Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Side 9
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990.
9
Utlöiid
Mohawk-indíánar
N . , i ■ '
láta undan síga
- hjálpuðu hermönnum að rífa vígi sín í Montreal
Öllum á óvart gengu Mohawk-
indíánar til liðs við hermenn
Kanadastjórnar og aðstoðuðu þá við
að rífa niður vígi og vegatálma sem
þeir höfðu sjálíir komið upp. í gær
stefndi allt í blóðug átök indíánanna
við herinn en því var afstýrt á síð-
ustu stundu.
Um 4000 hermenn höfðu síðustu
daga umkringt tvö vígi indíánanna
þar sem um 200 vopnaðir menn höföu
komið sér fyrir. Herinn var tilbúinn
að ryðja virkjunum niður með stór-
virkum vinnuvélum þegar indíán-
arnir ákváðu að gefa eftir.
Þetta er fyrsta skrefið sem stigið
er í þá átt að leysa deilur sem staðið
hafa mihi indíánanna og yfirvalda
um yfirráð yfir landi sem indíánarn-
ir segja að tilheyri þeim samkvæmt
gömlum samningum við stjómina.
Kanadastjórn sagði í gær að þessi
stefnubreyting benti til þess að hægt
væri að leysa deiluna endanlega með
samningum. Indíánarnir líta máhð
sömu augum og talsmaður þeirra
sagði í gær Mohawk-indíánar gætu
vel unað við framvindu mála til
þessa.
Engir samningar hafa þó verið
gerðir um að rífa öll virki indíána.
Þannig standa vígi þeirra í bænum
Oka enn óhreyfö en þar hófust deil-
urnar í byrjun júlí þegar lögreglu-
maður féll í átökum við hóp vopn-
aðra Mohawk-indíána sem kalla sig
Stríðsmenn.
Flest áhtamálin, sem komið hafa
upp, eru enn óleyst en nú gera menn
sér vonir um að þau leysist á frið-
samlegan hátt. Dehurnar hófust þeg-
ar lögregla Quebecfylkis réðst gegn
indíánum sem vhdu koma í veg fyrir
að golfvöllur í bænum Oka yrði
stækkaður þannig að hann næði inn
á land indíánanna.
Þetta varð th þess að indíánar frá
fleiri bæjarfélögum lögðu þeim í Oka
lið og enn hefur ekki tekist að stækka
golfvölhnn. Indíánar lokuðu brú í
Montreal en vígin, sem rifin voru í
gær, voru við hana.
Reuter
Mál sex írskra tilræðismanna endurskoðað:
Haf a setið saklausir
inni í f immtán ár
Nú þykir ljóst að mál sex íra, sem
dæmdir voru árið 1975 fyrir
sprengjuthræði í Birmingham á
Englandi, verði tekið aftur fyrir
dóm en máhð var aha tíð umdeilt.
í thræðinu lét 21 maður lífið.
Allt frá því aö dómurinn var
felldur hefur staðið yfir barátta fyr-
ir því að máhð verði endurskoðað.
Þeir dæmdu drógu th baka játning-
ar sínar fyrir réttinum á sínum
tíma og engar óyggjandi sannanir
þykja fyrir því að réttir menn hafi
verið dæmdir fyrir tilræðið.
í fyrra kom upp svipað mál þegar
fjórir fangar voru látnir lausir eftir
að hafa verið dæmdir fyrir hryðju-
verk á vegum írska lýðveldishers-
ins. í opinberri yfirlýsingu vegna
máls fanganna sex í Birmingham
segir að lögreglan hafi fengið grun-
semdir um að ekki hafi verið farið
að lögum eftir viðtal við einn fang-
ann.
Innanríkisráðherra Breta hefur
ákveðið að máhð fari fyrir áfrýjun-
ardómstól þar sem tækifæri gefist
th að skoða málið allt frá rótum.
írska stjómin hefur lýst yfir
áhyggjum sínum vegna þess að
mennirnir kunni að sitja saklausir
í fangelsi og það hefur ýtt á eftir
bresku stjórninni að taka máhð
upp að nýju og kanna hvort dómur-
inn hafl verið rangur.
Mennimir sex vom handteknir
tveimur klukkustundum eftir að
sprengjan sprakk í Birmingham
árið 1974. Þeir vora þá á leið th
Belfast. í fyrstu játuðu þeir að hafa
komið sprengjunni fyrir en féllu
síðar frá játningunni og bám því
við að lögreglan hefði barið þá eftir
handtökuna.
Reuter
Lík 26 manna fundin eftir feliibylinn við Chicago:
Sex manna enn saknað
í það minnsta 26 menn létu lífið í
felhbylnum sem gekk yfir úthverfi
Chicagoborgar og nálæga bæi í fyrra-
dag. Um 350 menn slösuðust. Fehi-
bylurinn hafði nær eingöngu áhrif á
svæði sem er aðeins um 20 kílómetra
breitt.
Enn er sex manns saknað og mikið
verk er óunnið við að endurreisa
byggingar á svæðinu þar sem óveðr-
ið var hvað mest. Felhbylurinn gekk
yfir nær fyrirvaralaust og hafði veð-
urstofan aðeins stutta stund th að
gefa út viðvömn.
Sveitir úr þjóðvarðliðinu eru enn á
staðnum og aðstoða við að leita hinna
týndu en hlutverk þeirra er einkum
að koma í veg fyrir gripdehdir sem
nokkuð tók að bera á um leið og veðr-
ið var gengið niður.
Mörg hkanna hafa fundist á korn-
ökrum við hrunin hús. Svo virðist
sem stormurinn hafi hrifið fólkið og
borið það með sér langar leiðir. Eink-
um voru það börn sem létu lífið með
þessum hætti.
Þá hafa nokkur böm bjargast af
ökrunum en þau era iha haldin.
Þannig hggja nú flögur ung börn í
lífshættu á sjúkrahúsi í Chicago.
Þetta er versti felhbylur á svæðinu
við Chicago frá árinu 1967 en þá fór-
ust þar 55 menn í kröftugum byl.
Chicago er við norðurenda þess
svæöis í Bandaríkjunum þar sem
fehibyljir ganga og era þeir því sjald-
gæfir á þessum slóðum.
Reuter
Þannig er umhorfs í húsum víða i nágrenni Chicago og í úthverfum borgar-
innar. Eyðileggingin er gífurleg og margir hafa misst allt sitt. Símamynd Reuter
Striðsmenn Mohawk indíána fylgjast með þegar vígi þeirra er rifið niður
með gröfu. Indíánarnir ákváðu að láta undan síga í deilunni við Kanada-
stjórn í gær. ' Símamynd Reuter
m
EUFJRJEIÐASALA ÍSLAMDS HF.jjf
BÍLDSHÖFDA 8-112 REYKJA VÍK - SÍMI675200 ==
BMW 318, ’88, 5 g., 4ra d., vín-
rauður, ek. 20.000. V. 1.350.000.
BMW 325ÍM, '86, 5 g„ 2ja d„ silf-
url„ ek. 19.000. V. 1.750.000.
Dodge Ramcharger 4x4, ’85 (’86),
318 cc, sjálfsk., brúnn, ek. 60.000
m. V. 1.300.000. Gullmoli.
Econoline 4x4, '80, 351 cc,
sjálfsk., 4ra d„ brúnsans., ek. 40
á vél. V. 1.700.000.
Toyota Tercel RV special, ’87, 5
g, 5 d„ hvitur, ek. 49.000. V.
780.000.
Volvo 740 st„ '87, sjálfsk., 5 d„
blánsans., ek. 34.000. V.
1.320.000.
Toyota Corolla, '88, sjálfsk., 3ja
d„ svartsans., ek. 39.000. V.
710.000.
Econoline E-150, '87, 351 cc,
sjálfsk., 5 d„ grásans., ek. 65.000.
V. 1.100.000 - vsk.
Ath! Nýir rekstraraðilar
Vantar:
Accord ’88-'90, Fox ’88-’90,
allar gerdir fjórhjóladrifsbíla