Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Page 7
FÖSTÚDAGUR 23. NÓVEMBER 1990.
7
DV
Fréttir
Hátekjuskatturinn dauöur:
Ölaf ur Ragnar býr
sér til kosningamál
„Þetta verður stöðvað. Hér er að-
eins um að ræða útspil Ölafs Ragnars
Grímssonar. Frumvarpsdrögin um
hátekjuskatt eru fráleit og illa urinin.
Menn eiga til dæmis að telja fram
tvisvar á ári.“ Þetta sagði þingmaður
í Alþýðuflokki í gær í viðtali við DV
um hugmyndina um hátekjuskatt og
fleira eins og hún hefur borist frá
fjármálaráðherra.
Starfsbræður Ólafs Ragnars eru
ekki tilbúnir að samþykkja þessa
hugmynd formanns Alþýðubanda-
lagsins. Júlíus Sólnes lýsti til dæmis
sínum hugmyndum í viðtali við DV.
Júlíus vill fara aðrar leiðir en Ólafur
Ragnar en getur fallist á að meiri
skattar en nú er komi á háar tekjur.
Júlíus vill samtímis minnka skatta á
lágum tekjum. Hann vill taka upp
breytilegan persónuafslátt til að laga
skattbyrðina. Við getum útfært hug-
myndir Júlíusar Sólnes þannig aö
persónuafsláttur væri til dæmis 20
þúsund krónur við 150 þúsund króna
mánaðartekjur eða kannski við 125
þúsund krónur en lækkaði svo ef
viðkomandi skattgreiðandi yki tekj-
ur sínar. Öfugt yröi fariö með lægri
tekjur svo að tekjulítill skattgreið-
andi fengi „neikvæðan“ tekjuskatt,
með öðrum orðum fengi hann
greiðslur úr ríkissjóði. Þingmenn
Alþýöuflokks munu í aðalatriðum
þeirrar skoðunar að hugmyndir Ól-
afs Ragnars um hátekjuskatt stríði
gegn staðgreiöslukerfinu. Þar yrði í
raun bætt við nýju þrepi og erfitt
yrði að fylgjast meö hvenær menn
færu fram yfir þau mörk sem sett eru
í tillögum Ölafs Ragnars. Þá telja al-
þýðuflokksmenn að aðferð fjármála-
ráðherrans kæmi hart niður á strit-
andi mönnum, til dæmis sjómönnum
sem hefðu kannski miklár tekjur um
skamman tíma.
Hátekjumenn fengu
láglaunabætur
Margir munu segja að þessir „ár-
ans“ hátekjumenn megi gjarnan
borga meira en nú gerist til hins op-
inbera. Ólafur Ragnar veit að þessi
boðskapur hefur áhrif í röðum hinna
efnaminni. En galli er á gjöf Njarðar.
Tekjuskattskerfið nær nefnilega
engan veginn til flestra hinna ríku
eins og þetta skattkerfi er nú. Þetta
vita menn ef þeir hugsa máhð. Þeir
tekjuhæstu sleppa nefnilega lang-
flestir við að borga tekjuskatt í sam-
ræmi við háar tekjur sínar. Tekjur
þeirra eru aö miklu leyti faldar og
smugur skattakerfisins þannig nýtt-
ar. Þetta hafa glöggir menn lengi vit-
að og þess vegna komið fram með
hugmyndir um að draga úr kerfi
tekjuskattsins í stað þess að auka við
það og útvíkka. Þingmenn virtust
fyrir nokkrum árum ætla að afnema
tekjuskatt af almennum launatekj-
um og jafnvel tekjuskattinn eins og
hann lagði sig. Hvers vegna? Jú, auð-
vitað vegna þess aö ljóst var að
tekjukatturinn er ranglátur skattur
sem lítið innheimtist nema af hinum
almenna launamanni.
Ólafi Ragnari veitir ekki af að skírskota til alþýðu manna með einhverju
þótt hugmynd hans standist ekki.
árs. Og allt kæmi þetta til viðbótar
staðgreiðslunni.
Ólafur Ragnar gerir einnig ráð fyr-
ir að húsaleigubætur verði teknar
upp og barnabætur minnki hjá fólki
yfir 300 þús. króna mánaðartekjur
en aukist hjá láglaunafólki með
mikla framfærslubyrði. Menn geta
séð hvað Ólafur Ragnar er að fara.
Hátekjuskatturinn verður stöðvað-
ur. En. Ólafi Ragnari veitir ekki af
kosningamáli og þarna er eitt gott
komiö. Ólafur mun benda á sam-
starfsmenn sína í ríkisstjórninni og
segja: „Þessir vildu ekki að hinir ríku
yrðu látnir borga." Ólafur Ragnar
væntir þess að láglaunafólk gleypi
agnið og hann styrkist um leið innan
síns flokks og utan. Það reynir hann
þótt tillögurnar séu ekki rökréttar.
ísafjörður:
Bæjarritar-
inn segir upp
Hfynux Þór Magnússon, 0V, fsafirði:
Magnús Reynir Guðmundsson,
bæjarritari á ísafirði, hefur sagt
lausu starfi sínu eftir að hafa
gegnt því i 20 ár. Ástæðan er
breyting sem nú hefur verið gerö
á starfssviði hans en til þessa
hefur bæjarritari á ísafirði jafn-
framt veriö staðgengill bæjar-
stjóra i flarveru hans.
Á fundi bæjarstjómar nýlega
var ákveðið að breyta þessu á
þann hátt aö framvegis raun for-
seti bæjarstjómar - nú Ólafur
Helgi Kjartánsson - en ekki bæj-
arritari vera staðgengill bæjar-
stjóra.
Ástæðan mun vera pólitísk.
Magnús Reynir er framsóknar-
maöur, þriðji varamaður í bæjar-
stjórn fyrir Framsóknarflokkinn
á ísafirði. Meirihluti bæjarstjórn-
ar er skipaður fólki af tveimur
sjálfstæðislistum.
Þegar DV hafði samband við
Magnús Reyni vegna málsins
vildi hann ekki tjá sig um það og
kvaðst ekki hafa gert neinar áætl-
anir um starf í framtiðinni.
Sjónarhom
Haukur Helgason
Muna menn ekki eftir láglaunabót-
unum svonefndu? Þá var ætlunin að
greiða hinum tekjulægstu peninga
frá ríkinu til að bæta rangláta tekju-
skiptingu. En margir munu muna
hvað gerðist. Ýmsir velefnaðir menn
í þjóðfélaginu, til dæmis sumir út-
gerðarmenn, fengu greiddar lág-
launabætur. í mörgum slíkum tilvik-
um var staðan nefnilega sú að skatt-
skýrslur efnamanna virtust sýna að
þeir hefðu sama og engar tekjur. Því
fengu stjórarnir oft láglaunabætur
samtímis lægstlaunaða og verst setta
starfsfólki þeirra.
Þannig er tekjuskatturinn rangur
skattur. Hann nær ekki nema í htlu
til hinna tekjuhæstu af því að kerfið
er svo götótt.
Yfirlit í júli
í hugmyndum Ólafs Ragnars er
gert ráð fyrir að hátekjumenn geri
uppgjör á tekjum sínum tvisvar á
ári. I hih hefur í tillögum hans verið
reiknað með að þeir sem hefðu 300
þúsund krónur eða meira á mánuði
greiddu átta prósent af því sem er
umfram 300 þúsund. Þetta er sagt hér
tíl einfóldunar en í rauninni er í til-
lögunum gert ráð fyrir viðbótar-
skattinum frá þeim sem hefðu yfir
3,6 mihjónir á ári. Þetta gerðist þá
þannig að yfirht yrði gert í júh og
desember-janúar. Sá sem færi á
shku hálfu ári yfir 1,8 mhljónir króna.
yrði þá að greiða hátekjuskattinn
fyrir það hálfa ár. En hann fengi síö-
an endurgreitt í lok ársins ef tekjur
hans seinna hálfa árið yrðu innan
við 1,8 milljónir. Yrðu þær meiri
greiddi hann auðvitað áfram við-
bótarskatt. Stuðningsmenn þessara
hugmynda segja að til dæmis sjó-
menn með miklar tekjur í janúar
gætu fengið endurgreitt í júlí ef tekj-
ur þeirra hefðu þá minnkað. Þannig
yrði reiknað frá hálfu ári til hálfs
We Are Looking for Students
Who Want to Become Prof essional Pilots!
Courses for Commercial Pilot Certificate start in June, 1991 in
South Carolina and New Mexico, at NAIA, a Nationally Accredited
School.
Mjnimum qualifications: 18 years; High School
graduate or equivalent; Good health and pass our admission tests which
will be held in Reykjavík in February, 1991. All tests will be conducted
in English.
Graduates of NAIA fly for Airlines Worldwide:
Aer Lingus
British Airways
Busy Bee
Crossair
Dan-Air
Finnair
lceland Air
KLM
Linnjeflyg
Norving
Partnair
Ryanair
SAS
Sterling
Swedair
Swissair
(and many more) Wideroe
Other courses available: Instructor Ratings, Multi-Engine and AirlineTrans-
port Pilot Ratings.
NEW AIRFRAME AND POWERPLANT TECHNICIAN'S SCHOOL
NOW ACCEPTING STUDENTS!
FAA Approved School - C18S061Q
Designated to Accept International Students Exchange-Visitor Program
P-4-4759
ARE YOU QUALIFIED?
Write for more detailed information to:
ACCRCOITID SCHOOL
North American Institute of Aviation
Conway Horry County Airport
P.O. Box 680
Conway, South Carolina 29526
U.S.A.
NATIONAL ASSOCIATION OF
TRADE AND TECHNICAL SCHOOLS
KIRKJUFELAG
BASAR 0G K0KUSALA
verður i saínaðarheimilinu, Bjarnhólastig 26, Kópavogi, laugardaginn 24. nóvember H, 2 e.h. .
NEFNDBN \