Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 17
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990.
25
Iþróttir
afhendir hér Þorgrími Þráinssyni,
g ekki er ad sjá annað en Þorgrím-
bakgrunni eru hnípnir KR-ingar
in í úrslitaleiknum í gærkvöldi.
DV-mynd Brynjar Gauti
keppni
orðiö mjög skuggsýnt og alls ekki hægt
að bjóða leikmönnum, áhorfendum og
öðrum upp á shkan leiktíma sem í gær-
kvöldi. Leikur Vals og KR átti að fara
fram á sunnudaginn og fresta leik Vals
og KR um næstu helgi í 1. deild. Það nær
engri átt að fórna einum stærsta við-
burðinum í knattspyrnunni hérlendis á
ári hverju í miðri viku og vonandi draga
menn sinn lærdóm af því sem gerðist í
Laugardalnum í gærkvöldi.
Tveirdómarar
Sá óvenjulegi atburður gerðist í gær-
kvöldi að tveir dómarar dæmdu úrslita-
leikinn. Þorvarður Björnsson meiddist
og varð annar línuvörðurinn, Guð-
mundur Stefán Maríasson, að taka við
dómgæslunni og eftirlitsdómari leiksins
að fara á línuna. Óvænt í meira lagi og
ekki á hverjum degi sem slíkt gerist.
-SK
__
• Sævar Jónsson.
Sævar
í bann
Sævar Jónsson, varnarmaður-
inn sterki í Val, fékk í gærkvöldi
gult spjald og fer því í leikbann
eftir næsta fund aganefndar.
Sævar mun því ekki leika rneð
Valsmönnum í 17. umferð 1.
deiídar er Valur mætir FH að
Hlíðarenda.
Sævar hefur fengið sex spjöld í
sumai- en hann var sem kunnugt
er í leikbanni í fyrri bikarúrslita-
loiknum gegn KR.
-SK
• Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsmanna, hampar mjólkurbikarnum og til vinstri er Bjarni Sigurðsson, markvörð-
ur Valsmanna, sem varði tvær vítaspyrnur KR-inga i lok maraþonviðureignar liðanna í úrslitum mjólkurbikarsins.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Þetta var sá eini sem
ég átti eftir að vinna“
- sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsrhanna
„Þetta er virkilega ánægjulegt fyr-
ir mig, strákana og alla Valsmenn
og um leið sigur fyrir Valshjartað.
Við hjá Val spilum fyrir klúbbinn en
ekki fyrir okkur sjálfa og það kom
berlega í ljós í kvöld. í framlenging-
unni gaf ég strákunum þau fyrir-
mæli að hugsa fyrst og fremst um
vörnina og reyna að ná að knýja fram
vítaspyrnukeppni,“ sagði Ingi Björn
Albertsson, þjálfari Vals.
„Núna getum við snúið okkur al-
farið að deildarkeppninni og leikur-
inn gegn KR á laugardaginn verður
ekki síður úrslitaleikur heldur en í
kvöld. KR-ingar hljóta að leggja allt
í sölurnar til að ná íslandsmeistara-
titlinum en við Valsmenn munum
að sjálfsögðu ekkert gefa eftir,“ sagði
Ingi.
Bjarni Sigurðsson
„Þetta er það rosalegasta sem ég hef
lent í á mínum ferli og það er frá-
bært að okkur skyldi hafa tekist að
vinna bikarinn. Við höfðum allt að
vinna og engu að tapa. Þegar út í
vítaspyrnukeppnina var komið var
það annaðhvort ég eða Oli Gottskálks
sem yrðum hetjur okkar liða og ég
hafði heppnina með mér að þessu
sinni,“ sagði Bjarni Sigurðsson.
Þorgrímur Þráinsson
„Ég vil fyrst byrja á því að þakka
stuðnigsmönnum Vals fyrir frábær-
an stuðning og um leið vil ég þakka
KR-ingum fyrir góðan leik og ég finn
virkilega til með þeim. Þeir fengu
fleiri færi í leiknum en nýttu ekki
en við lékum skynsamlega og hugs-
uðum meira um varnarleikinn. Það
var frábært að hampa bikamum en
þetta var sá eini sem ég átti eftir að
vinna hér heima og þetta er ein
stærsta stundin á ferlinum og sér-
staklega þegar ég hugsa um allt púlið
sem við lögðum á okkur fyrir tíma-
bilið. Þessi sigur í kvöld gerir okkur
ekkert nema gott í baráttunni sem
eftir er á íslandsmótinu og við ætlum
okkur ekkert að gefa eftir í þeim
slag,“ sagði Þorgrímur, fyrirliði Vals.
Pétur Pétursson
„Verra lið vann sigur í kvöld, það er
engin spurning. Við erum búnir að
sýna stórgóða knattspyrnu í báðum
þessum úrslitaleikjum en okkur
tókst ekki að nýta aragrúa af mark-
tækifæmm sem við fengum. KR-
ingar geta verið stoltir þó svona hafi
farið í kvöld en gæfan var virkilega
á bandi Valsmanna. Við leikum gegn
Val á laugardaginn og við munum
leggja þá að velli og höfum sett stefn-
una á að tryggja okkur Evrópusæti,"
sagði Pétur, fyrirliði KR.
Ragnar Margeirsson
„Ég trúi þessu varla ennþá. Það var
grátlegt að tapa þessum leik því hann
var eign okkar frá upphafi til enda.
Það var ótrúleg heppni sem fylgdi
Valsmönnum í báðum leikjunum en
við KR-ingar stöndum saman og
stefnum ótrauðir á bikar á tímabil-
inu, sjálfan íslandsmeistaratitihnn.
Við getum borið höfuðið hátt því lið
okkar hefur sýnt knattspymu eins
og best gerist hér á landi í leikjunum
tveimur," sagði Ragnar Margeirsson.