Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreíðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Staða stjórnarinnar
Fyrir verslunarmannahelgi birtust niðurstööur skoð-
anakönnunar DV um fylgi flokkanna, ríkisstjórnarinnar
og afstöðu almennings til bráðabirgðalaganna. í þessari
könnun fengust fróðleg úrsbt um margt og þá einkum
er varðar stöðu ríkisstjófnarinnar.
Það kom ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn stend-
ur sterkt að vígi. Hann fékk 54% fylgi þeirra sem af-
stöðu tóku í könnuninni, enda er það nánast lögmál að
stjórnarandstöðuflokkur bætir við sig fylgi þegar erf-
iðleikar steðja að ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn nýt-
ur þess að standa utan átakanna og erfiðleikanna, sem
við er að kljást þessa dagana, og virðist það raunar ár-
angursríkast í póhtíkinni að segja sem minnst og hafa
hægt um sig. Sjálfstæðismenn kunna að segja að meiri-
hlutafylgi í skoðanakönnun sé vísbending um að kjós-
endur hafi loksins áttað sig á að stefna Sjálfstæðisflokks-
rns sé sú eina rétta. Sú óskhyggja á sér þó ekki stoð í
raunveruleikanum, heldur er hin ástæðan þyngri á vog-
arskálunum að hér fái tímabundin óánægja með aðra
flokka útrás. Sjálfstæðisflokkurinn á að vera raunsær
og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er sýnd veiði
en ekki gefin.
Einhver kann að spyrja af hverju Kvennalistinn fái
þá ekki óánægjuatkvæðin til jafns við Sjálfstæðisflokk-
inn. Því er til að svara að Kvennalistinn hefur gleymst
og höfðar þar að auki ekki jafn víðtækt til kjósenda og
stór flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Kvennalist-
inn geldur smæðar sinnar. Ennfremur má ætla að dag-
ar Kvennalistans sem stjórnmálaafls séu taldir. Nýja-
brumið er horfið.
í ljósi fylgis einstakra flokka og mikils gengis Sjálf-
stæðisflokksins vekur það athygli að staða ríkisstjórnar-
innar hefur styrkst. Ennþá er meirihluti þeirra sem
afstöðu taka á móti ríkisstjórninni, en engu að síður
hefur fylgi hennar aukist frá síðustu könnun og er nú
með besta móti eða 43% af þeim afstöðu taka. Fylgi ríkis-
stjórnarinnar er sömuleiðis meira en samanlagt fylgi
þeirra flokka sem að henni standa.
Nú hefðu menn kannske haldið að hremmingar ríkis-
stjórnarinnar í BHMR-mábnu hefðu bakað henni aukn-
ar óvinsældir. Öllum er ljóst að vandi stjórnarinnar í
því máb var heimatbbúinn. Samverkandi klaufaskapur
og klúður. Rökstuddar kröfur hafa verið settar fram um
afsögn fjármálaráðherra og jafnvel að ríkisstjórnin færi
frá og efndi til kosninga.
Miðað við niðurstöður skoðanakönnunarinnar má
hins vegar draga þá ályktun að kjósendur telji það
meira virði að stjórnin sitji áfram og sjái fyrir endann
á aðgerðum sínum. Þjóðarsáttin hefur sjálfsagt haft þar
jákvæð áhrif fyrir ríkisstjórnina og sú sáttargerð nýtur
mikbs stuðnings. Menn vilja ekki stofna henni í hættu
með því stjórnleysi sem kosningar og biðtími eftir nýrri
ríkisstjórn kostar.
Afstaðan til bráðabirgðalaganna kom nokkuð á óvart
í ljósi þess að þau eru hugsuð til að vernda þjóðarsátt-
ina. Bráðabirgðalög höfðu aðeins stuðning naums meiri-
hluta aðspurðra. En ofar í huga fólks er að mábn séu
leyst með samkomulagi frekar en lagaboði og bráða-
birgðalög eru ekki að skapi þjóðar sem vbl sátt og frið
um þær aðgerðir sem stuðla að bættum efnahag.
Þá almennu ályktun má draga af skoðanakönnun DV
að kjósendur vbji stöðugt stjórnmálaástand og efnahags-
ástand. Ríkisstjórnin þarf hvorki að kvarta né örvænta
meðan hún bðast ekki sundur innan frá.
Ebert B. Schram
Umræða um ísland í nýrri Evrópu
hefur verið nokkur á síðum dag-
blaða og í sjónvarpi undanfarnar
vikur. Og með réttu. Verulegar
breytingar eru í nánd, einungis tvö
ár skilja okkur frá árinu 1992 þegar
ríki Evrópubandalagsins verða að
einu, sameiginlegu markaðssvæði.
Vitaskuld hlýtur því afstaða ís-
lands til þessa bandalags Evrópu-
þjóða að verða mönnum umræðu-
efni nú. Annað væri bæði óeðlilegt
og raunar beinlínis hættulegt fyrir
íslendinga. Þessi mál verður að
ræða.
Þolendur á heimskorti
Slík umræða hlýtur að heíjast á
þessu: íslendingar eru smáþjóð og
sem slík fremur þolendur en ger-
endur á heimskortinu. Hvemig
tryggir slík smáþjóð best áhrif sín
og stöðu í samfélagi þjóöanna á
að mörgu leyti misheppnað: hér hefur ekki tekist að jafna lífskjör fólks“,
segir greinarhöfundur.
\
Island í nýrri
Evrópu
tímum breytinga sem hún stjórnar
ekki sjálf?
Menn geta haft mismunandi
skoðanir á byggingu og skipulagi
Evrópubandalagsins. Menn geta
deilt um það hvort Evrópubanda-
lagið sé sérlega lýðræðisleg stofnun
eða ekki sérlega lýðræðisleg stofn-
un. Menn geta deilt um störf
kommissara í Briissel. En menn
geta ekki deilt um það hvort árið
1992 þýði breytingar í okkar heim-
sálfu eða ekki: sú staðreynd liggur
ljós fyrir, við íslendingar ráðum
engu um það hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Tilvist Evrópu-
bandalagsins er nálæg staðreynd
rétt eins og tilvist Bandaríkjanna
og tilvist norðurpólsins. íslending-
ar verða að taka afstöðu sam-
kvæmt því og engu öðru.
Þjóðleg íhaldssemi
Við skulum ekki gleyma því að
ísland er afar lítið markaðssvæði
og þar af leiðandi óhagkvæmt. Fyr-
ir það greiðir þjóðin stórar upp-
hæðir og láglaunafólk vitaskuld
mest. Það er láglaunafólkið sem
finnur mest fyrir eilífri dýrtíð á
íslandi. Og það er staðreynd að það
eru matvælin, sem hér taka mestan
toll af lífskjörum láglaunafólks:
1500 krónur fyrir lambalæri er of
mikið og of ósanngjamt miðað við
kaupgjaldið til að verjandi sé og
samræmist engri jafnaðarstefnu.
Matvælaverðið hér á landi er eitt
dæmi þess að íslenskt þjóðfélag er
að mörgu leyti misheppnað: hér
hefur ekki tekist að jafna lífskjör
fólks. Annað dæmi er vinnutíminn:
ísland er mesta vinnuþrælkunar-
land í Vestur-Evrópu- samkvæmt
nýlegri könnun. Þessu tvennu
verður að breyta - það er megin-
verkefni róttækra manna í framtíð-
arlandinu íslandi.
Nýtt hugtak í íslenskum stjórn-
málum, hin svonefnda „þjóðlega
íhaldssemi" samræmist engri rót-
tækni og ýtir raunar undir þá
kenningu að braut stjómmálanna
sé fremur hringur en lína. „Þjóðleg
íhaldssemi" nefnist á ýmsum
tungumálum, „nasjónalkonservat-
ismi“ en sú stefna var þekkt víða
fyrr á öldinni, til dæmis í Þýska-
landi, og fylgdu henni íhaldssöm-
ustu menn þjóðfélagsins, til dæmis
júnkarar og aðrir leiðandi menn í
því gráa og herþyrsta Prússlandi.
„Þjóðleg íhaldssemi" varð síðar
uppspretta annarra afla í Þýska-
landi sem ekki skulu tilgreind hér
en ljóst má vera að sérhver endur-
lifgun hugtaksins er óheppileg og
vekur ýmsar neikvæðar minningar
úr sögunni. „Nasjónalkonservat-
ismi“ felur í sér upphafningu þjóð-
ar og þess vegna um leið lítillækk-
un annarra þjóða. Eðlis síns vegna
flokkar hún þannig fólk fyrst og
fremst eftir þjóðemi þess.
Breytt stjórnmál á
breyttum tímum
Menn segja aftur og aftur: ísland
er svo lítið.
Vitaskuld er ísland lítið en það
KjaHarinn
Einar Heimisson
háskólanemi,
Freiburg, Vestur-Þýskalandi
réttlætir samt ekki þjóðlega íhalds-
semi hér fremur en annars staðar.
Þjóðleg íhaldssemi er hreinlega
slæm pólitík enda líkast til fátt sem
valdið hefur eins óskynsamlegum
ákvörðunum stjórnmálamanna í
tímans rás og viðleitni til að upp-
hefja eigin þjóð.
Við lifum tíma þegar heimurinn
er að verða meiri heild en nokkru
sinni fyrr. Verkefni stjórnmálanna
verða sömuleiðis alþjóðlegri. Sem
dæmi má nefna eitthvert mesta
vandamál Evrópumanna um þess-
ar mundir, dauða náttúrunnar.
Skógar eru að deyja. Vötn eru að
deyja. Ástæðan er mengun sem
veröur einhvers staðar í fjarlægu
landi. Þannig deyja dönsk tré vegna
verksmiðjulofts frá Belgíu og tékk-
nesk tré vegna verksmiöjulofts frá
Frakklandi. Vandmálin eru breytt
og þess vegna breytast stjórnmálin
einnig.
Samskipti íslands og Evrópu-
bandalagsins mótast af ýmsum
þáttum. Vitaskuld er varsla fisk-
veiðilögsögunnar fyrsta lykilmál í
samskiptum íslendinga við þetta
stóra bandalag. Annað lykilmál eru
óumflýjanlegar breytingar á ís-
lenskum landbúnaði sem fram-
kvæma verður á næstu árum með
sem minnstum óþægindum fyrir
íslenska bændur. Þriðja lykilmál
er uppbygging nýrra fyrirtækja á
íslandi og fjármögnun þeirra en
Evrópubandalagið hefur raunar
sýnt atvinnuuppbyggingu á jaðar-
svæðum (eins og í Portúgal) góðan
skilning.
Alkunna er að það vantar sárlega
rýmri aðstöðu og meira fjármagn
til öflugrar atvinnuuppbyggingar
hér á landi. Lánsfé á hinum þrönga
íslenska peningamarkaði hefur tíð-
um verið á okurvöxtum og haldið
niðri atvinnuuppbyggingu og
sömuleiðis stórlega spillt lífskjör-
úm barnafjölskyldna í húsnæðis-
kaupum. Menn verða að athuga
rækilega opnun íslensks peninga-
markaðar út frá þessum forsend-
um.
Fjórða lykilmál er menningarleg
einangrun íslands, til dæmis úti-
lokun íslenskra námsmanna frá
evrópskum háskólum: alkunna er
að frá árinu 1992 verða íslendingar
í svonefndum þriðja flokki á eftir
námsmönnum úr Evrópubanda-
lagi og úr þriðja heiminum þegar
inntaka í háskóla er ákveðin.
Eitt elsta mennta-
mál í Evrópu
Hins vegar er ástæðulaust að full-
yrða að Evrópubandalagið muni
koma í veg fyrir að íslendingar tali
áfram íslensku eins og áhrifamaö-
ur í þjóðfélaginu fullyrti um dag-
inn; það er ekki lykilmál varðandi
samband íslands og Evrópubanda-
lagsins. Vitaskuld verður að hlúa
að íslenskri menningu og varðveita
rækilega hið merka tungumál ís-
lensku, eitt elsta lifandi menntamál
í Evrópu. Við berum ábyrgð á
þessu tungumáli, einnig gagnvart
öðrum Evrópubúum.
Menning okkar er hluti af Evr-
ópumenningunni, "átengd menn-
ingu annarra þjóða í álfunni og
gegnir afar mikilvægu hlutverki í
menningarsögu hennar: vitað er að
íslensk menning skipar mikilvæg-
an sess víða í evrópskum háskól-
um. Við verðum að varðveita
menningu okkar okkar vegna - en
ekki síður annarra vegna.
Að lokum þetta. Það sem mestu
máli skiptir í framtíðarlandinu ís-
landi er að hægt sé að bæta þar lífs-
kjörin, lækka matvælaverðið,
stytta vinnutímann, tryggja hóf-
lega vexti á útlánum, eila fjár-
streymi í atvinnuuppbyggingu svo
brýn mál séu nefnd. Róttækir
menn verða að einbeita sér að
þessu.
Út frá þessum forsendum verður
sömuleiðis að meta samband ís-
lands og Evrópubandalagsins;
hvernig verða lífskjör hér best
tryggð í framtíðinni, jöfnuður og
jafnrétti þegar þær breytingar
verða í álfunni, sem við stjórnum
ekki sjálf?
- Upphafning þjóðernis er slæmt
leiðarljós við það vandsama verk.
Einar Heimisson
„Tilvist Evrópubandalagsins er nálæg
staðreynd rétt eins og tilvist Bandaríkj-
anna og tilvist norðurpólsins. íslend-
ingar verða að taka afstöðu samkvæmt
því og engu öðru.“