlmanna, drægi úr fitu- myndun og gerði húðina unglegri. Gerum ráð fyrir því að aukaverk- anir væru óverulegar. Gerum enn- fremur ráð fyrir því að hormónið væri mjög dýrt. Sex mánaða meðferð, sem dygði í tvo til þrjú ár, kostaði röska miUj- ón. Gleymum því að læknar í Minnesota í Bandaríkjunum hafa í dag (5. júlí) kynnt uppgötvun sína á vaxtarhormóni og verkun þess sem er mjög í samræmi við ofan- greint. Með hjálp vaxtarhormóns Tökum fyrst fram að slíkt vaxtar- hormón kæmi ýmsum vel. Það mætti nota til að styrkja menn áður en þeir færu í uppskurð og hjálpa þeim að ná sér. Það mætti einnig nota ef líkaminn hætti óvenju- snemma að framleiða sitt eigið vaxtarhormón. Það mætti ef til vill nota til að hjálpa þeim sem þjást af vöðvarýmun og svo framvegis. Hugsum okkur að íslensk sjúkra- samlög myndu samþykkja að greiða meðferð þeirra sem þyrftu á hormóninu að halda vegna sjúk- dóma eða ef líkaminn hætti óvenju- snemma að framleiða vaxtarhorm- ón, þjáðust sannanlega y.egna rým- unar og væru ekki orðnir 70 ára að aldri. Sjúkrasamlög myndu þó ekki kosta nema eina meöferð. Þeir þjáðu myndu um tveggja til þriggja ára skeiö jafnvel verða spengilegri en jafnaldramir. Að öðm leyti myndi eftirfarandi sennilega gerast: Þeir sem gætu önglað saman milljón á tveggja til þriggja ára ffesti fæm reglulega í meðferð og héldu unglegu útliti sínu tíu til tuttugu ámm lengur en ella. Su tíö væri liöin að sumir KjaUariim væm aðeins ríkir og aörir fátækir. Nú væru sumir ríkir og unglegir, aðrir fátækir og aldraðir í sjón og raun. Karlkynsheildsalar, útgerð- armenn og ýmsar turnspírur lýð- veldisins af karlkyni myndu nú ná tökum á ellinni. Heildsalaarmur- inn í stjórnmálaflokkunum yrði allt í einu miklu spengilegri en verkalýðsarmurinn. Lítt efnaðir æskusæknir menn missa húsin sín upp í hormónið. Mannleg og eðlileg þrá Með flestum þjóðum er munur- inn milli ríkra og fátækra gífurleg- ur. Nú þegar hefur það áhrif á öldr- un. Hinir efnuðu þurfa ekki að strita og hafa efni á því að horða næringarríkan og hollan mat, Víðast hvar í veröldinni fyrir ut- an Evrópu og Kanada hefur efna- hagur mikil áhrif á það hvort hægt er að fá nauðsynlega læknisþjón- ustu. En æskulyf, sem ekki yrði á allra færi, gerði þennan mun þá fyrst þjáningarfullan fyrir þá sem hefðu aðra hæflleika og önnur markmið en að raka saman pening- imi og/eöa öðlast völd því að hvað sem hver segir þá er það mannleg og eðlileg þrá að fá að halda kröft- um sínum sem lengst, hvort sem vani manns er sá einn að jórtra í vellíðan að hætti Epicurusar eða að láta eitthvað gott af sér leiða. tilkoma æskuhormónsins gæti orð- iö eitt af þeim. Ekkert virðist at- hugavert við þetta hormón ef það er notað til þess aö leiðrétta það sem farið hefur úrskeiðis í eðlilegu ferli manneskjunnar frá vöggu til grafar. - Álitamál er hins vegar hvort rétt er að nota hormónalyf til þess að hægja á eðlilegri hröm- un efnaðs líkama. En hver getur komið í veg fyrir slikt? Aðeins alræðisþjóðfélag, þar sem ríkið hefði yflrumsjón með vís- indarannsóknum og gjörðum fólks, gæti gert það. í slíku þjóðfélagi, og það hefur sagan kennt okkur, yrðu valdamiklir flokksmenn þeir einu sem fengju undanþágu. Baldur Kristjánsson Sr. Baldur Kristjánsson Ekkert athugavert Með stöðugt fleiri uppgötvunum fjölgar álitamálunum og hugsanleg „Álitamál er hins vegar hvort rétt er að nota hormónalyf til þess að hægja á eðlilegri hrörnun efnaðs líkama.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.