Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990.
13
Lesendur
„Eru kennimenn guðs að verða jafnspilltir og aðrir í þessu þjóðfélagi," spyr bréfritari.
Myndi Kristur kvarta?
Þorgrímur E. Grímdal leikmaður
skrifar
Enn á ný hefur það sannast að það
er ekki sama hvort ég er séra Jón
eða bara Jón. Yfirleitt hefur það ver-
ið á þann veg að séra Jón hefur haft
þaö betra en bara Jón en nú virðist
sem það sé að breytast.
Aumingja séra Jón. Nú hefur hon-
um verið gert að greiöa hækkaða
húsaleigu til hins opinbera. Ég er nú
ekkert á móti því aö séra Jón greiði
raunhæft verð fyrir húsnæði, sem
og aðrir þeir er leigja hjá ríkinu. Þó
má færa ýmis rök fyrir því hvers
vegna þeir ættu að greiða minni
leigu.
í viðtaii á rás 2 þann 20. ágúst var
rætt við prest frá prestasamtökunum
þar sem hann var spurður spjörun-
um úr um ástæðu þá að þurfa ekki
að greiða hærri leigu. Svaraði hann
því meðal annars til að svo mikill
kostnaður fylgdi því.embætti að vera
prestur. Þar á meðal að þurfa að út-
búa skrifstofu á sinn kostnað, mikill
akstur, sem fæst aðeins greiddur að
hluta, og það að húsnæði það sem
þeir búa í sé alltaf opið öllum og því
líkara félagsheimili en einkaheimili.
Það eru til svör við öllum spurning-
um. Það er jú réttlætanlegt að fá fjár-
magn til kaupa á útbúnaði til skrif-
stofustarfa, svo framarlega sem ekki
er splæst í dýrasta útbúnaðinn. Hvað
viðkemur kostnaöi á rekstri bifreiðar
þá þurfa allir að aka í vinnuna, hvort
sem þeir eru bara eða séra. Og varð-
andi félagsheimili prestanna þá veit
ég ekki betur en að allir bændur
hleypi öllum inn til sín ef bankað er
upp á hjá þeim. Það þykir bara sjálf-
sagt að gera slíkt.
Niðurstaða mín eftir þessa snagg-
aralegu umfjöllun, sem byggð er á
mjög þröngum grunni, er að mér
fmnst allt í lagi að prestar geri það
er Kristur flutti að gjalda keisaran-
um það sem keisarans er og guöi það
sem guðs er.
Því má svo bæta við að ef prestar
hefðu það mikið að gera við embætt-
isstörf þá kæmi vel til greina að
lækka leigu þeirra. En þar sem ég
þekki til mætti halda að sóknarprest-
ur minn væri í verkbanni þar sem
hann sinnir aðeins bráðatilfellum,
líkt og læknir í verkfalh.
Eru kennimenn guðs að verða jafn-
spilltir og aðrir í þessu þjóðfélagi?
Eru þeir hættir að sinna kalli Krists
um að kenna það sem hann kenndi
og feta í fótspor hans? Hvað sagði
ekki Kristur? Til að öðlast eilíft líf
hjá guði skaltu gefa allar eigur þínar
og þá muntu verða hjá guði til eilífð-
ar. Prestar, áður en þið geriö næsta
leik, hugsið þá fyrst um það hvað
Kristur myndi gera í ykkar sporum.
Myndi hann kvarta um of háa húsa-
leigu?
VANTAR - VANTAR - VANTAR
Feiknarsala, feiknarsala
Vantar allar gerðir bíla á staðinn.
Sé bíllinn á staðnum selst hann fljótt.
Bílasala ,)Q
GARÐARS
Borgartúni 1 - s. 19615, 18085
RÍKISSPÍTALAR
Dagheimilið Sunnuhlíð
Fóstra og starfsmaður óskast til starfa frá 1. septemb-
er á dagheimilið Sunnuhlíð v. Klepp.
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Vigfúsdóttir for-
stöðumaður í síma 602584.
Reykjavík, 28. ágúst 1990
RÍKISSPÍTALAR
Dagheimilið Stubbasel
Fóstra og starfsmaður óskast til starfa frá 1. septemb-
er nk. á dagheimilið Stubbasel, Kópavogsbraut 19.
Um fullt starf er að ræða.
Nánari upplýsingar veitir Anna Geirsdóttir forstöðu-
maður í síma 44024
Reykjavík, 28. ágúst 1990
Malbikunarframkvæmdir á Reykjanesbrautinni eru gagnrýniverðar á ýmsan
hátt að mati bréfritara.
Malbikimarframkvæmd á Reykjanesbraut:
Vitaverð vinnu-
brögð
Páll hringdi:
Ég ek Reykjanesbrautina daglega
fram og til baka, alla leið til Keflavík-
ur. Mér blöskrar hvernig staðið er
að framkvæmd þeirri sem verið er
að vinna þar í malbikunarmálum. -
Það er einkum á tveimur stöðum sem
ástandið er slæmt. Annars vegar við
Kúagerði og þar suöur af og svo aftur
við afleggjarann við Voga, sunnan
megin.
Þaö sem ég vil gagnrýna er þá aðal-
lega þrennt: í fyrsta lagi að sam-
skeytin í miðjunni eru afar ójöfn. í
öðru lagi að malbikið nær ekki alls
staðar að fullu út í kantinn þar sem
gamla steypan er fyrir. - Og í þriðja
lagi það að þar sem hætt er vinnu
að kvöldi verða eins konar kafla-
skipti þar sem brúnirnar koma sam-
an, misháar. - Það er eins og telja
megi dagsverkin, svo glögg eru skihn
frá degi til dags. Þetta finnst á
keyrslu og er það haft í flimtíngum
ýmissa sem þarna aka að telja dags-
verkin á meðan á akstri stendur.
Þetta er þó miklu alvarlegra mál
en svo að láta megi afskiptalaust og
ber þeim sem annast öryggismál á
þessum þjóðvegi og kosta verkið að
kanna málið áður en framkvæmdum
lýkur svo að ekki komi til alvarlegra
atburða þarna áður en varir.
- EINSTAKÍ AISLANDI
TÍMARIT FYRIR ALLA
Urval
sími 27022
6 noe^aö
b\aðsoWís'
• í helgreipum óttans
• Ertu örgeója?
• Þeim tókst ekki aó deyja
• Ríki ryksins
• Lótra-Björg
• Hver ó aó annast foreldrana?
• Þú getur sigrast ó þunglyndi
• Krosstölugótan
Efni meóal annars:
• Ætti aö lögleióa fíkniefnin?
• Hvaöa gagn gera trén?
• Hann bjó til rifu ö jörntjaldió
• Hinn ógleymanlegi Laurence Olivier
• Hugsun í oróum
• Meó tímasprengju í höfóinu
• Heimshöfin snjóboltar utan úr geimnum?
• Dularfullu Michelin-mennimir