Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1990, Side 24
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JTJLÍ 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Sumarbústaöir Seljum norsk heilsárshús, stærðir 24-102 fm. Verð frá kr. 1.280.000. Sýn- ingarhús, myndir og teikningar fyrir- liggjandi. Húsin eru samþykkt af Rannsóknast. byggingariðn. R.C. & Co hf„ s. 91-670470 og fax 91-670474. ■ Bflar til sölu Einstakt tækifæri. Þetta hús er til sölu. í því er svefnpláss fyrir 4 fullorðna og 2 böm, ísskápur, gaseldavél með 4 hellum og ofni, rennandi heitt og kalt 9* vatn, tvöfaldur eldhúsvaskur, sturta, wc, handlaug, kynding með thermo- stati, gott skápapláss, allt í topp- standi, nýyfirfarið. S. 82120 frá kl. 9-15,670333 kl. 16-19,675450 e.kl. 20. Volvo 740 GL '87, ekinn 55.000, dráttar- krókur, spoilerar allan hringinn, sportfelgur og ýmsir aðrir aukahlutir, súpereintak, skipti ath. á ódýrari. Uppl. í símum 92-68285 og 92-68282. Elnn með öllu. AMC Honco J-10 pickup. Laredotýpa, sjálfskiptur, vökvastýri, 360 vél, 4ra hólfa blönd- ungur, flækjur, heitur ás, Crane undirlyftur, 205 millikassi, Dana 44 að framan, AMC að aftan, drifhlutfall 5:13, no spin í báðum, 4 130 W kast- arar, 108 ampera altemator, einnig lagt fyrir fleiri aukaljósum, 40 rása CB talstöð, loftdæla, rafm. í rúðum, centrallæsingar, cruisecontrol, 40" mudderar. Uppl. í s. 82120 frá kl. 9-15, * 670333 kl. 16-19 og s. 675450 e.kl. 20. OLYMPUS Myndavélar Frábær gæði VÖNDUÐ VERSLUN Chevrolet van, árg. ’79, húsbíll til sölu. Uppl. gefur bílasala Toyota umboðs- ins, sími 91-44733. Mercedes Benz 207, disll, árg. '81. Klæddur, með gluggum og vönduðum sætum, hentugur bíll sem skólabíll, sendibíll eða húsbíll. Já, hann er fjöl- hæfur þessi. Til sýnis og sölu hjá Bíla- sölu Matthíasar v/Miklatorg, símar 24540 og 19079 þar sem bílafjöldin er. M. Benz 250 ’72, með góðri 6 cyl. vél, beinskiptur, vökvastýri. Uppl. í síma 91-21464 á virkum dögum frá 9-12 og 13-17. Saab turbo '86 m/öllu til sölu, verð 840 þús., stgr. 650 þús. Gangverð 1.050 þús. Uppl. í síma 91-30565. Toppeintakll BMW 323i, árg. ’82, til sölu, ekinn 98 þús. km,'verð 540 þús. Uppl. í síma 39202 e.kl. 17. Honda CBR1000F hjól, árg. '88, til sölu. Skipti á ódýrara hjóli eða bíl koma til greina. Verður til sýnis í bænum næstu daga. Upplýsingar í síma 9821966 frá kl. 19. Jóhann. Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! SKEIFUNNI5A, SIMI: 91-8 47 88 Meiming Trúhneigðir íslending- ar en ekki kirkjuræknir Nýútkomin bók þeirra Bjöms Björnssonar, prófess- , , ors í siðfræði við guðfræðideild Háskóla Islands, og Pétur Péturssonar, nýskipaðs lektors við félagsvís- indadeild, er dæmi um þá miklu grósku sem er í rann- sóknum viö Háskóla íslands nú um stundir. En jafn- framt er útkoma bókarinnar kirkjusögulegur við- burður, því aldrei áður hefur verið framkvæmd töl- fræðilega marktæk könnun sem nær til allra helstu þátta trúarlífs íslendinga. Gildi bókarinnar felst eink- um í því að mjög ítarlega er lagt út af hinum forvitni- legu niðurstöðum könnunarinnar og leitast við að skýra þær í sem víðustu samhengi. Þeir Björn og Pét- ur hafa áður skrifað greinar saman, og er greinilegt að þeir vinna vel saman. Hafa þeir ótvírætt sýnt að slík samvinna getur ekki síöur verið árangursrík hjá hugvísindamönnum en raunvísindamönnum, en mun sjaldgæfara er að hugvisindamenn skriíi greinar eða bækur saman heldur en raunvisindamenn. Ekki er annað hægt en að dást að hinum miklu af- köstum Péturs Péturssonar. Ekki eru nema tæpir tveir mánuðir liðnir frá því aö hann varði aðra doktorsrit- gerð sína viö háskólann í Lundi þegar þetta merka rit hans og Björns um Trúarlíf íslendinga birtist. í Hagvangskönnuninni svokölluðu (1984), sem fjall- aði um gildismat og mannleg viðhorf íslendinga, vakti það mikla athygh hversu trúhneigðir íslendingar kváðust vera. Sú niðurstaða er staöfest í könnun þeirra Björns og Péturs sem framkvæmd var veturinn 1986-87 og náði til 1000 manna úrtaks. Trúaráhuginn birtist m.a. í því hversu margir létu sér ekki nægja að svara spurningunum 80 með því að krossa við einstaka svar- möguleika heldur notuðu einnig tækifærið og út- skýrðu svönn nánar með eigin orðum þegar boðið var upp á það. íslendingar reynast vera í senn mjög bæn- rækin þjóð og áhugasöm um trúmál. 28% þeirra sem svöruðu sváðust t.d. biðja „Faðir vor“ daglega, tals- vert stór hópur vill meira trúarlegt efni í fjölmiðlum, en sá hópur er á hinn bóginn hverfandi sem telur að þegar sé of mikiö af slíku efni. Sú mikla trú sem könnunin bendir til að íslendingar séu gæddir reynist hins vegar ekki skila sér í mikilli kirkjusókn. Aðeins um 10% aðspurðra sækja kirkju einu sinni eða oftar í mánuði. Konur trúaðri en karlar, samt ekki kvenna- listakonur! í svipuðum útlendum könnunum hefur oft verið sýnt fram á að konur eru trúræknari en karlar. Svo reynist einnig vera hér á landi. Þannig biðja 43% mæðra reglulega bænir með börnum sínum en aðeins 8% feðranna. 89% kvenna töldu guð vera til en 74% karla o.s.frv. Þegar spurt var hvaða aðili hefði haft mest trúarleg áhrif á svarandann kom á daginn að langflestir bentu á móður sína í því sambandi þó jafn- framt kæmi fram að dregið hafi úr áhrifum móðurinn- ar, þ.e. að yngri svarendur nefndu hana ekki eins oft og þeir sem eldri voru. En þrátt fyrir að konur séu mun trúaðri en karlar þá bregður svo við að fylgjend- ur Kvennalistans reynast vera þeir kjósendur sem eiga minnsta samleið með kirkjunni. Kjósendur Kvenna- listans skera sig mjög úr um viðhorf til trúmála, mið- að viö aðrar kynsystur sínar. Höfundamir varpa fram þeirri tilgátu í þessu sambandi að „konur, sem um- hugað er um sérstöðu sína í þjóðfélaginu og vilji bæta misrétti milli kynja á ýmsum sviðum, geri samtímis upp hug sinn um trú og trúarstofnanir og hafni á því sviði hinum hefðbundnu kvennaviðhorfum”. Annars vekur það athygli að lítill munur er á hægri- og vinstri- mönnum í afstööunni til trúmála, þó svo að þjóðkirkj- an virðist eiga hlutfallslega fleiri stuðningsmenn með- al hægri sinnaðs fólks og í miðju en á vinstri vængn- um. Niðurstöðurnar eru trúverðugar, ekki síst þegar svörin við spurningunni um hvaða flokk þátttakend- umir kusu í síðustu kosningum eru borin saman við úrsht í þeim kosningum. Frávikin reyndust ótrúlega lítil. Sérstaða íslendinga í trúmálum íslenska þjóðin hefur algjöra sérstöðu meðal frænd- þjóðanna á Norðurlöndum hvað varðar trú á líf eftir dauðann. Þó ekki sé um það fjallað sérstaklega á einum stað í hverju sérleikur hinnar „íslensku trúar” sé fólg- inn, þá fær lesandinn af ýmsu slíku að heyra. Auk trúarinnar á líf eftir dauðann má nefna hversu stór hluti (39,9%) þjóðarinnar álítur spíritisma og kristna trú geta vel farið saman. Þar eimir enn eftir af áhrifum sr. Haralds Níelssonar (1868-1928) prófessors, eins áhrifamesta prédikara íslensku kirkjunnar á þessari öld. Fleiri íslendingar reynast lesa Passíusálmana heldur en Biblíuna, og bækur um dulræn efni eru mun meira lesnar en Biblían. Útbreidd áheit á kirkjur eru sömuleiðis meðal þess sem er sérstakt fyrir ísland. Um 30% aðspurðra reyndust hafa heitiö á kirkjur, og meðal elstu svarenda var meira en helmingurinn sem hafði heitið á kirkjur. Kannski var ekkert atriði í niö- urstöðum könnunarinnar sem kom mér eins mikið á óvart og þetta. Þama hefði verið spennandi að fá meira að heyra um sögulegar ástæður áheitanna á íslandi, en það er bara eitt dæmið um að rannsókn þessi ætti að virka sem hvati fyrir frekari rannsóknir á trúarlífi íslensku þjóðarinnar. íslendingar reynast einnig hafa sérstöðu gagnvart nágrannaþjóðunum hvaö varðar íslendingar reynast vera í senn mjög bænrækin þjóð og áhugasöm um trúmál. Bókmeimtir Gunnlaugur A. Jónsson viðhorf til kynlífs og fjölskyldumála. íslendingar era fúsir til aö viðurkenna fjölskyldugerðir og sambýlis- hætti þótt ekki sé um hjúskap að ræða og jafnvel ekki óvígða sambúð heldur en frændþjóðimar. Um ástæður þessa fjallaði Björn Björnsson á sínum tima í doktors- ritgerð sinni. Eru íslendingar kristnlr? Niðurstað þessarar könnunar hlýtur að vera sú að íslendingar séu mjög trúaðir. Eðlilegt er að sú spurn- ing vakni í framhaldi af því, hvort íslendingar séu kristnir. Þeir Björn og Pétur glíma við þá spurningu með því að beina athyglinni að nokkrum miðlægum kristnum trúarhugmyndum og afstöðu þátttakenda til þeirra. Sem dæmi má nefna hina sígildu spurningu um hvern menn álíta Jesú vera. Þar skiptust svarend- ur í tvo nokkuð jafnstóra hópa, þá sem játa hann sem son guðs og frelsara, 44,5%, og þá sem kusu að lýsa afstöðu sinni með því að merkja við svarið: Jesús er einn af fremstu trúarbragðaleiðtogum sögunnar, 41%. Varöandi hinar miðlægu kristnu trúarhugmyndir vek- ur það óneitanlega sérstaka athygli hversu fáir játuðu guðstrú sína með því merkja við valkostinn um guð sem skapara. Sem sjálfstætt svar fékk það fylgi innan við 3% svarenda og sem svar ásamt með öðrum fékk það 17% fylgi. Þarna er þá á ferðinni 1. grein hinnar postullegu trúarjátningar. Skýringin er vafalaust sú að skilningur guðfræðinga á hugtökunum sköpun og skapari hefur ekki komist til skila til almennings, sem telur að með því að játa trú á skaparann sé hann aö taka bókstaflega frásögn 1. Mósebókar um sköpun heimsins á sex dögum og að taka hana fram yfir heims- mynd náttúruvísindanna. Telja höfundarnir að þeir hafi - þó með ýmsum fyrir- vöram sé - afmarkað hóp manna sem skilji sig frá öðram með því að tileinka sér kristin trúarsannindi í mun ríkari mæli en aðrir. Þar sé um að ræða 35-J0% svarenda. Hitt undirstrika höfundarnir að um það megi svo endalaust deila hversu „vel“ kristinn þessi hópur sé að eigin áliti eða annarra. En þótt hópurinn sem endurspeglar grundvallaratriði kristinnar trúar- kenningar í svörum sínum sé ekki stærri en þetta þá birtist það ekki í neikvæðri afstöðu til þjóökirkjunn- ar, eins og kannski mætti búast við. Fylgið við aðskiln- að ríkis og kirkju reynist aðeins vera 4%! Er svo að sjá sem fyrir mikinn meirihluta svarenda sé það álíka fjarlægt að segja sig úr þjóðkirkjunni og að segja sig úr þjóðfélaginu. Áhugaverðustu kaflar bókarinnar fannst mér hinir guðfræðilegustu; annars vegar um trúarhugmyndirn- ar, sem áður var vikið að, og hins vegar um trú og siðferði þar sem m.a. er sýnt fram á að gildi trúarinn- ar hvað varðar siðferðilega leiðsögn fer minnkandi eftir þvi sem „innihald” trúarinnar verður sundurleit- ara og margræðnara. í heild er bókin, a.m.k. fyrir áhugamenn um þessi málefni - og þeir virðast skv. þessari könnun vera yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar - skemmtileg aflestrar, og þó ítarlega sé lagt út af spurningunum þá vekur hún enn fleiri spumingar. Hún hlýtur óhjákvæmilega að leiða til núkilla um- ræðna. Hér hefur kirkjan fengið í hendur efnivið, sem hún hefur aldrei haft áður, til aö meta stöðu sína á raunhæfan hátt og að bregðast við því mati með nýjum hætti. Björn Björnsson og Pétur Pétursson Trúarlif íslendinga Ritröö Guöfræöistofnunar. Studia theologica islandica 3 Ritstjóri: Jónas Gíslason Háskóli islands 1990 Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.