Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Kosningaskjálfti Þaö er ljóslega kominn kosningaskjálfti í forystusveit- ir stjórnarflokkanna. Foringjarnir leita leiöa til aö bæta stöðu sinna flokka fyrir alþingiskosningarnar sem fram eiga að fara næsta vor. Þetta á sérstaklega við .um Alþýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið sem hafa meiri ástæðu til að óttast um sinn hag í komandi kosningunum en Framsóknarflokk- urinn sem alltaf flýtur ofan á eins og korktappi. Slagurinn um bráðabirgðalögin á háskólamenntaða ríkisstarfsmenn var einungis forsmekkur þess sem koma skal. Þar lenti Alþýðubandalagið harkalega í and- stöðu við hina stjórnarflokkana en varð að lúffa eftir hótanir forsætisráðherra um stjórnarslit. Lýðræðisbylgjan í Austur-Evrópu og þíðan í sam- skiptum risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, ýtti öðru annars illleysanlegu deilumáh út af borði ríkisstjórnarinnar. Fyrirætlanir Norður-Atlants- hafsbandalagsins um varaflugvöH hér voru lagðar tH hhðar vegna þessarar breyttu stöðu í alþjóðamálum. Ágreiningsmál stjórnarflokkanna næstu mánuðina verða bæði mörg og stór. Erfitt verður fyrir ráðherra og þingflokka að ná um þau samstöðu, og reyndar aUs óvíst að til þess sé, í sumum tilvikum að minnsta kosti, nokkur raunverulegur vHji. Þegar er komið upp á borð ríkisstjórnarinnar eitt af stóru deHumálunum. Landbúnaðaráðherra Alþýðu- bandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon, leggur mikið kapp á að fyrir kosningar verði gerður nýr búvörusamn- ingur við bændur sem vafalítið hefði það meginmark- mið að framlengja líf núverandi landbúnaðarstefnu og láta skattborgarana greiða fyrir verulega umframfram- leiðslu búvara mörg næstu ár. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, hefur ráðist myndarlega gegn þessum fyrirætlun- um. Hann sagði í DV í fyrradag að Alþýðuflokkurinn myndi aldrei samþykkja nýjan búvörusamning. Það vakti hins vegar athygli að Jón Baldvin taldi ótímabært að gera þá eindregnu afstöðu Alþýðuflokksins að stjórn- arshtamáli. Hvers vegna? Núverandi búvörusamningur var gerður af land- búnaðarráðherra Framsóknarflokksins, Jóni Helga- syni, rétt fyrir þingkosningarnar árið 1987. Með þeim samningi, sem gildir allt til haustsins 1992, voru hendur næstu ríkisstjórna bundnar fyrir aftan bak. Alþýðuflokkurinn, sem var í stjórnarandstöðu árið 1987, réðst harkalega gegn þessum vinnubrögðum og taldi þau siðleysi. Nú, þegar landbúnaðaráðherra Al- þýðubandalagsins viU leika sama leikinn, vafalítið með fuUtingi Framsóknarflokksins, er Alþýðuflokkurinn hins vegar í ríkisstjórn. í vor munu kjósendur því ekki spyrja um orð ráðherra og þingmanna Alþýðuflokksins í þessu máU heldur eingöngu um gjörðir þeirra. Steingrímur J. Sigfússon hefur reyndar notað síðustu daga til þess að klaga Jón Baldvin bréflega fyrir forsæt- isráðherra. Ágreiningsefnið er gerð loftferðasamnings við Sovétríkin. Ekki batnar andrúmsloftið á stjórnar- heimflinu við þau klögumál. Fljótlega verða stjórnarflokkarnir svo að taka afstöðu til samninga um nýtt álver hér á landi. Erfitt mun reyn- ast fyrir þá að ná samkomulagi um staðarvalið. Hugsan- lega einnig um raforkuverðið. Þannig hrannast upp ágreiningsmál stjórnarliða síð- ustu mánuðina fyrir alþingiskosningar. EHas Snæland Jónsson „Með þvi að tryggja öryggi Saudi-Arabíu gagnvart írak hafa Bandaríkjamenn gert landsmönnum kleift að auka framboð á olíu á heimsmarkaði", segir greinarhöf. - Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Dick Cheney (t.v.) ráðgast við starfsbróður sinn í Jedda í Saudi-Arabíu sl. þriðjudag. Slmamynd Reuter Að svínbeygja Saddam Hussein Endalok kalda stríðsins hafa gert mögulega þá víðtæku samstöðu sem náðst hefur fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna undir forystu Bandaríkjanna um aðgerðir gegn írak vegna árásarinnar á Kúvæt. Af sömu ástæðu er nú engin hætta á að risaveldin dragist inn í átökin sem andstæðingar. Saddam Hussein er fyrsti einræð- isherrann á þessum slóðum sem getur ekki spilað á metinginn milli risaveldanna og treyst á stuðning annars hvors þeirra. En ekki lengur. Sovétmenn eru hættir að hræra í þeim suðupotti sem Miðausturlönd eru og eru í samfloti með Bandaríkjunum í að- gerðum gegn írak. Það er því ekki hætta á að átök í þessum heims- hluta verði að ófriðarbáh um allan heim, enda þótt stríð við írak myndi hafa víðtækar afleiðingar í öflum hinum arabíska heimi, og bitna efnahagslega á allri heims- byggðinni. Tilgangurinn Tilgangur Bush forseta með að- geröunum gegn írak er tvíþættur, í fyrsta lagi að tryggja olíuaðdrætti og koma í veg fyrir að Saddam Hussein nái yfírráðum yfir mesta olíuútflutningssvæði heims, og í öðru lagi að knýja íraka til að veita Kúvæt sjálfstæði á ný. Bandaríkin hafa réttmætra hags- muna að gæta í því að tryggja að- gang að olíu, ekki aöeins fyrir sig, heldur ekki síður fyrir allan hinn iðnvædda heim. Iðnríkin í Evrópu eiga ennþá meiri hagsmuna að gæta en Bandaríkin í þessu. Með því að tryggja öryggi Saudi-Arabíu gagnvart Irak hafa Bandaríkja- menn gert landsmönnum kleift að auka framboð á olíu á heimsmark- aði í trássi við Saddam Hussein. Án þessarar vemdar hefðu Saudi- Arabar ekki þorað að ganga í ber- högg viö hann. Sá var tilgangurinn með því að senda herlið til Saudi- Arabíu. Með aukinni framleiðslu Saudi- Araba og annarra ríkja í OPEC, sem eru öll nema Líbýa andvíg ír- ak, ætti aö vera mögulegt að koma í veg fyrir olíuskort á heimsmark- aði á næstunni þótt engin olía ber- ist frá írak og Kúvæt. Með þessu aukna framboði, sem fæst með því að fullnýta framleiðslugetu sem hingað til hefur ekki verið nýtt, eru horfur á að takist að koma í veg fyrir verösprengingu á olíu- og heimsmarkaði. Að þessu leyti virð- ist íhlutun Bandaríkjamanna við Persaflóa ætla að takast, að minnsta kosti í bráð. Kúvæt En hinn þáttur áætlunarinnar, að knýja íraka til að skila aftur Kúvæt mun reynast erfiðari við- fangs. Til þess þarf skilyrðislausa KjáUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður uppgjöf Saddams Husseins. Það var einmitt innrás Saddams Husseins í Kúvæt sem sameinaði þjóðir heims í fordæmingu á honum, og til aðgerða undir forystu Banda- ríkjanna. Vegna Kúvæt gæti allt enn farið í bál og brand. Það er ekki talið mögulegt að reka íraka frá Kúvæt með hervaldi, það myndi kosta þúsundir mannslífa. Það myndi kosta gífurlega eyðileggingu í Kú- væt, og það er óvíst að það tækist. Þess í stað á að knýja íraka meö hafnbanni og viðskiptabanni til að sleppa hendinni af Kúvæt. Með öörum orðum að Saddam Hussein leggi niður rófuna og hunskist heim til sín. Þetta fellur í góðan jarðveg hjá almenningi í Banda- ríkjunum. - Svona á að fara með harðstjórana - segja menn og hrósa Bush forseta- sem aldrei fyrr. Með því aö stilla Saddam upp við vegg og gefa honum ekkert svig- rúm er boðið heim þeirri hættu, að hann grípi til örþrifaráða. Það virð- ist óhugsandi að hann geti, hvaö sem á gengur, sleppt hendinni af Kúvæt. Það er vert aði rilja upp í þessu sambandi, aö eftir að Saddam réðst á íran 1980, og eftir aö séð varð að hann næði ekki fljótlega tilgangi sínum þar, reyndi hann eftir nokkrar vikur að semja um frið. Allar friðartilraunir Saddams strönduðu á kröfu Khómeinis aja- tolla um að Saddam sjálfur skyldi hrakinn frá völdum og líflátinn. Til þess að hefna sín á Saddam héldu íranir áfram stríðinu í átta ár og fómuðu um milljón mannslíf- um. En Saddam sat sem fastast og styrktist í sessi frekar en hitt. Meö þetta í huga er ekki Uklegt að hann hlýöi einhverjum mönnum úti í heimi sem skipa honum að fara frá Kúvæt. Hann hefur sín rök fyrir því að Kúvæt sé hluti af írak, Kú- væt var þegar aUt kemur til alls ekki annað én strik á korti sem Bretar drógu upp þegar þeir skiptu veldi Tyrkjasoldáns eftir fyrri heimsstyrjöldina. Nýjar vígstöðvar Með því að ljá ekki máls á neinni málamiðlun um Kúvæt og kreíjast skilyrðislausrar uppgjafar Sadd- ams er Bush forseti að bjóða heim þeirri hættu að Saddam búi til nýj- ar vígstöðvar sem myndu splundra þeirri samstöðu sem nú ríkir gegn honum meðal Arabaríkjanna. Hann gæti breytt þeirri alþjóðlegu samvinnú um refsiaðgerðir gegn írak sem nú ríkir í stríð araba, við Bandaríkin fyrst og fremst. Það eina sem hann þyrfti að gera er að senda herlið inn í Jórdaníu. ísraelsmenn hafa þegar lýst því yfir að þá myndu þeir grípa til vopna gegn írak. Bandaríkin myndu styðja ísrael, en aUir arabar myndu styðja írak. Ástandið myndi gjörbreytast, allt myndi fara í bál og brand, og enginn getur séð fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu. Þótt nú sé útlit fyrir að.nægt framboð verði á olíu í bráð gæti það orðið skammgóður vermir ef málin taka þessa stefnu, og sú samstaða, sem er nú í Sameinuðu þjóðunum, myndi þá ekki endast. Olgan í arabaríkjunum vex dag frá degi. Fylgi við Saddam eykst stöðugt og allar aðstæður gætu gjörbreyst áður en refsiaðgerðim- ar gegn írak byrja að hafa veruleg áhrif. Fyrra markmið Bush forseta, að tryggja olíuaðdrætti til Vestur- landa frá Persaflóa og stöðva út- þenslu íraka þar, er þegar innan seilingar. En það er hitt markmið- ið, að knýja íraka til að setja emír- inn af Kúvæt til valda á ný, sem stefnir fyrra markmiðinu í tvísýnu. - Þaö á eftir að koma í ljós hvort Bandaríkjamenn meta meira, að tryggja hagsmuni sína eða að svín- beygja Saddam Hussein. Gunnar Eyþórsson „Bandaríkin hafa réttmætra hags- muna að gæta 1 því að tryggja aðgang að olíu, ekki aðeins fyrir sig heldur ekki fyrir allan hinn iðnvædda heim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.