Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990.
17
Iþróttir
Amór hefur
skipt
Arnór Guðjohnsen löglegur með Val gegn KR og Fram
&
Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður hefur
lagt inn félagaskipti hjá Knattspyrnusam-
handi íslands þar sem hann tilkynnir félaga-
skipti úr Anderlecht yfír í Val. Arnór hefur
■
æft með Val frá því hann kom til landsins frá Belgíu
og hefur reyndar æft áður með Valsmönnum þegar
hann hefur dvahð hér á landi. Arnór verður löglegur
með Val í lok ágúst og mun því væntanlega ná að
leika með Val í tveimur síðustu umferðum Islands-
mótsins, gegn KR á KR-velli og Fram í Laugardal.
igaskipti yfir í Val og verður löglegur með Val
Það að Arnór skuli hafa tilkynnt
félagaskipti yfir í félag á íslandi
kemur mjög á óvart en ekki er enn
séð fyrir endann á því hvort hann
leikur yfirleitt með Val í sumar.
Eftir á að koma í ljós hverjum aug-
rnn forráðamenn Anderlecht líta
félagaskiptin en framkoma forr-
áðamana belgíska liðsins í garð
Arnórs hefur ekki verið til fyrir-
myndar undanfarnar vikur.
Með félagaskiptunum má telja
líklegt að Arnór skjóti forráða-
mönnum Anderlecht skelk í bringu
en samningur Amórs viö And-
erlecht er runninn út. Ekki er ólíkl-
ergt að þeir bregðist hart við og
knattspymusérfræðingar, sem DV
ræddi við í gærkvöldi, töldu líklegt
að Anderlecht myndi koma í veg
fyrir að Amór léki með Valsmönn-
um í sumar og reyndu að íá eitt-
hvað fyrir sinn snúð. Verður fróð-
legt að fylgjast með viðbrögðum
forráðamanna Anderlecht við fé-
lagaskiptunum.
Valsmenn eru að
vonum mjög kátir
„Arnór er aö sjálfsögðu velkominn
í okkar raðir sem æfingafélagi og
vonandi sem leikmaður. Félaga-
skiptin munu örugglega hreyfa við
ýmsum mönnum erlendis. Jafnvel
má telja líklegt að Anderlecht setji
honum stólinn fyrir dyrnar en
ef ekki þá sitjum viö Valsmenn
einfaldlega uppi með snjallan
knattspyrnumann og enn sterkara
hð en áður,“ sagöi Hilmir Elísson,
stjómarmaður í knattspyrnudeild
Vals, í samtah viö DV í gærkvöldi.
-SK
K-IPEPSIDEILDIN
I KVÖLD KL. 20.
SíglufjarðarvöIIur
KS - Víðír
Gríndavík urvöllur
Grindavík - UBK
ÍR-völlur ( 1. heímale íku ir ÍR á grasí) .
ÍR Tíndastóll
Ólafsfjarðarvöl Iur
..
V f ' Tj
Leíftur - Fylkír
K-IPEPSIDEUDIN
ONE CAlOHIt