Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER199Ö. '
3.
Fréttir
Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta hf. á Súðavík:
Verulegrar verðlækk-
unar á rækju er þörf
- til að vinnslan standi undir sér
„Við munum leggja til að rækju-
verð til sjómanna lækki verulega í
janúar þegar nýtt lágmarksverö
verður ákveðið. Við teljum eðlilegt
verð fyrir kílóið af minnstu rækjunni
45 til 50 krónur,“ segir Ingimar Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Frosta
hf. í Súðavík.
Samkvæmt tölum frá Þjóðhags-
stofnun er rækjuvinnslan nú rekin
með 18,2 prósenta tapi. Lögbundið
lágmarksverð á rækju er 77 krónur
kílóið fyrir stærstu rækjuna, 69
krónur kílóið fyrir miðlungsrækju
og fyrir minnstu rækjuna eru greidd-
ar 65 krónur. Á erlendum mörkuðum
fá seljendur svo greiddar rétt tæpar
200 krónur fyrir minnstu rækjuna
þegar hún hefur verið fullunnin en
um 600 krónur fyrir kílóið af stærstu
rækjunni.
„Það er mjög breitt verðbil á mUli
stærstu og minnstu rækjunnar á er-
lendu mörkuðunum en það sama
gildir ekki þegar sjómönnum er
greitt fyrir aflann. Megnið af þeirri
rækju, sem vinnustöðvarnar 6 hér
við ísafjarðardjúp vinna, er smá
rækja.
Til að vinnslan standi undir sér
þarf lækkun á rækjuverði að koma
til svo unnt verði að reka vinnsluna
á núlli. Það væri einnig hægt að fara
aðra leið sem er að vinnslan fái greitt
úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs-
ins. Rækjureikningurinn er tómur
en það eru fordæmi fyrir því að sjóð-
urinn hafi tekið lán svo unnt væri
að greiða fiskverkendum og þá leið
mætti fara nú,“ segir Ingimar.
„Það hefur verið minni sala á
rækju en menn höfðu gert sér vonir
um nú fyrir jólin. Menn eru að verða
vondaufir með jólasöluna en yfirleitt
hefur selst mest af rækjunni á þess-
um árstíma,“ segir Lárus Jónsson,
framkvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudisksframleiðenda.
„Þegar lágmarksverð á rækju var
ákveðið til sjómanna í september
lækkaði það um 5 prósent en greiðsl-
um úr Verðjöfnunarsjóði var hætt til
verkenda. Það hefði þurft að lækka
verðið til sjómanna enn meira til að
jafna metin.
Ég reikna með aö það verði fariö
fram á verulega verðlækkun á rækju
þegar nýtt rækjuverð veröur ákveðið
í janúar, sérstaklega ef markaðsverð
verður óbreytt um áramótin. Þá
verður nokkuð einsýnt hvernig þaö
veröur fram eftir ári,“ segir Lárus.
-J.Mar
Tekur
sætiá
Alþingií
fyrstasinn
Sigrún Jónsdóttir frá Kvennalista
tók sæti á Alþingi í fyrradag. Hún
kemur inn fyrir Önnu Ólafsdóttur
Björnsson. Þar sem Sigrún hefur
ekki setið á Alþingi fyrr var í upp-
hafi sameihaðs þings farið yfir kjör-
bréf Sigrúnar Jónsdóttur og það
samþykkt. -S.dór
Sigrún Jónsdóttir alþingiskona. DV-mynd BG
íslenski hesturlnn 1 fréttum Reuters:
Stóðhestur á 5,5 milljónir
„Við höfum dálitlar áhyggjur af að
verðlagningin verði þaö há að við
missum bestu hestana okkar úr
landi,“ er haft eftir Kára Arnórs-
syni, formanni Landssambands
hestamanna, í nýlegri frétt frá Reut-
er-fréttastofunni.
í fréttinni segir frá verndun ís-
lenska hestsins með meira en 900 ára
gömlu innflutningsbanni. Þá segir að
þó að íslenski hesturinn sé ekki not-
aður til veðmála, líkt og veðreiðahest-
ai', geti toppstóðhestur kostað skild-
inginn. Þannig er haft eftir Kára að
nýíega hafi slíkur selst fyrir 5,5 millj-
ónir k-róna. Hafi íslendingar for-
kaupsrétt að verðmætustu stóðhest-
unum en tilboð þeirra verði hins veg-
ar að vera jafnhátt og útlendinganna.
Fréttamaður, sem var hér á ferð
fyrir skömmu, segir almennt frá ís-
lenska hestinum, uppruna hans,
ræktmi og sérkennum. Þá tjallar
hann sérstaklega um útflutning ís-
lenska hestsins en útflutningur hefur
aukist um 50 prósent frá síðasta ári.
Er taliö að um 50 þúsund hestar af
íslensku bergi brotnir séu á erlendri
grund. Segir að íslenski hesturinn sé
ræktaður af hestafélögum í fjölda
landa og sé hann mikiö til umijöllun-
ar í bókum og blöðum um hesta.
Þá kemur fram að 70 þúsund he’star
séu hérlendis en um það bil 10 þús-
und íslendingar eigi hesta. Enn fleiri
eru taldir ríða út reglulega. -hlh
s------J Kátt er á jólunum - kotna þau settn
Verkstæði jólasveinanna í Krii
ú eru Jólasveinarnir búnir að
krakkar,
setja upp verkstæðið sitt 1
bæði litlir og fullorðnir, geta nú fylgst me'
litlum jólasveinum pakka inn jólagjöfum.
Laugardaginn 1. desember er opið til kl
Opið til kl. 19, mánudaga til föstudaga.
Veitingastaðirnir eru opnir fram á kvo
ÍKringlunni er alltaf bjart og hlýtt • Meira en 20001