Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 26
34 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Afmæli Öm Ingólfsson Öm Ingólfsson fjármálastjóri, Bogahlíö 8, Reykjavík, er fimmtugur ídag. Öm útskrifaöist frá Samvinnu- skólanum að Bifröst 1959 og var við starfsnám hjá HB í Kaupmannahöfn 1960. Hann var verslunarstjóri í matvörubúðum KRON við Dunhaga og Skólavörðustíg frá 1960 til 1963. Frá þeim tíma var hann verslunar- stjóri í versluninni Liverpool við Laugaveg og allt til 1970 er hann hóf störf í vömhúsinu Domus við Laugaveg. Þar vann Örn til 1978 er hann varð kaupfélagsstjóri Kaup- félags Hafnfirðinga. Frá 1988 hefur hann verið fjármálastjóri Mikla- garðs hf. Þann 7. janúar 1967 kvæntist Öm Gerði Baldursdóttur, f. 7. júní 1944, ritara. Foreldrar hennar eru Herdís Steinsdóttir og Baldur Jónsson skrifvélavirki. Herdís er fædd að Litla Hvammi í Miðflrði, Vestur- Húnavatnssýslu en Baldur fæddist að Söndum í Miöfirði í sömu sýslu. Börn Amar og Gerðar era fjögur: Þórdís, f. 24. mars 1965, bókasafns- fræðingur, sambýlismaður hennar er Gunnlaugur Sigurjónsson lækna- nemi; Herdís Björk, f. 1. júlí 1967, lyfjafræðinemi; Örn Ingi, f. 2. júní 1975, grunnskólanemi; ogBaldur, f. 13. desember 1980. Systkini Arnar eru fjögur: Guðmundur, f. 4. júlí 1942, hús- gagnabólstrari, kvæntur Kristínu Júlíusdóttur og eiga þau tvo syni; Sigþór, f. 27. janúar 1944, skrifstofu- stjóri, kvæntur Sólveigu Kristjáns- dóttur, Sigþór á tvö böm frá fyrra hjónabandi og móðir þeirra er Sól- rún Þorgeirsdóttir; Jósef G., f. 19. desember 1947, stýrimaður, fráskil- inn en á tvo syni með fyrrverandi eiginkonu sinni, Erlu Símonardótt- ur; og Ingibjörg Þóra, f. 2. júní 1956, kennari, gift Snorra Steindórssyni bifreiðasmiö og eiga þau tvö börn. Foreldrar Arnar eru Ingólfur Guðmundsson, f. 15. febrúar 1907, d. 27. ágúst 1983, bakarameistari, og Þórey Sigurðardóttir, f. 30. júní 1907, húsmóðir og verslunarmaður. Þór- ey er búsett í Reykjavík. Foreldrar Ingólfs voru Guðrún Einarsdóttir og Guðmundur Björns- son, af Víkingslækjarætt. Þórey er dóttir Sigurðar Jónsson- ar, kennara og hreppstjóra á Torfa- stööum í Grafningi, b. á Núpi á Berufjarðarstsrönd, Einarssonar. Móðir Jóns var Þórdís Erlendsdótt- ir, b. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði, Þórðarsonar. Móðir Erlendar var Sigríður Erlendsdóttir, b. á Ásunn- arstöðum í Breiðdal, Bjarnasonar, ættfoður Ásunnarstaðaættarinnar. Móðir Þórdísar var Helga Þorsteins- dóttir, b. á Þorvaldsstöðum, Er- lendssonar, bróður Sigríðar. Móðir Siguröar var Þrúður, systir Bjarna, afa Halldórs Halldórssonar prófess- ors. Þrúður var dóttir Sveins, b. í Viðfirði, Bjarnasonar. Móðir Þrúðar var Sigríður, langamma Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúra- verndarráðs. Sigríður var dóttir Davíðs, b. í Hellisfirði, Jónssonar og konu hans, Sesselju Þorsteins- dóttur, systur Guðnýjar, langömmu Jóns, föður Eysteins, fyrrv. ráð- herra, og Jakobs, prests og rithöf- undar, föður Jökuls rithöfundar. Móðir Þóreyjar Sigurðardóttur var Ingibjörg Þóra Jónsdóttir Mat- hiesens, b. í Gröf í Mosfellssveit, Matthíasar Mathiesens, kaupmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs Ólafssonar landlæknis. Systir Matthíasar var Agnes, langamma Matthíasar Á. Mathiesens alþingis- manns. Önnur systir Matthíasar var Guðrún, amma Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu, móður Önnu Borg. Guðrún var einnig lang- amma Steindórs Einarssonar, afa Geirs Haarde alþingismanns. Móðir Jóns Mathiesens var Agnes Stein- dórsdóttir Waage, skipstjóra í Hafn- arfirði, hálfbróður Sigurðar Sívert- sens, afa Regine, langömmu Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Veldings, verslunarmanns í Hafn- arfiði, ættföður Veldingsættarinnar. Móðir Ingibjargar Þóra var Ingi- björg Guðlaugsdóttir, b. í Öxney, Jónssonar, bróður Matthíasar kaupmanns. Móðir Ingibjargar var Guðrún, systir Kristínar, ömmu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Guð- Örn Ingólfsson. rún var dóttir Gríms, prófasts á Helgafelli, Pálssonar, bróður Ingi- bjargar, konu Jóns, prests í Amar- bæh. Systkini Þóreyjar eru: Jón b. að Nesjavöllum í Grafningi; Sveinn; Jensína Guðrún; Ólafur Jóhann rit- höfundur sem nú er látinn; Þrúður Jónína; og Ingibjörg Sólveig. Örn og Gerður, kona hans, taka á móti gestum á afmælisdaginn í veit- ingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, frá klukkan 18.00 til 20.00. Baldvin Skæringsson Baldvin Skæringsson, Amart- anga 4, Mosfellsbæ, er sjötíu og fimmáraídag. Baldvin fæddist aðRauðafelli undir Austur-Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hann gekk í bamaskóla undir Eyjaljöllum. Baldvin fór fyrst á vertíð til Vestmannaeyja 1929 og upp frá því allt til 1937 er hann settist þar að. Baldvin stund- aði sjómennsku á ýmsum bátum og vann einnig við skipasmíðar.Á skólabekk settist Baldvin upp úr 1960 og lauk skipstjómamámi frá Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum. Baldvin var sjómað- ur á nokkram bátum og fór svo að vinna við húsasmíöar. Hann rak eigið smíðafyrirtæki fram að eld- gosinu í Heimaey árið 1973 en flutti þá á Hrafnistu og síðar í Mosfells- sveit. Hann stimdaði smíðar í fyrstu en gerðist síðar umsjónar- maður við íþróttahúsið í Mosfells- sveit. Baldvin hætti störfum 1987. Þann 16. maí 1937 kvæntist Bald- vin Þórunni Elíasdóttur, f. 1. des- ember 1916, d. 29. júlí 1990, húsmóð- ur. Foreldfítr hennar voru Elías Nikulásson, bóndi að Seljalandi í Reykjavík og síðar að Bala í Þykkvabæ, og kona hans, Krisín Mensaldersdóttir. Börn Baldvins og Þórannar era níu: Kristín, f. 19. ágúst 1936, póst- freyja í Vestmannaeyjum, gift Herði Runólfssyni og eiga þau þrjú börn; Elías, f. 1. júní 1938, forstöðu- maður, Vestmannaeyjum, kvæntur Höllu Guðmundsdóttur og eiga þau átta böm; Baldur Þór, f. 19. júní 1941, byggingarverktaki, kvæntur Arndísi Steinþórsdóttur og eiga þau tvö börn; Kristinn, f. 29. júní 1942, trésmíðameistari, Mósfells- bæ, kvæntur Sigríði Jensdóttur og eiga þau þrjú börn; Ragnar Þór, f. 31. desember 1945, bifvélavirki, Vestmannaeyjum, kvæntur Önnu Jóhannsdóttur og eiga þau fiögur böm; Birgir Þór, f. 15. janúar 1952, kennari í Mosfellsbæ, kvæntur Halldóru Björnsdóttur og eiga þau eitt barn; Hrefna, f. 23. janúar 1954, launafulltrúi í Vestmannaeyjum, gift Snorra Rútssyni og eiga þau eitt barn; Gústaf, f. 30. ágúst 1957, sölustjóri, Englandi, kvæntur Önnu Gunnlaugsdóttur og eiga þau þrjú böm; og Hörður, f. 25. nóv- ember 1961, vélvirki, Reykjavík, kvæntur Bjarneyju Magnúsdóttur og eiga þau eitt bam. Systkini Baldvins voru þrettán og þar af fæddist eitt andvana: Sig- ríður, dó ung; Sigurþór, fyrrum bóndi á Rauðafelli, nú búsettur í Þorlákshöfn, var kvæntur Berg- þóru Auðunsdóttur sem nú er látin, fimm börn þeirra era á lífi; Aðal- björg, búsett í Reykjavík, hún var gift Hermanni Guðjónssyni sem lést í maí 1990, eiga þau þrjú böm; Einar, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðríði Konráðsdóttur og eiga þau tvö börn; Ásta Ragnheið- ur, búsett í Reykjavík, hún á eitt barn; Georg, tvíburabróðir Bald- vins, d. 16. mars 1988, húsvörður í Vestmannaeyjum, kvæntur Sigur- báru Sigurðardóttur og eiga þau sex böm; Jakob, látinn; Sveinborg Anna, saumakona í Reykjavík, hún er látin; Rútur, trésmiður í Vík í Mýrdal, kvæntur Guðbjörgu Jóns- dóttur og eiga þau þijú börn; Guð- fmna, lést ung; Guðmann, starfs- maður ÍSAL, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Ósk Alfreðsdóttur og eiga þau tvö böm; og Knstinn, starfsmaður Skógræktar ríkisins, búsettur í Kópavogi, kvæntur Þor- björgu Jóhannesdóttur og eiga þau fiögurbörn. Foreldrar Baldvins voru Skær- ingur Sigurðsson, f. 14. mars 1886, d. 27. febrúar 1973, bóndi, og Krist- ínÁmundadóttir, f. 15. mars 1886, d. 29. september 1932. Þau bjuggu að Rauðafelli undir Austur-Eyja- fiöllum. Skæringur var þriðja barn hjón- anna á Rauðafelli, þeirra Jakobínu Steinvarar Skæringsdóttur og Sig- urðar Sveinssonar. Jakobína Stein- vör var fædd 8. ágúst 1858, dóttir hjónanna í Skarðshlíð, Guðlaugar Baldvin Skæringsson. Eiríksdóttur frá Húsagarði á Landi, sem var af Bolholtsætt, og Skær- ings Árnasonar bónda. Sigurður, faðir Skærings, var fæddur 10. ágúst 1851. Hann var af Selkotsættinni, fimmti hður frá ættfóðurnum Jóni ísleifssyni, lög- réttumanni í Selkoti. Kristín, móðir Baldvins, var fædd að Bjólu í Holtum. Hún var dóttir hjónanna Ragnheiðar Eyjólfsdótt- ur Björnssonar, b. í Þorlákshöfn ogHerdísarvík, Oddssonar, b. að Þúfu í Ölfusi, og Ámunda Filipus- sonar Þorsteinssonar Vígfússonar, b.íBjólu. afmælið 30. ágúst 85 ára Sigurbjörg Magnúsdóttir, Úthagal4, Sclfossi. daginn. Björg Magnúsdóttir, Meistaravöllum 25, Reykjavík. Edda Lúðvíksdóttir, Hólum, Nesjahreppi. Guðmundur Gunnarsson, 80 ára Kristján Arngrímsson, Hörðalandi 8, Reykjavík. Vanabyggöl7,Akureyri. t Þorvaldur Snæbjörnsson, Kotárgerði 18, Akureyri. Sigrún Helga Ólaf'sdóttir, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Elín Eliasdóttir, Ytra-Hóli2, Öngulsstaöahreppí. 70ára Steinn Simonarson, Arnarhvoli, Dalvík. Marinó Þorsteinsson, Víðilundi 20, Akureyri. Hann d vel- ur nú í Geitlandi 4, Reykjavík. AnnaP. Sigurðardóttir, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum. Guðmundur Hermannsson, Hraunbæ 72, Reykjavík. Svavar Helgason, Öldustíg 10, SauðárkrókL Jakobína Anna Magnúsdóttir, Eyrarlandsvegi 27, Akureyrí. 50ára Örn Sigurðsson, Mávahlíð 23, Reykja vík. 40ára 60 ára Helmuth Alexander Guðmunds- son, Brekkubæ 38, Reykjavík. Sólveig Brynjólfsdóttir, Löngumýri 14, Garðabæ. Vilhelmína Haukdóttir, Víðihlíð 26, Reykjavík. Sigríður Arngrímsdóttir, Snorrabraut 83, Reykjavík. HrafnhildurHrafnsdóttir, Brekkubæ 37, Reykjavík. Jane Petra Gunnarsdóttir, Halla Þórðardóttir, Nónvörðu 10D, Keflavík. Hún tekur Skúlaskeiði 3, Hafnarfiröi. á móti gestum i Kirkjulundi í Kefla- Kristín Jónsdóttir, vik effir klukkan 20.00 á aftnælis- Áshlíð 12, Akureyri. Richard Jónsson Richard Jónsson vaktmaður, Möðrufelh 9, Reykjavík, er sjötugur í dag. Richard er fæddur í Reykjavík og ólst upp með systkinum sínum í miðbæ Reykjavíkur hjá foreldrum sínum og föðurömmu. Hann byrjaði að vinna sem sendill hjá málningar- verksmiðjunni Hörpu hf. fiórtán ára, vann síðan hjá Hörpu hf. í sam- tals 48 ár og var um árabil verk- stjóri þar. Richard vinnur nú sem vaktmaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi. Hann er söng- maður og hefur stundað mikið hestamennsku og útivera. Richard kvæntist 1948 Erlu Þórðardóttur, f. 26. desember 1928. Foreldrar Erlu eru: Þórður Erlendsson verkamað- ur og kona hans, Þórdís Guðmunds- dóttir. Dætur Richards og Erlu era: Guðrún Halldóra, f. 8. apríl 1947; Þórdís, f. 3. nóvember 1951, og Ingi- björg, f. 18. mars 1953. Richard og Erla eiga sex barnabörn: Snædísi Erlu, f. 7. janúar 1970; Aslaugu, f. 14. aprh 1973; Richard, f. 14. júní 1976; Trausta, f. 10. október 1976; Erlu, f. 20. mars 1979, og Jón, f. 22. janúar 1981. Systkini Richards era: Anna Hulda, f. 29. júh 1916, býr í Ameríku; Marta, f. 27. mars 1918; Sigurður Þórrf. 8. ágúst 1922, býr í Svíþjóð; Guðmundur, f. 19. ágúst 1924; Sigurveig, f. 27. júlí 1926, og Helga, f. 2. ágúst 1930. Foreldrar Richards voru: Jón Sig- urðsson, f. 8. júh 1892, d. 19. nóvemb- er 1973, skipstjóri á Gullfossi, og fyrri kona hans, Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, f. 1. apríl 1888, d. 1948. Seinni kona Jóns var Dýrfinna Tómasdóttir. Jón var sonur Sigurð- ar, formanns í Móakoti á Vatns- leysuströnd, Þorlákssonar og konu hans, Þuríðar Þorbergsdóttur frá Stóruvöhum í Landsveit. Guðrún Halldóra var dóttir Sigurðar, sjó- manns á Lambastöðum á Seltjarn- Richard Jónsson. amesi, Ingjaldssonar og konu hans, Jónveigar Jónsdóttur. Richard heldur upp á afmælisdaginn í sum- arbústað í Borgarfirði. ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID SIMINNER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.