Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990.
Spumingin
Hvað er hatur?
Jóhann Hansson, rekur fyrirtæki:
Það er nú þaö. Ætli það sé ekki óvild
fólks í garð annars fólks.
Arnfríður Snorradóttir afgreiðslu-
stúlka: Æ, ég veit það ekki. Illar
hugsanir og aö vilja öðrum illt.
Stefán Jónasson hárgreiðslumeist-
ari: Hvaö á ég að segja? Ég held ég
viti það ekki, því ég þekki það ekki.
Linda Sigurðardóttir, starfar við
framköllun: Hatur er reiöi. Þegar
einhverjum líður illa inni í sér og það
beinist að öörum.
Stefán Jónsson hreingerningamað-
ur: Hatur getur verið teygjanlegt
hugtak. Ég held ég geti bara ekki
svarað því.
Halldóra Ágústsdóttir, starfar hjá
Eurocard: Hatur er þegar fólk getur
ekki elskast.
Lesendur___________
Vanþekking ís-
lendinga á EB
~ ÍSLAND
Reykjavtk
ím F,N
SVÍWÓÐ
NOREGUR
STÓRA-
BRETLAND
ÍRLAND
oubiin' HOLLAND ,
London •Hoaa „ V
• -rwag Beriin
TJsy
LÚXEMBORG
. Parls • - V}n*
FRAKKLAND ÍÉB AU8TUR
SPÁNN
Lissabon
Madríd
r*
DANMÖRK
■ •
Kaupmann.
„Við getum ekki miðað samskipti okkar við efnahagssvæði Evrópu eins
og ekkert muni gerast“, segir m.a. í bréfinu.
Jóhann Jóhannsson skrifar:
í ágætum og fróðlegum þætti Sjón-
varpsins í gærkvöldi um Island, Évr-
ópubandalagið og EFTA kom einkar
vel fram að íslendingar hafa enn
ekki mikið inngrip i hvað þaö þýðir
að tengjast Evrópubandalaginu.
Vanþekking hér virðist vera mikil,
þrátt fyrir þá umræðu sem þó hefur
verið um málið. - Mér finnst mjög
vel til fallið af Sjónvarpinu að setja
þessa þætti um ísland og EB á dag-
skrá og Ingimar Ingimarsson hefur
aflaö sér fanga vítt og breitt, ef dæma
skal eftir þessum fyrsta þætti.
Margir Islendingar segja sem svo
og halda því statt og stöðugt fram,
að við getum einfaldlega valið og
hafnað þegar kemur til kastanna að
semja við Evrópubandalagið sjálft. -
Þetta er reginmisskilnigur. - Hér er
um það að ræða aö taka allan „pakk-
ann“ eða ekkert af honum. Fiskveiði-
lögsaga okkar er t.d. óhjákvæmilega
inni í myndinni með fullan og óheft-
an aðgang fyrir flskveiðiflota þeirra
þjóða sem eru í bandalaginu.
Margir líta svo til þess að í hinni
sameinuðu Evrópu verði auk þess
auövelt að fá starf og þá loks getl
menn flust milli landa hindrunar-
laust. Hvað viðvíkur síðara atriðinu
er það hárrétt, en að finna starf í
hinni nýju Evrópu verður æ erfiðara
og nú er svo komið að þaö er verra
en að finna nál í heysátu. - Þau
munu því einfaldlega ekki liggja á
lausu störfin þar frekar en í dag. -
Við getum heldur ekki miöað sam-
skipti okkar við efnahagssvæði Evr-
ópu eins og ekkert gerist.
Það sem mér fannst þó merkilegast
í þessum fyrsta þætti var að þar kom
greinilega fram að i viðræöum ís-
lenskra embættismanna og ráðherra
við aðila EB ásamt með aöilum frá
EFTA-ríkjunum er í raun verið að
sækja um aöild að Evrópubandalag-
inu. - Við siglum því hraöbyri inn í
þetta umfangsmikla þjóöabandalag,
hvað sem íslenskir stjórnmálamenn
segja okkur hér heima. Ög það er
bagalegt að ekki skuh nú þegar vera
komin gleggri skil í íslenskum
stjórnmálaflokkum með og móti að-
ild að bandalaginu.
Misnotkun á örorkubótum
Kristín Gunnarsdóttir skrifar:
Einstöku sinnum hefur komiö í
umræðuna að ekki sé aht með fehdu
varðandi þá fjármuni sem við greið-
um sameiginlega til þeirra sem eiga
um sárt að binda vegna heilsutjóns,
örorku eða annarra harmkvæla sem
við öll getum orðið fyrir á lífsleið-
inni. - Fyrir nokkru var uppi um-
ræöa um þessi mál en datt síðan
undarlega fljótt niöur.
Þetta er eitt af þeim málum sem
menn vilja ekki kafa of djúpt ofan í
vegna þess aö of margir eiga þarna
ef til vill hlut aö máli, beint eða
óbeint. Margir þekkja líka til fólks
sem er þeim kannski nákomið og
vita að hefur fengið og fær enn bætur
frá hinu opinbera, þótt löngu sé liö-
inn sá tími að þeirra sé þörf. - Það
er fullyrt af mörgum að í raun sé hér
um að ræða sívaxandi ásókn í ör-
orkubótafé og mikil misnotkun og
bótasvik séu einnig í spilinu.
Ef þetta reynist rétt, og áreiöanlega
eru einhverjir sem munu geta sann-
að það, þá er það ekki nema rétt aö
viðkomandi yfirvöld fari í saumana
á þessu kerfi og uppræti misferhð
hið bráðasta. - Við höfum sannarlega
annað við fjácmunina að gera en að
leyfa harðsvíruðum mönnum að
valsa með illa fengiö fé eða fólki sem
orðið er hagvant í sjóðakerfinu frá
gamalli tíð og vih ekki með nokkru
móti takast á við lífið eins og heil-
brigðu fólki er skylt.
Kunnugur maður sagði mér að
ekkert lát væri á þeirri þróun að
sækja fé t.d. th lífeyrissjóðanna í
formi örorkubóta sem fengnar eru
með bótasvikum. - En það er þó enn
verra ef þiggjendur slíkra bóta neita
að þiggja hjálp í öðru formi en bein-
um peningagreiöslum. - Mörg dæmi
eru um það að einstakhngar sem
boðið er aö ganga til endurhæfingar
og þjálfunar vhji fremur komast hjá
því og þiggja fremur hinar hefð-
bundnu greiðslur, a.m.k. sem ahra
lengst.
Búfé á þjóðvegum:
Hverá
að borga?
Bílstjóri skrifar:
Mánud. 19. nóv. sl. skrifaöi Ragn-
heiöur Halldórsdóttir um „Búfé af
þjóðvegum". í því bréfi vildi hún að
bændur sæju um aö taka kindur og
annan búfénað af þjóðvegum lands-
ins ella þyrftu þeir að greiða bætur
fyrir þann skaða sem af hlytist ef
keyrt yrði á hann. - Þetta er náttúr-
lega alveg út í hött þar sem bændur
hafa annað þarfara að gera en aö aka
þjóðvegina og reka féö af vegunum.
Það myndi heldur ekki lengi duga
þar sem skepnan væri fljót að leggj-
ast á þurran, hlýjan veginn aftur.
Það er náttúrlega auövelt að halda
fé frá vegum, þar sem girðingar eru
sitt hvorum megin viö hann. En á
að fara að girða meöfram öllum veg-
Fyrst kom kindin - svo kom bíllinn .
um landsins - ég bara spyr? - Og
hver á aö borga brúsann? Auk þess
sem giröingar meðfram fjallvegum
myndu eyðileggjast á veturna vegna
snjóþunga, svo að giröa þyrfti að
nýju á hverju vori. - Nei, það er úti-
lokað. Auk þess kom kindin á ijallið
löngu á undan bilunum!!
Ragnheiöur sagði ennfremur í bréfi
sínu að bifreiöaeigendur þyrftu að
greiða skaöann ef þeir ækju á hesta,
, segir hér m.a.
en það er alrangt, þar sem lausa-
ganga stórgripa (ég held hins vegar
að hestar séu ekki flokkaöir undir
stórgripi) er bönnuð meöfram þjóö-
vegum landsins. Og í því tilviki er
bóndinn skaðabótaskyldur. - Þessi
orð Ragnheiðar benda th þess að hún
viti mest lítið um það sem hún fjall-
aði um, svo mér fmnst hún ætti að
kynna sér málið betur.
Fínullin er „f ín“
Óskar skrifar:
Ég var lengi að velta þvi fyrir
mér hvað þessi „finull“ væri og
hvers vegna hún væri auglýst
svona sérstaklega sem heppheg í
nærfatnað. Ég lét verða af því að
kaupa mér eitt sett af nærfatn-
aði, svona til prufu. - Og ég verð
að segja aö ég varð ekki fyrir
vonbrigðum. - Þetta eru þau hlýj-
ustu og þægilegustu nærfót sem
ég hefi átt
Ég hefl lengi ætlað að láta verða
af því að koma þessu á íramfæri
vegna þess aö ekki virðist á
markaöinum önnur sambærileg
vara í þessum flokki. Ég vh hins
vegar benda á að nærfót úr fínull
eru ekki fáanleg nema í sérstök-
um verslunum, eins og t.d. í apó-
tekum og sportvöruverslunum.
NúerNATO
orðiðbest
F.J.K. hringdi:
Á fundi með fulltrúum hinna
22 ríkja Atlantshafsbandalagsins
og Varsjárbandalagsins í París að
undanfórnu hefur komið fram
hjá fulltrúum Austur-Evrópu-
þjóðanna aö Varsjárbandalagið
sé endanlega dautt. - Ennfremur
hafa ráðherrar Austur-Evrópu-
landanna fullyrt aö Atlantshafs-
bandalagið, NATO, hafi einna
helst stuölað að friði i þessum
heimshluta frá stríðslokum.
Ekki ómerkari maður en Vac-
lav Havel, forseti Tékkóslóvakiu,
fuhyrti frammi fyrir milljónum
áhorfenda á þessum leiðtoga-
fundi í Paris aö NATO væri sann-
kallað Iriðarbandalag. - Hvað
segja nú aðdáendur Havels hér á
landi sem litu á hann sem ein-
hvern „endurskoðunarsinna"
sósíalismans í Tékkóslóvakíu.
Söfnumfyrir
sjálfa okkur
H.J. skrifar:
Alls kyns söfnun á sér staö fyr-
ir Öll jól. Ber nú mest á söfnun
handa hungruðum heimi. Mér
finnst þarft að benda þeim á sem
að söfnunum standa aö líta sér
stundum nær (þótt það megi ef
til vhl flokkast undir eigingirni
landans). - Þótt margir íslending-
ar séu í sífeldu lifsgæðakapp-
hlaupí þá eru fleiri sem sjaldan
sjá krónu og þurfa þess vegna
ekki að hafa áhyggjur af þessu
kapphlaupi.
í höfuðborginni njóta margir
styrkja frá Félagsmálastofnun. Á
landsbyggðinni eru svo aðrir sem
leggja peninga (hlutafé) í eina fyr-
irtæki staðarins í von um að það
haldi áfram rekstri og geti tryggt
vinnu. íslendingar eru mjög stolt
þjóð og leita ekki aðstoðar fyrr
en allt er komið í óefni. - Þess
vegna vil ég benda þeim á sem
eru iðnastir í aö gangast fyrir
söfnunum að gera almenna út-
tekt í stórum og smáum sveitarfé-
lögum landsins á flárhagsstöðu
íbúanna. ;
„Efnilegirfram-
sóknarmenn“
Þórður Þórðarson skrifar:
Ekki já, ekki nei, ekki svart,
ekki hvítt, ekki sannleikann. -
Þeir Guðmundur G. Þórarinsson
og Finnur Ingólfsson hafa síðustu
daga verið í eins konar „Frúin í
Hamborg-leik“ þar sem búið er
að bæta við í reglurnar orðunum
„ekki sannleikann".
Hvaða stöðu skyldi Guðmund-
ur G. vera á eftir? Hvaöa uppá-
tæki skyldi „Klækja“-Finnur
taka upp á næst? - Er ekki mál
til komið að þessir „efnilegu"
ft-amsóknarmenn tvístri aftur-
haldsflokknum Framsókn fyrir
fullt og allt? íslenska þjóðin hefur
lítið aö gera meö svona stjórn-
máladáta.