Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990.
15
Flokkur með fortíð
„Þeir höfðu ffestir (Ásgeir Hannes sjálfur, Óli Þ. Guðbjartsson og Júlíus
Sólnes) einmitt tapað i prófkjörum Sjálfstæöisflokksins."
Þegar talað er um konu með for-
tíð, vita allir, hvað átt er við: Konan
hefur eitthvað að skammast sín
fyrir. - Svipað er að segja um Borg-
araflokkinn. Hann er ekki flokkur
með framtíð, eins og segir í áróðri
hans, heldur flokkur með fortíð,
því að hann hefur ýmislegt á sam-
viskunni, þar á meðal ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar. Hann
var stofnaður í stundarbræði
nokkurra fylgismanna Alberts
Guðmundssonar, eftir að Albert
hafði verið gert að segja af sér ráð-
herradómi voriö 1987..
Forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins voru ekki að leika sér að því
að setja Albert þann kost: Þeir
töldu blátt áfram ekki rétt, að mað-
ur, sem hefði í fjármálaráðherratíð
sinni skilað röngu skattframtali,
héldi trúnaðarstöðu á vegum
flokksins. Þá varð þeim og mörgum
öðrum starsýnt á það, að Albert
hafði um skeið verið stjórnarfor-
maöur Hafskips og formaöur
bankaráös Útvegsbankans, sem
varð í raun gjaldþrota vegna við-
skipta við Hafskip. Þetta var auð-
vitað skýrt dæmi um hagsmuna-
árekstur.
Mildi og mannúð?
Nú hefur einn fyrrverandi vinur
Alberts, Ásgeir Hannes Eiríksson,
pylsusali og alþingismaður, tekið
saman sögu Borgaraflokksins, eins
og hún lítur út frá bæjardyrum
hans, og heitir hún að vonum Ein
með öllu.
Margt var skrýtiö um Borgara-
flokkinn. Hann gekk fram undir
kjörorðunum: Mildi og mannúð.
KjaUajinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor i stjórnmálafræði
En hvernig fer það saman við það,
að leiðtogi hans rýkur á ljósmynd-
ara og brýtur úr honum tennum-
ar? - Mér er fyrirmunað að koma
auga á mildi og mannúð við slíkt
athæfi! Þá hældi Albert sér jafnan
af því að vera fyrirgreiðslumaður
í stjórnmálum.
En tvennt er að fyrirgreiðslu-
mönnum. Annað er, að þeir kippa
oft vinum sínum úr biðröð eftir
gæðum, og beita með því aðra
órétti. Hitt er, að þeir eru oftast
góðir fyrir annarra manna fé.
Manngæsku fólks er sem kunnugt
er engin takmörk sett, geti það
treyst því, að það þurfi ekki sjálft
að greiða fyrir hana.
Ekkert án Alberts
Þetta breytir því ekki, að Albert
Guðmundsson er um margt svip-
mikill einstaklingur. Um dugnað
hans og kapp efast enginn, og hann
er miklu greindari en margir halda,
hygg ég. Að minnsta kosti hefur
hann sterka eðlisávísun og getur
veriö ótrúlega orðheppinn, sér-
staklega þegar á reynir. Sá mis-
skilningur gengur eins og rauður
þráður um alla bók Ásgeirs Hann-
esar Eiríkssonar, að þeir borgara-
flokksmenn hafi getað orðiö eitt-
hvað án Alberts. En svo var ekki.
Albert var flokkurinn og sigur
hans í þingkosningunum 1987 var
sigur Alberts.
Án Alberts skiptu þessir menn
litlu sem engu máli, eins og er nú
aö koma á daginn. Þeir höfðu flest-
ir (Ásgeir Hannes sjálfur, Óli Þ.
Guðbjartsson og Júlíus Sólnes) ein-
mitt tapað í prófkjörum Sjálfstæð-
isflokksins. Eins og Friörik Soph-
usson hefur sagt, senda menn ekki
samúðarskeyti nema einu sinni.
Óvild og minni-
máttarkennd
Raunar viðurkennir Ásgeir
Hannes þetta óbeint á 101. bls. rits-
ins. Hann segir þar, að Albert hafi
aldrei .viljað stofna eigin flokk,
heldur kunnað því best að semja
sig til aðstöðu og áhrifa innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Síðan segir: „Á sama hátt var það
líka eigingirni hjá okkur hinum að
taka þátt í framboðinu með karlin-
um. Freista þess að hirða molana
sem hrukku af borðum framboðs-
ins og hreppa þingsæti í þessu
mikla umróti. Láta gamla draum-
inn rætast og jafna stigin við Sjálf-
stæðisflokkinn en við höfðum sum-
ir farið halloka í prófkjörum á þeim
bæ. Við vorum sem betur fer bara
mannlegir."
Mjög gætir óvildar og minnimátt-
arkenndar í garð Sjálfstæðisflokks-
ins í þessari bók. En nú er Ásgeir
Hannes Eiríksson kominn í lið með
þeim Svani Kristjánssyni, Ámunda
Ámundasyni og fleiri finum papp-
írum, svo að honum hlýtur að líða
betur.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Sá misskilningur gengur eins og rauð-
ur þráður um alla bók Asgeirs Hannes-
ar Eiríkssonar, að þeir borgaraflokks-
menn hafi getað orðið eitthvað án Al-
berts.“
Að eldast í uppaborg
„Enn munu reykvískar fjöiskyldur leita vistar fyrir ættmóðurina eða -föð-
urinn austur í sveitum..
I kosningabaráttunni síðastliðið
vor lögðum við, fulltrúar Nýs vett-
vangs, ríka áherslu á þörf fyrir
stóraukna þjónustu við reykvískar
fjölskyldur. Við héldum því fram
að ófullnægjandi þjónusta borgar-
innar bitnaði harðast á börnum og
gömlu fólki.
Niðurstöður kosninganna bentu
ekki til þess að Reykvíkingar al-
mennt væru sammála okkur um
þörfina fyrir gjörbreytt ástand. Ég
á þó bágt með aö trúa því að borg-
arbúar séu sáttir viö þær aðstæður
sem birtast í svari öldrunarþjón-
ustudeildar Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar við fyrirspurn
minni í borgarráði fyrir nokkru.
700 í brýnum forgangi
700 manns af þeim 1300-1400 öldr-
uðum á biðlistum borgarinnar eru
metnir í brýnan forgang, það er „í
brýnni þörf fyrir úrlausn og geta
ekki lengur búið við núverandi
aöstæðúr þrátt fyrir umfangsmikla
þjónustu ellegar eru í húsnæðis-
hraki“.
Rúmlega 200 manns af þessum
700 bíða eftir hjúkrunarrými, hinir
skiptast nokkuð jafnt í brýnan for-
gang eftir vistheimilisrými eða eft-
ir einþvers konar íbúðarhúsnæði.
í svari öldrunarþjónuStudeildar-
innar kemur fram að tæplega 60%
þeirra sem eru í brýnum forgangi
eftir einhvers konar íbúð eru leigj-
endur eða búa hjá ættingjum. Þeir
hafa því enga íbúðareign til þess
að láta upp í kaup á söluíbúö aldr-
aðra. Viðbótarúrræði Sjálfstæöis-
flokksins fyrir þennan hóp fólks frá
og með árinu 1986 hafa verið kaup
á 45 almennum leiguíbúðum í ná-
grenni þjónustumiðstöðva sem frá-
teknar eru fyrir aldraða.
Engar nýjar þjónustuíbúðir, ætl-
aðar til leigu, hafa bæst við í eigu
borgarinnar síðustu 11 árin. Vist-
Kjallariim
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi
Nýs vettvangs
heimilin Droplaugarstaðir og Selja-
hlíð voru tekin í notkun 1982 og
1986. Það blasir því við að borgin
hefur lítið sem ekkert gert undan-
farin ár til þess að leysa vanda
gamla fólksins sem býr í ótryggu
eða óhentugu húsnæði og ræður
ekki við fasteignakaup.
Við Lindargötu byggir borgin nú
94 íbúðir aldraðra sem áætlað er
aö ljúka við 1993. Sjálfstæðismenn
felldu tillögu minnihlutans um að
það yrðu eingöngu leigu- og hlut-
deildaríbúðir. Rúman fjórðung á
að selja fullu verði en leiguíbúðir
verða 54. Hætt er því við að þeir
hátt í 150 manns, sem metnir eru í
brýnan forgang eftir einhvers kon-
ar íbúð og eiga ekki fasteign sjálfir,
fái að bíða enn um sinn.
Beðið fram að aldamótum?
Sárast er þó úrræðaleysið hjá því
gamlaíólki sem misst hefur heils-
una og bíður eftir hjúkrunarrými.
Þannig er nú ástatt með rúmlega
200 íbúa ríkasta sveitarfélags
landsins, sveitarfélags sem horfir
ekki í eyrinn þegar velmegunin
skal sýnd í glæstum ytri táknum.
Eftir að hafa fellt nokkrum sinnum
tillögur frá minnihlutanum í borg-
arstjórn um að hefja byggingu
hjúkrunarheimilis fóru Sjálfstæð-
ismenn loks af stað á síðasta ári í
samvinnu viö fleiri aðila. Heimilið
verður tekiö í gagnið í áföngum
1992-1994. Þar verða að hámarki
100 rúm og þau nýtast ekki öll
Reykvíkingum.
Enn munu því Sjálfstæðismenn
hvetja elstu Reykvíkingana til þess
að sýna biðlund, jafnvel fram undir
aldamót. Enn munu reykvískar
fjölskyldur leita vistar fyrir ætt-
móðurina eða -foöurinn austur í
sveitum, á Kumbaravogi nærri
Stokkseyri eða að Blesastööum á
Skeiðum.
Hvert renna
milljarðarnir?
Fyrir 60 árum hófu Reykvíkingar
framkvæmdir við hitaveitu og
kostuðu miklu til. Þeir sem báru
þungann af þeim kostnaði fylla nú
hóp eldri borgarbúa. Skyldi það
ekki vera þeim umhugsunarefni að
þetta stönduga fyrirtæki þeirra
notar rúman milljarð af arði sínum
til þess að reisa glæsilegt veitinga-
hús? Hefði ekki verið betur við
hæfi að verja umframfénu í þágu
þess fólks sem byggöi upp þetta
þarfaþing borgarbúa?
Milljarðinn í Öskjuhlíðarhúsið
má líka skoða í ljósi þeirra fjár-
hæða sem borgarsjóður leggur í
framkvæmdir í þágu aldraðra á
fjögurra ára tímabili, 1987-1990.870
milljónum er varið í þessar þarfir
en á sama tímabili setja Reykvík-
ingar 1770 miUjónir í ráðhússbygg-
ingu sem hvergi er þó lokið enn.
Hjúkrunarheimili,
húsnæðisöryggi
og heimaþjónusta
Fjárfesting í hjúkrunarrýmum,
húsnæðisöryggi og stórbættri
heimaþjónustu fyrir aldraða er
nauðsyn í Reykjavík. Tvennt hið
síðarnefnda er forsenda þess að
gamalt fólk geti búið heima hjá sér
í stað þess að dvelja á stofnunum.
Ef Reykvíkingar kjósa umhyggju
fyrir fólki frekar en ytri tákn um
velferð verða þeir að veita úr sjóð-
um sínum til þessara þarfa.
Um jól og áramót veltum viö fyr-
ir okkur spurningum um raun-
veruleg verömæti. Er þá gjarnan
stillt upp sem andstæðum: um-
hyggju meðal manna og ytri um-
búðum hátíðanna. Spurningar sem
þessar mættu veröa áleitnari allt
árið í reykvískum stjórnmálum.
Gleðilega hátíð!
Kristín Á. Ólafsdóttir
„Sárast er þó úrræðaleysið hjá því
gamla fólki sem misst hefur heilsuna
og bíður eftir hjúkrunarrými. Þannig
er nú ástatt með rúmlega 200 íbúa rík-
asta sveitarfélags landsins...“