Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 5 ÐV Vidtaliö Knattspyrnu- fíkill Nafn: Grétar Þór Friðriksson Aldur: 31 árs Starf: Framkvæmdastjóri fisk- markaðarins i Hafnarfirði. „Ég hef veriö að setja mig inn í þessa hluti hérna í Qskmarkaöin- um, hvemig markaöurínn starf- ar og annaö slíkt. Þetta er þjón- ustufyrirtæki og það þarf alltaf aö vera aö huga að bættri þjón- ustu viö viöskiptavxnina,“ segir Grétar Þór Friöríksson sem fyrir nokkru tók viö stööu fram- kvæmdastjóra fiskmarkaðarins í Hafharfirði. Skemmtilegt á sjónum Grétar er fæddur á Sauðárkróki en hann er ættaður frá Höfða á Höfðaströnd þar sem foreldrar hans búa enn í dag. Áriö 1977, þegar Grétar var átján ára, réð hann sig til sjós á Skafta SK frá Sauðárkróki og var til sjós þang- að til hann varð 22 ára. „Það var skemmtilegt að vera á sjónum á þessum tíma. Þá voru engin höft og engir kvótar. Það var hvetj- andi að vera til sjós og dugandi mönnum var umbunað. Núna er þetta allt öðravisi enda allt ein- hveijum reglum háð.“ Eftir sjómennskuna fór Grétar í Samvinnuskólann á Bifröst og laúk samvinnuskólaprófi þaðan árið 1983. „Þetta var líka afskaplega skemmtilegur timi. Ég var í eldri kantinum í skólanum og haíði ekki verið í skóla síðan 1975. Sökum ald- ursins leit ég skólagönguna allt öðrum augum en áður. Skólinn var engin kvöö heldur eitthvað sem mig langaði til að gera og haföi gaman af. Eftir skólann fór ég norður á Þorlákshöfn og réð mig sem framkvæmdastjóra hjá Útgeröar- félagi N-Þingeyinga. Þar var ég í 6% ár eða alveg þangað til núna um áramótin. Þaö gustaði um mann í þessu starfi enda stóð mikill styr um stofnunina á þess- um tíma og útgerðin gekk svona upp og niður. Mér líkaði ágætlega að vera á Þórshöfn og eignaðist þar marga góöa vini. En þaraa voru miklir erfiðleikar eins og víðar í sjávarplássum.“ Sjávarútvegurinn áhugamál Aðspurður segir Grétar áhuga- mál sín liggja mikið í kringum sjávarútveginn. „Ég fékk snemma áhuga á þeim málum og vil helst ekki starfa við neitt ann- að. Annars kallar konan mig knatt- spymufíkil þar sem ég hef mik- inn áhuga á knattspyrnu, fer á leiki og fylgjst með í sjónvarpinu. Ég æfðl á sínum tíma en nú er ég eiginlega alveg hættur. Ég æfi þó körfubolta á veturna með ein- vala liði Skagfirðinga.“ Grétar segist hlusta töluvert á tónlist. „Ég hlusta á allt mögu- legt. Af íslenskum tónlistar- mönnum standa frændumir Bubbi og Haukur Morthens upp úr. Mér finnst þeir eiga margt sameiginlegt. Svo hef ég garaan af kvikmyndum og fer oft í bíó.“ Grétar Þór er giftur Jóhönnu Ingvarsdóttur frá Húsavík. Þau búa í Kópavogi ásamt syninum, IngvariÞór.semersexára. -BÓl Fréttir Verðum að gæta fyllstu varúðar - seglrFriðrikSigurössonhjáíslandslaxi „Það er alltaf áhyggjefni þegar nýir sjúkdómar koma upp og ég hef ítrekað við mína starfsmenn að þeir eigi ekki að fara í þessa stöð. Menn eiga alltaf að gæta fyllstu varúðar þegar nýir sjúkdómar koma upp,“ sagði EYiðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri íslandslax og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, þegar hann var spurður hvaða áhrif það hefði á starf fiskeldismanna að hér hefði greinst ný baktería sem ylli svokallaðri rauðmunnaveiki. í bréfi frá Áma M. Mathiesen, sett- um yfirdýralækni, kemur fram að 26. júlí síðastliðinn hefði greinst bakter- ían Yersinia ruckerii sem veldur rauðmunnaveiki í laxaseiðum í fisk- eldisstöðinni Strönd í Hvalfirði. Þessi baktería hefur ekki greinst fyrr hér á landi en hefur breiðst mjög hratt út í Evrópu á undanfómum árum. Sjúkdómur þessi getur valdið dauða eldisfiska bæði í fersku og söltu vatni en er skæðastur í seiðum öldum við hitastig á bilinu 10 til 18 gráður á celsíus. Bóluefni hefur verið þróað gegn rauðmunnaveiki og gefur það nokk- uð góða raun svo að yfirdýralæknir telur aö til lengri tíma verði ekki um stóran skaða að ræða á landsvísu. Fiskeldismenn, sem rætt var við, sögðu að þeir hefðu vissulega áhyggj- ur af þessari þróun sem mætti lesa út í komu þessa nýja sjúkdóms en benda þó á að sem betur fer sé ís- lenskt fiskeldi laust við vírussjúk- dóma. „Sem betur fer hefur ekki verið hægt að sýna fram á neina vírussjúk- dóma í íslensku fiskeldi ennþá en við getum hins vegar ekki fullyrt að þeir séu ekki hér. Þarna er hins vegar um að ræða tiltölulega skæðan sjúkdóm sem er búið að einangra viö tiltekna stöö og í tilteknum hluta stöðvarinn- ar;“ sagði Friðrik. I tilkynningu yfirdýralæknis kem- ur fram að hægt er að bólusetja gegn þessum sjúkdómi en um leið vakna spurningar um það hvort íslendingar séu að fara inn á brautir lyfjagjafar sem gagnrýnt hefur verið erlendis. Friðrik sagði að ekki væri hætta á þessu og taldi hann lyfjanotkun í ís- lensku fiskeldi litla: „Sums staðar erlendis, þar sem kvíaeldið er mjög þétt, verður sjórinn nánast bakteríu- grautur svo ég noti bara orð Norð- manna og Færeyinga sjálfra. Smit- hættan í kvíaeldi er meiri en í lokuð- um stöðvum og sjúkdómar geta breiðst hratt út þar,“ sagði Friðrik. Hann sagði að þetta væri meðal ann- ars ástæðan fyrir því að sjúkdómar hefðu breiðst hratt út í Noregi og taldi hann mun minni lýkur á aö slík útbreiðsla yrði hér. -SMJ Joseph J. McCelland jr. skipstjóri á Polar Sea. DV-mynd Ægir Már Bandaríska strandgæslan heiðrar íslensk skipafélög Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Bandaríska strandgæsluskipið Polar Sea,13.000 smálesta ísbrjótur, lagðist að bryggju í Keflavíkurhöfn 1. ágúst í 3 daga heimsókn. Polar Sea og syst- urskip þess, Polar Star, eru kraft- mestu ísbrjótar heims sem ekki eru kjarnorkuknúnir. Þeir fyrstu er smíðaðir eru fyrir USA frá 1954. Fjögur íslensk skipafélög voru heiðruð fyrir stuðning við svokallað AMVER-kerfi bandarísku strand- gæslunnar og fór athöfnin fram um borð í skipinu. Fulltrúar frá ísskip- um, Skipadeild SÍS, Eimskipafélagi íslands og Jöklum tóku á móti viður- kenningum fyrir hönd samtals átta skipa. Skipstjóri Polar Sea, Joseph J. McClelland Jr„ afhenti þær ásamt sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Charles E. Cobb Jr. AMVER er tölvuvætt staðsetning- arkerfi sem sér leitar- og björgunar- sveitum um allan heim fyrir mikil- vægum upplýsingum við fram- kvæmd björgunarstarfa á hafi úti. Kerfið byggist á því að kaupskip sendi sjálfviljug inn siglingaáætlanir og skýrslur um staðsetningu og komutíma til bandarísku strand- gæslunnar. Rúmlega 100 fjarskipta- stöðvar í 23 löndum senda síðan þess- ar skýrslur út, skipum og strand- gæslunni að kostnaðarlausu. Tekið er á móti upplýsingum á Govemors- eyju við New-York og þær færðar inn á AMVER-tölvuna. Á degi hveijum eru 2.100 skip á skrá í tölvunni. Þegar um neyðartilfelli er að ræða á hafi úti er björgunarsveitum send skrá yfir þau skip sem leið eiga um viðkomandi svæði. Vitneskja um staðsetningu og getu nærliggjandi skipa gerir björgunarsveitum betur kleift að bregðast tímanlega við á sem áhrifaríkastan hátt. AMVER hefur verið þökkuð björg- un fjölmargra mannslífa og verð- mæta á hafi úti. Stöðugt er unnið að rannsóknum til að betrumæta kerfið þannig að upplýsingar komist til skila sem fyrst, en því var fyrst kom- ið á fót árið 1958. Kaupskip frá 131 landi tóku þátt í AMVER-kerfinu árið 1989. Af 12.269 skipum, sem þátt tóku, hlutu 3.248 viðurkenningu. Ferð Polar Sea til íslands gekk vel og á leið sinni meðfram N- Ameríku tók skipið þátt í ýmsum uppákomum í tengslum við 200 ára afmæli banda- rísku strandgæslunnar. Aðalhlutverk Polar Sea er að brjóta ís og veita bandarískum rannsóknar- hópum á Suðurheimskautslandinu, Alaska og Grænlandi stuðning og aðstoð við flutninga. Að auki sinna skipverjar vísindarannsóknum og gagnasöfnun á heimskautaleiðöngr- um sínum. Skipið er sjálft útbúið fullkominni rannsóknaraðstöðu, fimm rannsóknarstofum, skrifstofu og vistarveram sem geta hýst 20 vís- indamenn og tæknimenn á ýmsum sviðum. Einnig tekur skipið virkan þátt í björgunar- og löggæslustörfum. Áhöfn skipsins er tiltölulega fámenn eða 140 manns. Það stafar af mikilh sjálfvirkni og víðtækri beitingu efna sem þarfnast lítils viðhalds. Tilgangur heimsóknarinnar til ís- lands er að taka eldsneyti og hér mun hópur bandaríska vísindamanna koma til móts við skipið. Ætlunin er að prófa í fyrsta skipti nýjan og full- kominn rannsóknarbúnað sem skip- ið var útbúið fyrr á þessu ári og í þeim tilgangi veröur gerð haffræði- leg könnun á um 2500 mílna haf- svæði austur af Grænlandi. Hugvitsmenn ognáms- menn selja hresstösku Félag íslenskra hugvitsmanna og Atvinnumiðlun námsmanna hafa tekiö höndum saman um fiáröflun- arátak í ágústmánuði. Felst átakið í sölu á sérstökum töskum sem fram- leiddar verða í 5 þúsund eintökum og bera nafnið „Hresstaskan 1990“. Er meiningin að safna alls kyns aug- lýsingamunum í töskurnar. 30 prósent af heildartekjum átaks- ins munu renna til námsfólks sem starfar að sölunni og er gert ráð fyr- ir að 15 prósent komi í hlut Félags íslenskra hugvitsmanna. í fréttatilkynningu segir að fiár- munum þessum eigi að verja í tækni- væðingu hjá íslenskum hugvits- mönnum og nýsköpun almennings í atvinnulífinu. Ber hæst kaup á tölvu sem unnið getur grafíska uppdrætti af hvers konar hlutum í þrívídd, til dæmis vélum eða vélahlutum. Mál- setur tölvan þessa hluti og mótar forskrift af smíði frumeininga þeirra í sjálfvirkum smíðavélum sem óðum eru að koma til landsins. Fara tölvu- kaupin fram í samráði við erlendar tæknistofnanir. Félag hugvitsmanna er öllum opið og verður almenningi tryggður að- gangur að þessum tækjakosti. Veita félagsmenn aðstoð viö notkun hans, auk þess sem vinnuhópar innan fé- lagsins hjálpa til við að endurbæta og fullkomna hugmyndir þeirra sem vilja. Félagið skráir frumhugmyndir og á vegum þess er leitast við að veita alhliða þjónustu við hugvitsmenn, allt frá fyrstu hugmynd og þar til samningar eru gerðir um fram- leiðslu. -hlh Guttormur Einarsson heldur á hresstösku við kynningu á fjáröflun- arátaki hugvitsmanna og náms- manna. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.