Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 17 íslandsmet kastaði 85,28 metra á alþjóðlegu móti í Malmö Einar Vilhjálmsson setti nýtt glæsilegt íslands- met í spjótkasti á al- þjóðlegu frjálsíþrótta- móti í Malmö í Svíþjóð í gær. Einar gerði sér lítið fyrir og kast- aði spjótinu 85,28 metra í fyrsta kasti sínu í gær og bætti eigið met. Met hans var 84,66 metrar en þá vegalengd kastaði hann fyrir 2 árum. Hélt ég væri orðinn of gamall „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með þetta og ég neita þvl ekki að þetta kom mér nokkuð á óvart. Ég hélt ég væri orðinn of gamall til að ná svona risakasti en annað kom í ljós,“ sagði Einar, kampakátur eftir þennan glæsilega árangur í gær. Átti í erfiðleikum eftir fyrsta kastið Ég átti í erfiðleikum eftir þetta fyrsta kast og fann þá mikið til í hné en þar hef ég átt við þrálát meiðsli að stríða," sagði Einar enn- fremur. Hann gerði aðeins eitt gilt kast eftir metkast sitt en það kom ekki að sök og Einar vann glæstan sigur í spjótkastskeppninni. -RR/EJ • Einar Vilhjálmsson. Norðurlandamót hestamanna í Danmörku: ]þróttir Sportstúfar Heil umferð var leikin í 1. deild frönsku knattspymunnar um helgina og urðu úr- slit sem hér segir: Marseiile-Caen..................2-1 Monaco-Montep...................3-1 Brest-Rennes....................0-0 Toulouse-Lyon...................3-1 Paris SG-Toulon.................4-0 Bordeaux-LUle...................1-1 Nantes-Met2.....................1-1 Cannes-Auxerre..................0-3 Sochaux-Nancy...................1-0 StEtienne-Nice..................1-0 • Monaco og Marseille eru efst og jöfh eftir þrjár umferðir, bæði haía þau unnið alla sina leiki og eru með 6 sttg. Jafntefli hjá Grasshoppers í 1. deild svissnesku knattspyrnunnar var leikin heil umferð um helgina og urðu úrsht þessi: Aarau-Sevette...................1-1 Grasshoppers-Young Boys.........0-0 Lausanne-Wettingen..............4-0 Lugano-Luzern...................1-2 Xamax- Zurich................... 0-1 Sion-St. GaUen..................1-1 Bröndby í efsta sæti í Danmörku Bröndby er í efsta sæti í 1. deild dönsku knattspyrnunnar þegar leiknar hafa verið 12 umferðír. Um helgina sigraði Bröndby Uð Silkeborg, 2-0. Önnur úrsUt urðu þann- ig: Bl903-Næstved...................2-0 AGF-AaB.........................0-2 Ikast-Frem......................1-1 Lyngby-Herfölge.................1-0 OB-KB............... ,.4-0 Viborg-Vejle.....................2-1 • Bröndby er í efsta sæti með 19 stig, SUkeborg 16, B1903 15, AGF 15 og Frem 14. KB er i neðsta sæti með aðeins 7 stíg en með liðinu leikur Loftur Ólafsson. Liverpool fór létt með Lilleström Lið Liverpool hefur verið á keppnisferða- lagi undanfamar vikur og hefur Uðið leik- ið nokkra vináttuleiki tíl undirbúnings keppnistímabUinu í Englandi sem hefst slðar í þessum mánuðí. Um helgina lék liöið gegn norska félaginu Lilleström og fóm leikar þannig að Liverpool vann ör- uggan sigur, 3-0. Steve McMahon, David Burrows og John Bames sáu um að skora fyrir meistarana sem þóttu leika stórgóða knattspymu. idinga, ásamt 3 nýjum leikmönnum sem Rob- :man og rúmenski landsliðsmaðurinn, George Símamynd/Reuter Elsti hesturinn var átján vetra gamall Enginn fékk hormónasjokk í Qanmörku Útlendu knaparnir voru ekki hræddir við hormónasjokk í stóð- hestum sínum því átta knapanna kepptu á stóðhestum. Ekki sýndi „óviðráðanleg löngun þeirra í hitt kynið“ sig á þessu móti. Meðal ann- arra stóðhesta var þar Glaður 887 frá Ytra-Skörðugili en hann er orðinn 17 vetra, faðir Hlyns sem Einar Öder Magnússon keppti á. Glaður 887 var þó ekki elsti hesturinn því Völsungur frá Kolkuósi er 18 vetra. Knapi á honum var Kari Mette VoII. Það þykir ekki gott að koma fyrstur inn í dómhring í hestaíþróttum. Dómar hækka yfirleitt er hður á mót. íslensku keppendumir töldu sig • Einar Öder Magnússon og Jón Steinbjörnsson kampakátir eftir gott gengi á Norðurlandamótinu í Danmörku. frekar óheppna því þeir áttu byrjun- DV-mynd E.J. Það er skemmtileg tilviljun að á sama tíma og Norðurlandamótið í hestaíþróttum var haldið í Vilhelms- borg var heimsmeistarmót stærri hesta í hestaíþróttum haldið í Stokk- hólmi. Áhugi Svía á heimsmeistara- mótinu var mikill sem sést á útsend- ingum sænska sjónvarpsins, en þar var meiri hluti dagskrárinnar undir- lagður af hestaíþróttum því 120 klukkustundum var eytt í heims- meistarakeppnina. Heimsmeistaramótið er kallað World Equistrian Games og er haldið á fjögurra ára fresti. 700 knapar með 800 hesta taka þátt í mótinu og rúm- lega ein miUjón áhorfenda kemur til Stokkhólms á meðan á mótinu stend- ur. Þetta er í þriðja skipti sem mótið er Háldið í Stokkhólmi. Fyrsta mótið var haldið þar árið 1912, aftur 1966 og svo nú árið 1990. Þess má einnig geta að Evrópumót í hestaíþróttum yngri knapa á-stærri hestum var haldið í Vilhelmsborg dagana 19. til 22 júlí síðastliðinn. arfulltrúa í öllum greinum nema í 250 metra skeiði. Smámunasemi dómaranna þótti með ólíkindum. Fjöldi knapa var dæmdur úr leik vegna smáyflrsjóna. Einum knapa var vísað úr keppni vegna þess að pískurinn hans var þremur sentímetrum of langur, öðr- um var vísað úr keppni af því að hann kom þremur sekúndum of seint inn í keppnishringinn, þeim þriðja var vísað úr keppni vegna þess að hlífin, sem átti að vera 300 grömm, var 302 grömm og þeim fjórða var vísað af velli vegna þess að hesturinn hans hopaði ögn vegna hræðslu við auglýsingaskilti sem glampaði á. Þeim fimmta var vísað af velli vegna þess að hesturinn hans tók nokkur brokkspor milli keppnisatriða. Hitabylgja gekk yfir Danmörku í síöustu viku og var hitinn mestur 33 gráður í skugga. Það virtist þó ekki há klárunum að ráði. Það var einkennilegt hve einkunn- ir voru lágar í forkeppninni. Meðal- einkunnir voru frá 4,5 til 6,5, en hæst er gefið 10,0. Þegar dómarar dæmdu sömu knapa með sömu hesta í úrslit- um hækkuðu einkunnirnar allt upp aö 8,5. -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.