Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990.
Útlönd
Danir vilja
senda herskip
Ættingjar danskra gísla í írak og
Kúvæt óttast að tillaga Uffe Elle-
mann-Jensens um að senda dönsk
herskip til Persaflóa kunni að hafa
alvarlegar afleiðingar. Danska þing-
ið mun koma saman síðar í þessari
viku til að ræða tillöguna. Jafnaðar-
menn hafa enn ekki látið í ljósi af-
stöðu sína en Sósalíski þjóðarflokk-
urinn hefur lýst sig andvígan tillög-
unni.
Utanríkisráðherra Noregs, Kell
Magne Bondevik, útilokar að norsk
herskip verði send til Persaflóa en
segir að möguleiki sé á að senda
birgðaskip. Viðræður eru í gangi
milli ríkisstjóma Danmerkur og
Noregs um málið en Bondevik lagði
í gær áherslu á að enn hefði ekki
verið tekin nein ákvörðun. Ríkis-
stjórnin í Noregi vill einhug á þingi
um aögerðir Norðmanna og það er
sagt þýða í raun að engin birgðaskip
veröi send því formaður utanríkis-
málanefndar þingsins, Gro Harlem
Brundtland, segir nei. Ritzau og NTB
Verð á olíu
snarlækkar
Heimsmarkaðsverð á hráolíu og
gulli snarlækkaði í gær vegna
bjartsýni um friðarsamkomulag í
deilunni fyrir botni Persaflóa.
Lækkaði verð á hráohu um rúm-
lega þrjá dollara á tunnuna og var
verðið því um 27 dollarar. Þegar
mörkuðum var lokaö á fóstudags-
kvöld var verðið rúmlega 30 dollar-
ar.
Verðið er einnig sagt hafa lækkað
vegna aukinna vona um aö óform-
legur fundur ráðherra Opec, sam-
taka olíuútflutningsríkja, í Vín
muni leiða til þess aö fleiri ríki lofi
aukinni ohuframleiðslu til að bæta
upp pá olíu sem ekki kemur lengur
frá Irak og Kúvæt.
Verð á gulli féll í gær. í Zúrich
var verðið á 401,10 dollara únsan
og hafði það lækkað um nær 14
dollara frá því á fóstudaginn.
Verð á hlutabréfum hækkaði
hins vegar á verðbréfamörkuðum
ígær. ReuterogTT
Verð á hlutabréfum hækkaði í gær og verð á oltu og gulli lækkaði vegna
bjartsýni um þróun mála í Persaflóadeilunni. Simamynd Reuter
Mandela fús
til að miðla
Nelson Mandela, forseti Afríska
þjóöarráösins. Simamynd Reuter
Blökkumannaleiðtoginn Nelson
Mandela er fús til að gerast milli-
göngumaöur í Persaflóadeilunni. Það
var palestínski fulltrúinn Hanna
Siniora á ráðstefnunni um hatur,
sem fram fer í Osló, sem lagði til að
Mandela yrði í nefnd manna sem
færu til fundar viö Saddam Hussein
íraksforseta til að reyna að koma í
veg fyrir stríð.
Siniora sagði að bæði Jimmy Cart-
er, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem
tekiö hefur að sér að miðla málum í
ýmsum milliríkjadeilum, og Nelson
Mandela ættu að vera í slíkri sendi-
nefnd.
Á ráðstefnunni var Mandela einnig
beðinn um aö fara til Jerúsalem til
að reyna að fá gyðinga og Palestínu-
mennaðsamningaborði. ntb
Franskir hermenn meö skotfæri um borð í flugmóðurskipinu Clemenceau sem sent hefur verið til Persaflóa.
Simamynd Reuter
_ Bandaríkin:
Iraskir stjórn
arerindrekar
reknir úr landi
Bandarísk yfirvöld ráku úr landi í
gær flesta starfsmenn íraska sendi-
ráðsins í Washington en sendiherr-
ann vfr ekki meðal þeirra. Embætt-
ismenn í Washington sögðu í gær að
íraskir skipstjórar hefðu fengið ný
fyrirmæh og ættu þeir nú ekki að
verjast herskipum sem reyndu að
framfylgja hafnbanni gegn írak.
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC
greindi frá því í gær að írakar hefðu
flutt hermenn sína að minnsta kosti
sextán kílómetra írá landamærum
Kúvæts og Saudi-Arabíu. Banda-
ríska vamarmálaráðuneytið neitaði
að tjá sig um máhð.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Perez de Cuellar, sem hitta
mun utanríkisráðherra íraks á
fimmtudaginn í Amman í Jórdaníu,
kvaðst í gær bjartsýnn á árangur
viðræðnanna.
George Bush Bandaríkjaforseti
benti á það í gær að ályktun Samein-
uöu þjóðanna væri svo ótvíræð og
að Saddam Hussein íraksforseti svo
harður í afstððu sinni að ekki væri
enn hægt að sjá fyrir sér árangurs-
ríkar samningaviðræður. Bush
kvaðst ánægður með frumkvæði
framkvæmdastjórans en sagðist
myndu verða andvígur hvers kyns
málamiðlun varðandi kröfur Sam-
einuðu þjóðanna og Bandaríkjanna
um brottflutning íraskra hermanna
frá Kúvæt, endurreisn stjórnarinnar
og lausn allra erlendra gisla.
Forsætisráðherra Frakklands,
Michel Rocard, sagöi á skyndifundi
þingsins í gær að Frakkland væri
reiðubúið til stríðs ef þörf krefði.
Segjast Frakkar ætla að senda orr-
ustuþyrlur til Saudi-Arabíu. Hvöttu
frönsk yflrvöld Sameinuðu þjóðimar
til að senda menn til Kúvæt til vemd-
ar stjórnarerindrekum þar. Kváðust
Frakkar hafa farið fram á fund Ör-
yggisráðsins til að fá tillöguna sam-
þykkta.
Sumum sendiráðufh í Kúvæt hefur
enn ekki verið lokað þrátt fyrir fyrir-
skipun íraskra yfirvalda en hermenn
létu hjá líða að flytja sendiráðsstarfs-
menn burt með valdi. Sendiherra
Líbanons í Kúvæt, sem sagður var
hafa verið handtekinn af írökum, er
nú á leið til Amman í Jórdaníu með
fjölskyldu sinni og tólf sendiráðs-
starfsmönnum, að því er líbanskur
sendiráðsstarfsmaður í Amman upp-
lýsir. Starfsmenn utanríkisráðu-
neytisins í Líbanon tilkynntu í gær
að íraskir hermenn hefðu gripið
sendiherrann og starfsmenn hans í
Kúvæt þegar þeir vom á leið úr landi
til Saudi-Arabíu.
Reuter
Jesse Jackson til íraksforseta
Mannréttindabaráttumaöurinn og
blökkumanncdeiðtoginn Jesse Jack-
son fór frá New York í gærkvöldi
áleiðis til íraks þar sem hann ætiar
að taka sjónvarpsviötal við Saddam
'Hussein íraksforseta á morgun.
Búist er við að Jackson komi til Jórd-
aníu í dag.
Eftir fund með bandarískum emb-
ættismönnum þar mun Jackson
fljúga til Bagdad þar sem hann ætlar
að ræða við Hussein, að því er banda-
ríska sjónvarpsstöðin NBC greindi
frá í gærkvöldi. Viðtalinu verður
hins vegar ekki sjónvarpað fyrr en í
næstu viku.
Einnig er ráðgert að Jackson hitti
bandarískagíslaíírak. Reuter
ísrael:
Keyptu ekki gasgrímur
handa Palestínumönnum
ísraelsk yfirvöld hafa ekki keypt
gasgrímur handa Palestínumönnum
á herteknu svæðunum. Talsmaður
hersins sagði í gær að ísraelskum
yfirvöldum væri hins vegar ljóst að
þau bæm ábyrgð á Paiestínumönn-
unum sem em 1,7 milljónir. Sagði
talsmaðurinn að ef skipun yrði gefm
um að deila ætti út gasgrímum
myndi það einnig gilda fyrir Palest-
ínumenn.
Benti talsmaðurinn á að gasgrímur
væru dýrar, hver þeirra kostar á
milh 80 og 100 dollara, og auk þess
væri erfitt aö deila þeim út. Treysta
þyrfti á sjálíboðaliða og þyrfti gott
samband að vera á milh yflrvalda og
þeirra sem fá ættu grímurnar og um
slíkt væri ekki að ræða á herteknu
svæðunum.
Talsmaður ísraelska utanríkis-
ráðuneytisns vildi í gær ekki svara
beint spurningum um gasgrímur
handa Palestínumönnum en sagði
þaö skoöun sína að íraksforseti
myndi ekki beita Palestínumenn
efnavopnum.
ísraelsk yfirvöld tilkynntu í síö-
u^tu viku að enn væri ekki ástæða
til að deila út gasgrímum en sérstök
nefnd var skipuð sem fylgjast á með
þróun mála. Margir ísraelsmenn
hafa sjáifir keypt sér gasgrímur.
Ritzau