Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Page 28
!6 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Afmæli Guðmundur Kristinn Gunnarsson Guðmundur Kristinn Gunnarsson fuUtrúi, Vanabyggð 17, Akureyri, er sextugurídag. Guðmundur fæddist að Gestsstöð- um, Noröurárdalshreppi í Mýra- sýslu og átti þar heimili til ársins 1945 og á Hafþórsstöðum í sömu sveit til 1948. Guðmundur lauk landsprófi við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1947, stúdentsprófi við stærðfræðideild MR vorið 1951 og stundaði framhaldsnám við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn veturinn 1967-68. Hann var kennari við Héraðsskólann að Laugum, S- . j Þingeyjarsýslu 1951-73, skattendur- skoðandi og síðar fulltrúi við Skatt- stofu Norðurlandsumdæmis eystra 1973-84, starfsmaður við Iðnlána- deild SÍS á Akureyri 1984- 85, en aftur í starfi hjá Skattstofu Norður- landsumdæmis eystra frá 1985. Jafnframt kennslu var Guðmundur forstöðumaður útibús Kaupfélags Þingeyinga að Laugum 1964-65. Hann var formaður Karlakórs Reykdæla 1959-72, í stjóm Heklu - sambands norðlenskra karlakóra l%l-75 og í stjóm Karlakórsins Geysis á Akureyri 1974-77. Guð- mundur var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Náttfara í S-Þing- eyjarsýslu og formaður klúbbsins 1969-70. Hann var formaður Lions- klúbbsins Hugins á Akureyri 1977- 78 og aftur 1985-86 og formaður sam- starfsnefndar BSRB á Akureyri 1981-83. Guðmundur er höfundur Árbókar Ferðafélags íslands um Ódáðahraun 1981 og hefur auk þess skrifað ferðaþætti og minningar- greinar í blöð og tímarit. Hann hefur oft verið þátttakandi í spurninga- þáttum í sjónvarpi og útvarpi. Guðmundur kvæntist þann 21. desember 1954 Þórhildi Árnfríði Jónasdóttur, nú ráðskonu við mötu- neyti starfsmanna Mjólkursamlags KEA. Þórhildur er fædd 1. júní 1930 að Helluvaði, Mývatnssveit. For- eldrar hennar era Jónas Sigurgeirs- son, bóndi að Helluvaði, og kona hans, Hólmfríður ísfeldsdóttir. Böm Guömundar og Þórhildar em: Kristín Hólmfríður, f. 21. septemb- er 1954, deildarmeinatæknir við Sjúkrahús Húsavíkur, gift Sölva Jónssyni vélstjóra, f. 25. janúar 1954 í Flatey á Skjálfanda, og böm þeirra em Arnhildur Eyja, Borghildur ína og GunnarÓli; og Elín Gunnhildur, f. 21. nóvemb- er 1959, við doktorsnám í efnafræði við Tækniháskólann í Vestur-Berl- ín. Guðmundur Kristinn Gunnarsson. Foreldrar Guðmundar voru Gunnar Daðmar Guðjónsson, bóndi að Gestsstöðum, Norðurárdals- hreppi, Mýrasýslu, f. 7. september 1899, d. 5. janúar 1949, og kona hans Krisín Jóhannsdóttir frá Litla- Bakka, Miðfiröi, Vestur-Húnavatns- sýslu, f. 22. júní 1894, d. 25. ágúst 1987. í tilefni af sextugsafmælum sínum taka þau hjón Þórhildur og Guð- mundur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 1. septemberfrá klukkan 15.00. Jakobína Anna Magnúsdóttir Jakobína Anna Magnúsdóttir hús- freyja, Eyrarlandsvegi27 á Akur- eyri, er sjötug í dag. Jakobína er fædd á Grand í Amarneshreppi í Eyjafirði. Hún var fiskvinnslukona hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í nokkur ár og hefur verið starfsmað- ur í Lystigarðinum á Akureyri á sumrin mörg undanfarin ár. Jakob- ína giftist 12. maí 1938 Garðari Bene- dikt Ólafssyni, f. 19. október 1908, fyrrv. efnisverði hjá Rafveitu Akur- eyrar. Foreldrar Garðars em Ólafur Sumarhðason, f. 30. apríl 1881, d. 4. nóvember 1934, stýrimaður á Akur- eyri, og kona hans, Jóhanna Bjöms- dóttir, f. 16. apríl 1885, d. 18. mai 1939. Böm Jakobínu og Garðars em: Jóhannes ÓU, f. 16. maí 1939, vaUar- stjóri í Reykjavík, kvæntur Huldu Jóhannsdóttur starfsmannastjóra; Anna, f. 20. október 1941, verslunar- maður í Rvík, gift Ólafi M. Ólafssyni vélamanni; Magnús Öm, f. 11. júní 1951, skipstjóri í Rvík, sambýUskona hans er HrafnhUdur Jóhannsdóttir sjúkraUði; Kristján Bjöm, f. 15. fe- brúar 1953, verkfræðingur í Ála- borg, kvæntur Helgu Alfreðsdóttur þroskaþjálfa; Ingvar, f. 9. apríl 1957, rafmagnseftirUtsmaður á Ákureyri, og Bergur, kjörsonur, f. 15. mars 1957, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Margréti Andersen Frí- mannsdóttur. Systkini Jakobínu em: Áslaug Ágústa, f. 1904, d. 1985, b. á Syðstu-Gmnd í Arnarnes- hreppi; Hildigunnur, f. 1905, d. 1961, húsfreyja í ffykkvabæ í V-Skaftafell- sýslu; Anna, lést í frumbernsku; Friðrik, f. 1916, b. á Hálsi í Svarfað- ardal, og Þorsteinn, f. 1919, vélstjóri áAkureyri. Foreldrar Jakobínu voru Magnús Þorsteinsson, f. 1878, d. 1956, b., lengst á Syðsta-Kambhóli í Arnar- neshreppi, og kona hans, Arnþrúð- ur Friðriksdóttir, f. 1879, d. 1963. Magnús var sonur Þorsteins, út- vegsb. í Rauðuvík í Arnarnes- hreppi, Vigfússonar, b. á Hellu á Árskógsströnd, Gunnlaugssonar, bróður Þorvaldar, afa Jóhanns Sig- urjónssonar skálds og Kristínar, móður Þorsteins Hannessonar óperusöngvara og Jóhanns skóla- meistara, föður Wincie, formanns HÍK. Móðir Magnúsar var Ágústa Guðmundsdóttir, smiðs í Kálfs- skinni, Guðlaugssonar, b. og hrepp- stjóra á Kálfsá í Ólafsfirði, Jónsson- ar. Móðir Ágústu var Elín Sigfús- dóttir, b. og hreppstjóra í Fagra- skógi, Eyjólfssonar. Móðir Guð- mundar var Arnbjörg Björnsdóttir, systir Jóns, fóður Hákarla-Jörund- ar, útvegsb. í Hrísey. Amþrúður var dóttir Friðriks, b. Jakobína Anna Magnúsdóttir. og smiðs á Galmastöðum, Jóhanns- sonar, b. og skipasmiðs í Syðri- Haga, Einarssonar. Móðir Friðriks var Amþrúður Jensdóttir Buchs, b. og skálds á Ingjaldsstöðum, bróð- ur Björns, afa Steingríms Steinþórs- sonar forsætisráðherra. Jens var sonur Nikulásar Buchs, b. á Laxa- mýri, ættföður Buchsættarinnar, og konu hans, Karenar Björnsdóttur Thorlacius, kaupmanns á Húsavík, Halldórssonar, biskups á Hólum, Brynjólfssonar. Móðir Arnþrúðar var Signý ljósmóðir, hún tók á móti 1125 börnum, Sveinsdóttir, b. í Efsta-Samtúni, Tómassonar og konu hans, Signýjar Ásgrímsdóttur. Jakobína er að heiman í dag. geröist yfirskoðunarmaður í radíó- eftirliti Landsímans og starfaði hann við radíóeftirlitið meðan þrek entist. Eftirlifandi eiginkona hans er Valdís Ólafsdóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Magnús T. Tómasson lést 16. ágúst. Hann fæddist 19. júní 1917. Foreldrar hans vom hjónin Vilhelmína Tómas- dóttir og Jónas Magnússon. Magnús vann lengst af hjá Eimskipafélagi íslands. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingveldur Guðjónsdóttir. Þau hjónin eignuðust einn son. Útför Magnúsar verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Aðalbjörn S. Gunnlaugsson kennari, Lundi, Öxarfirði, verður jarðsunginn frá Skinnastaðarkirkju laugardag- inn 1. september kl. 14. Tónleikar Björk sykurmoli syngur á Borginni Björk Guömundsdóttir sykurmoli syngur meö triói Guðmundar Ingótfssonar á Hótel Borg í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22. Tónleikar í Firðinum Rokkabillíband Reykjavikur verður með tónleika í veitingahúsinu Firðinum, Hafnarfirði, í kvöld, fimmtudag, kl. 22. Húsið verður opnað kl. 21.30 og er gestmn bent á að mæta tímanlega. Á Nillabar skemmtir Guðmundur Rúnar gestmn fram á nótt. Tónleikar í Garðabæ Lokatónleikar Sigurðar Halldórssonar sellóleikara og Daníels Þorsteinssonar píanóleikara á hringferð þeirra um landið verða haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ fostudagskvöldið 31. ágúst kl. 20.30. THkyimingar Myndverk barna sýnd í Gerðubergi Þessa dagana stendur yfir sýning á myndverkum barna í menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Vérkin voru unnin í Listsmiðjunni Gagn og gaman í sumar og eru viðfangsefni þijú: hafið, blóm og ekki er allt sem sýnist. Laugardagana 1. og 8. september verður leiðsögn mn sýn- inguna. Starfsmaður Listasmiðjunnar kynnir aðferðir hennar og markmið. Sýningin verður opin kl. 10-21 mánudag til fimmtudags en kl. 13-16 á fóstudögum og laugardögum. Sýningunni iýkur 8. september. Félagsmálaráðuneytið gefur út úrskurði á sviði sveitarstjórnarmálefna ogfl. Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út úr- skurði sína á sviði sveitarstjómarmál- efna, byggingar og skipulagsmála 1986- 1989. Samkvæmt sveitarstjómarlögum skal félagsmálaráðuneytið gefa út úr- skurði sína í sveitarstjórnarmálum. Fé- lagsmálaráðherra er skylt að skera úr ef viss ágreiningur rís í sambandi við fram- kvæmd byggingar- og skipulagsmála. Úrskurðir ráðuneytisins á sviði bygging- ar; og skipulagsmála hafa mikið upplýs- inga- og fordæmisgildi fyrir sveitar- stjómir og almenning og hefur félags- málaráðherra því ákveðið að birta einnig þá úrskurði sem kveðnir hafa verið upp á sviði byggingar- og skipulagsmála .1986-1989. Úrskurðimir verða til sölu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að Háa- leitisbraut 11-13 í ReyKjavík og kosta kr. 1,000. Húnvetningafélagið Spilað laugardaginn 1. september kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6, næstu laugardaga, 1., 8., 15. og 22. september, kl. 14-17. Hitt og þetta á góðu verði. Leið fimm að húsinu. Orðasafn úr tölfræði Út er komið á vegum íslenskrar mál- nefndar Orðasafn úr tölfræði, bæði ís- lenskt-enskt og enskt-íslenskt. I því er að finna nærri 800 íslensk heiti og rúmlega 600 ensk á tæplega 500 hugtökum úr töl- fræði. Flest hugtök em skýrð eða skil- greind á íslensku. Höfundar þessa orða- safns em fjórir kunnir tölfræðingar: Helgi Þórsson, Hólmgeir Bjömsson, Sig- rún Helgadóttir og Snjólfur Ólafsson. Fyrir tveimur ámm sendu þau frá sér Lítið orðasafn úr tölfræði en það hefur nú verið aukið mjög og endurbætt. Auk höfunda hafa margir sérfræðingar komið við sögu þessa nýja oröasafns. Ritstjórar em Sigrún Helgadóttir og Snjólfur Olafs- son. Orðasafn úr tölfræði er fimmta ritið í ritröð íslenskrar málnefndar og er 60 bls. Það verður til sölu í Bóksölu stúd- enta. Vetraráætlun SVR aukin tiðni ferða Mánudaginn 3. september tekur vetrará- ætlun SVR gildi. Þá eykst tíðni ferða á 9 leiðum. Vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 aka á 15 mín tíðni kl. 07-19, mánudaga til fóstudaga. Akstur á kvöldin og um helgar á áðurtöldum leiðum er óbreyttur. Vagn- ar á leiðum 8-9 og 13-14 aka á 30 min. fresti alla daga, einnig á kvöldin. Helgina 1. og 2. september verður skipt um leiða- spjöld á viðkomustöðum SVR. Leiðabók SVR bh-tir nánari upplýsingar um ferðir vagnanna. Tapað fundið Fressköttur tapaðist úr Grafarvogi Grábröndóttur fressköttur tapaðist úr Grafarvogi 15. ágúst sl. Hafi einhver orð- ið hans var eða viti hvar hann er niður- kominn er hann vinsamlegast beðinn að láta vita í síma 675778. Kvenúr fannst Kvenúr fannst í Landsbankanum, Lauga- vegi 77, í gær. Eigandi getur vitjaö þess í afgreiðslu bankans. Hjól tapaðist úr Fossvogi Grátt 10 gíra karlmannsreiðhjól hvarf frá Haðalandi 12 aðfaranótt fimmtudagsins 23. ágúst sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 36560. Andlát Gunnsteinn Jóhannsson, Þómfelli 12, lést á Landspítalanum að morgni 28. ágúst. Una Helgadóttir andaðist í sjúkra- húsi Vestmannaeyja þriðjudaginn . ^28. ágúst. Jarðarfarir Sigurbjörg Pálsdóttir, Sólvallagötu 43, verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 15. Bergrós Jónsdóttir, Hvassaleiti 10, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Guðlaug G. Westlund, sem andaðist á Elli- og hjúkmnarheimilinu Gmnd 22. ágúst, verður jarðsungin frá Foss- ■Vogskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 10.30. Marín S. Guðmundsdóttir, Barma- hlíð 18, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Guðrún Tómasdóttir, áður til heimil- is að Hæðargarði 28, veröur jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 31. ágúst kl. 15. Sigurður Tómasson lést 22. ágúst. hann fæddist þann 10. júní 1933 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Magnea Dagmar Sigurðardóttir og Tómas Sigvaldason. Að loknu gagn- fræðaskólanámi hóf Sigurður nám við Loftskeytaskólann og útskrifað- ist þaðan árið 1954. Hann fór þá til Englands á námskeið í radíó-viðgerð- um. Eftir heimkomuna hóf Sigurður störf hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og starfaði þar næstu 9 ár. Hann starfaði við fjarskiptastöðina í Gufu- nesi frá árinu 1963 til 1986 er hann FjöLmiðlar Vesturbæjarrisinn Sjálfsagt hafa margir vesturbæ- ingar fellt tár í gærkvöldi þegar úr- slitin í bikarkeppninni lágu fyrir. Enn verður „gamla góða KR" að bíða eftir alvöratitli og er sú bið oröinæðilöng. Leikinn þurfti að útkljá með víta- spymukeppni eins og sjónvarpsá- horfendur tóku eftir. Ekki var um neitt annað að ræða því að ómögu- legt er að láta liðin spila um bikar- inn fram tiljóla. Þaö eru heldur ekki tíl nein ílóðljós á Laugardals- vellinum en nú hlýtur að verða gert eitthvaö í því. Myndataka Sjón- varpsins var heldur ekki ypp á marga fiska og glögglega kom í Ijós að íþróttamyndatökur era óplægður akur hérlendis. Leikurinn í gær var ekki merkilegur og ljóst er að fjár- festing KR-inga (Atli, Pétur, Ragnar o.fl.) hefur ekki skilað tilætiuðum árangri. Og í beinu framhaldi tek ég undir með manninum sem sagði að miklu einfaldara væri fyrir KR að kaupa hreinlega annan alvöru- bikaranna. Annars virtist stemn- ingih á vellinum vera ágæt. Áhorf- endur sungu Ole Ole, svona eins og þeir gerðu á HM en ég vona að ýmis önnur tilbrigði tengd HM hafi verið látin eiga sig. Þar má t.d. nefna ólæti Breta eftir ósigur sinna manna gegnÞjóöverjum. Þaðhefðiekki verið góð auglýsing fyrir íslenskan bolta ef vesturbæingar hefðu ráðist á eignlr þeirra Valsmanna sem bú- settir eru vestur í bæ. Við þurfum þó ekki að kvarta vegna vandræða. Þaö er einna helst að einstaka stríp- alingur sé til vandræða en orsök þess tel ég þó vera fádæma getu- leysilögreglunnar. Gaman væri að vita hver væri „bónus" leikmanna fyrir að vinna hina ýmsu sigra og þ.m.t. í bikar- keppninni. Reyndar á ég ekki von á því að það komi nokkum tímann fram í dagsljósið enda eru félaga- skipti og umbun leikmanna orðin slíkt feimnismál að með ólíkindum þykir. Það vita allir um þessa hluti en enginn þorir eða má segja frá. Ekki hefði ég viljað vera í sporum KR-inga í gærög í dag, hvorki leik- manna né stuðningsmanna. Þeir eru auövitað sárir og svekktir og betra aö fara vel að þeim. Ég hef reyndar ekkert rekist á ritstjórann hér í morgun en sennilega er þetta ekki rétti dagurinn til að biðja um kauphækkun. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.