Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Side 28
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Andlát Guðrún Tómasdóttir, áður að Hæð- argarði 28, lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 22. ágúst sl. Magnús T. Jónasson, Njálsgötu 104, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 16. ágúst. Guðlaug Guðjónsdóttir Westlund andaðist í Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund miðvikudaginn 22. ágúst sl. Eggert Jochum Víkingur lést í sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. ágúst. Jón Sigurðsson frá Stóra-Fjarðar- homí, Hraunbæ 182, lést á Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur fimmtu- daginn 23. ágúst. Marín Guðmundsdóttir, Barmahlíð 18, lést í Landspitalanum 23. ágúst. Björg Jónsdóttir, Hringbraut 113, Reykjavík, lést 22. ágúst í Borgar- spítalanum. Jaröarfarir Jóhannes Guðnason, Hverfisgötu 58, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fóstudag, kl. 13.30. Elísabet Tómasdóttir, Tómasarhúsi, Eskifirði, sem lést á heimili sínu 17. ágúst, verður jarðsungin frá Eski- ijarðarkirkju laugardaginn 25. ágúst kl. 14. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi blómasali, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Tilkyimingar Söfnun hjá Filippseyska- íslenska félaginu Félagið hefur ákveðið að standa fyrir fjársöfnun til hjálpar bömum sem eru illa á sig komin vegna jarðskjálftanna á Filippseyjum. 100.000 íjölskyldur em húsnæðislausar og vantar mat og fot. Hlutskipti þeirra er ólýsanlegt. Fihpp- seyska- íslenska félagið hefur opnað gíró- reikning nr. 1193-22-2000 í Sparisjóðnum, Grindavíkurútibúi. Ykkar hjálp er mikil- væg. Björgun úr nauð. EINSTAKÍ Á ÍSLANDI BLAÐSÍÐUR FYRIR KRONUR / Úrval TIMARIT FYRIR ALLA Menriing Fréttir Togarinn Aðalvik, sem Útgerðarfélag Akureyringa keypti frá Keflavik fyrir nokkrum dögum, kom til Akureyrar í fyrrakvöld. Útgerðarfélag Akureyringa á því orðið sjö togara en einum þeirra verður lagt um næstu áramót, þeim elsta sem ber nafnið Sólbakur. Nýja skipið, sem er útbúið sem frystiskip, mun frysta aflann um borð til áramóta en verða á ísfiskveiðum eftir það. DV-mynd gk Gary Moore - Still Got The Blues: Listagóður blús Gary Moore hefur komið víða við í gegnum tíðina og skapað sér nafn sem mjög frambærilegur rokk- gítaristi. Sólóplötur hans hafa þó ekki átt miklum vin- sældum að fagna, enda verið ákaflega misjafnar að gæðum. Enginn hefur þó dregið í efa hæfileika Moores sem rokkara og gítarleikara, enda dæmin mýmörg allt frá dögum han's með Phil Lynott og Thin Lizzy.. En eins ogsvo margir gítarleikarar af kynslóð Gary Moores á hann rætur sínar að rekja til bandaríska blúsins og það er kannski dæmi þess að sú eðla tónlist- arstefna er nú í sókn að Gary Moore helgar þessa nýju plötu sína blús og blúsrokki. Og það er skemmst frá því að segja að betri plötu hefur Gary Moore ekki sent frá sér um dagana. Hann stekkur hér fram á sviðið sem fantagóður blúsgítar- leikari, lagasmiður og söngvari og skýtur fyrir mína parta þungavigtarblúsrokkurum eins og Stevie Ray Vaughan og Jeff Healey ref fyrir rass hvað blúsinnlif- un áhrærir. Lag Moores, Still Got The Blues, er magn- að dæmi um þetta þar sem Moore fer á kostum bæði sem söngvari og gítarleikari. Og það er líka til marks um tilfinningu Moores fyrir blúsnum að þó hann sæki lög víöa að -á þessa plötu eru það hans eigin lög sem standa upp úr að mínu áliti. Fyrir utan titillagið, sem ég nefndi áðan, má telja King Of The Blues og Midnight Blues. Margir frægir tónlistarmenn koma við sögu þessarar plötu og meðal þeirra sem Moore hefur fengið til liðs við sig eru: Albert King, sá frægi blúsgítaristi, og koll- ega hans og nafni, Albert Colhns, píanóleikarinn Nicky Hopkins og hljómborðsleikarinn Mick Weaver. Þá leggur gamh bítillinn, George Harrison, til eitt lag á Gary Moore er í miklu stuði á Still Got the Blues. Nýjarplötur Sigurður Þór Salvarsson plötuna og leikur þar sjálfur mað á slidegítar og syng- ur bakraddir. Still Got The Blues er einhver besta auglýsing sem rokkblúsinn hefur fengið um langt árabh. Fjölmiðlar Fagrit útfararstjóra Stundum finnst mér að þeir sem stjórna fjölmiðlum eigi að hta svo á að íjölmiðlar hafi engan tilgang. Að þeir hafi hvorki féiagslegan, stjórn- málalegan né siðferöilegan tilgang heldur sé tilgangur fjölmiðla sá einn að seljast og skapa þannig þeim sem hafa lifibrauð sitt af íjölmiölunum þokkalega afkomu. Það er náttúrulega ljóst að flöl- miðlar yrðu miklu skemmtilegri ef tilgangurinn væri ekki ahtaf að vefj- ast fy rix stjórnendum þeirra og starfsmönnum. Það má taka dæmi af íslensku þjóðkirkj unni í þessu sambandi. Eftir að prestar fóru að spyrj a sjálfa sig að þvíhvaða tilgang þeir og kirkjan heföu i þjóðfélaginu hefur þeim tekist að gera Guð leiðin- legan en að óreyndu hefði ég ekki trúað að það væri hægt. En það þarf ekki að fara út fyrir fjölmiðla tii að finna dæmi þess hvernig hugmyndir stjómenda þeirra um tilgang hafa búiö tíl óheyrileg leiðindi. Þetta er raest áberandi í Morgunblaðinu enda virðist mikil útbreiðsla þess hafa lagst þungt á stjórnendur þess. Þeir líta ekki á blaðið sem vöru heldur stofnun í þjóðfélaginu eðajafnvel þátt í upplagi islendingsins. Einhverju sinni þegar ég tók Morgunblaðíð með mér til að lesa yfir pitsu komst ég að því að tíu síö- ur af fjörutíu og átta voru lagðar undir minningargreinar. Þetta var eins og fagrit útfararstjóra. Þar sem ég var fijótari að lesa aðra þætti í blaðinu en að boröa pitsuna reyndi ég að lesa nokkrar af þessum minn- ingargreinum. Mér virtustþær ekki eiga neitt erindí til annarra en þeirra sem þekktu viðkomandi. Flestar voru í raun óboðlegt lesefni þar sem höfundarnir gátu ekki kom- ið hugsunum sínum eða thfinning- um th skila heldur festust í ein- hverjum klisjum og þvargi um eitt- hvað sem engu máli virtist skipta. Þar sem ég var ekki enn búinn með pitsuna endaði ég á því að reyna að lesa á mhli línanna. Það hefur mér alltaf fundist hinn endanlegi dauða- dómur yfir texta; þegar hann er svo þunnur og misvísandi að lesandinn neyöist th þess að reyna að bæta hann áður en honum er kyngt. Það fyndnasta við þetta allt er að líkast th eru minningargremarnar í Morgunblaðinu eín traustasta stoðin undir veldi þess og út- breiðslu, Menn geta því líkast til grætt heilmikið á því að vera leiðin- legir, hátíðlegir og uppfullir af ahs konartilgangi. Gunnar Smári Eghsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.