Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990.
Utlönd
Erich Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, var handtekinn í janúar síðastliðnum. Nú þykir óvíst hvort
hann verði ákærður. Simamynd Reuter
Sleppur
Honecker
við ákæru?
Það þykir svolítið kaldhæðnis-
legt að Honecker, skapari Berlín-
armúrsins og maðurinn sem hét
því að Þýska alþýðulýðveldið
myndi lifa í hálfa, jafnvel heila öld,
sjái hag sínum best borgið með
skjótri sameiningu þýsku ríkjanna.
A 78. afmælisdegi Honeckers,
sem var á laugardaginn, tilkynnti
ríkissaksóknari í Austur-Þýska-
landi að ákæra hefði enn ekki verið
lögð fram gegn Honecker og að lík-
lega yrði það ekki fyrir 3. október,
daginn sem þýsku ríkin sameinast.
Margir eru meira að segja efms um
að embætti ríkissaksóknara í Vest-
ur-Þýskalandi geti ákært hann.
Fyrst og fremst hefur verið búist
við ákæru á hendur Honecker,
fyrrum leiðtoga Austur-Þýska-
lands, vegna ákvörðunar hans um
að veita yfir 60 milljónir marka, eða
rúmlega tvo milljarða íslenskra
króna úr ríkissjóði til byggingar
lúxushúsnæðis fyrir leiðtoga a-
þýska kommúnistaflokksins. En
tilefni til ákæru þykja einnig skip-
anar hans um að skjóta alla Aust-
ur-Þjóðveija sem reyndu að flýja
yfir landamærin til vesturs og að
v-þýskum hryðjuverkamönnum
skyldi veitt skjól og efnahagsleg
aðstoð.
Honecker, sem er með krabba-
mein, dvelur nú á sovésku her-
sjúkrahúsi í Beehtz sem er rétt fyr-
ir sunnan Berlín. Þeir voru ekki
margir sem komu til að óska hinum
aldna leiðtoga til hamingju með
afmælisdaginn. Snemma um morg-
uninn komu tveir gamhr menn
með blóm og síðar um daginn komu
nokkrir ættingjar. Sovésku verð-
irnir við sjúkrahúsið hleyptu eng-
um blaðamönnum að. Að þeirra
sögn tekur aðeins Vogel lögfræð-
ingur ákvarðanir um hverjir fá að
hitta Honecker og hann var ekki
viðstaddur. Vogel hafði áður það
verkefni með höndum að semja við
Vestur-Þjóðverja um greiðslu fyrir
þá Austur-Þjóðverja sem fengu
leyfi th að flytjast úr landi. Það er
skoðun sumra að það hafi verið
fyrir tilstihi Vogels sem Honecker
hefur enn ekki verið leiddur fyrir
rétt.
Mörgum þykir að láta eigi gamla
manninn í friði og nær sé að lög-
sækja alla þá þúsund embættis-
menn sem gáfu fyrirskipanir um
handtökur og ofsóknir og jafnvel
morð á þeim sem tekist hafði að
flýjavestur. ReuterogTT
Moröalda skelfir Bandaríkj amenn:
Duglegir við að
drepa náungann
Dauðadrukknir páfagaukar
Drykkjuskapur meðal ástralskra „Vegurinn var allur þakinn umnæturmyndastdöggáveginum
páfagauka er nú farinn að hafa al- dauðum grænum páfagaukum og og hún leysir upp hrásykur sem
varleg áhrif í byggöum þeirra enn fieiri voru að éta sykurinn upp hristist af flutningabílum á leiö th
nærri helstu miðstöð sykuriðnað- af veginum af slíkum ákafa að eng- borgarinnar. Þegar sólin kemur
arins i landinu. in leiö var að reka þá út af,“ er upp gerjast lögurinn á veginum.
Páfagaukarnir drekka geijaðan haft eftir vegfaranda á leið til Páfagaukar, sem eiga sér bólstaði
sykurlög á vegum í nágrenni borg- Bundaberg í Queensland en þar er í nágrenninu, hafa uppgötvað þess-
arinnar með þeim afleiðingum að mikiö unnið af sykri. ar ódýru veigar en kunna sér ekki
flughæfnin bregst þeim og þeir Áfengið, sem páfagaukarnir hófþegarútídrykkjunaerkomið.
verða fyrir aðvífandi bílum. sækja svona í, verður þannig til að Reuter
Sigur í sjónvarpsstríði
- fréttasjónvarpið CNN með undirtökin við Persaflóa
Bandaríkjamenn horfa með hryll-
ingi á nýjustu tölur um tíðni morða
þar í landi. Þeir hafa lengi vitað að
morð eru algengari þar en í nokkru
öðru vestrænu landi en nú liggur það
fyrir svart á hvítu aö forskot Banda-
ríkjamanna er geigvænlega mikið á
þessu sviði.
Nýlega kom út vestanhafs skýrsla
um samanburð á tíðni morða í 22
iðnvæddum löndum. Þar reiknaðist
mönnum svo th að morð á hverja
hundrað þúsund íbúa í Bandaríkjun-
um séu 2,6 sinnum fleiri en í því landi
sem næst kemur.
Og þetta er ekki allt. Af Bandaríkja-
mönnum á aldrinum 15 th 24 ára eru
74 sinnum fleiri myrtir en t.d. í Aust-
urríki og 73 sinnum fleiri en í Japan.
í samanburði við þessi tvö lönd virð-
ist þó sem morðæði ríki í Vestur-
Þýskalandi. Þó eru 22 sinnum fleiri
ungmenni myrt í Bandaríkjunum en
í Vestur-Þýskalandi. Yfirleitt taka
bandarískir morðingjar byssur fram
yfir önnur morðvopn.
Höfúndum skýrslunnar kom mjög
á óvart hvað morð eru hlutfahslega
algengari í Bandaríkjunum en öðr-
um löndum þar sem lífskjör eru sam-
bærileg. „Við vissum að tíðni morða
væri hærri í Bandaríkjunum en í
öðrum nálægum löndum en að mun-
urinn væri svona mikhl kom okkur
aldrei í hug,“ segir Lois Fingerhut,
einn þeirra sem tók skýrsluna sam-
an.
Og það bendir ekkert th að morðum
fari fækkandi vestra. Því er spáð að
morð verði aldrei fleiri en einmitt í
ár. Fyrra met var sett árið 1980 en
þá urðu morðingjar 23040 Banda-
ríkjamönnum að bana. Fari svo fram
sem horfir í ár verður talan nokkrum
hundruðum hærri.
Þar th í miðjum þessum mánuði
höfðu 300 menn fahið í Washington-
borg og er það 30 mönnum fleira en.
á sama tíma í fyrra þegar sannkölluð
morðalda reið yfir borgina. Þá reikn-
aðist mönnum svo th að 60 af hverj-
um 100 þúsund íbúum hefðu fallið
fyrir hendi morðingja. Það er um
þrítugfalt meira en á íslandi.
í Bandaríkjunum eru lög um með-
ferð skotvopna mjög fijálsleg og
flestir geta eignast byssu án mikhlar
fyrirhafnar. I löndum þar sem lög-
gjöfin er strangari eru morð hka fá-
tíöari. Þannig er það t.d. í Kanada
þar sem aðstæður eru að öðru leyti
áþekkar og í Bandaríkjunum.
í Bandaríkjunum er hins vegar
mikil andstaða við að breyta lögun-
um því þar er það tahnn sjálfsagður
réttur manna að eiga skotvopn til að
veija sig og sína fjölskyldu.
Reuter
Bandaríkjamenn eru margfaldir.
meistarar i ofbeldi.
Simamynd Reuter
Þótt enn sé ekki hægt að kalla
Persaflóadeiluna stríð þá eru margir
Bandaríkjamenn á því að úrslit hafi
þegar ráðist í einu stríði sem skah á
um leið og Saddam Hussein fór að
þrengja að nágrönnum sínum í Kú-
væt.
Þetta er stríð bandarísku sjón-
varpsrisanna um hyhi áhorfenda.
Eins og svo oft á undanförnum árum
upphófst kröftug samkeppni milli
þeirra stóru - ABC, CBS og NBC -
og allar töpuðu þær stíðinu fyrir litla
risanum sem hefur verið að velgja
þeim undir uggum á síðustu misser-
um.
Þessi nýi keppinautur sjónvarps-
risanna er Cable Network News eða
CNN. Áhugamenn um sjónvarpsmál
í Bandaríkjunum velta því nú fyrir
sér hvemig þaö gat gerst að tiltölu-
lega ung og lítil sjónvarpsstöð gat ýtt
þeim stóru út í horn í fréttaflutningi
af Persaflóadehunni.
Hættir að horfa
á stóru stöðvarnar
Staðreyndin er sú að bandarískir
sjónvarpsáhorfendur, sem vhja fylgj-
ast með því sem er að gerast við
Persaflóa, eru hættir að sthla á
fréttatíma stóru stöðvanna. Allt það
nýjasta er allaf að finna hjá CNN sem
nú er eina bandaríska sjónvarpsstöð-
in sem er með fréttamenn í írak.
Og þetta á ekki bara við þá sem
sitja heima í Bandaríkjunum heldur
er sagt að þeir sem eru innlyksa í
írak og Kúvæt fylgist með á CNN th
að sjá hvað þeir eigi að gera.
Aðdáunin á afrekum litla risans
gengur svo langt að sagt er að emb-
ættismenn í Bagdad sitji löngum
stundum fyrir framan skjáinn og
horfi á CNN til að sjá upp á hveiju
Bandaríkjamenn taki næst.
Þegar George Bush er ekki að leika
golf horflr hann að sögn á CNN og í
hvert sinn sem írakar þurfa að senda
Könunum boðskap sinn láta þeir
CNN vita því það er eina leiðin th
að ná til alls þorra Bandaríkja-
manna.
Fyrstir á vettvang
-seinastir heim
Ein sagan um CNN er á þá leið að
Turgut Ozal hafi setið heima í Ank-
ara og horft á viðtal við Bush í beinni
útsendingu. Bush sagði að hann ætl-
aði að hringja í Ozal innan skamms.
Ozal átti ekki von á símtali við forset-
ann en stóð samt upp og gekk inn á
skrifstofu sína og tók upp símann í
sama mund og hann hringdi. Það var
Bush.
Stjórnandi CNN fullyrðir sjáfur að
stöð hans sé uppspretta heimhda fyr-
ir ahar aðha sem eiga hlut að Persa-
flóadehunni. Það er sagt að CNN sé
alltaf fyrst á vettvang og seinust af
átakasvæðunum. Það var í gegnum
CNN sem heimsbyggðin sá endalok
mótmælanna í Torgi hins himneska
friðar í Peking.
Á CNN eru bara fréttir og sjón-
varpsstjórinn, Ted Tumer, segir að
hans stöð sé sú eina sem standi und-
ir nafni sem fréttastöð. CNN nær til
ahs heimsins og nýtir sér nýjustu
tækni í gervihnattasendingum. Stöð-
in nýtur líka góðs af vaxandi áhuga
á alþjóðlegum fréttum. Það er þetta
tvennt sem hefur gert CNN að stór-
veldi á sínu sviði.
í áskrift um allan heim
Dagskrá stöðvarinnar er seld í
áskrift um allan heim. Flest hótel eru
áskrifendur og einnig sendiráð og
opinberar skrifstofur og einnig fjöldi
einkaheimila. í Bandaríkjunum hafa
53 milljónir manna aðgang að dag-
skránni.
Síðustu vikur hefur fjórðungi af
útsendingartíma stöðvarinnar verið
varið í að segja frá Persaflóadeilunni
og hefur hún náð þar algerum yflr-
burðum yfir alla keppinauta sína.
Heimild: BT