Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1990, Page 24
■32—----------... Smáauglýsingari ■ Skemmtanir Steggjapartí 09 skemmtanlr um land allt! Islenska fatafellan Bonny skemmtir við hin ýmsu tæki- færi. Svör sendist DV, merkt „Bonny 5399“. Geymið auglýsinguna. ■ Líkamsrækt Fótbolti, körfubolti, blak, skallatennis, badminton o.fl. Eigum nokkra tíma lausa í íþróttasalina um helgar og fyr- ir kl. 17 virka daga. Tilvalið fyrir vaktavinnu- og skólafólk. Ath. mán- aðarkort í tækjasal á aðeins 1900 kr. Góður leiðbeinandi. Námskeið í leik- fimi byrjar 1. nóvember og 1. desemb- er, verð 3500 kr. Góður kennari. Gullsport, Stórhöfða 15, s. 672270. ■ Ymislegt Aldrei attur I mergun. Eftir vel heppn- aða ferð um landið er nú loksins boð- ið aftur upp á Grenn-námskeið í Reykjavík. Mán. 29. okt. kl. 21 verður haldinn á Næstu Grösum, Laugavegi 20, fyrir- lestur um matarfikn og leiðir til bata. Hann er öllum opinn sem hafa áhuga á heilbrigðum neysluháttum. Dagana 31. okt. - 4. nóv. verður svo námskeið fyrir þá sem vilja breyta matarvenjum sínum. Skráning fer fram á fyrirlestrinum. Ungbarnanudd. Námskeið fyrir for- eldra er árangursríkt við ungbama- kveisu. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5385. ÞJQÐRÁÐ I HALKUNNI Tjara á hjólbörðum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eða úðar þá með olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. mIumferðar Uráð íiiauTSö jas HRBöíáflnn® . FÖSTUÐAGUR 26. OKTÓBER 1990. Ósigur thatcherismans? KjáUarinn lega“ þjakaður af sama meini og aðrir vinstrisinnar. Hann telur sig geta hugsað fyrir fólk (jafnvel heil- ar þjóðir ef í það fer) og vitað um vilja þess þrátt fyrir að gagnstæður vilji þess hafi komið fram í þrígang á ótvíræðan hátt. Með batnandi samskiptum þjóða breikkar enn bilið á milli skuldlausra Breta og skuldsettra Evrópubandalagsþjóða, segir m.a. I greininni. - Götumynd frá London. Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ Butskellisminn Þegar litið er á gjörðir ríkis- stjórna Bretlands á árunum 1951-79, eða frá því að Clement Attlee stýrði ráðuneyti Verka- mannaflokksins á árunum eftir stríð og þar til frú Thatcher tók við fyrir ellefu árum, er varla hægt að greina á þeim nokkurn mun. Þær voru allar mjög svipaðar hvort sem þær voru undir forsæti íhalds- flokksins eða Verkamannaflokks- ins. Þess vegna hefur þetta tímabil ,,Á síðustu flmm árum hafa erlendar fjárfestingar 1 framleiðsluiðnaði og fé- sýslu hvergi verið meiri í Evrópu en í Bretlandi.“ Nýlega birtist hér í blaðinu kjall- aragrein sem hafði m.a. að geyma kafla um „ósigur thatcherismans". Þar sagði m.a.: „Takmörk þeirrar stefnu hafa aldrei orðið augljósari en á þessu ári, fátækráhverfin, götubardagarnir, óánægjan eru skýr vitni þess.“ Eða með öðrum orðum að takmörk thatcherismans hafi alltaf verið augljós og nú sem alrei fyrr. Þessi skoðun fellur um sjálfa sig á fyrsta prófi. Höfundur hennar telur að Bretar hafi kosið yfir sig augljósa vitleysu þrisvar í röð með því aö kjósa frú Thatcher. Þegar frú Thatcher sigraði. í sínum þriðju kosningum hafði það ekki gerst i 160 ár að sami aðili ynni þrennar kosningar í röð. í raun segir þetta allt sem segja þarf um gengi frú Margaret Thatc- her og stefnu hennar á Bretlandi. Þetta segir okkur einnig að höfund- ur nefndrar greinar er „augljós- verið kennt við butskellisma. Orðið butskellismi var búið til úr nöfnum íhaldsmannsins og fjár- málaráðherrans (1951-5), Butlers, og arftaka hans, Gaitskells, sem gegndi sama embætti fyrir Verka- mannaflokkinn. Þetta tímabil ein- kenndist af mikilli stöðnun. Það eina sem reynt var aö gera var að dulbúa atvinnuleysi með auknum útgjöldum ríkisins (eftir kokkabók- um Keynes) og meðfylgjandi er- lendum lántökum. Óarðbærum ríkisfyrirtækjum var haldið gang- andi með fjárframlögum ríkisins. Lagt upp með fyrirheit Á landsþingi íhaldsflokksins 1975, skömmu eftir að frú Thatcher hafði verið valin leiðtogi hans, sagði hún m.a.: „í næstu kosning- um munum við berjast fyrir skýr- um hugmýndum sem viðurkenna og vernda réttindi einstaklinganna og fjölskyldu þeirra fyrir vaxandi valdi og afskiptum ríkisins... í dag eyðir ríkið því sem hentar og skatt- greiðandinn mætir afgangi... í næstu kosningum munu íhalds- menn fara um landið og ítreka nauðsyn þess að skattgreiðandinn verði í ríkara mæli látinn njóta árangurs erfiðis síns.“ Ríkið minna og einstaklingarnir meira Þegar frú Thatcher tók við völd- um eftir kosningasigurinn 1979 voru útgjöld breska ríkisins sem hlutfall af þjóöarframleiðslu um 43% og höfðu farið vaxandi í langan tíma. Fyrsta kjörtímabilið fór því í aö stöðva þessa „sjálfvirku" út- gjaldaaukningu og við lok þess, (1983), var hlutfallið 47% og hafði stöðvast þar. Upp frá því hefur leiðin legið nið- ur á við og í fyrra var hlutfallið komið í 38,8%, það lægsta OECD ríkja. Áhrifin af þessari tamningu á opinberum útgjöldum hafa fært Bretum margt annað en forskot á aðrar Evrópuþjóðir í skýrslum OECD. Þar sem útgjöld ríkisins eru nú minni en tekjur geta Bretar grynnkaö á skuldum þess öfugt við flest önnur ríki Norður-Evrópu. Á síðustu fimm árum hafa er- lendar fjárfestingar í framleiðslu- iðnaði og fésýslu hvergi verið meiri í Evrópu en í Bretlandi. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þeirra orða margra Evrópubanda- lagssinna að Bretar séu að missa af „Evrópulestinni". Því að ef að svo er, þá er greinilegt að kaup- sýslumenn hafa mikinn áhuga á aö standa á brautarpallinum með Bretum. Með sölu ríkisfyrirtækja hefur breskum hlutafjáreigendum fjölg- að úr 7% þjóðarinnar í rúm 20%. Tvær góðar ástæður gefa tilefni til að ætla að það forskot, sem Bret- ar hafa náð í efnahagsmálum á aðrar Evrópuþjóðir, muni aukast á næstu árum. Sú fyrri er að Bretar hafa annað lífeyriskerfi en aðrar Evrópuþjóðir. Rúmlega helmingm- breska kerfisins er í gegnum fyrir- tæki og einstaklinga en ekki mest- megnis ríkið eins og víðast annars staðar. í öðru lagi veija Bretar nú hlutfallslega meiru til hemaðar- mála en aðrar Evrópuþjóðir. Með batnandi samskiptum þjóða má gera ráð fyrir niðurskurði í þessum flokki og enn breiðara bili á milli skuldlausra Breta og skuldsettra Evrópubandalagsþjóða. Glúmur Jón Björnsson Menning_______________ Bíóborgin - Hvíta valdið Jrký.2 Af leiðingar aðskilnaðarstef nunnar Þótt sagan sem sögð er í Hvíta valdinu (A Dry White Season) sé skáldskapur þá er bakgrunn- urinn sannur og sýnir á áhrifamikinn hátt af- leiðingar aðskilnaðarstefnu stjómvalda í Suö- ur-Afríku og grimmd lögreglunnar gagnvart svörtum íbúum í Soweto. í Hvíta valdinu er sagt frá örlöguhi tveggja fiölskyldna. Önnur er hvít millistéttarfiölskylda þar sem fiölskyldufaöirinn og kennarinn Ben du Toit, sem þrátt fyrir heiöarleika sinn, gerir sér enga grein fyrir hvemig ástatt er fyrir svarta meirihlutanum. Einu kynni hans af svörtum er í gegnum Gordon, sem er garðyrkjumaður skól- ans og hefur Ben styrkt drengi hans til skóla- náms. Atburðimir sem síöar gerast eru byggðir í kringum óeirðirnar í Soweto 1975 sem urðu til þess að heimurinn rankaði viö sér. Ben trúir ekki oröum Gordons í fyrstu þegar hann segir honum að sonur hans sé horfinn og engin leið sé fyrir hann að fá upplýsingar um hann. Ben fer sjálfur af stað og rekst brátt á óyfirstíganleg- an vegg sem lögreglan hefur byggt í kringum starfsemi sína. Þegar Gordon er síðan tekinn höndum og drepinn í fangelsinu snýst Ben á sveif með réttlætinu þótt það verði honum dýr- keypt. Hvíta valdið er áhrifamikil kvikmynd. Það er greinilegt að leikstjóranum, Euzhan Palcy, hef- ur legið mikið á hjarta. Hún er sjálf svört og líður greinilega fyrir það óréttlæti sem kynþátt- ur hennar er beittur í Suður-Afríku. Einstaka atriði eru mjög vel gerð, en helsti gallinn við myndina er samsetningin. Klipping- in er stundum klaufaleg og er engu líkara en vandræðin hafi verið að gera myndina ekki of Donald Sutherland leikur Ben du Toit sem sættir sig ekki við það óréttlæti sem hvíti minni- hlutinn beitir svarta i Suöur-Afriku. Með honum á myndinni er Janet Suzman sem leikur eigin- konu hans. Kvikmyndir Hilmar Karlsson langa. Þá kemur einnig til að sum atriðin eru löng og erfitt að klippa þau til, eins og til að mynda réttarhöldin, eitt besta atriði myndar- innar -sem er langt en mætti ekki vera einni mínútu styttra. Þaö er ekki síst Marlon Brando aö þakka hversu vel tekst til með þetta atriði. Brando, sem sést hér í kvikmynd eftir langt hlé, er ráðandi aðili og þótt þessi stórleikari sé afmyndaður af spiki og farinn að eldast nokk- uð, þá sannar hann það enn einu sinni að hann býr yfir snilld sem enginn leikur eftir. Mest reynir á Donald Sutherland sem leikur Ben Du Toit. Ben er barnslegur og einlægur maður með ríka réttlætiskennd. Hann hefur aftur á móti alist upp innan um hvíta minnihlu- tann og aldrei leitt hugann að kjörum svartra. Áfallið er því óbærilegt þegar hann kemst að hinu sanna og þrátt fyrir að fiölskyldulíf hans leggist í rúst getur hann ekki hætt aðför sinni gegn óréttlætinu. Sutherland túlkar þennan við- kvæma mann með næmum skilningi á persón- unni og lætur aldrei leiðast út í ofleik eins og auðvelt væri. Hvíta valdið er fyrst og fremst kvikmynd með réttlætisboðskap og er sterk sem slík, en heföi sjálfsagt getaö orðið enn betri. Eins og hún kem- ur fyrir sjónir er hún tætingsleg án þess þó að boðskapurinn missi marks. Sumar persónur eru nfiög óljósar, aðrar skýrar og þrátt fyrir að myndin sitji í manni að sýningu lokinni þá er er maður ekki fullkomlega sáttur við úrvinnslu efnisins. HVÍTA VALDIÐ (A DRY WHITE SEASON) Leikstjóri: Euzan Palcy. Handrit: Colin Weelland og Euzhan Palcy ettir skáld- sögu Andre Brlnk. Kvikmyndun: Kelvln Plke og Pierre-William Glenn. Tónlist: Dave Grusin. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Janet Suzman, Jurg- en Prochnow, Susan Sarandon og Marlon Brando.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.