Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Fréttir__________________________________________ Fjárfestingarlánasjóðirnir skulda um hundrað milljarða á ábyrgð ríkissjóðs: Ein og hálf milljón á hverja fjölskyldu ÚTPENSLAN i sjóðakerfinu Skuldir fjárfestingarlánasjóðanna námu alls 98,4 milljörðum króna í júní 1990 Fjárfestingarlánasjóðimir í landinu skulda svipaða upphæð og ríkissjóður áætlar í heiidartekjur á næsta ári. Þetta samsvarar því að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu sé í fjárhagslegri ábyrgð fyr- ir 1,5 milljóna króna láni hjá þessum sjóðum og að rúmlega þriðjungur alls íbúðarhúsnæðis á landinu sé veðsettur að fullu. Heildarútlán fjárfestingarlánasjóð- anna námu um mitt árið um 160 milljöröum króna, þar af námu inn- byrðis lán þeirra um 28 milljörðum. Lántökur sjóðanna voru á sama tíma rúmlega 98 milljaröar og eigið fé þeirra 38 milljarðar. Erlendar skuld- ir sjóðanna námu samtals tæplega 34 milljöröum. Að sögn Sigurgeirs Jónssonar, for- stjóra Lánssýslu ríkisins, ber ríkis- sjóður sem eigandi sjóðanna fjár- hagslega ábyrgð á þeim 98 milljörð- um sem fjárfestingarlánasjóðirnir hafa tekið aö láni. Á þá ábyrgö myndi hins vegar ekki reyna nema sjóðimir yrðu uppiskroppa með fé. Mest umsvif af þessum fjárfesting- arlánasjóðum hafa íbúðalánasjóðir ríkisins og námu heildarútlán þeirra til einstaklinga í júní rúmlega 67 milljörðum. Af einstökum atvinnugreinum hafa fjárfestingarlánasjóðirnir lánað mest til fyrirtækja í sjávarútvegi og nam heildarupphæð lánanna í júní tæplega 20 milljörðum. Skuld iðnfyr- irtækja við sjóðina nam rúmlega 15 milljörðum og í landbúnaði var skuldin tæplega 11 milljarðar. Til fyrirtækja í öörum atvinnugreinum höfðu íjárfestingarsjóðirnir lánað 12 miUjarða. Staða sjóðanna mjög misjöfn Fjárhagsleg staða fjárfestingar- sjóðanna er mjög misjöfti. Mjög hefur gengið á eigið fé sumra þeirra aö undanfórnu og þykir sýnt aö sumir þeirra veröi gjaldþrota innan tiðar komi ekki til framlög úr ríkissjóði. í því sambandi hefur einkum verið bent á Framkvæmdasjóð íslands, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Byggðasjóð. Einnig hefur veriö bent á að byggingarsjóðimir hjá Hús- næðisstofnun ríkisins verði gjald- þrota innan fárra ára hætti ríkissjóö- ur ekki að niðurgreiða vextina. Einna verst er staða Fram- kvæmdasjóðs íslands og er eigið fé hans nánast uppurið. Um síðustu áramót var eigiö fé sjóðsins einungis 416 milljónir meðan útlán hans námu rúmlega 14,7 milljörðum og að auki hafði hann lánaö öðrum sjóðum rúmlega 13 mUljarða. Stjómvöld hafa á undanfórnum árum falið sjóðnum ýmis erfið verkefni og hef- ur það rýrt eiginfjárstöðuna vem- lega. Ljóst þykir aö á næstu mánuðum og ámm verði sjóðurinn fyrir enn frekari skakkafollum, meðal annars vegna gjaldþrota í fiskeldi, en til þeirrar atvinnugreinar hefur hann lánaö mikla fjármuni. Sameining til umræðu Nýverið lagði nefnd á vegum ríkis- stjómarinnar til að aUir fjárfesting- arsjóðir atvinnuveganna yrðu sam- einaðir í einn sjóð sem í framtíðinni yrði rekinn á viðskiptagrundvelh. AUs eru þessir sjóðir 9 talsins og nam eigið fé þeirra um síðustu áramót rúmlega 10 milljörðum. Á sama tíma námu heildarútlán þeirra um 54 miUjöröum, þar af námu endurlán tU sjóöa um 14 miUjörðum. Þó að samkomulag hafi orðið um sameiningu þessara sjóða í nefndinni er lítil hrifning ríkjandi meðal for- ráðamanna sumra sjóðanna með þessar tiUögur, einkum þeirra sjóða sem eru fjárhagslega vel stæðir. Telja margir að með tUlögunni sé einungis verið að reyna að bjarga illa stæðum sjóðum á kostnað þeirra sem eru fjárhagslega vel stæðir. Samþjöppun valds undir póiitískri stjórn? Að sögn Braga Hannessonar, for- stjóra Iðnlánasjóðs, eru mjög nei- kvæð viðhorf til tillögu nefndarinnar innan iðnaðarins. Hann segir bæði Iðnlánasjóð og Fiskveiöasjóð vera það öfluga hvað varðar eigið fé, rekstrarkostnað lítinn og lánstraust gott aö með sameiningu myndi ekk- ert ávinnast. Þvert á móti væri hætt viö að illa stöddu sjóöirnir drægju úr möguleikum á hagstæðum lánum til atvinnulífsins. „Sumir þessara sjóða, sem talað er um að sameina, myndu ekki leggja neitt í púkkið. Ef farið yrði að þessi im tUlögum væri einungis verið að færa peningalegt vald á mjög fáar hendur. I stað svona samþjöppunar valds undir póhtiskri stjórn tel ég mun heppilegra aö samkeppni miUi fjár- festingarlánasjóða og banka verði efld. Það mætti tU dæmis gera með því að gera þá sjóði, sem nú eru starf- andi, að sjálfstæðum hlutafélögum er starfi án ábyrgðar ríkisins." -kaa gekk ekki út Enginn var með fimm rétta þeg- ar dregið var í lottóinu laugar- daginn 22. desember. Tölumar, sem upp komu, voru 5,27,28,37, 38 og bónustalan var 11. HeUdar- upphæö var 23.625.832 krónur en fyrir 5 rétta voru 14.280.353 krón- ur og leggst sú upphæð því óskipt í næsta pott sem dreginn verður út laugardaginn 29. desember. Miðaö við fyrri reynslu mun upp- hæðin að likum tvöfaldast og ára- mótapotturinn verður þvi álitleg- ur. Tveir voru með fjóra rétta og bónustölu og fékk hvor í sinn hlut 692.363 krónur. 267 voru með fjóra rétta og fékk hver í sinn hlut 8946 krónur. 10573 fengu þrjá rétta og fær hver í sinn hlut 527 krónur. Enginn var meö tólf rétta í get- raunum á laugardaginn og verð- ur getraunapotturinn því íjór- faldur næstkomandi laugardag. Þetta verður því hæsti potturinn 1 getraunum á vetrinúm til þessa. 41 var með ellefu rétta og er það mesti fjöldi án þess að nokkur hafi haft tólf rétta einnig. Líklega verður heildarupphæðin á laug- ardag yfir þtjár miUjónir. . Lottó og getraunir nota sömu tölvukassana og má búast við fjöri við kassana þessa síðustu dagaáárinu. -JJ Akureyri: Rólegheit hjá lögreglu Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: „Þaö má segja að sáralítið hafi verið að gera hjá okkur um hátíð- ina; helst að við aðstoðuðum fólk sem átti erfitt með að komast á milli húsa,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í gær. Þaö er óhætt að segja að á Akur- eyri hafi jólin verið róleg og há- tíðleg. Þá var veður mjög gott, snjókoma þó á jóladag og setti þá niður fyrsta snjó vetrarins sem hægt er að kalla þvi nafni. Kirkjusókn var mjög góð að venju og fóru t.d. á annað þúsund manns til messu á aðfangadags- kvöld. í dag mælir Dagfari Seinþreyttir þingmenn Þeir voru hvíldinni fegnir, alþing- ismennirnir okkar, þegar þeir komsut heim til sín fyrir jólin. Og áttu hana sannarlega skilda. Bless- aðir mennimir voru búnir að púla við þaö dögum saman að leita að nýjum sköttum og nýjum leiðum til að láta enda ná saman í fjárlaga- dæminu. Það er ekki heiglum hent að finna skatta og leggja þá á þjóð- ina, þegar það er haft í huga að fyrirrennarar núverandi þing- manna og ríkisstjómir aUra tíma hafa haft það fyrir aöalatvinnu um langt skeið að bæta sköttum á skatta ofan. Þaö er nánast ekkert eftir af sköttum sem hægt er að bæta við og ekki nema von að þing- menn og ráðherrar þreytist þegar svo er ástatt. Engu aö síöur tókst þingmönnun- um okkar að bæta við skattana og bæta við álögumar og þetta ber að þakka. Það verður að bjarga fjár- lögunum og það verður að bjarga heiðri fjármálaráðherra og það verður að sýna ábyrgð í fjárveiting- um. Þingið getur ekki verið þekkt fyrir að fara heim án þess aö hal- lanum á íjárlögunum sé lokað og tölur stemmi. Þaö er löngu vitað að þingmenn bera fjárlögin fyrir bijósti og þjóðin verður að skilja að það eru fjárlögin sem ganga fyr- ir þjóðarhag. Þjóðin verður að leggja sitt af mörkum til að fjárlög- in geti haldið gleðileg jól og al- menningur verður að borga brú- sann þegar fjárlögin em óafgreidd og útgjöldin miklu hærri en tekj- urnar. Um tíma leit þetta illa út. Hallinn stefndi í sjö milljarða króna og það var farið að hlakka í stjórnarand- stöðunni, sem aldrei sýnir neina ábyrgð og heimtar að fjárlög séu afgreidd hallalaus um leið og hún neitar aö samþykkja nýja skatta. Menn vom farnir að tala um hærri tekjuskatt og hærri viröisauka- skatt og þeir voru jafnvel farnir að rífast um þaö í stjórnarliðinu hvaða skatta bæri aö leggja á til að minnka hallann. En svo kom fjármálaráöherra og sagðist hafa reiknað það út að tekj- umar yrðu hærri en hann haföi áætlað í upphafi og allt voru það náttúrlega tekjur af hækkandi sköttum, sem áöur höfðu verið lagðir á. Það þurfti sem sagt ekki að leggja á nýja skatta heldur voru gömlu skattarnir hækkaðir og stjómarandstaðan segir að þetta sé heimsmet í sköttum og er himinlif- andi yfir þeim árangri sem hún hefur náð í stjómarandstöðunni til að neyða ríkisstjórnina út í þetta heimsmet. Rikisstjórnin á hins vegar svar við þessu. Hún segir að engir nýir skattar hafi verið lagðir á og skatt- byrðin sé ekki meiri en áður og það eina sem hafi gerst sé að þeir sem borga skatta þurfa að borga skatta áfram og af því þeir hafi meiri tekj- ur borgi þeir eðlilega hærri skatta án þess að skattarnir hækki! Fyrir- tækin beri sig betur og einstakling- amir hafi meiri vinnu og innflutn- ingur verði meiri af því fyrirtækin og ^einstaklingarnir geta keypt meira fyrir meiri tekjur og þannig hækki skattar af sjálfu sér, án þess að ríkisstjórnin getinokkuö að því gert. Almenningur má vera afskaplega þakklátur fyrir þessa niðurstöðu. Hann borgar enga nýja skatta og aðeins hærri skatta en í fyrra vegna þess að það eru ekki skatt- arnir sem hækka heldur tekjurnar sem aukast. Á þessu er regin- munur og allir græða. Ríkissjóður græöir á þessu vegna þess að nú verður hallinn ekki nema fjórir milljarðar, sem er mikill sigur fyrir ríkisstjórnina, eftir að stjórnarand- staðan var búin að spá sjö milljarða halla. Þetta tókst án þess að leggja á nýja skatta og það þarf hug- kvæmni og góð reikningsskil til að fá svona útkomur úr vonlausum dæmum. En þreytandi er það og það er ástæðulaust að vorkenna þjóðinni þótt hún borgi meiri skatta, án þess að borga hærri skatta. Þingmönn- unum er hins vegar vorkunn en að sama skapi eiga þeir heiður skil- inn fyrir að hafa bjargað fjárlögun- um og þjóðinni undan því að hækka skattana og finna upp nýja skatta, með því einfalda móti að láta þjóðina borga hærri skatta af þeim sköttum sem voru til fyrir. Dagfara leið vel um jóhn að vita til þess að skattarnir skyldu bjarga fjárlögunum með því að hækka án þess aö hækka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.