Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Útflutningur á ferskum fiski:
Gamall f iskur ekki
góð neysluvara
- segirHalIdórÁsgrímsson
„Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort það verður
bannað að flytja út þorsk sem orðinn
er 13 til 15 daga gamall og karfa sem
orðinn er 14 til 16 daga. Rannsóknir,
sem hafa veriö gerðar á geymsluþoli
þorsks, sýna hins vegar fram á að
nýting hans er best fyrstu dagana en
eftir að hann orðinn 10 daga gamall
minnkar nýtingin mjög,“ segir
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra.
„Það er alveg ljóst í mínum huga
að íiskur, sem orðinn er gamall, er
ekki góð neysluvara og við verðum
að auka gæði þess fisks sem við erum
að flytja út. Það er vitað að ástandið
er ekki nógu gott á sumum fersk-
fiskmörkuðum í Evrópu og sömu-
leiðis liggur ljóst fýrir að Evrópu-
bandalagið mun herða allar reglur
varðandi sölu á ferskum fiski. Við
viljum verða fyrri til og vera búnir
að móta okkar eigin stefnu í gæða-
málum áöur en það gerist. Neytenda-
vemd í Evrópu veröur stöðugt meiri
og það ýtir á eftir okkur að selja ein-
göngu vöra sem stenst alla gæða-
staðla. Ef við vöndum ekki til þeirrar
vöru, sem við erum að flytjá út, getur
það haft slæm áhrif á sölu á íslensk-
um fiski. /
Við höfum fundað með hagsmuna-
aðilum og kynnt þeim greinargerð
um geymsluþol á heilum fiski sem
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
tók saman fyrir sjávarútvegsráðu-
neytið. í næsta mánuði mun svo
verða- tekin ákvörðun um hvort
bannað verður að flytja út fisk sem
orðinn er eldri en 10 til 16 daga gam-
all,“ segir Halldór.
-J.Mar
1234567890:
„Ogleymanlegt augnablik“
„Það vakti einhver athygli á því í
júlí í fyrra að hægt væri aö fá talna-
röðina 0123456789 klukkan 01.23.45,
6. júlí 1989. í framhaldi af því upp-
götvuðum við að hægt var að fá
talnaröðina 1234567890 klukkan
12.34.56, 7. ágúst 1990. Þaö vildi svo
til aö þetta augnablik var einmitt í
miöjum fótboltatíma hjá okkur sem
spilum í KR-heimihnu hvem þriðju-
dag og því ákváðum við að minnast
þess sérstaklega og festa þaö á filmu.
Þetta var bara létt gaman en engu
að síður ógleymanlegt augnablik öll-
um sem voru þarna,“ sagði Leó E.
Löve í samtali við DV.
Talnaraðirnar, sem Leó talar um,
fást með því að tengja klukkuna við
almanakið á fyrrgreindan hátt. Það
sem er sérstakt við þessar talnaraðir
er að þær koma aðeins einu sinni
fyrir á hverri öld. Þannig koma þær
ekki aftur fyrir fyrr en árin 2089 og
2090.
-hlh
12 34.56 7.8
Þessir kappar, sem spila fótbolta í KR-heimilinu í hádeginu á þriðjudögum, ákváðu að festa hið sérstaka augnablik
á filmu. Þeir eru standandi frá vinstri: Gestur Jónsson, Ólafur Schram, Jóhannes Sævarsson, Jón Magnússon
og Ellert B. Schram. Á hækjum frá vinstri: Guðjón Hilmarsson, Sigurður Einarsson, Viðar Már Matthiasson og Leó
E. Löve. DV-mynd JAK
Ameshreppur:
Fyrsta messa
nýjaprestsins
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Séra Jón ísleifsson messaði í
Árneskirkju sl. sunnudag í fyrsta
skipti. Stórmyndarlegur og prest-
legur maður en hggur frekar lágt
rómur. Þetta var sannköhuð há-
tíðarmessa.
Jóhanna Þórhahsdóttir úr
Reykjavík söng einsöng, gömul
ítölsk lög, óð til Maríu meyjar við
mikla hrifningu, og hef ég sjaldan
séð kirkjugesti jafnánægða í
kirkju. Rúnar Óskarsson spilaði
á klarinett, tvitugur phtur, mjög
efnUegur og er ættaður héðan úr
hreppnum. Móðir hans frá Kjör-
vogi.
Séra Jón verður settur í emb-
ætti hér sunnudaginn 19. ágúst
og verða hin ungu prestshjón al-
flutt í Ámesprestakalhð þá. Nú
er verið að mála prestsíbúðina.
Óskandi að séra Jón geti sam-
einað söfnuðinn hér í hreppi,
einnig að hann þjóni hér lengi en
prestar hafa oft toUað stutt - verið
prestslaust hér árum saman eða
síðan séra Þorsteinn Bjömsson
hætti 1942. Hann fór fyrst til Þing-
eyrar en varð síðar prestur Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík.
Egilsstaðir:
Heimilisiðnað-
arsýning
Sigrún Björgvinsd., DV, Egilsstöðum:
Samnorræn heimUisiðnaöar-
sýning var opnuð 24. júh hér á
EgUsstöðum og verður opin tU 10.
ágúst en fer þá til Danmerkur.
Sýningin kom hingað frá Akur-
eyri en áður hafði hún verið í
Svíþjóð, þar sem sýningin var
fyrst sett upp á sl. sumri, Noregi
og Færeyjum.
Sýningin er á vegum heimU-
isiðnaðarfélaga á Norðurlöndum
en það var Norræna félagið á
EgUsstöðum og EgUsstaðabær
sem sáu um uppsetningu hennar
hér. Við opunina sagði EmU
Björnsson, formaður Norræna
félagsins, að þetta væri kærkom-
iö tækifæri til að auka áhuga á
handmennt en að hans áliti væri
of htU áhersla lögð á handiðnir í
framhaldsskólum hér á landi.
Þjóðarsátt forstjóranna
Það er nú meira hvað fólk lætur
plata sig aftur og aftur. Nú er búiö
að hamra á því svo dögum og vik-
um skiptir hvað þjóðarsáttin sé
merkUeg og hvaö það sé mikh lífs-
nauðsyn fyrir allan almenning að
taka þátt í þjóðarsáttinni. Enginn
má skerast úr leik enda skal hann
hundur heita, sá sem ekki vill taka
höndum saman meö öðrum íslend-
ingum um að koma verðbólgunni
fyrir kattarnef. Sóknarkonur og
verkakarlar á eyrinni bugta sig og
beygja fyrir erkibiskups boðskap
og semja um óbreytt laun. Banda-
lag opinberra starfsmanna, Al-
þýðusambandið og Verslunar-
mannafélag Reykjavikur, sem er
félag fyrir undirmálsfólkið í laun-
atöxtunum, hafa haft sérstaka for-
göngu um það í þjóðfélaginu að
halda launum niðri í þágu sjálfs sín
og launþegar upp til hópa eru bún-
ir að sefja sig upp í þá ættjarðarást
aö launahækkun sé af hinu iha.
Launahækkanir eru eiginlega þaö
versta sem fyrir launafólk getur
komið og Alþýöusambandiö hefur
forystu.fyrir þeim kröfugerðarhópi
í þjóðfélaginu sem heimtar bráð-
birgðalög og aðgeröir gagnvart
þeim stéttarfélögum sem leyfa sér
þá ósvinnu að heimta hærri laun.
Það var nú aldeilis uppi fótur og
fit hjá verkalýðshreyfmgunni þeg-
ar þau ótíðindi bárust ríkisstjóm-
inni að vinnuveitendur teldu sig
thknúna að hækka launin ef launin
hækkuðu hjá BHMR. Þaö gekk
maður undir manns hönd til að
komast hjá launahækkun og ráð-
herrarnir, bankastjóramir, verka-
lýðsforystan og vinnuveitenda-
samtökin stóðu sem einn maður að
þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin
varð að grípa til svo forðast mætti
kauphækkun yfir línuna.
Það er sem sé búið að sefja þjóð-
ina upp í allsherjarvöm gegn hvers
konar launahækkunum og þjóðar-
sáttin er mesta kjarabótin sem yfir
íslenskan verkalýð hefur gengið.
Þjóðarsáttin er sú, samkvæmt upp-
lýsingum þessara umboðsmanna
fjöldans, að fjöldinn steinhaldi
kjafti og éti það sem úti frýs.
En meðan þetta fár gengur yfir
meöaljóninn, Dagsbrúnarkarlinn
og Sóknarkonuna, sitja forstjór-
arnir í landinu og hlæja sig mátt-
lausa yfir hvernig þeim hefur tek-
ist að plata sauðsvartan almúgann.
Forstjóramir taka ekki þátt l'þjóð-
arsáttinni og hafa aldrei gert. Enda
kemur þeim engin þjóðarsátt við.
Þeir era fyrir ofan öll lög og allar
sáttargerðir og hafast annað og
betra aö en að láta pakka launum
sínum niður í einhverjar þjóðar-
sáttir.
Samkvæmt upplýsingum DV á
fóstudaginn hafa bestu forstjórarn-
ir rétt rúma milljón i mánaðarlaun
og þeir sem verst era settir hafa
um fimm hundruð þúsundir. Með-
allaunin hjá þessari mikilvægu
stétt eru sex hundruð þúsund krón-
ur. Þau hafa hækkað um 26% á
milli ára og á sama tíma og laun
annarra óbreyttra hafa hækkað
um 9% hækkuðu forstjóralaunin
um 15,4% eða sjötíu og fimm þús-
und krónum betur en hjá öðrum
frá einum mánuði til annars.
Forstjórarnir eru stikkfrí þegar
þjóðin gerir sátt við sjálfa sig um
að hækka ekki launin. Enda gefur
það augaleið að forstjórar eru mátt-
arstólpar og fólkið í landinu á allt
undir því að forstjórarnir geti lifað
mannsæmandi lífi og iiver er þá
að gera rellu út af því þótt launin
þeirra séu rífleg?
Þjóðarsáttir eru bara fyrir al-
menning. Það er um að gera að
halda laununum í landinu niðri og
borga ekki meira en ýtrasta nauð-
syn krefst. Best er auðvitað þegar
hægt er að telja fólkinu trú um það
að öll þjóðin sé samstiga í því að
svelta sig og beija sig th hlýðni, því
þá er meira afgangs handa forstjór-
unum sem hafa að sjálfsögðu ekki
efni á neinum þjóðarsáttum. Muin-
irnir verða að lifa og hafa í sig og
á. Þá dugar ekkert minna en millj-
ón á mánuði.
Þjóðarsáttir koma sér vel fyrir
forstjóra. Það er enginn að abbast
upp á þá né heldur aö gera kröfu
til að sitja að veisluborðinu þeirra.
Þeir geta farið sínu fram á sínum
forstjóralaunum meðan pupullinn
heimtar vatn og brauð og afneitar
öllum launahækkunum fyrir sjálfs
sín hönd. Dagfari hvetur forstjór-
ana til dáða og þakkar þeim drengi-
legt framlag í þágu efnahagslífsins.
Dagfari