Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990.
íþróttir
Júgóslavar báru sigur
úr býtum í körfuknatt-
leikskeppni friðarleik-
anna þegar iið beirra
vann lið Bandaríkjanna í úrsiita-
leik, 85-79. Júgóslavar gátu ekki
stillt upp sínu sterkasta Uði í úr-
slitaleiknum og því stóð hið unga
og efnilega lið Bandaríkjamanna
i Júgósiövum allan leikinn, vel
stutt af 13 þúsund áhorfendum.
Risínn Kukoc, 2,07 raetrar á hæð,
lék mjög vel fyrir Júgóslava og
skoraði 17 stig auk þess sem hann
átti margar stoðsendingar. Jurij
Zdovc var stigahæstur i liði Júgó-
slava með 21 stig. í liði Bandaríkj-
anna bar mest á Bily Owens og
skoraði hann 23 stig og tók 10 frá-
köst en samherjar hans í liðinu
fóru illa með mörg skot og sagði
þjálfari liðsins, Mike Krzyzewski,
að ef liðið hefði nýtt færi sín bet-
ur í leiknum hefðu úrslitin orðiö
örraur. Heimsmeistarakepprún i
körfuknattleik hefst í Argentínu
í næsta mánuði og sagði þjálfari
júgóslavneska landsliðsins að lið
sitt yrði þá mun sterkara með þá
Drazen Petrovic og Vlade Divac
innanborðs en þeir leika báðir í
NBA-deúdinni í Bandaríkjunum.
Heil umferðí
2. deild í kvöld
í kvöld fer fram heil
unxferð i 2, deild karla
á íslandsmótinu i
knattspyrnu. Siglfxrð-
ingar fá þá hð Víðis í heimsókn,
Grindavík og Breiöablik leika í
Grindavik, ÍR-ingar taka á móti
Tindastól, Keflavík og Selfoss
leika í Keflavík og Fylkismenn
ffjúga norður yfir heiðar og leika
gegn Leiftursmönnum á Ólafs-
fxrði. Allir ieikirnir hefjast kl. 20.
• í 4. deild léku Víkingur Öl. og
Víkvexji í Ólafsvík á laugardag-
inn og sigraði Vikverji, 1-2, og er
líðið komið á topp B-riöils fjóröu
deildar.
Ný sovésk
fimleikastjarna
Sovétríkin lxafa eignast enn eina
fimleikastjörnuna í kvenna-
flokki. Hin 16 ára gamia Natalia
Kaiinina, frá Úkraníu, sigraöi
ianda sinn og heimsmeistara í
fimleikum kvenna, Svetlönu Bog-
inskayu, í æfmgum á jafnvæg-
isslá og í gólfæfingum á friðar-
ieikunum, þar sem hún fékk 10 í
einkunn og var þaö í eina skiptið
í fimleikakeppniimi sem ein-
kunnin 10 var gefln. Kalinina lét
sér ekki nægja að vinna til þess-
ara tvennra gull verðlauna heldur
hafnaðí hún í öðru sæti í stökki
á hesti og í æfmgum á tvíslá.
Þjálfari Moss
látinn hætta
Þjálfara norska 1.
deiidar liðsins Moss,
Anders Fægri, hefur
verið sagt upp störfum
þjá félaginu. Einar Jan Aas, fyrr-
um leikmaður með Moss, Bayern
Míinchen í Vestur-Þýskalandi og
Nottingham Forest mun taka við
þjálfarastöðunni en ástæður upp-
sagnar Fægri eru lélegt gengi
liösins á keppnistímabilinu en
félagið er í næstneðsta sæti deild-
arhxnar.
Khidiatulin fékk
ekki samning
Sovéski landsliðsmað-
urinn í knattspymu,
Vaguid Khidiatulin,
senx lék með franska
felaginu Totdouse, er genginn til
liðs við sitt gamla félag, Sparta
Moskva í Sovétríkjunum. Forr-
áðamenn franska liösins vildu
ekki framlengja samninginn við
Khidiatulin sem lék alla leiki so-
véska landsliðsins í heimsmeist-
arakeppninni á Ítalíu.
Ótrúleg heppni
með Eyjamönnum
Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyii:
„Það er ekki hægt að segja annað
en að ótrúleg óhepprn elti okkur.
Þennan leik áttum við allan en við
skoruðum ekki þrátt fyrir tækifærin
og það eru jú mörkin sem telja,“
sagði Sigurður Arnórsson, formaður
Knattspyrnudeildar Þórs, eftir að
ÍBV hafði sigrað Þór, 0-1, á Akureyri
í gærkvöldi.
Heppni Eyjamanna þessa dagana
er hreint ótrúleg og þeir raða inn
stigunum. Ekki sýndu þeir þó burð-
uga knattspymu í gærkvöldi, virtust
koma norður til að freista þess að ná
í 1 stig en fengu þau þrjú með marki
úr eina tækifæri sínu í leiknum. Það
var á 62. mínútu. Tómas Ingi Tómas-
son komst þá inn fyrir vörnina og
renndi boltanum framhjá Friðrik í
markinu sem kom út á móti.
Adolf Óskarsson, markvörður ÍBV,
var hetja liðsins og gerði aiit rétt í
leiknum. Kórónan á glæsimark-
vörslu hans var þó á 89. mín. er hann
varði í horn þrumuskot Sigurðar
Lárussonar af stuttu færi, og Eyja-
menn geta þakkaö Adolf, lukkudís-
unum og óvenjulegri óhepprn Þórs-
ara fyrir stigin þrjú í gærkvöldi.
Staða Þórs versnar enn og margir
eru nú farnir að hallast að því að hð-
ið muni ekki bjarga sér. Það er þó
of snemmt að segja til um það, en ef
það á að takast verður liðið að nýta
marktækifærin sem bjóðast.
Bestu menn Þórs í þessum leik
voru Þorsteinn Jónsson og Júlíus
Tryggvason. Þá var Bjariú Svein-
björnsson frískur og sömideiðis
Hlynur Birgisson, en Bjarrn fær alls
ekki nóg úr að moða frammi.
Adolf var sem fyrr sagði yfirburða-
maður í slöku liði ÍBV.
Dómari var Óli Ólsen og var oft
langt í burtu frá þeim staö þar sem
hlutimir voru að gerast. Hann gaf
nokkur gul spjöld og Jóni Braga Am-
arssyni, fyrirliða ÍBV, rautt spjald.
• Tómas Ingi Tómasson gerði sig-
urmark Eyjamanna.
• Arnór Guðjohnsen hefur tilkynnt féla
i lok ágúst
Hálfdán bestur Einherja
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
Hálfdán Karlsson, GR, sigraði í
Einherjakeppninni í golfi sem fram
fór á Akureyri í gær, en það er keppni
þeirra kylfmga sem hafa farið holu
í höggi.
Leikið var með „stableford“ fyrir-
komulagi og hlaut Hálfdán 37
- og hola í höggi á HúsavíkurveUi í gær
punkta. Júiius Haraldsson, GA, fékk
36 og þeir Úlfar Jónsson, GK, Björn
Knútsson, GK, og Gunnar Jakobs-
son, GA, fengu 35 punkta. Úlfar Jóns-
son íslandsmeistari lék stórgott golf
í gær, var á pari vallarins, 71, og
dæmdi þó á sig tvö vítishögg sjálfur
fyrir að vera með of mörg áhöld í
pokanum sínum.
Draumahögg
á Húsavík
Kristinn Lúðvíksson í Goifklúbbi
Húsavíkur fór holu í höggi á vellin-
um á Húsavík um helgina.
Draumahöggið kom á 3. holu, en
Kristinn hefur leikið þennan leik
áður, þá á 5. holu vallarins þar.
Kaup og sölur í enska.boltanum:
Stóru liðin kaupa lítið
- frekar rólegt á sölumarkaönum þegar aðeins 3 vikur eru í mót
Eftir tæpar þrjár vikur fer boltinn
að rúlla á nýjan leik í ensku knatt-
spyrnunni. Fyrsti leikurinn þar í
landi er viðureign Liverpool og Man.
Utd á Wembley-leikvanginum í
Lundúnum þar sem leikið verður um
góðgerðarskjöldinn svonefnda. Leik-
urinn fer fram þann 19. ágúst en þessi
keppni (deildarmeistarar gegn bikar-
meisturum) var sett á laggimar árið
1908 og þá sigraði einmitt Man. Utd.
Liðin sem leika um góðgerðarskjöld-
inn þetta árið hafa nokkrum sinnum
áður mæst í þessari keppni og Li-
verpool er enn án sigurs í þeim við-
ureignum.
Viku síðar hefst svo sjálf deildar-
keppnin með leikjum í öllum deildun-
um fjórum. Af þvi tilefni er rétt að
athuga helstu breytingar á liðum 1.
deildar en töluverða athygli vekur aö
tiltölulega lítið hefur verið um að vera
í leikmannakaupum og stóra liðin
hafa eytt frekar litlu fjármagni í nýja
leikmenn. Þó er rétt að hafa í huga
John Humphrey var seldur frá
Charlton til Palace.
að enn eru þrjár vikur í að keppnis-
tímabiliö hefjist og sjálfsagt eiga ein-
hverjir leikmenn eftir að ganga kaup-
um og sölum áður en yfir lýkur.
George Graham búinn að
opna veskið
Meistaramir frá Liverpool mæta
til leiks með óbreytt lið frá síðasta
keppnistímabili. Eina breytingin er
sú að samkomulag hefur náðst við
belgíska félagið Standard Liege um
kaupverðið á ísraelsmanninum
Ronnie Rosenthal sem lék með Li-
verpool í lok síðasta keppnistímabils.
Liverpool greiðir 1,1 núlljón punda
fyrir leikmanninn sem hækkaði ört
í verði með mörkum sínum í apríl
og maí sl. Nágrannarnir í Everton
hafa fengið tii liðs við sig einn leik-
mann. Andy Hinchcliffe kom frá
Man. City og fyrir hann voru borguð
600 þús. pund og að auki fór Neil
Pointon tíl Man. City.
George Graham, sem lengst af hef-
ur verið afar spar á fjárútlát, hefur
keypt tvo leikmenn til Arsenal; vara-
markvörð enska landsliðsins, David
Seaman, frá QPR fyrir 1,3 miiljónir
punda og varnarmanninn Andy Lin-
ighan frá Norwich fyrir 1,25 milljón-
ir. En Graham hefur einnig selt þrjá
leikmenn; markvörðinn John Lukic
til Leeds fyrir 1 milljón punda, Mart-
in Hayes fór til Celtic í Skotlandi fyr-
ir 650. þús pund og Kevin Richardson
er kominn til Real Sociedad á Spáni
fyrir 750 þús. pund. Erkifjendurnir í
Tottenham hafa verið öllu rólegri.
Aðeins einn nýr leikmaður er kom-
inn á White Hart Lane; Terry Vena-
bles borgaði 50 þús. pund fyrir John
Hendry frá Dundee. í Lundúnum er
það þó Chelsea sem hefur vinninginn
í eyðsluseminni. Tveir nýir leikmenn
eru komnir á Brúna fyrir nálægt
þijár milljónir punda. Andy Tow-
nsend kostaði 1,2 frá Norwich og
Dennis Wise kostaði 1,6 frá Wimble-
don.
Crystal Palace hefur keypt tvo leik-
menn; Glyn Hodges frá Watford fyrir
410 þús. pund og fyrirliða Charlton,
John Humphrey, fyrir 450 þús. pund.
Eini nýi maðurinn á Loftus Road er
tékkneski landshðsmaðurinn Jan
Stejskal en QPR borgaði Sparta Prag
600 þús. pund fyrir leikmanninn sem
fær það hlutverk að leysa David Sea-
man af hólmi. Wimbledon hefur
einnig keypt einn leikmann; hann
heitir Warren Barton og kemur frá
Maidstone fyrir 300 þús. pund. Sömu
sögu er að segja af Southampton.
John Devine kom til Southampton
frá Glentoran fyrir 300 þús. pund.
Norwich hefur keypt Paul Blades frá
Derby fyrir verð sem verður ákveðið
af sérstakri nefnd og einnig varnar-
manninn Colin Woodthorpe frá
Chester.
Litlar breytingar hjá Man. Utd
Bikarmeistarar Man. Utd hafa ver-
ið óvenju daufir í sumar; aðeins tveir
leikmenn keyptir og það þykir ekki
mikið á þeim bæ. Bakvörðurinn Den-
is Irwin kom frá Oldham fyrir 625
þús. pund og Neil Whitworth frá
Wigan fyrir einhverja skiptimynt, að
ógleymdum Les Sealey sem fékk
fastan samning í kjölfar góðrar
frammistöðu í bikarúrslitaleiknum í
vor. Howard Kendall, „hinum megin
götunnar", hefur keypt tvo leik-
menn; Neil Pointon, eins og kom
fram áður, og markvörðinn Tony
Coton frá Watford fyrir eina milljón
punda. Þar með er ljóst að dagar
Andy Dibble hjá félaginu eru taldir.
Nottingham Forest hefur farið spar-
lega með peningana í sumar. Brian
Clough snaraði heilum 10 þús. pund-
um á borðið og keypti Roy nokkurn
Keane frá Cobh Ramblers!
Það félag sem ber höfuð og herðar
yfir önnur í leikmannakaupum er án
efa Leeds United. Á síðasta keppnis-
tímabili voru keyptir nokkrir leik-
menn og Howard Wilkinson hefur
haldið upptekinni venju í sumar.
Markvörðurinn John Lukic sneri á
heimaslóðir á ný. Chris Whyte kom
frá WBA og Gary McAIlister frá Leic-
ester en verð tveggja síðasttöldu leik-
mannanna verður ákveðið af sér-
stakri nefnd. Auk þess hefur Tony
O’Dowd gengið til liðs við Leeds fyrir
25 þús. pund. Hinir nýliðamir, Sund-
erland og Sheff. Utd, hafa einnig
keypt leikmenn. Jamie Hoyland frá
Bury og Paul Beesley frá Leyton
Orient fóru til Sheffield fyrir 550 þús.
pund samanlagt. Sunderland hefur
fengjð þijá nýja leikmenn; Peter Da-
venport frá Middlesbro (kaupverð
óvíst), Kevin Bali frá Portsmouth
fyrir 350 þús. pund og Brian Mitchell
frá Bradford fyrir 200 þús. pund.
Gary McAllister leikur með Leeds
United á næsta keppnistimabili.