Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 13
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990.
13
Lesendur
Athugasemd um fram-
boðsmál á Vestfjörðum
Steinþór B. Kristjánsson skrifar:
Þegar maöur flettir dagblöðum
eru þar oft fréttir sem manni koma
á óvart, og segja kannski annað en
maður bjóst við. Ég varð t.d. fyrir
þessu í gær í frétt sem sló mig og
var viðtal við sjálfan mig. - Þannig
er mál með vexti að í seinustu viku
hafði blaðamaður á DV samband
við mig varðandi framboðsmál
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum
og ályktun kjördæmissamtaka
ungra sjálfstæðismanna í Vest-
íjarðakjördæmi um eðlilega end-
urnýjun í þingmannaliöi flokksins.
Þótti mér vera farið frjálslega
með samtal mitt og blaðamannsins
og virðist mér sem fyrirsögnin og
andinn í viðtalinu hafi verið ákveð-
inn áður en viðtalið fór fram. Þar
sem ég tel þetta mjög alvarlegt mál
sem rætt var um er ég knúinn til
að bæta ýmsu við það sem fram
kom í viðtalinu og leiðrétta um leið.
í fyrsta lagi segir í greininni að
megn óánægja sé meðal ungra
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum
með að Þorvaldur og Matthías ætli
aftur í framboð. Þarna er að vísu
ekki vitnað í mig, en ég vil taka
fram að Matthías hefur lýst því
yfir að hann ætli sér ekki í framboð
aftur. Einnig vil ég taka fram að
ég hafi ekki kynnst þessari megnu
óánægju. - Ég t.d. er mikill stuðn-
ingsmaður Þorvaldar Garðars og
tel að erfitt verði fyrir Vestfirðinga
að fmna honum verðugan arftaka.
Máli mínu til stuðnings nefni ég
framgöngu hans í kvótamáhnu og
á landsfundi Sjálfstæðisflokksis sl.
haust þar sem hann var sá eini sem
stóð við skoðun sína og fylgdi eftir
vilja flestra Vestfirðinga um að
losna við kvótakerfið. Þvi muna
ungir sjálfstæðismenn eftir. - Einn-
ig vil ég nefna það að hann er mjög
duglegur að heimsækja kjördæmið
og gerir það hvort sem kosningar
eru á döfinni eða ekki.
í öðru lagi er ekkert samhengi á
milli þess að ungir sjálfstæðismenn
á Vestfjörðum hafi ekki áhuga á
baráttusætum í næstu kosningum,
og því, að Þorvaldur og Matthías
ætli að bjóða sig fram aftur.
í þriðja lagi sagði ég að ég teldi
að bæði Þorvaldur og Matthías
hefðu mikið persónufylgi sem ekki
væri víst að skilaði sér til flokksins
ef þeir byðu sig ekki fram aftur en
það kom aldrei fram í viötaiinu.
Auðvitað eru skiptar skoðanir
alls staðar um hverjir eiga að vera
í efstu sætum framboðslista. Á
Vestfjörðum eru margir lausir end-
ar varðandi framboðsmál nú og í
framtíðinni. Við, ungir sjálfstæðis-
menn á Vestfjörðum, ætlum ekki
að beina spjótum okkar gegn þing-
mönnum okkar og virðum þá og
þau störf sem þeir hafa unnið fyrir
sitt kjördæmi og landið allt, og vilji
þeir bjóða sig fram aftur gerir bara
hver og einn upp við sig sjálfan,
hvern hann styður.
i sima
og simi
verður að fylgja
brefum.
Iþróttasalur
til leigu
Nokkrir lausir tímar fáanlegir á kvöldin
og um helgar í íþróttasal skólans. Uppl.
fást á skrifstofu skólans í síma 688400.
Verzlunarskóli íslands
BILAVAL
sími 681666
Húsi Alla Rúts, Hyrjarhöfða 2
VANTAR BÍLA Á STAÐINN
TIL SÖLU
Nissan Pathfinder 4x4, 2ja dyra, svartur, árg. ’88, ek. 21.000.
Verð 1.950.000,-
Opel Rekord stat., blágrár, árg. ’85, ek. 63.000. Verð 680.000,-
Fiat 127, blár, árg. '85, ek. 60.000. Verð 230.000,-
M. Benz 230 E., grænn, árg. ’82, ek. 128.000. Verð 750.000,-
BMW M-3 sportbíll, svartur, árg. '87, ek. 32.000. Verð
2.900.000,-
Chevrolet Beretta, 2ja dyra, blár, árg. ’88, ek. 40.000.
Verð 1.300.000,-
Ford Sierra XL/4/I, hvítur, árg. ’85, ek. 104.000. Verð 950.000,-
Ford Sierra 2000 L, 5 dyra, grár, ’83, ek. 123.000. Verð 450.000,-
MMC Galant 2000, 4 dyra, árg. 87, ek. 87.000. Verð 680.000,-
Mazda 626 2000, 5 dyra, hvítur, árg. ’87, ek. 86.000.
Verð 750.000,-
Toyota Corolla 1600 GL, 5 dyra, blár, árg. ’84, ek. 131.000.
Verð 390.000,-
M. Benz st. 230 TE, dökkgrænn, árg. ’85, ek. 120.000.
Verð 1.390.000,-
Peugeot 205 GR, rauður, árg. ’88, ek. 10.000. Verð 670.000,-
BMW 3181, svartur (toppbíil), árg. ’89, ek. 9.000. Verð 1.800.000,-
Sölumenn: Gunnar Haraldsson, Finnbogi Ásgeirsson
og Alli Rúts.
Ekki spyrja 1 + Segjum frekar
„Hvað tókstu marga 1 „Það þurfa allir að
ökutíma?“ = 2 HEILBRIGÐ gefa sér góðan tíma
Ekki segja SKY.VSEMI! í ökunámi!“
„Ég tókekki ...nema.. .
mÉUMFERÐAR Uráo
Þýskir flugumferðarstjórar að störfum.
starfsbræðra þeirra?
Nær þjóðarsáttin til hinna íslensku
EINSTAKT A ISLANDI
Laun flugumferðarstjóra:
Eiga að fylgja
þjóðarmynstri
Axel hringdi:
Það vekur athygh hvað samgöngu-
ráðherra er reikandi í launamálum
flugumferðarstjóra og þá einnig og
ekki síður fjármálaráðherra sem
staðhæfir nú skyndilega að nýr
launasamningur við þessa hálauna-
stétt fari hvergi út fyrir ramma
„þjóðarsáttarinnar" sem er að verða
að athlægi vegna úrvinnslu ráðherra
sjálfra.
Hver tekur t.d. mark á því sem
fram kemur hjá ráðherrum, að taka
verði mið af kjörum erlendra flug-
umferðarstjóra? Það má þá alveg
eins segja það sama um hjúkrunar-
fræðinga sem nú eru boðin störf í
Bandaríkjunum með um eða yfir 300
þúsund króna mánaðarlaun. - Og
reyndar hvaða starfsstéttir aðrar
sem er. Þótt flugumferðarstjórar séu
í sambandi við erlendar flugvélar,
samkvæmt alþjóðlegu samkomulagi,
er engin ástæða fyrir nokkurn hér á
landi að hlusta á samanburð í laun-
um við starfsbræður erlendis. - Hér
verða allir að fylgja sama þjóðar-
mynstrinu í launamálum.
Ef hér á að gefa eftir eina ferðina
enn og klúðra þeim htla áfangasigri
sem þó hefur náðst, t.d. með verð-
bólguhjöðnun, þá er það alfarið mál
þeirra ráðherra sem um laun flug-
umferðarstjóranna fjalla. - Þeir
verða að svara til saka fyrir linkind-
ina.
Madonnu-tónleikar
áStöð2
Ingibjörg Halldórsdóttir, Hofsósi,
skrifar:
Ég vil þakka Stöð 2 fyrir frábæra
útsendingu frá Barcelona af tónleik-
um Madonnu hinn 1. ágúst sl. - Tón-
leikarnir voru hreint frábærir.
Þó að dagskrá Stöðvar 2 hafi verið
frekar leiðinleg síðustu mánuði eru
tónleikar Madonnu svo sannarlega
spqr í rétta átt.
Ég vil einnig þakka Stöð 2 fyrir
„Nágranna” og Sjónvarpinu fyrir
„Unglingana í hverfinu". - Þetta eru
frábærlega góðir þættir.
TIMARIT FYRIR ALLA
rtSðsöWsia0
Urval
sími 27022
• í helgreipum óttans
• Ertu örgeója?
• Þeim tókst ekki aó deyja
• Ríki ryksins
• Lótra-Björg
• Hver ó aó annast foreldrana?
• Þú getur sigrast ó þunglyndi
• Krosstölugótan
Efni meóal annars:
• Ætti aó lögleióa fíkniefnin?
• Hvaóa gagn gera trén?
• Hann bjó til rifu ó jórntjaldiö
• Hinn ógleymanlegi Laurence Olivier
• Hugsun í oróum
• Meó tímasprengju í höfóinu
• Heimshöf in snjóboltar utan úr geimnum?
• Dularfullu Michelin-mennirnir