Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990. Fréttir Sandfok við Óseyrarbrú: Uppgræðslan við veginn hef ur gengið mjög hægt Kristján Einaissan, DV, Selfossi: Þeir sem fara oft um nýju Óseyrar- brúna hafa á þurrkadögum fengiö að fiima fyrir sandfoki ef hreyfir vind. í strekkingsvindi er sandfokiö þaö mikið aö bílar hafa látið á sjá. Fólk er að vonum óánægt meö þetta og finnst uppgræðslan meðfram veg- inum beggja megin við brúna ganga heldur hægt. Vegagerð ríkisins í samvinnu við landgræðsluna sér um að græða upp vegkantinn og að sögn Steingríms Ingvarssonar, staðarverkfræðings vegagerðarinnar, hefur samvinnan gengið með ágætum. Kannaðist Steingrímur ekki við kvartanir vegna sandfoks. Vegagerðin á 20 metra sitt hvorum megin við veg- stæðiö og sér alfarið um uppgræðsl- una á því svæði bæði austan og vest- an við brú. Vestan við brúna þar sem sandur er meira óheftur sjá landeig- endur um uppgræðsluna á sínu landi. Hrafnkell Karlsson á Hrauni í Ölf- usi sagði aö erfitt yrði að hefta sand- fokið algerlega og þá sérstaklega vestan við brúna. Þar væru aðstæður erfiðari, sjórinn brýtur á öðnun meg- in og Ölfusá hinum megin. „Sandfokið er verst á þurrum vetr- ardögum og hef ég heyrt að bílar hafi farið mjög illa vegna þess. Við landeigendur höfum gert mikið átak í að hefta sandinn á undanfornum árum. Svona uppgræðsla vinnst ekki á stuttum tíma, þetta tekur nokkur ár og erum við allir af vilja gerðir,“ sagði Hrafnkell að lokum. Svona er umhorfs við veginn vestan við Óseyrarbrú. DV-mynd Kristján Amarstofhiim á uppleið: Atján ungar komust upp á þessu sumri - talið að varp hafi misfarist hjá 20 amarpörum í ár íslenski öminn, eða hatörninn, er stærstur evrópskra arna. Honum hefur nú fjölgað lítillega á ný eftir áralanga útrýmingarhættu. Á þessu ári komust upp átján am- arungar úr tólf amarhreiðrum. Auk þess er vitað um 20 amarpör sem hafa helgað sér óðal en varp hefur misfarist hjá þeim. Alls eru því 32 amarpör í landinu. Öminn er afar viðkvæmur varpfugl og verði hann fyrir ónæði á meðan hann hggur á em miklar líkur á að varp hans mis- farist. Nú er álitið að amarstofninn sé á uppleið. Fyrir 20 árum var aðeins vitað um 10 pör í landinu. Síðan þá hefur stofninn stækkað örhtið ár frá ári og er nú 32 pör. Þegar stofninn er á uppleið er algengt að annar fugl- inn af pari sé ekki orðinn kynþroska en emir verða ekki kynþroska fyrr en á fimmta til sjöunda ári. íslenski öminn, eða hafominn, er stærstur evrópskra ama, 90 cm á lengd og með 2,5 m vænghaf. Áður fannst hann viða um land en í lok 19. aldar stórfækkaði honum og finnst nú aðallega á Vestfjörðum og við Breiðatjörð. Hann var alfriðaöur 1914 og eitrun fyrir refi var hætt nokkm síðar en það er tahð ein af ástæðunum fyrir stórfækkun stofns- ins, Öminn gerir hreiður í háum klett- um með góöu aðflugi og verpir oftast tveimur eggjum. Hann þykir styggur og hughtih, lifir mest á fiski, einkum hrognkelsum og laxi, en fer stundum á æðarfugl og einstaka sinnum tekur hann lömb. -pj Fengu ekki inni 1 sal Dagsbrúnar: Verða að standa á eigin fótum - segir Guðmundur J. Guðmundsson Nokkrir aðstandendur fundar, sem átti að fjalla um breytta starfs- hætti hjá Dagsbrún, fékk ekki inni í sal félagsins að Lindargötu 9 á laugardaginn. Sömu aðilar vinna nú að mótframboði við núverandi stjóm, vegna komandi stjómar- kjörs hjá Dagsbrún. Fuhtrúamir lýstu óánægju sinni í eftirfarandi ályktun: „fundur um breytta stjómarhætti hjá Dagsbrún lýsir furðu sinni á þeirri óvirðingu sem stjórn Dagsbrúnar sýndi fé- lagsmönnum sínum með því aö neita þeim um afnot af sal félagsins að Lindárgötu 9 laugardaginn 25. ágúst.“ Undir þetta rituðu sjö fé- lagsmenn. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði viö DV aö hann teldi að sjömenning- amir heíðu ekki þurft svo stóran sal undir sinn fund og að stjómin veiti þeim aðstoð við framboðið: „Eg áht ekki að þama eigi að fara fram starfsemi önnur heldur en á vegum Dagsbrúnar. Þessir drengir verða að átta sig á því að við fram- boð, þar sem á að fella þennan og hinn, verða þeir að treysta á ein- hvern annan en stjóm og skrifstofu félagsins. Þeir verða að standa á eigin fótum. Það hefur margsinnis verið boöið fram undanfarin ár. Ég man aldrei eftir hjálparbeiðni sem þessari. Þessir sömu menn hafa einnig sagt að þaö væri ekki nokkur leið að skhja lög Dagsbrúnar. Ef menn- imir skilja ekki skýr ákvæði og lög vegna kosninga með allsheijarat- kvæðagreiðslu hst mér ekki á skilning þeirra við lausnir á tugum samninga og erinda. Mér hst því iha á byrjunina hjá þeim við að feha stjórnina," sagöi Guðmundur J. Guðmundsson. -ÓTT í dag mælir Dagfári Persaflói í pant Umheimurinn hefur haft nokkr- ar áhyggjur af því hvert stefnir í átökimum við Persaflóa. Hvað á aö gera við Saddam Hussein? Hvað á að gera við Kúvæt? Hvað á að gera við þann mikla her sem búið er að safna saman við landamæri Saudi- Arabíu og íraks? Sumir vhja stríð, aðrir samninga og enn aðrir vhja halda taugastríðinu áfram, án þess aö nokkuð sé að gert. Hér á íslandi hafa þessar spum- ingar verið ræddar eins og annars staðar. Hvað á að gera við Persaf- lóaátökin? Hvað á að gera ef stríð brýst út? Bush Bandaríkjaforseti hringdi th Steingríms og bað um aö ísland lýsti yfir stríði á hendur írak eða að minnsta kosti gæfi sam- þykki sitt fyrir herflutningum Bandaríkjamanna th Saudi-Arab- íu. Steingrímur talaði við Jón Bald- vin og Jón Baldvin talaði við Nató og aö lokum var Nató samþykkt því að Bandaríkjamenn gripu til vopna th að veija sjeikinn í Kúvæt sem varð að skhja allar fimmtíu eiginkonur sínar eftir í Kúvæt þeg- ar hann flúði landið. Menn höfðu kannski ekki svo mikla samúð með eiginkonunum, sem sjálfsagt geta gengið út að nýju, en sjeikinn í Kúvæt hafði áhyggjur af að missa bæði landið, konumar og aurana sína og þess vegna komst Nató að þeirri niðurstöðu að rétt væri að safna hði th að endurheimta kvennabúrið og ohulindirnar. íslendingar og íslenska ríkis- stjómin tók sem sagt afstöðu með hðsflutningum Kananna í þágu mannréttinda, kvenfrelsis og ohu- hagsmuna. Hins vegar var ekki tekin afstaöa th þess hvað gera skyldi við stríöið sem síðar kynni að brjótast út. Hvað eiga menn að gera við stríð og hvar á að parkera því? Ríkisstjóm íslands hefur vænt- anlega skotið saman fundi th um- ræðna um það mál enda hafa ýms- ir ráðherrar verið að hvísla því að vinum sínum og ráðgjöfum að best væri fyrir íslendinga að taka þátt í stríðinu með því að hækka skatta eða leggja auknar byrðar á þjóðina th að stríðið og afleiðingar þess kæmu íslendingum við. Við getum ekki staðið álengdar og látið sem svona stríð komi okkur ekki við. En þaö var einmitt á þessu augnabhki, er menn vora famir að spá alvarlega í hækkaða skatta, aö Guðmundur Jaki hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í blaða- viðtah: „Persaflóastríðið rúmast ekki fyrir í launaumslögunum." Guðmundur kann aö orða hlutina og það er vonandi að þessi um- mæh hans berist út til Pentagon og Bagdad svo að menn haldi að sér höndum viö Persaflóa. Það nær auðvitaö ekki nokkurri átt að menn ani út í heimskulegt stríð þegar þaö hggur fyrir aö íslendingar hafa alls ekki efni á stríði. Hiiin vinnandi maður hér á íslandi hefur ekkert pláss lengur í sínu launaumslagi fyrir stríðsútgjöld. Það þýðir ekk- ert fyrir stríðsaðila að reikna með franhögum frá íslenskum launþeg- um, hvað þá að íslenskir launþegar taki því þegjandi ef ríkisstjórnin ætlar að nota tækifærið og hækka skattana af völdum stríðsins. Það er allt í lagi á meðan ríkis- stjórnin er samþykk stuðningi Nató við Kanana og það er út af fyrir sig veijandi að íslendingar haldi uppi vörnum fyrir kvenfrels- inu í Kúvæt en ef þetta stríð á að fara að kosta okkur útgjöld, skatta og auknar byrðar þá erum við al- farið á móti þessu stríði og eins gott fyrir Bush og Saddam Hussein að gera sér grein fyrir því. íslend- ingar láta ekki stríðsæsingamenn komast í launaumslögin sín og það er sjálfum Jakanum að mæta ef einhverjum hefur dottið það í hug. Það er ekkert pláss eftir í íslensk- um launaumslögum. Þar er kaup- máttarskerðing, bráðabirgðalög, niðurgreiðslur og byggðastefnu- póhtik ahsráðandi og umslögin eru úttútnuð af útgjöldum, vanskhum og vöxtum og ekki á það bætandi. Við látum ekki Persaflóastríð setja launin okkar í pant. Yfirlýsing Jak- ans hefur alþjóðlega vigt og er rödd öreigans þegar Sovétmenn hafa gefist upp á því að vera málsvarar hins almenna verkamanns. Engin útgjöld takk, eha hafa írakar og Bandaríkjamenn verra af. Þeir geta svo sem barist og barist í eyðimörk- inni, þessir höfðingjar, en ef það á að bitna á launum íslendinga er mæhrinn fuhur. Persaflóastríðið rúmast ekki í launaumslögum ís- lendinga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.