Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUP^GUK 28. NÖVEMREI|:1990,
Steingrímur leikur tveimur
skjöldum í vaxtamálunum
Guðmundur J. Guðmundsson hefur verið á hlaupum með sjóði Dagsbrúnar
milli banka. Hvert hleypur hann næst?
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra er ekki sjálfum sér sam-
kvæmur í vaxtamálunum. Hann hef-
ur vakið athygli að undanfórnu með
harðorðum yflrlýsingum í garð
ýmissa bankamanna, af því að þeir
hafa hækkað vexti. Þetta hefur verið
rætt sem eitthvert brot gegn þjóðar-
sátt. Talað hefur verið um stjórn-
málamenn, sem taka alvarlega hlut-
verk sitt sem ráðamenn í bönkum,
sem bankaþræla. Forsætisráðherra
héfur jafnvel ýjaö aö því að eina ráð-
ið sé að fá erlenda banka hingað, af
því að ekki verði ráðið við hina inn-
lendu. Deilur hafa virzt standa milli
Steingríms og flokksbróður hans,
Guðna Ágústssonar þingmanns, sem
er formaður bankaráðs Búnaðar-
bankans. í rauninni hefur forsætis-
ráðherra aðeins „búið þetta til“.
Hann hefur sjálfur verið að ganga frá
hækkun vaxta.
Steingrímur hækkaði
vexti húsbréfa
Mikil læti urðu vegna vaxtahækkun-
ar íslandsbanka fyrsta þessa mánað-
ar. Bankinn hækkaði vexti á óverð-
tryggöum lánum um 0,5-2 prósentu-
stig. Þetta byggðist á spá Seðlabank-
ans um verðbólgu. Sú spá reyndist
of há, af því að þar var gert ráö fyrir
meiri hækkun olíuverðs hér en varð
um það leyti. Næst hækkaði Búnað-
arbankinn sams konar vexti sína um
hálft prósentustig. Samkvæmt orð-
um forsætisráöherra mætti ætla, að
þetta hafi verið gert af illum vilja og
græðgi bankanna. Svo er ekki. Verð-
bólguhraðinn hafði verið að aukast.
Hraðinn hafði verið sem svarar 4-6
prósenta ársverðbólgu en var nú að
vaxa í 6-8 prósenta árshraða. Þetta
þýddi, að bilið milli vaxta á verð-
tryggðum og óverðtryggðum lánum
bankanna fór úr skorðum. Við getum
séð fyrir okkur, að vextir hinna verð-
tryggðu lána breytast með breyttri
veröbólgu - af sjálfu sér. Með meiri
verðbólgu hækkar lánskjaravísital-
an, raunvextir bætast við, og út koma
„vextirnir", sem greiddir eru. Á
sama tíma breytast vaxtakjör á hin-
um óverötryggðu lánum ekki af
sjálfu sér, þótt verðbólgan vaxi.
Verðbólgan óx, og sumir bankarnir
hafa verið að hækka vexti.
Fráleitt er að stilla þessu upp sem
broti gegn þjóöarsátt í kjaramálum.
Væri svo, er þeim um að kenna, sem
bera sökina á, að verðbólguhraðinn
óx. Þá mætti halda, að 'forsætisráð-
herra hafi barizt alls staðar gegn
vaxtahækkunum til að vera sjálfum
sér samkvæmur. Það gerði hann
ekki. Hann stóð að hækkun vaxta á
húsbréfum í 6 prósent, sem eru raun-
vextir, af því að húsbréf eru verð-
tryggð. Þessi vaxtahækkun væri
Sjónarhom
Haukur Heigason
jafnmikið brot á þjóðarsátt og aðrar
vaxtahækkanir og líklega stærra
brot, ef slíkt teldist á annað borð
brot.
Blinda verkalýðsleiðtoga
Forystunenn verkalýðshreyfingar-
innar hafa sumir ekki gert sér grein
fyrir þessari stoðu mála. Þeir hafa í
raun ekki haft ástæðu til að vera á
hlaupum með einhverja sjóði hreyf-
ingarinnar milh banka út af hækk-
unum á útlánavöxtum óverð-
tryggðra lána. Vissulega eru sjóðir
Dagsbrúnar jafnvel komnir í Spari-
sjóöi vélstjóra eins og íslandsbanka.
Hvort tveggja eru ágætar stofnanir.
En hækkun íslandsbanka byggðist á
verðbólguspá Seðlabankans, ekki
gróðahyggju.
Sjálfsagt er, að bankarnir byggi
vexti sína á viðteknum verðbólgusp-
ám. Ef sakast má við einhvern, pr
það Seðlabankinn en ekki íslands-
. banki. Aðgerðir gegn bankanum eru
því út í hött.
Þannig stendur öll forysta Búnað-
arbankans að vaxtahækkun bankans
nú, Guðni Ágústsson bara meðal
annarra. Guðni bendir réttilega á, að
ríkisstjórnin eigi ekki að ráða þessu.
Meö öðrum oröum: Það kemur ríkis-
stjórninni ekkert við. Það kemur-
Guðmundi J. Guðmundssyni heldur
ekki við, þótt vextir séu hækkaðir,
meðan viðteknum reglum er beitt.
Ögmundur Jónasson, formaöur
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, hefur fjölda mála til að fást
við, þótt hann stigi ekki á stokk
vegna vaxtamála síðustu vikna.
Enda sér fólk, að flestir verkalýðs-
leiðtogar eru ekki með í leiknum.
Verðmætur
málmurfinnst
útafReykjanesi
Verömæt málmtegund, mang-
an, hefur fundist á hafsbotni
rúmlega 100 kílómetra suövestur
af Reykjanesi. Málmurinn fannst
í talsverðu magni í sýni sem
rannsóknarleiöangur á Bjarna
Sæmundssyni tók í byrjun mán-
aðarins í kjölfar mikillar jarö-
skjálftahrinu á Reykjanes-
hryggnum.
Að sögn jarðfræðinga er of
snemmt að fullyrða hvort með
fundinum hafi uppgvötast ný
náttúruauölind sem arðbært sé
nýta. Til þess þurfi fiækari rann-
sókna við. Likur benda hins veg-
ar til að þarna sé um töluvert
magn af mangani að finna og ekki
dregur það úr vinnslumöguleik-
unum að dýpi er lítið á þessum
slóðum. -kaa
Leikfélag Akureyrar:
Fimmviljaístól
leikhússtjóra
Gylfi Kristiánssoii, DV, Akureyrfi
Fimm umsækjendur eru um
stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi
Akureyrar en umsóknarfrestur
um stööuna er runninn út.
Sigurður Hróarsson, núverandi
leikhússtjóri á Akureyri, hefur
sem kunnugt er verið ráðinn leik-
hússtjóri Borgarleikhússins. Það
hefur vakiö athygli að i hópi
þeirra sem sækja um stöðuna á
Akureyri er Signý Páisdóttir en
hún gegndi þessari stöðu fyrir
nokkrum árum áður en hún flutti
suður til ReyKjavikur.
Aðrir umsækjendur eru Erling-
ur E. Halidórsson, Hávar Sigur-
jónsson, Jakob S. Jónsson og
María Sigurðardóttir.
EMur í ruslagámum
Töluverður eldur kviknaði í
tveimur plastruslagámum sem
stóöu upp við húsið að Snorra-
braut 56 á sunnudagskvöld.
Verslunin Herragarðurinn er í
því húsi. Mikill og dökkur reykur
myndaðist við brunann á plast-
inu í gámunum. Talið er fullvíst
að um íkveikju hafi verið að
ræða. -ÓTT
í dag mælir Dagíari
Denni heggur á hnútinn
Það hriktir í Framsóknarflokknum
í Reykjavík þessa dagana. Er þar
þó ekki margt á fleti fyrir. Fékk
ekki Framsókn um fjögur þúsund
atkvæði í síðustu borgarstjómar-
kosningum? Lætur nærri að sá
kjósendahópur samanstandi af
nokkrum aðfluttum framsóknar-
fiölskyldum og venslamönnum
þeirra. Nú hefur líka komið í ljós
að Framsóknarílokkinn í Reykja-
vík kjósa menn sem eru búsettir
erlendis og hafa ekki verið við-
staddir kosningar og hafa ekki einu
sinni vitað að þeir væru á kjör-
skrá. Það gera aörir fyrir þá þegar
mikið liggur viö. Af þessu sést að
Framsókn er ekki öll þar sem hún
er séð og menn era þar aö kjósa
hver fyrir annan og sumir tvisvar
og er þá komin skýringin á þeim
fiögur þúsund atkvæðum sem
flokkurinn telur upp úr kössunum.
En hvað gera menn ekki til að
fella sína eigin þingmenn? Það er
miklu handhægara að fella þing-
manninn í flokknum heldur en að
taka þá áhættu að þingmenn
flokksins séu felldir í almennum
þingkosningum. Þetta veit Finnur
Ingólfsson og þetta veit Guðmund-
ur G. Þórarinsson af gamalli
reynslu og því fór sem fór í skoð-
anakönnun Framsóknar á dögun-
um. Guðmundur er búinn að kæra
kosninguna, enda er maðurinn
nauðakunnugur öllum þeim skíta-
trikkum sem beita þarf. Guðmund-
ur hefur neitað að taka annað sæti
á eftir Finrii og hefur hótað því að
bera fram BB-lista í kosningunum
að vori. Þetta líkar flokksmönnum
ekki sérlega vel, enda ekki mörg
atkvæði til skiptanna í Framsókn,
jafnvel þótt fólk kjósi tvisvar og
fyrir aðra og nái svo i kjósendur
sem ekki eru til.
Guðmundur klagaði í flokksfor-
manninn og Denni skoðaði málið,
hélt meira að segja sáttafund, en
allt kom fyrir ekki. Þá mun Denni
hafa lagt til að skoðanakönnunin
yröi endurtekin meö almennu próf-
kjöri meðal þeirra sem eru á kjör-
skrá. Þetta var haft eftir Denna í
sjónvarpsfréttum en það er þá um
leið rétt og skylt að geta þess aö
Denni gerði- athugasemd við þá
frétt. Denni sagðist ekki hafa lagt
til að endurtaka skoðanakönnun-
ina heldur hitt að hann heíði lagt
til að endurtaka skoðanakönnun-
ina.
Nú má gera ráð fyrir aö fram-
sóknarmenn skilji hver munur er
á að endurtaka skoðanakönnun og
endurtaka skoðanakönnun, enda
eru þeir vanir Denna og kjósa hann
97,7% þegar Denni er búinn að tala
við þá. Denni hefúr með öðrum
orðum sagt við fulltrúaráð Fram-
sóknarflokksins að hann vilji
gjarnan að skoðanakönnunin sé
endurtekin en hefur mótmælt þvi
opinberíega að hann vilji aö skoð-
anakönnunin sé endurtekin og hef-
ur þannig lagt sitt til málanna og
gert allt til að leysa þessa deilu sem
hann telur illeysanlega. Það er
mikil sáttargjörð í því fólgin að
endurtaka skoðanakönnunina án
þess að endurtaka sjálfa skoðana-
könnunina því ef skoðanakönnun-
in er endurtekin munu úrslitin
væntanlega verða þau söiriu þegar
allt er endurtekið með sama hætti.
Þá mun sama fólkið mæta aftur
á kjörstað og greiða atkvæði eins
og í fyrra skiptiö. Sömu kjósendur
munu veröa á kjörskrá og sömu
mennirnir munu kjósa fyrir þá sem
eru á kjörskrá, hvort sem þeir sem
eru á kjörskrá, kjósa eða ekki. Fjöl-
skylda Finns Ingólfssonar mun
kjósa eins og áður og niðurstaðan
verður sú sama og áður og þá geta
allir sagt með sanni að skoðana-
könnunin hafi verið endurtekin.
Þannig mun Denni formaður
leysa þetta vandamál í Framsókn-
arflokknum eins og hann hefur
leyst öll önnur. Guömundur mun
fá þeirri ósk sinni framgengt að
skoðanakönnunin verði endurtek-
in og Finnur mun knýja fram sigur
eins fyrr, ef og þegar skoðanakönn-
unin vérður nákvæmlega endur-
tekin. Enda hefur það verið gamal-
gróinn siður í Framsóknarflokkn-
um að halda fast utan um sitt fylgi
og þá fáu kjósendur sem á annaö
borð kasta atkvæðum sínum á
flokkinn. Þá er ljóst að flokkurinn
heldur ekki síður utan um þá kjós-
endur sem skráðir eru í flokkinn
en ekki kjósa hann vegna fiarvista.
Dagfari skilur þá tryggð vel, enda
kemur í ljós að þaö er einmitt þetta
fólk sem ræður úrslitum í skoðana-
könnunum þegar kosið er fyrir það
af öðrum.
Dagfari