Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Andlát Jóhannes Jónsson frá Flóðatanga lést 21. desember á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Kristín Jakobína Sigurðardóttir, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum 19. desember. Gunnlaugur S. Björnsson, Stranda- seli 9, lést fostudaginn 21. desember. Jarðarfarir Sveinn Sveinsson, Gyðufelli 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum þann 19. þessa mánaðar. Utfórin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 27. desember, kl. 13.30. Ágúst H. Kristjónsson, fyrrverandi lögregluþjónn, Akralandi 3, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landa- koti, fimmtudaginn 27. desember kl. 13.30. Maria Sigurðardóttir, Sólheimum 44, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þann 18. desember, verður jarðsung- / / EINSTAKT A ISLANDI BLAÐSÍÐUR FYRIR KRONUR 8ÝÐUR NOKKUR BEIUR? Úrval TÍMARIT FYRIRALLA in frá Fossvogskirkju þann 28. des- ember kl. 15. Árni Sæmundsson, Bala, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Hábæjar- kirkju, Þykkvabæ, 28. desember kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11.30 sama dag. Ambergur Stefánsson verður jarð- sunginn frá Borgameskirkju laugar- daginn 29. desember kl. 14. Messur Laugarneskirkja:Kyrrðarstund í hádeg- inu í dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altaris- ganga. Léttur hádegisverður eftir stund- ina. Happdrætti Hausthappdrætti Félags heyrnarlausra Dregið var í Hausthappdrætti Félags heymarlausra þann 18. desember sl. og eru vinningsnúmer eftirfarandi: 1.15408, 2. 270, 3. 13829, 4. 273, 5. 18001, 6. 12720, 7. 3105, 8. 16634, 9. 7290, 10. 17553. Vinn- inga má vitja á skrifstofu Félags heymar- lausra, Klapparstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Tilkyimingar „Norðaustan ljóðátt“ Ut er komin ijóðabókin „Norðaustan Ijóð- átt“. í bókinni em ljóð eftir 8 höfunda sem á einn eða annan hátt em tengdir Ólafs- firði. Þeir em: Benedikt Þorkelsson, GísU Gíslason, Helga Bökku, Herdís Pála Páls- dóttir, Jón Ámason, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Svavar Alfreð Jónsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir. Hér yrkir hver með sinu nefi, bóndinh, neminn, blóma- konan, bóndakonan, kennarinn, heildsal- inn og presturinn. Ljóðin em bæði rímuð og órímuð. Benedikt Þorkelsson er heið- ursgestur í „Norðaustan ljóðátt". Hann orti langt ljóð um ævi sína sem birtist í þessari bók. Hann fæddist árið 1850 og lést árið 1931. Hjónin Jón Ámason og Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Ytri-Á em fædd 1928 og 1929, aðrir 1953 og síðar. Sú yngsta, Herdís Pála Pálsdóttir, er 19 ára. Bókin er kilja, 118 bls„ prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Helga Pálina Brynjólfs- dóttir frá Ólafsfirði hannaði kápu. Höf- undar gefa út. Passið ykkurá myrkriQu! NOTUM^ ENDURSKINS- MERKI! Þaufástí apótekum og víðar. UMFERÐAR RÁÐ Meiming Húrra íslenska óperan frumsýndi í gærkvöldi óperuna Rigoletto eftir Giuseppe Verdi. Hljómsveitarstjóri var Per Áke Anderson en sviösetningu annaðist Bríet Héðinsdóttir. í aðalhlutverkum voru Kostas Paskalis, sem söng hiutverk Rigolettos, Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki Gildu dóttur hans, Garðar Cortes í hlutverki hertogans af Mantúa, Guðjón Óskarsson í hlutverki Sparafucile leigumorðingja og Sigríður Ella Magnús- dóttir sem söng hlutverk Maddalenu systur hans. Eins og kunnugt er ríkti í haust óvissa um það hvort óperan fengi fjárstyrk til áframhaldandi starfs, uns ríkisstjórnin tók nýlega af skarið. Er vonandi að þeir hæstvirtir ráðherrar, sem voru viðstaddir sýninguna, hafi fengið þar fullvissu um að fénu hafi veriö vel varið. Að minnsta kosti tókst sýningin ágætlega. Mið- að við þær fæðingarhríðir, sem þessi fjárveiting gekk í gegnum, mætti halda aö um verulegar fjárhæðir væri að tefla. Svo er þó ekki. Ópera á íslandi er metin á við hálft minkabú eða svo. Á það verður seint of oft minnst aö lífið er ekki bara fiskur og það er sér í lagi mikilvægt fyrir smáþjóð, sem á í stöðugri sjálfstæðis- baráttu, að skilja að sú barátta snýst fyrst og fremst um menningu. Ríkið ætti að hugsa minna um atvinnu- rekstur, þar sem afskipti þess eru umdeilanleg og oft til hins verra, en meira um hstina þar sem þaö getur gert augljóst gagn. Rigoletto er með vinsælustu óperum og ein þriggja sem lagði grundvölhnn að frægð Verdis. Tónlistin er fjölbreytt, myndrík og alltaf trú atburðarásinni. Þar er að finna grípandi popplög eins og „La donna e mobile" en einnig tónlist svo djúpa og ríka sem best getur orðið. Má þar nefna kvartettinn „Bella figha dell amore“. Óperan lýsir lífi tillitslausrar skemmtana- fíknar þar sem Rigoletto leikur lykilhlutverk. Hann á andlegt afdrep í ást sinni á dótturinni sem hlýtur að Tónlist Finnur Torfi Stefánsson farast. Eini maðurinn í óperunni, sem ekki fellur fyrir fýsnum sínum og er heiöarlegur, er morðinginn Spara- fucile sem neitar að rjúfa samning við viðskiptavin. Uppfærsla íslensku óperunnar á þessu magnaða verki er vel heppnuð og á köflum hrífandi. Hljómsveit- arstjóri og hljómsveit komust mjög vel frá sínu og kóratriðin voru áberandi vel flutt. Kostas Paskahis söng hlutverk Rigolettos af öryggi og á köflum meö góðum tilþrifum. Garðar Cortes geröi einnig margt fallega eins og hans var von og visa. Stjarna kvöldsins var Sigrún Hjálmtýsdóttir sem hitti áheyrendur beint í hjartastaö með yndislegum söng og geislandi fram- komu. Hlutverk Ghdu býður upp á átök, bæði hvað tækni og túlkun varðar, sem ekki komast aðrar úr óskaddaðar en hæfustu söngkonur. Sigrún skilaði þessu meö glæsibrag og brást í engu vonum aðdáenda sinna. Guðjón Grétar ðskarsson hefur sérlega fallega rödd og söng hlutverk Sparafucile mjög vel. Sigríður Ella Magnúsdóttir gerði sínu hlutverki einnig ágæt skil eins og við mátti búast. Sviðsetningin var um margt góö, þótt stundum virt- ist fólkið fuh kyrrstætt en það stafar áreiðanlega að einhverju leyti af húsþrengslum. Sviðsmyndin virtist þjóna hlutverki sínu vel en var ef til vih óþarflega dökk og drungaleg. Dansatriði komu ágætlega út. Þá er ástæða th að geta sérstaklega vandaðrar efnisskrár sem var full af fróðleik um verkiö og sýninguna. Sviðsljós (<V ‘iom; Æ ssiss Það er ekki nóg með að sagt sé frá innihaldi sorptunnu Michaels Jackson heldur er birt mynd af þvi líka, BPPIillP |pj|j ð p | fmm Sorpblaðamennska Það er hreint með ólíkindum hvað bandarískir blaðamenn leggja á sig th að ná í „fréttir" af frægu fólki. Eitt af því ótrúlegasta sem þeir leggja sig niður við er að læðast að næturþeli að heimhum stjamanna og tæma sorpkörfur þeirra! Síðan er því slegið upp í slúðurblöðum hvað þar var að finna. Nýlega birtu þessir „sorpblaða- menn“ niðurstöður sínar um inni- hald ruslatunnu Michaels Jackson og þóttust heldur betur hafa komist í feitt. Þeir fundu nefnilega nokkrar tómar kókdósir í ruslakörfunni en eins og kunnugt er hefur Jackson halað inn ótaldar mhljónir fyrir að auglýsa pepsí. Það þætti saga th næsta bæjar ef fyrirsagnir í isíenskum blöðum færu að hljóða eitthvað á þessa leið: Tætlur úr Þjóðviljanum finnast í sorptunnu borgarstjórans. - Pepsí- dós í ruslapoka forstjóra Vífhfells. Hákarlsbiti fannst í bílskúr Magn- úsar Skarphéðinssonar! H.Guð. I, ■ II I 11 lllllll mmiiM ro iim m i imi oaa Þífæriwudimvá gQmfriton. t GÆÐAFRAMKOLLUN TTiUTT Opnum akl. 8.30 ■ I 11 ■ EX3 LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við S jónvarpið)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.