Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Járnfrúin fallin í leiðara hér í blaðinu fyrir viku var því spáð að kom- ið væri að leikslokum fyrir Margréti Thateher. Þrátt fyrir vígreif orð og vilja til að halda baráttunni áfram eftir áfallið í fyrstu umferð kosningarinnar um leiðtoga íhaldsflokksins, hefur Thatcher mætt örlögum sínum. Hún hefur sagt af sér og vikið til hliðar fyrir nýjum leiðtoga. Sá verður kjörinn í næstu viku og tekur þá jafnramt við sem forsætisráðherra Bretlands. Endalok valdaferils Margrétar Thatcher eru runnin upp. Járnfrúin er fallin. Vegir stjórnmálanna er órannsakanlegir. Það er ekki langt síðan Thatcher vann einn sinn mesta stjórn- málasigur í almennum kosningum. Enn eru átján mán- uðir þar til skylt er að efna til næstu kosninga. Thatch- er hefur verið í sviðsljósinu í heimalandi sínu og í al- þjóðamálum og virst söm við sig: einörð, ákveðin og stefnufóst. Ekki var annað að sjá en hún væri fóst í sessi og flokkurinn stæði þétt við bak hennar. En óveðursský hrönnuðust upp. Nefskatturinn var upphafið. Hann olli miklu fjaðrafoki. Efnahagsmálin hafa verið erfið og deilur hennar og stífni gagnvart Evrópubandalaginu hafa grafið undan trausti hennar innan raða íhaldsflokksins. Afsögn sir Geoffrey Howe var rothöggið. Mótframboð Heseltine var mögulegt í ljósi þessara atburða. Menn voru orðnir þreyttir á Thatcher, þingmenn flokksins, kjósendur og samráðherrar. Hún var sökuð um yfirgang, hroka og einstrengingshátt. Hvað sem sagt verður um Margréti Thatcher verður það ekki af henni skafið að hér fór mikilhæf kona. Það mun verða enn betur ljóst þegar hún hverfur af sjónar- sviðinu. Fáir stjórnmálamenn hafa sett jafnsterkan svip á samtíð sína. Hún er greind með afbrigðum, frábær ræðumaður og sterkur persónuleiki. Hún setti sér mark- mið sem ekki var hvikað frá. Hún hafði hugsjón sem hún trúði á. Það er ekki heiglum hent að komast til valda í breska íhaldsflokknum. Þar er mikið mannval. Konur hafa ekki átt upp á pallborðið í þessum íhaldssama flokki, þessum hefðbundna karlaklúbbi. Thatcher komst ekki til valda í skjóli mjúku málanna, heldur þvert á móti vegna þess að hún var grjóthörð í sannfæringu sinni, beitti sér í efnahagsmálum, verkalýðsmálum, Evrópu- málum og peningamálum. Hinn frjálsi markaður var hennar ær og kýr, harka gegn heimskommúnismanum, staðfesta í varnarmálum. Fyrir öll þessi mál gekk hún undir nafninu járnfrúin. Það var réttnefni. Hún lét eng- an komast upp með múður, hún hafnaði hálfvelgju og miðjumoði og hún tók ekki krók fyrir keldu. Hún var kletturinn í hafinu. Hún setti sér það mark að reisa Bretland upp úr ára- tuga volæði og stöðnun. Það tókst henni og hún leiddi íhaldsflokkinn til þriggja kosningasigra og hefur setið lengst allra forsætisráðherra á þessari öld. Geri aðrir betur. Það verður sjónarsviptir að Thatcher. Styrkur henn- ar og.veikleiki var að láta kné fylgja kviði þegar hún mætti andstöðu. í lokin varð hún undan að láta fyrir sams konar baráttuaðferðum og hún sjálf hefur tileink- að sér. Hún kallaði á andstöðu og fékk hana. Tími járnfrúarinnar var á enda. Þegar til úrslitaorrustunnar kom var henni ekki hlíft frekar en hún hlífði öðrum. Hún féll fyrir sínum eigin voþnum. I Ellert B. Schram Um „leynilegt trúnaðarsamband“ Samskipti mín ogKGB- mannsins Gergel Oleg Gordíefskí, fyrrum yfirmað- ur í KGB og nú liðhlaupi á Vestur- löndum, hefur veitt upplýsingar um starfsemi KGB hér á landi hafð- ar eftir Jefgení ívanóvitsj Gergel, sem hann deildi herbergi með í Moskvu. Gergel lætur vel af ár- angri starfsemi sinnar í Reykjavík, þar sem hann var yfirmaður KGB árin 1973 til 1979, og þykist hafa aflað upp í sinn kvóta að góðum rússneskum sið. í raun eru þetta gamlar fréttir. Komið hefur fram í fréttum fyrir mörgum árum að Gergel vann fyrir KGB. Nú er gefiö í skyn aö þeir sem umgengust Gergel hafi allt aö því stundað landráð og mikið pískrað um hveijir það séu meðal stjóm- málamanna sem hann hafi átt „leynilegt trúnaðarsamband" við. Það er ekki mitt að nefna nöfn annarra en hitt get ég upplýst að ég var einn af þeim fyrstu sem kynntust Gergel og hafði samband við hann öll þau ár sem hann var hér og leit aldrei á mig sem hand- bendi hans hvað sem hann kann að hafa sagt í skýrslum sínum um mig og aðra. Heimboð Ég' kynntist Gergel vorið 1973 þegar hann hringdi í fréttastofu Sjónvarpsins, þar sem ég vann, og bauð mér heim til sín í mat. Ég þáði boðið, nokkuð undrandi þó, því að erlendir sendimenn voru yfirleitt miklu formlegri í heimboð- um sínum. Hann bjó ásamt konu sinni á Sólvallagötunni, steinsnar frá heimih mínu. Þar var mér tekið með mikilli rússneskri veislu, fimmréttaðri, hinni fyrstu af mörg- um hjá þeim hjónum. Hann var þá nýkominn til lands- ins og þekkti lítið sem ekkert til. Ég sagði honum sitt af hverju um stööu mála í íslenskri pólitík og frá landhelgismálinu, sem þá var í brennidepli, og fræddist á móti um persónulega hagi þeirra hjóna. Síð- an tókum við tafl saman fram á nótt. Eftir þetta bauð hann mér heim til sín á nokkurra vikna fresti og ég kynntist honum ágætlega. Oft rakst ég á hann úti við í hverf- inu og spjallaði við hann um dag- inn og veginn. Hann átti amerískan Mercurybíl sem hann var mjög stoltur af, einkum því að bíhnn var sjálfskiptur, og þennan bíl bónaði hann öhum stundum. íslensk pólitík Ég var nokkuð forvitinn um Gergel og spurðist fyrir um hann meðal kunningja minna í banda- ríska sendiráðinu þar sem ég var vel kunnugur á þeim tíma. I ljós kom að þeir vissu allt um Gergel; háttsettur foringi í KGB. Það kom mér ekki á óvart. Ég hafði haft á mér andvara gagnvart honum en gott var aö vita vissu sína. Á þess- um tíma hafði ég kynnt mér sér- staklega varnarbúnaö NATO og eðh herstöövarinnar í Keflavik og átti von á að Gergel vhdi fræðast um þau mál: Það kom mér því á óvart að hann hafði sáralítinn áhuga á herstöðinni, það sem hann vildi fræðast um var íslensk póhtík. - Þar oíli ég honum vonbrigðum. Mitt sérsvið hefur alla tíð verið erlendar fréttir og ég var ekki inni á gafli í neinum íslenskum stjórn- málaflokki. Þegar frá leið hætti hann því að leita upplýsinga hjá mér um hvað væri efst á baugi í pólitíkinni. Þess í staö fórum við að ræða alþjóða- mál. Upplýsingar um innlenda pólitik fékk hann annars staðar, ég tók eftir að hann var farinn að fylgjast ágætlega með. KjaHaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Apparatsjík Gergel sagði mér margt af sjálf- um sér og mér þótti merkilegt að kynnast hugsunarhætti fulltrúa sovéska kerfisins. Heldur var það þröngur sjóndeildarhringur sem hann hafði, flokkshnan holdi klædd, og hann haföi einkennilegar hugmyndir um Bandaríkin og hinn vestræna heim. Ég eyddi miklum tíma í að útskýra Watergatemáhð fyrir honum, hann gat ekki skilið að það gæti orðið Nixon að falli og teflt sambúðinni við Sovétríkin og détentestefnunni í tvísýnu. Hann hataði Þjóðveria, hlvirki þeirra á austurvígstöðvunum í heimsstyrjöldinni voru honum ævinlega í huga. Sjálfur hafði hann barist í stríðinu og var með mikið ör á fæti eftir byssusting en það hafði hann í návígi. Það leyndi sér aldrei að hann var hermaöur að upplagi, hann var mjög mótaður af hermennsku. Hann sagði mér meira um Sovétríkin og sjálfan sig, en hann gerði sér grein fyrir, þetta var á tímum Brésnéfs og menn sem svona hugsuðu voru alls ráðandi. Gergel hefði aldrei þrifist í per- estrojkunni. Listasmekkur Eitt sinn endurgalt ég honum gestrisnina með því að bjóöa hon- um í mat á Hótel Holt og sýndi honum listaverkin þar. Ekki leist honum á þau. „Þetta segir mér ekk- ert,“ sagöi hann um myndir Sche- vings, Kjarvals og Blöndals. Næst þegar hann bauð mér heim, dró hann upp rússneska listaverkabók og sýndi mér myndir af syngjandi fólki við uppskerustörf og einbeitta menn viö námagröft. Þetta var hans Hst, sósíalreaHsminn var hið eina rétta. Solsénitsín var svikari og róg- beri, Sakharof ofdekraður og van- þakklátur. Þegar Spasskí og Hort tefldu hér einvígi 1977 tefldum við Gergel Hka fram á nótt heima hjá honum. Honum var í nöp við Spasskí, hann hafði brugöist fóður- landi sínu og sest að í Frakklandi. Aðstöðuleysi Stundum kvartaði Gergel um að- stöðu sína. í sovéska sendiráðinu var í fyrstu aðeins einn íslensku- mælandi túlkur, sá túlkur skildist mér að yrði að vinna aHan sólar- hringinn við þýðingar á efni, sem starfsmenn þurftu að senda heim tíl Moskvu. Gergel var í vandræð- um með að komast að með sínar þýðingar. Eitt sinn sá ég aumur á honum og endursagði fyrir hann leiðara úr Þjóöviljanum um út- færslu landhelginnar í 200 mílur og komu Josefs Luns, fram- kvæmdastjóra NATO, hingað til lands. Hugsanlega má kaHa þetta njósnir, það verður þá svo að vera. Annars var ég á þessum tíma fréttaritari fyrir blöð í Bretlandi og útvarpsstöðvar í Vestur-Þýska- landi. Ég sá ekkert athugavert við aö segja Gergel það sama um ís- lensk mál og ég sagði opinberlega. Það gat ekki skaðað að KGB-menn hefðu réttar upplýsingar sem þeir áttu aðgang að hvort sem var. Ég kvaddi síðan Jefgení ívanóvitsj vin minn áriö 1979 þegar hann fór af landi brott og hef engar spurnir haft af honum síðan. Tortryggni Mér fannst í rauninni Gergel ekki bera sig neitt öðruvísi að en aörir sendiráösmenn sem ég þekkti. Eng- in leynd hvfldi af minni hálfu yfir okkar kunningsskap, né heldur fór ég leynt með það að ég vissi að Gergel væri KGB-maöur. Þótt nú sé verið að gera fyrrum kunningja Gergels tortryggUega hef ég mínar efasemdir um að hann hafi komist að nokkru sem hann mátti ekki vita. „Leynflegt trúnaðarsam- band“ hljómar ákaflega dularfullt og spennandi í skýrsluformi en var í raun ákaflega hversdagslegt. Sjálfur hef ég ekkert að fela og ég efast um að aðrir kunningjar Gerg- els þurfi á nokkurn hátt að fyrir- verða sig. Gunnar Eyþórsson „Eg var einn af þeim fyrstu sem kynnt- ust Gergel og hafði samband við hann öll þau ár sem hann var hér og leit aldr- ei a mig sem handbendi hans.“ „Þegar Spasskí og Hort tefldu hér einvígi 1977 tefldum við Gergel líka fram á nótt heima hjá honum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.