Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. Ék 31RÍ7AFELL Bíldshöfði 14, s. 676840 og 672545 BW Svíssneska parketið erlfmtágólfiðoger auðvelt að legga Parketið er full lakkað með fullkominni tækni Svissneska parketið er ódýrt gæðaparket og fæst í helstu byggingavöruverslun um landsins. Kvistuð eik.kr. 2.250 m2 Ljós eik ....kr. 2.960 m2 Askur..........kr. 3.211 m2 Beyki...kr. 3.088 m2 Merbau ....kr. 3.575 m2 Ótrúlegt verð á gegnheilu parketi STÁLVASKAR AFSLÁTTUR HREINLÆTISTÆKI WC, kr. 16.100,- WC + handlaug, kr. 19.000,- WC + handlaug í borði, kr. 22.500,- BLÖNDUNARTÆKI 10% afsláttur af öllum blöndunartækj um MALNING Poimx Innimálning, útimálning, þakmálning. 20% ódýrara í 10 lítra umbúðum A S JL 3U=ttTAFELL Bíldshöfði 14, s. 676840 og 672545 Utlönd Kína styður ekki álykt- un Öryggisráðsins Kúvæskur læknir, sem flúið hefur land, með mynd af fórnarlambi íraka. Nokkrir kúvæskir útlagar komu til aðal- stöðva Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og greindu frá hroðaverkum þeim sem íraskir hermenn hafa framið í Kúvæt. Símamynd Reuter Utanríkisráðherra Kína, Qian Qic- hen, vísaði í gær á bug fregnum um að Kína myndi styðja ályktun Örygg- isráðs Sameinuöu þjóðanna sem heimilaði beitingu vopnavalds gegn írökum. Gaf ráðherrann í skyn að Kína myndi sitja hjá við atkvæða- greiðsluna. Fulltrúar þeirra fimm ríkja, sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráðinu, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Kína, Bretlands og Frakklands, hafa allir neitunarvald. Stjórnarerindrekar telja að að Kína muni ekki beita neit- unarvaldi heldur sitja hjá þegar at- kvæði verða greidd um ályktunina á morgun. Stjómarerindrekar í Bagdad óttast nú að verið sé að flytja vestræna gísla í Kúvæt á hemaðarlega mikilvæga staði í írak í stað þeirra gísla sem nú hafa fengið heimfararleyfi. Saddam Hussein íraksforseti lofaði í gær að veita nokkrum af banda- Breskir gislar við komuna til Amman í gær. Þeir fengu frelsi eftir að eigin- konur þeirra komu til Bagdad. Simamynd Reuter. rísku gíslunum sjö hundruð heim- fararleyfi. Um er að ræða vináttuvott við hnefaleikakappann Muhammed AIi sem verið hefur í heimsókn í Bagdad. Líkur eru á því að sænsku gíslam- ir fimmtíu og sex þurfi að bíöa nokkra daga eftir að komast frá Bagdad. Innihald bréfsins frá Ingvari Carlssyni, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sem talið er eiga stærstan þátt í frelsi gíslanna, er enn óþekkt. Tekin verður ákvörðun um það á morgun hvort það verður gert opinbert. Bréf- ið var lesið í heild í íraska þinginu en írösk dagblöð hafa enn ekki birt útdrætti úr því. Talið er að ummæli Carlssonar um að forðast beri hern- aðarátök hafi haft úrslitaáhrif. Reuter og TT CD 0±AmlÆÍ bB-aoiid „Finnum er auövitað frjálst aö Sovétríkin væru Finnar ekki fara sína eigin leið varðandi EB- komnirjafntlangtíumræðunnium málið. Ég hef bara sagt hvað væri EB eins og Svíar og Norðmenn. gott fyrir alla aðila.“ Þetta sagði Sænski utanríkisráöherrann gaf Sten Andersson, utanrikisráðherra einnig í skyn að í ræðu sinni hefði Svíþjóöar, í gærkvöldi í kjölfar Holkeri haft í huga aö kosningar ræðu sem forsætisráðherra Finn- verða í Finnlandi í vor. lands, Harri Holkeri, hélt fyrr um „Þaö væri mjög hagkvæmt ef daginn. Norðurlönd gætu sótt sameiginlega I ræöunni lagði Holkeri á það um aðild aö EB. Ef Finnar vilja áherslu að aðild að EB, Evrópu- ekki verameð verðaSvíarogNorð- bandalaginu, samræmdist ekki menn aö snúa bökum saman,“ hlutleysi Finnlands. sagði Sten Andersson sem vonast Sten Andersson hélt því fram að til aö umsókn verði tilbúin þegar í vegna langvarandi sambands viö vor. TT Ástralía: Lífshættulegur arf ur Astralir fylgjast þessa dagana imdrandi með harmsögu fjölskyldu nokkurrar sem virðist í þann mund að þurrkast út vegna kynkverfu, eyðni og peninga. Upphafiö var það að hommi nokkur að nafni Ludwig Gertsch erfði mikla fjármuni eftir ástmann sinn. Sá haíði sýkst af eyðni. Milljónamæringurinn nýskapaöi naut þó ekki lengi þess sem honum hafði bæst í búið því skömmu síðar fannst hann kyrktur. Fjórir aðrir menn töldu sig eiga hlut í arfinum en ekki hefur tekist að sanna morðið á þá. Gertsch var mjög hræddur um líf sitt eftir að honum hlotnaðist arfur- inn og eyddi miklum fjármunum í að tryggja öryggi sitt og lét m.a. setja sérstaka öryggishurð fyrir svefn- herbergið. Það kom þó fyrir lítið. Móðir Gertsch, kona á áttræðis- aldri, var eini erfingi hans. Henni entist þó ekki aldur til að njóta arfs- ins því hálfum mánuði eftir lát son- arins féll hún fyrir járnbrautarlest og lét lífið. Enn er ósannað hvort hún var myrt eða fórst af slysfórum. Reuter Bókin um tíkina MMe: Selst betur en minningar Reagans Bandaríkjamenn vilja fremur lesa bókina Millie, tík forsetahjónanna, en endurminningar Ronalds Reagan fyrrum forseta. Hjá bóksölum vestra er mun meira spurt um Millies Book en bók Reagans. Bókin um Milhe er kynnt sem ævi- saga. Hún kom út fyrir tveimur mán- uöum og er nú í sjötta sæti á sölu- lista bókaútgefenda. Á sama tíma verður Reagan að sæta þvi að kom- ast þar ekki einu sinni á skrá. Á nýjasta vinsældalista dagblaðins New York Times er Milhe í fjórða sæti en Reagan í því sjötta. „Þetta er tímanna tákn. Fólk vill heldur lesa um tík en endurminningar fyrrver- andi forseta," segir einn bókaútgef- andi. Reuter Hundar bandarísku forsetahjónanna vekja jafnan mikla athygli. Frægust er þó tíkin Millie. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.