Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990. Fréttir Rafn Júlíusson póstmálafuUtrúi um reglugerðina um afhendingu pósts til skiptaráðanda: Engin heimild til að opna póst til annarra - segir skiptaráðendur opna póst á eigin ábyrgð og þá á grundvelli annarra laga Reglugerð, sem heimilar póstyfir- völdum að afhenda skiptaráðendum póst gjaldþrota einstaklinga, hefur valdið umræðum og deilum. Efa- semdir eru uppi um lögmæti þessa og hefur umboðsmanni Alþingis meðal annars verið falið að skoða lagalega hliö þess. Telja margir að með þessu sé yfirvöldum gert kleift að komast yfir persónulegar upplýs- ingar. Um leið sé verið aö bijóta trún- að milli póstþjónustunnar og þeirra sem nýta sér hana, jafnt viðtakenda sem sendenda. Umrædd reglugerð tók gildi 30. mars í ár en að stofni til hefur um- rætt ákvæði verið í gildi í á'ratugi. í henni segir: „Hafi maður orðið gjald- þrota og bú hans tekið til skiptameð- ferðar má afhenda skiptaráðendum eftir beiðni þeirra allar lokaðar bréfa- og bögglasendingar til hans, svo og póst- og póstkröfuávísanir, nema almenn bréf sem árituð eru „einkabréf' eða á annan hátt bera með sér að þau séu einkabréf." Að sögn Rafns Júlíussonar póst- málafulltrúa, en hann tók þátt í samningu reglugerðarinnar, er póst- yfirvöldum skylt að flokka póstinn þannig að tryggt sé að einkabréf séu ekki afhent nema þeim sem þau eru stíluð á. Hann segir slíka flokkun hins vegar mjög erfiða í framkvæmd og því verði að treysta skiptaráðend- um til þess að opna ekki einkabréf. Að öðru leyti kvað hann lög kveða á um póstleynd og samkvæmt þeim mætti ekki opna póst nema að und- angengnum dómsúrskurði. „Við afhendum einungis póstinn samkvæmt beiðni skiptaráðanda. Ef hann hins vegar opnar póstinn þá er það gert á grundvelli annarra laga. í raun og veru er okkur hins vegar óheimilt samkvæmt lögum að af- henda óviðkomandi aðilum upplýs- ingar um það hveijir nota póstþjón- ustuna eða gefa þeim tækifæri til að afla sér slíkrar vitneskju." Rafn segir af og frá að póstyfirvöld veiti skiptaráðendum eða öðrum heimild til að opna eða lesa póst sem fer í gegnum stofnunina. Tilgangur reglugerðarinnar sé einungis að tryggja að póstsendingar gjaldþrota einstaklinga komist til skila. -kaa Alþingi: Ferðamálastefna í 53 liðum Á Alþingi hefur verið lögð fram til- laga til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að framfylgja ferða- málastefnu sem er í 53 liðum. Þaö er ferðamálanefnd samgönguráðuneyt- isins, er skipuð var 1. júní 1989, sem samið hefur þessa ferðamálastefnu. Ferðamálastefnan á að fela í sér eftirfarandi meginmarkmiö: Að við- urkenna ferðaþjónustu sem þjóð- hagslega mikilvægan atvinnuveg. Aö bæta lífskjör almennings með fjöl- breyttu framboði ferða á hagstæðum kjörum innanlands og til annarra landa. Að valda sem minnstri röskun á náttúru landsins. Að hafa jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð landsmanna. Að auka fjölbreytni atvinnulífsins í landinu og nýta vaxtarmöguleika ferðaþjónustunnar. Að efla þróun byggðar í landinu. Að stuðla að því að sem fiestir geti notið ferðalaga og útivistar við góðar aðstæður. Aö hvetja íslendinga til ferðalaga um eigið land til að efla þekkingu sína á náttúru þess, sögu og menningu. Og síðan er bent á 45 leiðir að þess- um markmiðum. Þingsályktunartil- lagan er heil bók með hinum marg- víslegustu gögnum um ferðamál. ______-S.dór Síbrotamaður í gæsluvarðhald 28 ára gamall maöur hefúr verið úrskuröaður í gæsluvarðhald til 20. desember næstkomandi vegna síend- urtekinna brota sem hann hefur framið í sumar og haust. Maðurinn hefur margsinnis orðið uppvís aö innbrotum og ávisanafalsi. Hann kom úr fangelsisafplánun fyrr á þessu ári. Sakborningurinn hefur mjög ítrekað komið við sögu Rann- sóknarlögregluríkisins. -ÓTT Nú er unnið að því að leggja Ijósleiðara á milli húsa sem tilheyra Alþingi. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, erfyrirhugað að tölvu- samtengja húsið í Vonarstræti 8, Þórshamar og Alþingishúsið og er lagn- ing þessa Ijósleiðara liður í þvi. DV-mynd GVA Skiptaráðandinn í Reykjavík: Brjótumekki rétt á neinum „Við teljum okkur að sjálfsögðu heimilt að skoða þann póst sem viö fáum afhentan af póstyfirvöldum. Heimildin er til staðar í reglugerð- inni, annars mundum við ekki gera þetta. Samkvæmt gjaldþrotalögun- um er okkur uppálagt að gera ráð- stafanir til að tryggja að allar eignir gjaldþrota einstaklinga komi til skipta. Ég fæ ekki séð að það sé brot- inn réttur á neinum í þessu sam- bandi,“ segir Ragnar Hall, skiptaráð- andi í Reykjavík. Ragnar segir að hér .í Reykjavík sé sárasjaldan óskað eftir því við póst- yfirvöld að fá póst gjaldþrota ein- staklinga afhentan. Slíkt sé einungis gert ef um sé að ræða rökstuddan grun um að í bréfum kunni að felast gagnlegar upplýsingar um íjárhag viðkomandi eða að í þeim sé að finna beinar greiðslur sem samkvæmt lög- um ættu að fara til þrotabúsiiis. Að sögn Ragnars er það einungis í þeim tilvikum að um sé að ræða gjaldþrot hjá sameignarfyrirtækjum, sem skráö séu á nöfn einstaklinga, að persónuleg bréf berist til skipta- ráðenda. Hann segist ekki álíta að það þurfi sérstakan dómsúrskurð til að opna þessi bréf og að í raun hljóti það að vera í hendi skiptaráðenda að meta hvort nauðsynlegt sé að skoða innihald bréfs. „Það er hins vegar alveg ljóst aö þegar bú manns er tekið til gjald- þrotaskipta verður margs konar röskun á högum hans. Ef hann ætti til dæmis að geta fengið greiðslur í gegnum póst, vegna þess eins að nafn hans er ritað utan á bréf, þá yrði í mörgum tilfellum mjög erfitt að komast yflr allar eignir þrotabúa. Við erum hins vegar ekki að sækjast eftir því að fá að opna jólapóstinn. Við erum ekki að þessu í þeim til- gangi." -kaa Félag ungra lækna: Biðstaða í samningamálum „Það er óljóst hvað gerist í samn- ingamálum Félags ungra lækna og fjármálaráðuneytisins. Við bíðum eftir að fulltrúar fjármálaráðuneytis- ins hafi samband við okkur og boði okkur á fund,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, formaður félagsins. „Við munum bíða um hríð og sjá hver framvindan verður, þangað til verðum við ekki með neinar aögerðir í gangi.“ Samningar Félags ungra lækna hafa verið lausir síðan í júníbyrjun og hafa fáir samningafundir milli deiluaðila verið haldnir á þeim tíma. -J.Mar Kjördæmisráð Framsóknar á Reykjanesi velur framboðslista um helgina: Sveinbjörn sækir að Jóhanni í öðru sætinu Fundur kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi veröur um helgina og þá verð- ur framboðslistinn fyrir komandi þingkosningar valinn. Það þarf ekki að hafa mörg orð um fyrsta sætið en þar mun landsfaðir- inn sjálfur, Steingrímur Hermanns- son, tróna eftir sem áöur. Formaður- inn hefur hingað til sópað að sér at- kvæðum og ef svo verður áfram virð- ist frambjóðandi í öðru sæti vera sæmilega öruggur með þingsetu eftir kosningamar í vor. Fleiri orðum verður þó að fara um annað sætið. Sveinbjörn Eyjólfsson, deildastjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, hefur sagt DV að hann gefl kost á sér í það sæti. Þar er nú Jóhann Einvarðsson, 8. þingmaður Reyknes- inga. Örlar á einhverri óánægju í garð Jóhanns meðal framsóknar- manna en undanfariö hefur orðiö vart við óskir um að koma nýjum manni í annað sætiö. Umdeildur Jóhann er umdeildur meðal fram- sóknarmanna á Reykjanesi. Það þyk- ir ekki gusta nægilega af honum. Þrátt fyrir segulkraft formannsins þar sem atkvæði eru annars vegar þykir mönnum að kraftur Jóhanns sé ekki að sama skapi mikill. Eins Fréttaljós Haukur L. Hauksson og einn framsóknarmaður orðaði það virðist Steingrímur draga hlass- ið og Jóhann fljóta með. í þeim mikla slag um atkvæðin sem fyrirsjáanleg- ur er í Reykjaneskjördæmi þykir ekki óvænlegt að hafa frísklegan og áberandi mann í öðru sætinu. Þaö hafa margir veriö nefndir í sambandi við framboð gegn Jóhanni í öðru sæti listans en enginn gefið kost á sér enn nema Sveinbjörn. Sveinbjörn er ungur og óþekktur. Hann hefur þó starfað í flokknum í um 15 ár. Hann er af framsóknarkyni en móðir hans, Ragnheiður Svein- björnsdóttir, var áðir vararitari Framsóknar. Enn aöeins Sveinbjörn Fleiri hafa verið nefndir sem kandídatar í annað sætið. Þar á með- al eru Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Helgi Pétursson, út- varpsstjóri Aðalstöðvarinnar, og Ní- els Ári Lund, sem kemur úr land- búnaðarráðuneytinu eins og Svein- björn. Enginn þessara hefur þó gefið kost á sér ennþá. Frestur til að gera það er alveg frajji að fundi kjördæm- isráðsins um helgina. Þó Jóhann sé umdeildur þykir hann hafa kosti sem lýsa sér í vinnu- semi. Þannig hangsar hann ekkert, klárar öll mál sem hann fær. Jóhann nýtur ákveðinnar virðingar, meðal annars sem formaður utanríkis- málanefndar en óþægileg mál eins og Hafskipsmáliö sitja líklega enn í sumum framsóknarmönnum á Reykjanesi. Það er því allsendis óvíst hvort Jóhann sé öruggur í annað sætið. Hann mun alla vega ekki geta gengið inn á kjödæmisþingið og sótt sér númer, númer 2. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.