Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Qupperneq 9
FÖSTUD'ÁCUR26rOKTÖBE'R T9'90: Útlönd Syses falli Stjómarkreppa virtist óumflýj- breytt til að auðvelda erlendum anleg í Noregi í gær et'tir að Kaci aðilum landakaup. Miðflokkurinn Kullman Five viðskiptaráðherra er liins vegar mótfallinn slíkum lýsti því yfir á þingi að aðildarríki breytingum. Fríverslunarbandalags Evrópu, Umræðurnar á norska þinginu EFTA-ríkin, yrðu að vera sveigjan- snúast nú ekki um það hvort leg í öilum atriðum í samningavið- stjórnin falli lieldur hvenær. Bæði ræðunum við EB, Evrópubanda- Hægri flokkurinn og Kristilegi Iagið. Það hefur sett sem skilyröi í þjóðarfiokkurinn segja að það viöræöunum um sameiginlegt evr- veröi að vera Jjóst fyrir mánudag- ópskt efnahagssvæði að erlend ríki inn hvort stjómarflokkarnir nái fái aö kaupa Iand í Noregi. samkomulagi eða ekki. Framfara- Hægriflokkurinn,semerflokkur flokkurinn mun á mánudaginn viðskiptaráöherrans og Syse for- leggja fram tillögu um að Noregur sætisráðherra, heldur því fram að verði við kröfu EB og breýti lögun- meirihluti sé fyrir því á þingi að um. leyfislögunum svokölluðu veröi ntb fm HUJ Þi jóla 5FÉLÖG É etta er * itilboð Billermann 0 Olénesse County Cord teppi fyrir STIGAGANGA ~1995 á komið<# N* |y Pantið tímanlega . Byggingamarkaður Vestu Ik BlfciA Hringbraut 120, Opið laugardaga ki. 10-14 teppadeild, símar 28605 og 2861 5 ára bletta- og slitábyrgð rbæjar in Æ Örþrifaráð grænlensku landstjómarinnar: Neyðir útgerðar- menn til að hætta - dýr veiðileyfi gera útgerðina vonlausa Grænlenska landstjórnin hefur ákveðið að krefjast hárra fjárhæða í veiðileyfi af útgerðum rækjutogara í þeim tilgangi að útgerðarmenn gefist upp og selji togarana. Ofveiði blasir nú við á öllum rækjumiðum við Grænland og er stjórninni þvi nauð- ugur einn kostur að takmarka út- gerðina. Ekki verður farið út í að koma á kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd en þess í stað verður sjálfstæðum út- gerðarmönnum gert að greiða fyrir veiðileyfi. Úgerðarmenn segja að þeim sé nauðugur einn kostur að leggja árar í bát og selja togara sína. Máhð hefur valdið hörðum deilum á landsþinginu og hefur landsstjórn- in viðurkennt aö tilgangurinn með sölu veiðileyfa sé að draga úr sókn í rækjustofninn. Hugmyndin er að út- gerðir verði sameinaðar og einhverj- ir togarar seldir úr landi. Nái hugmyndin fram að ganga er talið að veiðileyfin skili 1,3 milljörð- um íslenskra króna í landsjóðinn en ætlunin er að verja mestu af þeim peningum í aðstoð við sameiningu útgerðarfyrirtækja. Hér er því að hluta til verið að færa peninga úr einum vasa í annan í von um að það bjargi einhveijum hluta rækjuút- gerðarinnar við Grænland. Grænlenska landstjómin telur að útilokað sé að selja togara fyrir það verð sem útgerðirnar þurfa að fá fyr- ir þá. Mismuninn æflar landsjóður að greiða. Áætlað er að*nota allt að milljarði íslenskra króna til að greiða með togurum sem seldir eru úr landi. Bæði útgerðarmenn og bankarnir, sem eiga mikla peninga hjá útgerð- unum, segja að milljarður sé ekki nóg því að togarar gangi á lágu verði í heiminum um þessar mundir, sér- staklega vegna þess að Færeyingar þurfa á sama tíma að selja marga togara. Talið er að útgerðarfélög á Græn- landi skuldi ekki minna en 10 millj- arða íslenskra króna og hafa græn- lenskir bankar lánað um helminginn af þeirri fjárhæð. Afgangurinn hefur verið fenginn 'að láni í Danmörku. Bankamenn á Grænlandi segja að bankarnir þar þoh alls ekki að tapa þeim peningum sem þeir hafa lagt í útgerðina og því verði landstjómin aö taka á sig hluta af áfallinu ef margar útgerðir verða gjaldþrota. Ritsau Grænland: Færeyingahöfn seld Færeyingi Nýir eigendur hafa nú tekið við frystihúsinu í Færeyingahöfn fyrir sunnan Nuuk á Grænlandi. Við lá aö fiskverkun þar legðist niður vegna fjárhagserfiðleika þegar fær- eyskur skipstjóri að nafni Kaj Hjal- grimsson ákvað að bjóða í alla að- stöðu í landi, þar á meðal sjálfa höfn- ina. Hann greiðir aðeins 200 þúsund danskar krónur fyrir frystihúsið. Þaö svarar til tæplega tveggja milljón íslenskra króna. Kaí Hjalgrimsson hefur búið á Grænlandi í tuttugu ár og gert þar út bæði togara og flutningaskip. Hann ætlar að hafa í Færeyingahöfn alla aðstöðu fyrir skip sín. Færeyingahöfn var byggð árið 1927 og þar hefur verið verkaður fiskur æ síðan. Það voru Danir, Norðmenn og Færeyingar sem upphaflega áttu Færeyingahöfn og hlutafélagið Nordfar sá um reksturinn. Færey- ingar hafa alla tíð notað aðstöðuna í Færeyingahöfn og lagt þar upp þorsk til verkunar. Undanfarin ár hafa færeyskir tog- arar ekki mátt veiða í landhelgi við vesturströnd Grænlands og því hefur afli af úthafstogurum verið verkaður í Færeyingahöfn. Mikil umsvif voru þar á árunum eftir seinna stríð en minna hefur verið um að vera síðari ár og nánast ekkert verið unnið af flski við höfnina síðustu tvö til þrú ár. Kaj Hjalgrimsson sagði við græn- lenska útvarpið í gær að hann væri efms í að veruleg flskverkun hæfist á ný í Færeyingahöfn en aðstaðan þar væri nauðsynleg fyrir frystitog- arahansogflutningaskip. Ritzau Prófkjör sj álfstæðismanna í Reykjavík DAGANA 26. OG 27. OKTÓBER 1990 Prófkjörið hefst í dag, föstudag. Kjörstaður er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Á morgun, laugardag, verður kosið á 5 kjörstöðum. Kjósið í því hverfi sem þér hafíð búsetu í Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1. desember 1989 og ætlið að gerast flokksbundinn, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. Kjörstaðir vérða opnir sem hér segir: Föstudaginn 26. október frá kl. 13:00 -22:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 - öll kjörhverfin saman. Laugardaginn 27. oktöber frá kl. 09:00 - 22:00 á 5 kjörstöðum í 6 kjörhverfum. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt i Reykjavík þann 25. apríl 1991 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa ? Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðs- lista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti fraboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans o.s.frv. 1. Kjörhverfi Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Oll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga (Nýja álman) 2. hæð, C-salur - Gengið inn um austurdyr. 2. Kjörhverfi Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi, öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. (Vestursalur 1. hæð). 3. Kjörhverfi Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. (Austursalur 1. hæð). 4. Kjörhverfi Árbæjar-og Seláshverfi og Ártúnsholt. ■ Kjörstaður: Hraúnbær 102B (Suðurhlið). 5. Kjörhverfi Breiðholtshverfin - öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við Gerðuberg. 6. Kjörhverfi Grafarvogur - öll byggð í Grafarvogi. Kjörstaður: Verslunarmiðstöðin að Hverafold 1 - 3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.