Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLf 1990. 25 DV Ólyginn sagði... Meg Ryan leikkona hefur ráöiö til sín örygg- isverði sem gæta hennar allan sólarhringinn. Meg er hrædd við uppáþrengjandi og árásargjama aðdáendur. Margir leikarar hafa orðið fyrir því að vera ofsóttir og ofsóknimar hafa jafnvel gengið svo langt að leikarar hafa látið lífið. Verðimir víkja ekki frá Meg allan sólarhringinn hvert sem hún fer. Þeir fylgja henni jafnvel í versl- anir og heimsóknir. Paul Hogan vonast til að ljúka tökum á mynd- inni Næstum því engill sem fyrst. Paul vlU komast í brúðkaup með konu sinni, Lindu Kozlowski. Þau hjónin hafa hugsað sér að fara til lítillar eyju norður af Ástralíu. Bæði hafa þau gaman af útiveru og vilja eyða fríinu sem mest ut- andyra. Paul var áður giftur Nolene í þrjátíu ár og eiga þau saman fimm böm. Nolene segist enn elska Pál mjög mikið og á erfitt með að sætta sig við skilnaðinn. Paui og Linda kynntust er þau léku saman í kvikmyndinni um Krókódíla-Dundee. Eddie Murphy eignaðist nýja vinkonu í London fyrir skömmu. Er hann var staddur í nætm'klúbbi sá hann undurfagra stúlku, Tamöru Garcia, sem hann vildi endilega kynnast frekar. Tamara er aðeins nítján ára gömul og er söngkona. Eddie sá hana dansa við kæras- tann en það stoppaði Eddie ekki. Hann bauð dömunni að koma með á hótel sitt sem hún og þáði. Eddie lét ekki þar við sitja heldur bauð Tamöru að koma til Los Angeles. Hún tók ekki vel í það í fyrstu en þá bauðst hann til að borga farið fyrir hana og systur hennar. Gamla vini Tamöra finnst þetta ekki eins sniðugt. Hann segist hafa verið auðmýktur og skildur eftir í támm. „Eg þarf að horfa upp á Tamöm í fangi Eddie og get ekkert gert þótt ég elski hana ennþá. Eddie hafði vinninginn." Leikarinn Tom Cruise: Á toppnum á unga aldri Sviðsljós Cruise þykir mikill súkkulaðidreng- ur, um það eru ilestir sammála. Margir fylgjast með velgengni leik- arans Tom Cruise svo og einkalífi hans. Nýjasta mynd hans heitir Days of Thunder. Þar leikur hann kapp- aksturshetju en hugmyndina aö handritinu átti hann sjálfur. Eitt af fyrstu hlutverkum Toms í kvikmynd v£ir í Endless love. Það var árið 1981 en Brooke Shields fór með aðalhlutverkið. Hlutverk Toms var lítið - en nóg til að hann fékk stærra næst. Síðan hefur hann leikið í nokkr- mn myndum og gengið mjög vel. Góður drengur Fyrir leik sinn í myndinni Fæddur fiórða júlí hlaut Tom óskarsverð- laun. í þeirri mynd sýndi hann og sannaði að hann er meira en sætur strákur sem notar útlitið sér til fram- dráttar. Þeir sem þekkja Tom persónulega bera honum flestir vel söguna og ekki skemmir útlitið fyrir. Valeria Golino, sem lék á móti honum í myndinni Regnmanninum, segir þetta um Tom: „Hann er sterkur maður og gáfaður. Hans mesta að- dráttarafl em augun; ekki htur þeirra heldur augnaráðið sjálft, þau em svo lifandi." Foreldrar Toms skildu þegar hann var ellefu ára gamall. Hann ólst upp hjá móður sinni og þremur systrum. Hann náði aldrei að festa almenni- lega rætur á einum stað því að fiöl- skyldan flutti oft. Faðir hans var raf- magnsverkfræðingur en móðir hans kennari. í dag er samband Toms og móður hans mjög náið. Tom bauð henni með til óskarsverðlaunaaf- hendingarinnar og undruðust það margir. Tom ætlaði að verða prestur en þegar hann var fiórtán ára datt sú hugmynd upp fyrir. Þegar hann var að ljúka við grunnskólann hafði hann fundið út hvað hann langaöi að verða; leikari. Ótrúleg velgengni Árið 1980 hóf Cruise feril sinn sem leikari. Hann ákvaö að gefa sjálfum sér tíu ár til að hasla sér völl. Reynd- in varð sú að hann þurfti engin tíu ár til að verða nafn í kvikmynda- heiminum. Tom hefur leikiö í mörg- um myndum sem margar hveijar hafa slegið í gegn á þessum tíu árum. Hann var nýlega spurður hvað hann ætlaði sér nú þegar þessi tíu ár væra liðin. Tom kvaðst ekki hafa neinar áætlanir um að draga sig í hlé á toppnum, hann væri rétt að byrja. Flestir em sammála um að leikar- inn ungi lifir hratt. Tom er aðeins tuttugu og átta ára gamall og hefur þegar leikið í mörgum stórmyndum. Hann þykir hafa staðið sig vel en velgengnina þakkar hann mikilli vinnu og „smáheppni" eins og hann orðar það sjálfur. Tom tekur starf sitt alvarlega. Fyr- Bilar eru áhugamál Cruise - jafnvel þótt það séu leikfangabílar. í myndinni Days of Thunder leikur hann einmitt kappaksturshetju. ir tökur á myndinni Color of Money æfði hann billiard í sjö vikur. Þegar taka átti Fæddur fiórða júlí vildi hann kynnast því af eigin raun hvemig það væri að vera í hjólastól og eyddi nokkrum dögum sem lam- aður væri. Tom kynntist lika kapp- akstri af eigin raun fyrir nýjustu myndina, Days of Thunder. Trygglyndur Astarmál Cruise hafa verið mikið til umræðu líkt og einkamál annarra kvikmyndaleikara. í sambandi við nafn hans hafa margar konur verið nefndar svo sem Cher, Mehssa Gil- bert og Patti Scialfa. En þeir sem best til þekkja segja að aöeins þijár konur hafi veriö í lífi Toms. Rebecca De Momay var fyrsta ást- in í lífi Cruise. Þau vom saman í eitt og hálft ár en þá hitti Tom Mimi Rogers. Þau giftu sig árið 1987 en slitu samvistum seint á síðasta ári. Stóra ástin í lífi Toms þessa dagana er Nic- le Kidman. Hún er áströlsk og lék á móti Tom í nýju myndinni Days of Thunder. Enda þótt sviðsljósið hafi mikið beinst aö Tom þykir hann hafa stað- ið álagið vel af sér. Hann heldur sínu striki og lætur frægðina ekki stíga sér til höfuðs - hvað svo sem síðar verður. Roseanne Barr á fundi með fréttamönnum eftir „þjóðarskömmina". Með henni er eiginmaður hennar, Tom Arnold, sem reyndi að verja þá bústnu. Roseanne er þjóðarskömm - sjónvarpsstjaman bústna greip um klofíð „Mér var ekki borgaö fyrir að syngja þjóðsönginn,“ sagði leikkon- an þekkta, Roseanne Barr, við fiöl- miðla eftir að hafa stórhneykslað 25 þúsund áhorfendur fyrir helgi með því að syngja þjóðsönginn ramm- falskt á San Diego-homaboltaleik- vanginum í síðustu viku. Roseanne bætti svo um betur og gerði allt vitlaust er hún greip um klof sér þegar áhorfendur bauluðu á hana vegna söngsins. Meðal gesta var George Bush Bandaríkjaforseti og sagði hann við fréttamenn að hann tæki undir með áhorfendunum sem púuðu á þá bústnu. Óperusöngvarinn Robert Merrill, sem oft fær það hlutverk að syngja þjóðsönginn fyrir leiki á New York Yankee-leikvanginum, sagði: „Þetta var þjóðarskömm sem jafnast á viö að brenna þjóðfánann." Tom Amold, eiginmaður Rose- anne, var með afsökun á reiðum höndum: „Flestir geta ekki sungið þjóðsönginn. Roseanne er bara ein af þeim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.