Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990.
Jósvatniá
öskubakkaog
vildiekkifaraút
Lögregla og slökkvilið var kallað
út að risíbúð við Njálsgötu í gær-
kvöldi. Húsráðandi hafði lagt sig öl-
vaður með sígarettu og kviknaði í
sængurfötum hans og rúmi.
Fyrst var tilkynnt um eldinn til
lögreglu. Þegar lögreglumenn komu
inn í íbúðina sat húsráðandi í miklu
reykjarkófi og var að hella vatni yfir
öskubakkann sinn. Á bak við mann-
inn logaði hins vegar eldur í svefn-
sófa hans og sængurfatnaöi. Lög-
reglumenn ætluðu að fá manninn
með sér út en hann neitaði því og
sagðist vera búinn að slökkva eldinn
- sem hefði komið frá öskubakkan-
um, þetta væri því bara búið. Lög-
reglumenn sáu þann kost vænstan
að taka manninn út með valdi.
Slökkviliðsmenn komu von bráðar
og var eldurinn slökktur snarlega.
Maðurinn, sem er tæplega fertugur,
fékk að gista hjá lögreglunni í nótt.
Honum varð ekki meint af.
-ÓTT
Búnaðarmálastj óri:
Áframmeð
„BLUPPIГ
Leitaðáfram
LOKI
Ja, raðherra!
Utanríkisráðuneytið:
Neitar að borga auglýs
ingar með Jóni Baldvin
munum kreflast greiðslu, segir auglýsingastjóri Þjóðviljans
Um miðjan mánuðínn stóð utan-
ríkisráðuneytið fyrir opnum kynn-
ingarfundi með Jóni Baldvin
Hannibalssyni á vertshúsi í
Reykjavík. Yfirskriftfundarins var
„Unga fólkið og Evrópa“ og aug-
lýsti ráðuneytið fundinn með alls
niu stórum auglýsingum í dag-
blöðunum.
Athygli vakti að i auglýsingum
ráðuneytisins var hvorki getið um
tilgang fundarins né hvert um-
ræðuefnið ætti að vera. Alls mættu
milli 50 og 60 manns á fundinn.
Ekki fengust upplýsingar hjá ut-
anríkisráðuneytinu um endanleg-
an kostnað vegna fundarins en
ætla má að hann veröi tæplega ein
milljón króna. Miðað við útselt
auglýsingaverð blaðanna til ríkis-
stoíhana er kostnaður ráðuneytis-
ins vegna þessa um 800 þúsund
krónur. Til viðbótar þessari upp-
hæö má gera ráð fyrir að vegna
gerðar auglýsingarinnar og ókeyp-
is veitinga á fundinum hafi ráðu-
neytið þurft að borga á annað
hundrað þúsund krónur.
Að sögn Þorsteins Ingólfssonar
ráðuneytisstjóra var það alls ekki
ætlun ráðuneytisins að auglýsa
fundinn svona mikið og því hafi
hann gefið gjaldkera ráðuneytisins
skýr fyrirmæh um að borga ekki
fyrir allar birtingar. Hann segir
Þjóðviljann, Alþýðublaðið og Tím-
ann hafa bírt auglýsingarnar oftar
en beðið hafi verið um og fyrir
aukabirtingarnar verði ekki borg-
að.
Þorsteinn segir ekkert óeðlilegt
við það að ráðuneytið haldi kynn-
ingarfundi um þær viðamiklu
samningaviðræður sem eiga sér
stað milli þjóða Evrópu þessa dag-
ana. Til áréttingar bendir hann á
að bæði Alþingi og ýmis hags-
munasamtök hafi óskað eftir slík-
um fundum. Hami neitar því alfar-
ið aö með þessum fundi hafi ráðu-
neytið verið að taka að sér kostnaö
vegna flokkspólitískra funda með
formanni Alþýðuflokksins.
Þegar DV bar þessi ummæli
ráöuneytisstjórans undir Steinar
Harðarson, auglýsingastjóra Þjóð-
viljans, kvaðst hann undrast þau
mjög. „Viö birtum aldrei auglýs-
ingar óumbeðið. Þeir óskuðu eftir
tveim birtingum þegar pöntunin
kom inn. Ég skil ekkert í þessu.
Að sjálfsögðu munum við krefiast
greiðslu fyrir báðar birtingarnar. “
-kaa
„Þetta er einfaldlega spurning um
hvort menn vilja nota bestu þekk-
ingu sem þeira hafa til að komast
áfram í ræktunarstarfinu eöa hvort
menn vilja nota brjóstvitið eitt. Við
veljum það fyrrnefnda. Það hafa ver-
ið villur í spánum sem orsakast af
ónákvæmni í upplýsingum um •
hrossin. Upplýsingarnar verða alltaf
meiri og því batna spárnar," sagði
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
við DV.
DV sagði í gær frá því að Dansk-
íslenska hrossaræktarsambandið
hefði samþykkt að hætta að birta
kynbótagildisspár hrossa, svokall-
aða BLUP-spár, vegna óánægju með
áreiðanleika þeirra. Neitar sam-
bandið að greiða höfundi spánna,
Þorvaldi Árnasyni, 250 þúsund ís-
lenskar krónur á ári fyrir þær. Jónas
sagði aö Búnaðarfélagið hefði sjálft
séð um að gera spámar síðastliðin
tvö ár. Þrjú ár á undan greiddi Bún-
aðarfélagið Þorvaldi 200 þúsund
krónur árlega fyrir vinnu að spán-
um- . -hlh
Menn taka þá
afleiðingunum
erþeirfella
bráðabirgðalögin
Skipulögð leit að bátnum Jóhann-
esi frá Hvammstanga heldur áfram
í dag. Fjörur verða gengnar á Vatns-
nesi. Bátur mun fylgja leitarmönn-
um norður frá Hvammstanga. Einnig
verður leitaö frá Skagaströnd. Mikil
leit er fyrirhuguð á laugardag.
-ÓTT
„Þessi þjóðarsátt virðist ékki vera sátt um neitt annað en að láta lægst launaða fólkið missa endanlega sjálfsvirð-
ingu sina. Um þetta erum við öll sammála hjá SVR,“ segir Hannes H. Garðarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsfólks
Strætisvagna Reykjavíkur. Starfsfólk SVR hélt fjölmennan fund í gærkvöldi um kjaramál. Engin ályktun var sam-
þykkt á fundinum en hins vegar kom fram almenn óánægja með framlengingu þjóðarsáttarinnar um síðustu helgi.
Á fundinn mætti Sjöfn Ingólfsdóttir, starfandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og gerði grein fyrir
stöðunni í kjaramálum. Að sögn Hannesar hyggst starfsfólk SVR ekki grípa til sérstakra aðgerða á næstunni til að
fá leiðréttingu á kjörum. „Hins vegar er aldrei að vita upp á hverju við tökum. Það er ýmislegt annað en launin
sem við viljum leiðréttingu á. Það kemur einfaldlega í Ijós hvað við gerum.“ -kaa/DV-mynd BG
Veðrið á morgun:
Hlýjastá
Norðaust-
urlandi
Á morgun verður suölæg átt,
víða stinningskaldi vestanlands
en talsvert hægari austan til.
Súld sunnanlands og vestan en
víðast bjart veður á Norður- og
Norðausturlandi. Hlýtt áfram,
hiti 4-10 stig, hlýjast norðaustan-
lands.
Steingrímur Hermaimsson:
„Ég mun ekki skipta mér af því
hvenær bráðabirgðalögin koma til
afgreiðslu á Alþingi. Ég tel það ekki
þjóna tilgangi að fara að draga af-
greiðslu þeirra fram á vetur. Ég mun
heldur ekki fara út í neina samninga
við menn um stuðning við bráða-
birgðalögin. Menn taka þá bara af-
leiðingunum ef þeir fella þau,“ sagði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra í morgun.
Forsætisráðherra hefur sagt að
hann muni rjúfa þing og efna til
kosninga ef bráðabirgðalögin verða
felld á Alþingi. Hann hefur einnig
bent á að fari svo að lögin verði felld
muni verðbólgan rjúka upp aftur.
Fyrir liggur að þeir Stefán Val-
geirsson, Geir Gunnarsson og Hjör-
leifur Guttormsson muni greiða at-
kvæði gegn frumvarpinu. Þar með
væri það fallið nema einhverjir
stjórnarandstæðingar greiddu því
atkvæði eða sætu hjá.
Því er raunar haldið fram að ein:
hverjir sjálfstæðismenn muni sitja
hjá við afgreiðslu málsins. Þeim þyki
ekki fýsilegt að fara út í kosninga-
baráttu eftir að hafa fellt bráða-
birgðalögin.
-S.dór
D'OR
Freyja hf.
Sími: 91-41760