Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Síða 4
4
FIÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990.
Fréttir
Prófkjör í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi:
Sturla og Guðjón Skaga-
maður í ef stu sætunum
Aðal- og varamenn
kjördæmisráös
(Jngliðar
BORGARFJÖRÐUR
DALASÝSLA
MÝRASÝSLAOG
BORGARNES
AKRANES
SNÆFELLSNES
Útlit er fyrir nokkuð jafna baráttu
um fyrsta sæti á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins á Vesturlandi sem
fram fer í Borgamesi á morgun. Þá
munu 142 aðal- og varafulltrúar kjör-
dæmisráðs flokksins taka þátt í próf-
kjöri þar sem valið stendur milli sjö
frambjóðenda. Hver fulltrúi kjör-
dæmisráðsins setur númer við nöfn
fjögurra þeirra.
Þeir sem hafa gefið kost á sér eru:
Davíö Pétursson, Grund, Skorradal,
Elínbjörg Bára Magnúsdóttir, Akra-
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
nesi, Guðjón Guðmundsson, Akra-
nesi, Guðjón Kristjánsson, Ásum í
Saurbæ, Guöjón Ingi Stefánsson,
Borgamesi, Sigurður Rúnar Frið-
jónsson, BúðardaJ, og Sturla Böðv-
arsson, Stykkishólmi.
Sturla efstur?
Eftir samtölum við sjálfstæðis-
menn á Vesturlandi að dæma mun
baráttan um fyrsta sætið standa á
milli Sturlu Böðvarssonar, bæjar-
stjóra í Stykkishólmi, og Guðjóns
Guðmundssonar, skrifstofustjóra á
Akranesi. Menn voru á einu máli um
að þessir tveir myndu verða í tveim
efstu sætunum en hvor þeirra yrði
efstur var ekki eins víst. Þó virðist
stemningin meðal vestlenskra sjálf-
stæðismanna vera .á þann veg aö
Sturla fari með sigur af hólmi.
Sturla Böðvarsson hefur haft auga-
stað á þingmannssæti um nokkra
hríð og lengi verið álitinn arftaki
Friðjóns Þórðarsonar sem nú hefur
ákveðið að hætta á þingi. Sturla var
í ööru sæti listans í síðustu kosning-
um og hefur setið sem varamaður á
þingi í stað Friðjóns. Sturla er þekkt-
astur frambjóðendanna og mun lík-
lega njóta góðs af því þó að þessi
þáttur hafi ekki sömu áhrif í lokuðu
og opnu prófkjöri. Sturla þykir auk
þess hafa getið sér góðan orðstír í
sveitarstjómarstörfum. Nýtur hann
þegar töluverðs trausts meðal vest-
lenskra sjálfstæðismanna.
Guðjón dró sig út úr hæjarstjómar-
póhtíkinni á Akranesi fyrir kosning-
amar í vor en hann var oddviti sjálf-
stæðismanna þar og forseti bæjar-
stjórnar. Guðjón nýtur töluverðrar
virðingar, eins og Sturla, en fylgi
hans er taUð bundið meira við Akra-
nes.
Snæfellingar og Skagamenn
flestir
í samtölum DV við vestlenska sjálf-
stæöismenn kom fram að Snæfell-
ingar munu nær undantekningar-
laust standa á bak við Sturlu. Að
sama skapi virðast Skagamenn
standa á bak við Guðjón. Af þeim 142
aðal- og varafufltrúum kjördæmis-
ráðs, sem greiða atkvæði á laugar-
dag, eru 48 af SnæfeUsnesi en 40 frá
Akranesi. Að því leyti þykir Sturla
hafa visst forskot á Guðjón. Einn við-
mælandi DV sagði að Skagamenn
myndu sætta sig við annað sætið og
Skagamaður sagöi að enginn hasar
yrði þó Guðjón hreppti ekki toppsæt-
ið. Styrkja þessi ummæU frekar spá-
dóma um sigur Sturlu.
En það era fleiri í Vesturlandskjör-
dæmi en Snæfellingar og Skagamenn
þó þaðan séu ríflega 60'prósent full-
trúa í kjördæmisráðinu. Frá Mýra-
sýslu og Borgamesi koma 26 fulltrú-
ar, 14 úr Dölunum, 12 frá Borgarfirði
sunnan Hvítár og 2 frá ungum sjálf-
stæöismönnum, ungUðunum.
Þaö þykir ljóst að margir frambjóð-
enda munu fá atkvæði í fyrsta sæti
frá sínu fólki, úr Dölunum, úr Borg-
amesi, og svo framvegis. En velji
menn annan en „sinn mann“ í fyrsta
sætið er búist við að þar verði Sturla
oftar á blaði en Guðjón.
Þriðja sæti
Enn sem komið er hefur mesta
púörið farið í umíjöllun um Sturlu
og Guðjón, enda flestir á því að þeir
verði efstir. Almennt er búist við að
annaðhvort Sigurður Rúnar Frið-
jónsson (sonur Friðjóns Þórðarson-
ar) frá Búðardal eða Guðjón Ingvi
Stefánsson úr Borgamesi lendi síðan
í þriðja sætinu. Viðmælendur blaðs-
ins segja Sigurð Rúnar ekki stefna á
tvö efstu sætin en Guðjón Ingi setji
markið hærra. Hann muni hins veg-
ar eiga við ofurefli að etja.
Opið eða lokað prófkjör
A fundi kjördæmisráös fyrir
skömmu var tillaga um lokaö próf-
kjör meðal fulltrúa kjördæmisráös-
ins samþykkt með afar naumum
meirihluta, eða 43 atkvæðum gegn
41 og einum auðum seðli. í augum
Skagamanna, sem vilja fyrsta sæti
hstans handa sínum manni, var þessi
niðurstaða frekar óhagstæð. Um
þriðjungur íhúa kjördæmisins býr á
Akranesi'og þar á krafan um þing-
mann við um Sjálfstæðisflokk eins
og aðra flokka. Þar þykir mönnum
hins vegar að íbúafjöldi komi ekki
fram í hlutfallslegri skiptingu full-
trúa í kjördæmisráðinu. Því vildu
margir Skagamenn opið prófkjör um
hstann. Einn viðmælandi DV á Akra-
nesi sagöi að ef ekki yrði opið próf-
kjör í framtíðinni yrðu sjálfstæðis-
menn á Akranesi að finna leið til aö
leiðrétta sinn hlut. Hefur þannig
komið fram hugmynd um að stofna
hverfafélög á Akranesi til að fá fleiri
fuhtrúa í kjördæmisráð.
Gamla félagsheimilið i Ólafsvík rifið.
DV-mynd Alfons Finnsson
Ólafsvlk:
Gamall menningarviti hverfur
Ámi Albertsson, DV, Ólafsvílc
Gamla félagsheimihö í Ólafsvík var
rifið nýlega enda komiö vel til ára
sinna eða hátt á níræðisaldur. Þar
hefur margt verið gert gegnum árin,
dansaö, sungið og sett á sviö leikrit
og oft haldin þar böh sem urðu vett-
vangur sögufrægra átaka milli „Óls-
ara“ og „Sandara" en öll enduðu þó
í hinu mesta bróðerni.
Eftir að nýja félagsheimilið var tek-
ið í notun fyrir þremur árum lagðist
notkun þess gamla af og viöhald þess
sömuleiðis. Eins og oft gerist með
auö hús urðu rúöur þess skotmörk
og undir það síðasta hafðist varla við
að negla fyrir glugga. Lengi var rætt
um að gera við húsið en talið að það
myndi ekki svara kostnaði. Bæjar-
stjórn ákvað því að láta rífa húsiö
sem var orðiö slysagildra. En það er
sjónarsviptir að þessum gamla
menningarvita en þó skárra en horfa
á húsið grotna niður.
Borgarspítalinn fær
ekki krónu í viðbót
„Borgarspítalinn mun ekki fá
aukafjárveitingu á þessu ári. Á síð-
asta ári og árinu þar á undan var
hagnaður af rekstri spítalans og
hann getur því ekki ætlast til að fá
aukafjárveitingu nú. Enda eru 50
mihjónir króna af tveggja milljarða
króna veltu sjúkrahúsins varla þeir
íjármunir að þurfi að leiða til ein-
hverrar mikihar röskunar á rekstri
þess,“ segir Guðmundur Bjarnason
hehbrigðisráöherra.
Borgarsjúkrahúsið óskaði nýlega
eftir 50 til 60 milljón króna aukatjár-
veitingu, sem er um 1,4 prósent af
rekstrarkostnaði sjúkrahússins í ár,
svo ekki þurfi að koma th lokunar á
120 til 130 sjúkrarúmun í lok desemb-
er.
-J.Mar./S.dór
Er f ullsaddur
af pólitík
Gylfi Kristjánsson, DV, Alcureyri:
, ,Það er alveg rétt að ég kem ekki
nálægt neinu kosningastarfi íneir,
ég er búinn að fá meira en nóg af
þessu,“ segir Haraldur Sigurðsson
sem leiddi kosningastarf lista Stef-
áns Valgeirssonar í síðustu þing-
kosningum.
Haraldur á glæshegan ferh að
baki sem kosningastjóri. Hann
byrjaði reyndar sem „sendhl“ í for-
setakosningunum er Ásgeir Ás-
geirsson var kjörinn forseti ís-
lands. Síðan var hann kosning-
astjóri forsetanna Kristjáns Eld-
jáms og Vigdisar Finnbogadóttur.
Þá hefur hann oft verið kosning-
astjóri Framsóknarflokksins en
fylgdi Stefáni Valgeirssyni er hann
fór fram með sérframboð sitt.
„Þessi ákvörðun mín að hætta
öllu kosningastarfi snýr ekki aö
Stefáni Valgeirssyni eða hans per-
sónu og þaö fær mig enginn til að
rægja hann eða nokkurn annan
mann. Ég er hins vegar búinn að
fá mig algjörlega fuhsaddan af pól-
ítík og reyndar kerfinu öllu sem
svo er kahað,“ segir Haraldur.