Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. 'Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022-FAX: (91J27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaö 115 kr. Skaðlegt hlutafélag Bifreiðaskoðun íslands sameinar verstu hliðar ríkis- rekstrar og einkarekstrar. Hún er rekin sem hlutafélag, er metur sjálft íjárþörf sína, en hefur um leið einokun á sínum markaði, þannig að bifreiðaeigendur geta ekki snúið sér neitt annað til að fá aðalskoðun á bílum. Afleiðingin er, að skoðunargjald bíla hefur á hálfu öðru ári hækkað um 200-300%. Aðeins brot af skýring- unni felst í, að virðisaukaskattur hefur verið lagður á bifreiðaskoðun. Hinu er ekki að neita, að skoðun er vandaðri en áður og þjónusta er betri en áður. Kunn er saga úr afgreiðslu gamla Bifreiðaeftirlitsins, sem Bifreiðaskoðunin leysti af hólmi. Óþohnmóður bíl- eigandi sagði stundarhátt: „Ég er viss um, að þetta er stirðasta og versta ríkisfyrirtæki í öllu landinu.“ Af- greiðslustúlkan svaraði að bragði: „Tollurinn er verri.“ Þótt þjónusta hafi batnað, skoðun orðið vandaðri og virðisaukaskattur fundinn upp, er út í hött, að skoðun bíla hækki um 200-300% á einu ári. Það var því þarft verk Neytendasamtakanna að gagprýna hækkunina, sem hlýtur að stríða gegn svokallaðri „þjóðarsátt". Athyglisvert er, að Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur lítið látið í sér heyra um þetta mál. Það félag er svo steindautt úr öllum æðum, að það lætur möglunar- litið yfir sig ganga allar hækkanir á benzíni og innflutn- ingsgjöldum. Ekki veitti af að moka þar út eymdinni. Dómsmálaráðuneytið hafði, undir þáverandi forustu Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra, frumkvæði að Bif- reiðaskoðun íslands. Þingmenn gleyptu hugmyndina án þess að skilja, hvað í henni fæhst. Snöggur framgangur málsins er skólabókardæmi um vinnubrögð Alþingis. Huglatir þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast hafa verið svo heihaðir af orðinu „hlutafélag“, að þeir héldu sig vera að samþykkja einkavæðingu á hluta af ríkis- bákninu. Þeir sáu í hillingum, að skoðun bifreiða mundi að mestu færast inn á bílaverkstæði landsins. Þvért á móti var málum svo hagað, að hin nýja ríkis- stofnun í hlutafélagsformi fékk einkarétt á skoðun bif- reiða. Hún hefur frá fyrstu stund verið haldin bygg- inga- og innkaupaæði, sem endurspeglast að sjálfsögðu í gjöldum þeim, sem fórnardýr hennar verða að greiða. Samkvæmt bréfi frá dómsmálaráðuneytinu eru gjald- skrár fyrirtækisins byggðar á fjárhagsáætlunum þess og miðaðar við, að tekjur hrökkvi fyrir gjöldum. Þetta er skólabókarformúla um, hvernig ekki á að stunda rík- isrekstur og hvernig ekki á að stunda einkarekstur. Ríkisrekstur hefur aðhald að ofan, því að Alþingi hefur það hlutverk að skera niður óskalista ríkisstofn- ana. Einkarekstur hefur aðhald að utan, því að sam- keppnisaðhar sjá um, að viðkomandi fyrirtæki geti ekki miðað tekjur sínar við óskahsta um útgjöld. Bifreiðaskoðun íslands hefur hvorki aðhaldið, sem venjulegar ríkisstofnanir hafa að ofan, né aðhaldið, sem einkafyrirtæki hafa frá ytri markaðslögmálum. Hún er fáránlegt fyrirbæri, sem sameinar flest það versta úr rekstrarformunum, sem notuð eru á Vesturlöndum. Leggja ber þessa stofnun niður sem fyrst og flytja skoð- unina th bhaverkstæða landsins. Samhhða þeim þarf að vera th fámenn ríkisstofnun, sem fylgist með, að bíla- verkstæði vandi sig við skoðun. Einnig þarf. að rann- saka, hvernig slysið gerðist, þingmönnum th lærdóms. Loks ber að draga th ábyrgðar þá kerfiskarla, sem fuhyrtu á sínum tíma, að Bifreiðaskoðun íslands mundi í senn leiða til betri þjónustu og lægri skoðunargjalda. Jónas Kristjánsson Samtals hafa A-flokkarnir því tapað fimm þingmönnum frá því síðast var kosið til Alþingis. Fylgjandi B15,3% Stjórn Flokkar Þ 0,5% H0,8% G10,1% S0,5% D54,3% Af hverju tapar Alþýðuflokkurinn? Deilur ráðherra Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins um bú- vörusamning, þjóðnýtingu Aðal- verktaka og lendingarrétt sovéskra flugvéla í Keflavík hafa verið fjöl- miðlum kærkomið fréttaefni upp á síðkastið. Ekki er við öðru að búast þegar haft er í huga aö stóryrði og brigsl hafa gengið á milh ráðherr- anna. Einhver kann að spyrja: Er ríkis- stjórnin að liðast í sundur? Er hún aö fara frá? Engin ástæða er til að ætla að svo sé. Menn skyldu varast að taka þennan ágreining of hátíð- lega. En líklegt er aö hnútukast og karp af ýmsu tagi mihi forystu- manna Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins eigi eftir aö aukast og jafnvel verða illvígara þegar hða tekur á næsta vetur. Taugaveiklun A-flokka Skýringin á þessu er sú að tauga- veiklun og hræðsla er að grípa um sig í báðum A-flokkunum svo- nefndu vegna kosninganna í apríl á næsta ári. Að óbreyttu mega flokkarnir vænta mikils fylgistaps. Og það eru ekki nema um það bil tvö hundruð dagar fram til kosn- inga. Þann tíma ætla forystumenn flokkanna augljóslega að nota vel til að sýna að einhver munur sé á þeim. Dehur undanfama daga eru því öðmm þræði settar á svið. Þær rista ekki djúpt. Sé einhver raunverulegur munur á A-flokkunum tveimur fyrir hendi hefur það farið leynt undanfarin tvö ár. Hefur ekki bræðralagið ver- ið vinsæjasta tónhstin á stjómar- heimhinu? Alþýðuflokkurinn virð- ist t.d. hafa unað hag sínum vel í vinstri stjóminni og ekki hefur hann haft minnstu tilburði í þá átt að efna kosningaloforð sín frá 1987. Fylgistap I þingkosningunum 1987 fékk Al- þýðuflokkurinn 15,2% atkvæða og tíu þingmenn kjöma. Skoðana- kannanir hafa verið flokknum óhagstæðar aht þetta kjörtímabh. Samkvæmt nýjustu könnun DV er fylgi flokksins nú komið niður í 10,6%. Það þýðir að flokkurinn tap- ar a.m.k. þremur þingmönnum. Alþýðubandalagiö fékk í kosn- ingunum 1987 13,4% atkvæða og átta þingmenn kjöma. Síðan hefur fylgi flokksins stöðúgt verið á nið- urleið. Samkvæmt síðustu könnun DV fengi Alþýðubandalagið 10,1% atkvæða og sex þingmenn ef nú yrði gengið th kosninga. Samtals hafa A-flokkarnir því tapað fimm þingmönnum frá því KjaHarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur síöast var kosið til Alþingis. Gangi þetta eftir í kosningunum í vor em nokkrar líkur á því að þjóðin fái frið fyrir hinum stjórnlyndu og skattaglöðu jafnaðar- og félags- hyggjumönnum á næsta kjörtíma- bhi. „Straumurinn“ til Alþýðu- flokksins í Alþýðublaðinu hafa að undan- förnu birst um það fréttir og grein- ar að „straumurinn" hggi til Al- þýöuflokksins. „Jafnaðarmenn geta því horft bjartsýnir th framtíöarinnar og þótt erfiður vetur í heimi stjórn- málanna sé framundan, stendur Alþýöuflokkurinn vel að vígi og þarf ekki að bera kvíðboga fyrir komandi alþingiskosningum í vor,“ sagði í leiðara Alþýðublaðs- ins á þriðjudaginn. Þessi skrif era bráöfyndin þegar haft er í hpga að aðeins er vitað um tvo nafngreinda einstaklinga sem gengið hafa til liðs við Al- þýðuflokkinn síðustu mánuðina. Myndir af þeim báðum hafa birst í Alþýðublaðinu. Hvað skyldi verða sagt þegar, og ef, sá þriöji bætist í hópinn? Æth þá verði ekki talað um örtröð? Æth Alþýðuflokkurinn þurfi þá ekki að bæta við starfsfólki til að annast skráningu nýrra félaga? Flokkur I miklum vanda Alþýðuflokksmenn era sagöir binda nokkrar vonir við að hafa megi hemh á fylgisflóttanum með því að fá til liðs viö sig óánægöa alþýðubandalagsmenn. Þeir hafa áttað sig á því að nú eru tæpast aðstæður th að reyna að höföa til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn ber ábyrgð á stórfelldum skattahækkunum undanfarinna tveggja ára, hefur staðið vörð um úrelta atvinnu- hætti, tengst spillingu í stjórnkerf- inu og ekki beinlínis verið traust- vekjandi í utanríkismálum. Ekkert af þessu leggst vel í kjósendur Sjálf- stæðisflokksins. En líklega hafa alþýðuflokks- menn ofmetið möguleika sína til að ná verulegu fylgi af Alþýðu- bandalaginu. Sósíalisminn er að sönnu hraninn og þar með hinn gamh stefnugrandvöllur Alþýðu- bandalagsins. En stjórnlyndi, for- ræðishyggja og þjóðleg íhaldssemi eiga enn sterkar rætur í kjósendum Alþýðubandalagsins. Þeir treýsta Alþýðuflokknum enn ekki th að -starfa að fuhu í þessum anda. Það er auðvitað ósanngjarnt eins og reynslan af stjórnarþátttöku Alþýöuflokksins sýnir. En framhjá þessu verður ekki horft og skoð- anakannanir sýna að fylgi Al- þýðubandalagsins er ekki á leið- inni th Alþýðuflokksins. Svikin fyrirheit Alþýöuflokkurinn er því í mikl- um vanda um þessar mundir. Hann hefur tapaö atkvæðum og á hvorki von á fylgisaukningu frá hægri né vinstri. Ástæðan fyrir tapi flokks- ins er sú að hann hefur algjörlega brugðist vonum kjósenda. Fyrir kosningamar 1987 hét Alþýðu- flokkurinn því að hafa forystu um umsköpun í atvinnulífmu, draga úr umsvifum ríkisins og lækka skatta. Aht þetta hefur hann svikiö. í ljósi þessa er ekki nema eðhlegt - og við hæfi - að kjósendur veiti Alþýðuflokknum verðuga ráðn- ingu í kosningunum í vor. Guðmundur Magnússon „Fyrir kosningarnar 1987 hét Alþýðu- flokkurinn því að hafa forystu um umsköpun 1 atvinnulífinu, draga úr umsvifum ríkisins og lækka skatta. Allt þetta hefur hann svikið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.