Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1990.
11
DV
Námaslysið 1 Dobmja í Júgóslvaíu:
Orsökin rakin
til verkfails
Björgunarsveitir hafa nú grafið
upp lík 65 námumanna sem fórust í
sprengingunni miklu í kolanámunni
í Dobrnja í Júgóslavíu á sunnudag-
inn. Yfirstjóm námunnar hefur látið
hafa eftir sér að hugsanlega megi
rekja orsakir slyssins til verkfalla
námumanna.
Alla vikuna áður en sprengingin
var stóð verkfall meðal námumanna
þar sem þeir kröfðust hærri launa
og betri vinnuaðstæðna. Því er nú
haldið fram aö á meðan verkfallið
stóð hafi metangas safnast saman í
námunni og síðan hafi orðið spreng-
ing þegar farið var að vinna á ný
eftir verkfailið.
„Náman var ekki loftræst í verk-
fafiinu svo hugsanlegt er að gas hafi
safnast fyrir,“ er haft eftir Memhem
Bohc, eftirlitsmanni með námum í
héraðinu. „Ég hef vitneskju um að
eftirhti var ekki sinnt sem skyldi í
námunni í verkfallinu þannig að það
er hugsanleg orsök slyssins."
Enn hafa björgunarmenn ekki
komist á annan af þeim stöðum í
námunni þar sem vitað var að námu-
menn voru staddir þegar sprenging-
in varö. Engin von er um að nokkur
fmnist á lífi í námunni en tala látinna
hefur nú verið lækkuð í 170 úr 178
því vitað er að átta menn fóru of
snemma af vakt.
Enn er mikill hiti í námunni og
hætta á frekari sprengingum vegna
gasmyndunar. Því er búist við að
nokkrir dagar hði áður en öh hk
hafa náðst úr námunni.
Reuter
Börn námumannanna, sem létu lífið í sprengingunni, biðu við námuna eft-
ir þvi að lík feðra þeirra kæmu upp á yfirborðið. Þetta er versta námaslys
í SÖgu Júgóslavíu. Simamynd Reuter
Myrtu sjö í ættarerjum
Tveir bræður myrtu sjö menn og
særðu aöra tíu í skotárás í þorpinu
Puerto Hurraco á Spáni í gær. Morð-
in eru rakin til deilna tveggja ætta
sem lengi hafa búið í þorpinu og ver-
ið upp á kant síðustu 30 árin.
Lögreglan hafði mikinn viðbúnað
þegar fréttist af morðunum og sendi
200 menn úr þjóðvarðhðinu á stað-
inn. Árásarmennirnir eru bræður á
fimmtugsaldri og er ekki vitað til að
þeir hafi sýnt ofbeldi áður ef frá eru
taldar hnútur sem gengið hafa mhh
ættanna.
Heimamenn í þorpinu segja að
deha ættanna hafi örugglega hafist
af einhverju tilefni þótt enginn muni
lengur hvert það var. Bræðumir
komu klæddir í veiðigalla með hagla-
byssur á götukaffihús þar sem and-
stæðingar þeirra úr hinni fjölskyld-
unni voru fjölmennir. Þeir bræður
hófu skothríð og myrtu m.a. 12 og 14
áragamlarsystur. Reuter
Stórveldin ná samkomulagi 1 Öryggisráðinu:
Óvænt áætlun um
frið í Kambódíu
Eftir átta mánaða samningavið-
ræður hafa fastafulltrúarnir fimm
hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóð--
anna komið sér saman um leiðir th
að finna póhtíska lausn á borgara-
stríðinu í Kambódíu. Það eru Banda-
ríkin, Sovétríkin, Kína, Bretland og
Frakkland sem skipa fastafulltrú-
ana.
Falhst stríðsaðhar í Kambódíu á
þessa lausn taka Sameinuðu þjóðirn-
ar að sér að hafa yfirumsjón með
stjórn landins næstu misseri. í
Kambódiu hefur geisað nær látlaust
stríð og ógnarstjóm síöustu tuttugu
ár eða allt frá því Víetnamstríðið var
í algleymingi.
„Það er hægt að líta á þetta sam-
komulag sem þáttaskh," er haft eftir
einum af fastafulltrúunum. „Þetta er
mikhvægur áfangi vegna þess að það
hefur tekiö okkur átta mánuði að ná
honum.“
Enginn gerir þó ráð fyrir að bar-
dögum linni fyrr en ahar íjórar meg-
infylkingarnar í stjórnmálum
Kambódíu hafa falhst á áætlunina.
Það eru stjómin í Phnom Penh undir
forsæti Hun Sen og Rauðu kmerarn-
ir sem eru í lauslegu bandalagi við
tvo hópa andkommúnista og Nora-
dom Sihanouk prins.
Næsta skref er að koma á friðar-
ráðstefnu í Jakarta þar sem Frakkar
taka að sér að miðla málum ásamt
Indónesíu sem einnig tók þátt í ráð-
stefnu um frið í Kambódíu í París á
síðasta ári.
Andstæðingar stjómarinnar, aðrir
en Rauðu kmerarnir, hafa þegar tek-
ið vel í þessa áætlun um frið í
landinu. Frá Rauðu kmerunum hef-
ur ekkert heyrst og ekki heldur frá
stjórninni í Phnom Penh en hún situr
að völdum í krafti stuðnings frá Víet-
nam. "
Litið er á samkomulag stórveld-
anna um framtíð Kambódíu sem enn
eitt tákn um batnandi samkomulag
þeirra og vilja til að eyða ágreiningi
sem uppi hefur verið á afmörkuöum
svæðum víða um heim. Samkomu-
lagið kemur einnig í beinu framhaldi
af einingunni sem segja má að ríki
um aögerðir gegn Saddam Hussein
og írak.
Enn hafa einstök atriði samkomu-
lagsins ekki verið birt en þó er vitað
að Sameinuöu þjóðimar eiga að taka
að sér að stjórna varnarmálum
landsins, utanríkismálum, íjármál-
um, almannavörnum og upplýsinga-
ráðuneytinu.
Sameinuðu þjóðirnar eiga einnig
að taka að sér að gæta vopnahlés í
landinu og sjá th þess að stríðsaðilá
afvopnist og að herhð Víetnama
hverfi á braut. Þá eiga fyrstu kosn-
ingarnar að vera undir eftirhti Sam-
einuðu þjóðanna. Reuter
Útlönd
Mótmælandi handtekinn f Búkarest i Rúmeníu um helgina.
Símamynd Reuter
Borgarstjórinn í Búkarest i Rúrnemu hefur bannað Qöldagöngur I mið-
hluta höfuðborgariimar í kjölfar nær vikuátaka milli óeirðalögreglu og
stjórnarandstæðinga.
Átök hafa orðið mihi hundraða ungmenna, sem köstuðu grjóti og sungu
slagorð gegn fiiescu forseta, og óeirðalögreglu á hveiju kvöldi síðan á
miðvikudaginn í síðustu viku. Að minnsta kosti áttatíu manns hafa verið
handteknir.
Tugir ungra mótmælenda söfnuðust saman í gærkvöldi í miðborginni
en engar umferðartafir urðu. Mótmælendur spörkuðu í vegfaranda að
sögn lögreglunnar en ekki kom th átaka.
Kjamakljúfi í Tsjemobyl lokað
Einum af þremur kjarnakljúfunum í Tsjernobylkjamorkuverinu 1 Sov-
étríkjunum var lokað i gær vegna bhunar, að því er sovéska fréttastofan
Tass tilkynnti. Aö sögn fréttastofunnar var engin hætta á geislamengun.
Það var í Tsjernobyl sem versta kjamorkuslys sögunnar átti sér stað í
aprh 1986 og varð þá geislamengun víða i Evrópu. Þrjátíu og einn lét lífið
í slysinu en hundruð þúsunda urðu fyrir geislamengun.
Fyrir fiórum vikum greiddí þingið í Úkraínu atkvæði með því að kjarn-
orkuverinu yrði lokað eins fijótt og hægt væri.
Stevie Ray Vaughan lést í þyrluslysi
Flak þyrlunnar sem söngvarinn og gítarteikarinn Stevle Ray Vaughan
fórstmeðígaeriBandaríkjunum. Símamynd Reuter
Einn fremsti blúsgítarleikari Bandarikjanna, Stevie Ray Vaughan, beið
í gær bana í þyrluslysi skamrat frá East Troy í Wisconsin í Bandaríkjun-
um. Flugmaður þyrlunnar beið einnig bana svo og þrír nánir vinir bresku
rokkstjömunnar Erics Clapton.
Clapton og Vaughan höfðu komið fram saman á tónleikum á sunnudags-
kvöld og voru á leiðinni th Chicago i samfloti með þremur öðrum þyrl-
um. Þyrlan, sem Vaughan ferðaðist i, flaug á fjallshlíð skömmu eftir flug-
tak.
Sonarsonur Stalíns leikur af a sinn
Sonarsonur einræðisherrans Jósefs Stalín mun leika afa sinn í nýrri
sovéskri kvikmynd um síðari heimsstyrjöldina, að þvi er sovéska dag-
blaðið Pravda greindi frá í gær.
í blaðinu sagði að Jevgeny Djugashvib, sem er prófessor við herskóla
í Sovétríkjunum, hefði loks samþykkt að taka að sér hlutverk í kvikmynd-
inni sem fjallar um líf sonar Stalíns, Jakovs. Hann var handtekinn af
nasistum sem síðan buöust th að skipta á honum og háttsettum þýskum
hðsforingjum. Stalín haftiaði thboöinu með þeim orðum að foringjum
væri ekki skipt fyrir óbreytta hermenn.
Tahð er að Jakov hafi látiö lifið i þýskum fangabúðum.
Hemum sklpað gegn indíánum
Forsætisráðherra Quebecs, Ro-
bert Bourassa, skipaði í gær hern-
um að rifa niður vegatáima mo-
hawkindíána eftir að viðræður við
fuhtrúa indíána fóru út um þúfur.
Kvaöst forsætisráðherrann vonast
th að indíánar tækju sjálfir niður
vegatálmana eða yfirgæfu þá til að
ekki kæmi til átaka.
Indíánar settu upp vegatálma til
að koma í veg fyrir byggingu golf-
vallar á landi sem þeir segja heil-
agt. Lögreglumaöur í Quebec lét
lífið í júhmánuði þegar lögreglan
gerði tilraun th að rífa niður vega-
tálmana. Reuter
Indiáni i Quebec í Kanada.
Símamynd Reuler