Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Útlönd__ Svíar komnir til Tyrklands Þrjátíu og íjórir Svíar, flestir konur og börn, fengu að fara frá írak í gær- kvöldi. Þegar þeir komu í nótt tíl bæjarins Cizre í Tyrklandi hikuðu þeir áður en þeir stigu út úr lang- ferðabifreiðinni, sem þeir ferðuðust í, því fjöldi fjölmiðlamanna beið þeirra. Dyrnar voru opnaðar en lok- að aftur. Nokkrir tyrkneskir blaða- menn ruddust inn í bifreiðina en var fleygt út af bílstjóranum sem naut aðstoðar nokkurra sænskra stjórn- arerindreka. Nokkrir Svíanna treystu sér þó til að svara spurningum fréttamanna og meðal þeirra var Margareta Berg. Hún sagöi að þeir fimmtíu og átta Svíar, sem ekki hefðu fengið að fara yfir landamærin, myndu snúa aftur til Bagdad. Sagði hún íraka hafa látíð Svíana sjálfa ákveða hverjir ættu að fá að fara úr landi. Mæður með börn voru fyrst valdar en dregið var um hina. Margir höfðu þurft að kveðja fjölskyldumeðlim sem ekki gat fylgt með yfir landamærin. Um níutíu Svíar frá Kúvæt og nokkrir tugir frá írak hafa enn ekki fengið fararleyfi. Finnarnir sjö, sem fengu að fara frá írak til Tyrklands, komu til Cizre, sem er í 42 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, rétt á eftír Sviun- um. Sérsveitir tyrkneskra hersins voru við landamærastöðina Habur og tilkynntu þær sænskum frétta- mönnum að þeir sem nálguðust stöð- ina ættu-á hættu að vera skotnir. Þess vegna hittu fréttamennirnir ekki Svíana fyrr en í Cizre. Viö Ha- bur ríkir mikil spenna og hernaðar- úppbygging. Er farið að útdeila gas- grímum til tyrknesku hermannanna. Fjöldi kúrdískra skæruliða er einnig við landamærin. Um fjörutíu Danir er nú í alþjóð- legri bílalest á leið frá Kúvæt til Bagdad en þijátíu og níu hafa kosið að vera um kyrrt í Kúvæt af persónu- legum ástæðum, að því er danska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt. Hópur Svisslendinga komst yfir landamærintilTyrklandsígær. tt Ánægð feðgin frá Sviss eftir komuna til Tyrklands frá írak í gær. Símamynd Reuter Araf at kynnir friðaráætlun Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínumanna, hefur haft samband við leiötoga íraks og Saudi- Arabíu og kynnt þeim nýja friðará- ætlun. Talsmaður samtakanna segir að Arafat sé einnig að reyna að fá Saddam Hussein íraksforseta til að sleppa vestrænum konum og börn- um. Nýja friðaráætlunin er sögð byggð á ályktun Sameinuðu þjóðanna um brottflutning herliðs íraka frá Kúvæt og „allra annarra herliða á svæö- inu“. í staðinn kæmu friðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna og nefnd araba myndi reyna að koma á sam- komulagi milli deiluaðila. Reuter Leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, Yasser Arafat, reynir nú aö miðla málum í deilunni við Persaflóa. Símamynd Reuter Símamynd Reuter Bandarískir hermenn nýkomnir til Saudi-Arabíu bíða flutninga. Bandarísk sjónvarpsstöð: íraskar sérsveit ir frá Kúvæt írösk yfirvöld hafa dregið til baka sérsveitir íraska hersins frá landa- mærum Kúvæts og Saudi-Arabíu og sent þangað í staðinn aðrar sveitir. Þetta kom fram í fréttum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem hafði það eftir heimildarmönnum bandarísku leyniþjónustunnar að líklega væru nú yfir flmmtíu þúsund menn úr sérsveitum íraska hersins á leið til Bagdad. Talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins kvaðst ekki geta tjáð sig um máliö. Aö sögn NBC-sjónvarpsstöðvar- innar er ekki talið ólíklegt aö sér- sveitimar, sem leiddu innrásina í Kúvæt 2. ágúst síðastliðinn, hafi ver- ið kallaðar til baka til að þær yrðu hreyfanlegri ef árás yrði gerð undir forystu Bandaríkjamanna. Sá mögu- leiki er einnig fyrir hendi að mati sérfræðinga að andstaða sé gegn Saddam Hussein íraksforseta heima fyrir og að hann vilji þess vegna hafa sína traustustu hermenn nálægt sér. Hlutabréf í Tókýó hækkuðu í verði í dag í kjölfar fréttarinnar um heim- kvaðningu írösku sérsveitanna frá landamærum Kúvæts og Saudi- Arabíu en undanfarna tvo daga hafði verð á hlutabréfum lækkað talsvert. Ekki var þó gert ráð fyrir mikilli sölu þar sem ekki var litið svo á að írakar væru að hörfa. Fulltrúar þeirra fimm þjóða sem eiga fastasæti í Öryggisráöi Samein- uðu þjóðanna hafa, eftir margra daga fundarhöld, samið drög að ályktun þar sein kveðið er á um heimild til vopnavalds til að framfylgja við- skiptabanni gegn írak. Hafa drögin verið send til stjóma þjóðanna fimm, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Frakklands, Kína og Bretlands, til samþykkis til að hægt verði að leggja þau fyrir Öryggisráðiö. Mikillar reiði gætir nú í Bretlandi eftir að íraksforseti kom fram í sjón- varpi í gær með nokkmm breskum börnum og foreldrum þeirra sem eru gíslar á mikilvægum stöðum í írak. Forsetinn, sem birtist í borgaraleg- um klæöum í fyrsta sinn frá því að innrásin var gerð í Kúvæt, var um- kringdur vörðum er hann tjáði fólk- inu að írakar væru ekki að nota það sem mannlega skildi gegn mögulegri árás Bandaríkjanna og bandalags- ríkja þeirra. Sagöi hann fólkið hafa verið handtekið til að koma í veg fyrir stríð. Lítill drengur var leiddur til Saddams Hussein og spurði forset- inn hann hvort hann fengi ekki mjólk og kornflögur og svaraði drengurinn, augsýnilega hræddur, játandi. Um þrettán þúsund Vestur- landabúum er meinað að fara frá ír- ak og Kúvæt og hafa um tvö hundruð Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar verið fluttir til ókunnra staða. Eftir sjónvarpsútsendinguna, sem bresk og bandarísk yfirvöld hafa kallað ógeðslega leiksýningu, tilkynntu ír- ösk yfirvöld að þau ætluðu að senda heim fimmtán ára gamlan dreng sem hafði komið einn síns liðs frá London og orðið innlyksa í Kúvæt er innrás- invar gerð. írar hafa lýst því yfir að frá og með miðnætti í nótt verði sendiráðum erlendra ríkja í Kúvæt lokað og eftir það verði farið með sendiráðsstarfs- mennina sem óbreytta borgara. Það getur haft í för með sér að þeir verði handteknir og fluttir til hernaöarlega mikilvægra staða og eins og bresku fjölskyldurnar sem íraksforseti heimsótti ásamt sjónvarpsmönnum. Aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins munu ekki loka sendiráðum sín- um í Kúvæt, að því er háttsettir emb- ættismenn bandalagsins sögðu í gær. Öll aðildarríkin eru með sendiráð í Kúvæt nema ísland og Lúxemborg. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópubandalagsins tilkynntu á þriðjudaginn að stjórnir þeirra myndu ekki hlíta fyrirskipuninni um lokun sendiráða. Öll Evrópubanda- lagsríkin eru í Atlantshafsbandalag- inu nema írland. Japan og Bandarík- in og nokkur Austur-Evrópuríki eru einnig meðal þeirra sem ekki loka sendiráðum sínum. Flest ríkin liafa þó sent flestallt starfsfólk sendiráðanna til Bagdad eða úr landi í þeim tilfellum sem það hefur verið mögulegt. Aðeins fáeinir starfsmenn eru í sendiráðunum til að halda uppi lágmarksstarfsemi. Reuter Gasgrímuverksmiðja á Spáni hefur orðið að margfalda framleiðslu sina vegna mikillar eftirspurnar frá Miðausturlöndum þar sem menn óttast efna- vopnastríð. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.